Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.10.2021, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is MÁR tveggja laga regnjakki Kr. 18.990.- Þín útivist - þín ánægja VIÐEY Hanskar Kr. 3.300.- Embla Thermore® Ecodown® dúnjakki kr. 17.990.- ATLI softshell buxur Kr. 17.900.- ASOLO Drifter GV EVO Kr. 32.990.- Vindur úlpa fyrir börn Kr. 18.990.- FÍFA síð Ecodown® úlpa Kr. 29.990.- Eyjafjallajökull hlý dúnúlpa Kr. 48.990.- Í grein 17. sept- ember sl. í Morgun- blaðinu vöruðu fjórir yfirlæknar læknis- fræðilegra rann- sóknastofa á Land- spítalanum við því að virt væru að vettugi ráð þeirra við hönnun nýs rann- sóknahúss spítalans hvað varðar óæskilega staðsetningu þyrlupalls og ófullnægjandi skrifstofuaðstöðu („opin verkefnamiðuð vinnurými“). Í svörum Gunnars Svavarssonar framkvæmdastjóra Nýs Landspít- ala ohf. (NLSH) í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og netpósti kemur fram að hönnunin sé byggð á „þarfagreining[u], húsrýmisáætlun og forsendu[m] verksins [sem] kom[i] frá notendum LSH“. „Um [sé] að ræða stærsta notenda- studda hönnunarverkefni Íslands- sögunnar“ sem hátt í 200 „starfs- menn spítalans“ hafi komið að og „allir sem kom[i] að verkefninu séu vissir um að vera á réttri leið“. Yf- irlæknarnir hafi „ólíkar skoðanir“. Í tölvupóstssamskiptum sagði Gunnar LSH og NLSH sem verk- kaupa EKKI bera ábyrgð á hönn- un hússins, sem er á skjön við það sem segir á heimasíðu NLSH: „NLSH ohf. er ábyrgðaraðili Hringbrautarverkefnisins.“ Á vef- síðu LSH segir: „Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Undanfarin ár hafa tugir arkitekta og verkfræðinga og hundruð starfsfólks unnið að skipulagi, hönnun og bestun ferla fyrir verk- efnið.“ Á fundi allra fagstjórnenda rannsóknadeilda og röntgendeilda Landspítala 22. september sl. var gerð könnun á afstöðu þeirra til fyrirhugaðra opinna skrif- stofurýma. Töldu sex af sex yf- irlæknum og níu af níu lífeinda- fræðingum og líffræðingum að opin skrifstofurými myndu tor- velda þeim að rækja störf sín vel. Allir mæltu á móti opnum vinnu- rýmum stjórnenda og sérfræðinga sem fara með viðkvæm mál og þurfa næði. Ljóst er að einhverjir pótintátar hafa verið teknir fram yfir yfirlækna og deildarstjóra í þann hóp 200 starfsmanna sem hannar bygginguna og „eru allir sammála“. Þrátt fyrir eftir- grennslan hefur ekki tekist að fá lista yfir þessa 200 starfsmenn. Fróðlegt væri að fá málefnaleg svör við því hverjir eru að mati forstjóra Landspítala hæfari til að fjalla um þarfir lækninga (hús- næði, tækjabúnað og mönnun) en þeir sem eru lögskipaðir byggt á hæfnismati til að bera faglega ábyrgð á starfseminni. Lög heim- ila forstjóra ekki að bera faglega ábyrgð á lækningum. Hans hlut- verk er annað. Því síður mega að- ilar sem sitja í framkvæmdastjórn á grunni framselds valds forstjóra bera faglega ábyrgð. Umboðs- maður Alþingis hefur endurtekið áréttað að vegna heilsufarslegra hagsmuna sjúklinga megi for- stjórar ekki að eigin hentisemi færa lögboðna ábyrgð frá yf- irlæknum til annarra, t.d. „sviðs- stjóra“, „forstöðumanna“ eða „framkvæmdastjóra“ eða hvaða nafni forstjóri kann að nefna að- stoðarmenn sína. Slíkir aðilar hafa auk skorts á menntun í viðkom- andi greinum ekki lagalega heim- ild til þess að stýra lækningum. Stjórn læknaráðs Landspítala ályktaði gegn opnum skrifstofu- rýmum fyrir 11 árum og taldi „það vera óviðunandi og mikla afturför ef sérfræðilæknar verða látnir hafa skrifstofuaðstöðu í stórum opnum rýmum …f til stendur að bjóða læknum lakari vinnuaðstöðu á Landspítalanum en þeim býðst […] erlendis mun það einungis gera mönnunarvandann enn verri.“ Víða erlendis er verið að leggja af opin skrifstofurými vegna slæmrar reynslu. Nýleg grein tók saman niðurstöður 15 rannsókna á áhrifum opinna vinnurýma.