Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 45

Morgunblaðið - 21.10.2021, Side 45
Harry Potter-stjarnan Emma Watson vakti athygli á græna dreglinum á Earthshot- verðlaunahátíðinni í London um helgina. Watson var ekki bara í hvítum kjól heldur einnig í svörtum buxum. Fötin voru um- hverfisvæn í anda verð- launanna. Watson klæddist hönnun Harris Reed en hönnuður- inn leggur áherslu á kyn- laus föt í stað þess að hanna föt fyrir konur annars vegar og karla hins vegar. Hvíti tjullkjóllinn leit út fyrir að vera glænýr kjóll af tískupallinum en var í rauninni búinn til úr tíu hvítum og notuðum brúð- arkjólum. Það voru fleiri andstæður en í svarta og hvíta litn- um í fötum Watson. Hún tónaði róm- antíkina niður með því að klæðast svört- um útvíðum buxum og svörtum þykkbotna strigaskóm við kjólinn. Mætti í buxum og kjól AFP Andstæður Leikkonan Emma Watson lék sér með andstæður á græna dreglinum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.