[i] Önn- ur skoðaði áhrif opinna rýma á staðfest veikindi starfsmanna.[ii] Niðurstaðan var [endursagt] að samanborið við hefðbundnar skrif- stofur skertu opin rými starfs- ánægju og þau væru beinlínis slæm fyrir heilsu starfsmanna, sem kæmi fram í aukinni fjarveru vegna veikinda. Opin rými valdi minnkaðri framlegð starfsmanna vegna ónæðis, leiði til þess að starfsmenn hverfi til annarra starfa og laði ekki nýtt fagfólk að. Hönnunargallar nýja rannsókn- arhússins eru ein birtingarmynd þess að fagþekking og reynsla sé sett til hliðar á spítalanum. Er ekki eitthvað öfugsnúið við að tala um notendasamráð þegar sjónar- mið faglegra stjórnenda og lækna- ráðs Landspítala eru sniðgengin? Að „notendastudda hönnunin“ sé sýndarsamráð; sjónhverfing. Hvers vegna hefur framkvæmda- stjórn Landspítala ekki komið sjónarmiðum læknaráðs og yfir- lækna rækilega til skila við hönn- un spítalans? Að hlusta ekki á ráð yfirlækna og læknaráð á lækn- ingastofnun er óneitanlega alvar- legt og skondið í senn. En stað- reyndin er sú að sjónarmið yfir- lækna og sérfræðilækna hafa verið sniðgengin um árabil. Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar hvað varðar notagildi, mönnun og öryggi þessarar stærstu nýbygg- ingar Íslandssögunnar. Það er miður að staðið sé að spítalabyggingu eins og hér er lýst. Vegna sýndarsamráðsins sáum við okkur nauðbeygða til að vekja athygli á málunum í fjöl- miðlum. Þrátt fyrir að greinin vekti athygli í þjóðfélaginu svaraði enginn sem ber ábyrgð á hönnun rannsóknarhússins. Þær systur sýndarsamráð og þögnin duga ekki. Einhver aðili hlýtur að þurfa að taka af skarið og leiðrétta mis- tökin áður en byggt verður. [i] New Zealand Medical Journal 2017; 130 (1467):39-49 [ii] Scand Journal of Work Environment and Health 2020;46 (3):330-334 Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleif Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson, Pál Torfa Önundar- son og Svein Guðmundsson »Er ekki eitthvað öf- ugsnúið við að tala um notendasamráð þeg- ar sjónarmið lögform- legra faglega ábyrgra stjórnenda og lækna- ráðs Landspítala eru sniðgengin? Ísleifur Ólafsson Höfundar eru yfirlæknar rannsóknadeilda á Landspítala; Björn Rúnar, ónæmisfræði (bjorn- lud@lsh.is), Jón Jóhannes, erfða- og sameindalæknisfræði (jonjj@lsh.is), Ísleifur, klínísk lífefnafræði (isleif- ur@lsh.is), Páll Torfi, blóðmeinafræði (pallt@lsh.is) og Sveinn, Blóðbankinn (sveinn@lsh.is). Um sýndarsamráð við fagfólk á sjúkrahúsi Sveinn Guðmundsson Páll Torfi Önundarson Björn Rúnar Lúðvíksson Jón Jóhannes Jónsson Eins og fleiri hlusta ég á útvarp, og meina þá rásirnar tvær á Rúv, hvor annarri betri. Þar koma fram margir stjórnendur, viðmælendur, lesarar og pistlahöfundar. Allt vænsta fólk og ég voga mér ekki að gagnrýna hvað unga fólkið tal- ar hratt, en það er fljótt að hugsa og veit hvað það ætlar að segja en ég fann að það var eitthvað sem truflaði. Eitthvert ójafnvægi, sem ég áttaði mig ekki strax á. Voru það hinar eilífu loftslagsumræður og heimsendaspár sem vissulega setja svip sinn á dagskrána eða inngangsmúsíkin sem alltaf er sú sama eða var það eitthvað annað? Þá datt mér í hug kynjakvótinn, sú uppgötvun sem átti að bjarga konunum bak við eldavélina frá öllu illu. Þessi kvóti er orðinn svo rækilega uppfærður að hann er löngu kominn yfir á hina hliðina og harla fáir ungir menn eru kall- aðir í útvarpið. En stúlkurnar koma vel fyrir, og það er látið vel af dugnaði þeirra í háskólanum þar sem þær eru í drjúgum meiri- hluta. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvar eru strákarnir? Morgunblaðið/ÞÖK Hlustun Hverjir tala mest í útvarpinu?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.