Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 48

Morgunblaðið - 21.10.2021, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 ✝ Helgi fæddist í Reykjavík 27. júní 1936. Hann lést í faðmi fjölskyld- unnar 12. október 2021 á heimili sínu í Stykkishólmi. Foreldrar Helga voru Eiríkur Helgason rafvirkja- meistari, f. 14. des- ember 1907, d. 24. október 1983, og Unnur Jónsdóttir húsmóðir, f. 10. ágúst 1912, d. 1. júní 1984. Systkini Helga eru: Auður Lella, f. 1932, d. 2015, Nína Erna, f. 1935 d. 2018, Sesselja, f. 1941, Þorsteinn, f. 1945, og Að- alheiður Steinunn, f. 1951. Helgi giftist 26. júní 1960 eft- irlifandi eiginkonu sinni, El- ínborgu Karlsdóttur, f. 1936, frá f. 1971, eiginmaður Sæþór H. Þorbergsson, f. 1971, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Helgi gekk í barna- og gagn- fræðaskóla ásamt því að vera mjög liðtækur í íþróttaiðkun í Stykkishólmi. Helgi útskrifaðist sem raf- virki frá Iðnskólanum í Reykja- vík árið 1957 áður en hann gekk í Vélskóla Íslands og útskrif- aðist sem raffræðingur árið 1959. Fljótlega kom í ljós að áhugi hans lá í rafmagni eftir að hafa unnið með föður sínum bæði á verkstæði og við að lýsa upp sveitir héraðsins. Seinna varð hann verkstjóri hjá Skipa- smíðastöðinni Skipavík þar sem hann sá til þess að skipaflotinn og fiskvinnslurnar héldust gangandi. Hann útskrifaði marga rafvirkja, þar á meðal Karl son sinn. Útför Helga fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 21. október 2021, klukkan 14. Smáhömrum í Strandasýslu. For- eldrar hennar voru Þórdís Benedikts- dóttir, f. 1902, d. 1998, húsmóðir og Karl Aðalsteinsson, f. 1908, d. 1982, bóndi á Smáhömr- um. Börn Helga og Elínborgar eru: 1) Eiríkur, f. 1960, eiginkona Unnur María Rafnsdóttir, f. 1964, og eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn. 2) Þórdís, f. 1962, eig- inmaður Friðrik S. Kristinsson, f. 1961, og eiga þau tvö börn og sex barnabörn. 3) Dóttir óskírð, f. 1965, d. 1965. 4) Karl Matt- hías, f. 1968, eiginkona Íris Björg Eggertsdóttir, f. 1973, og eiga þau þrjú börn. 5) Steinunn, ákváðum að taka þetta á léttleik- anum; við hlógum ef við gerðum einhverja vitleysu og gerðum grín að því. Svo kom að því að þú áttir erfitt með að tjá þig, en knúsið þitt hvarf aldrei. Við héldum þá áfram að grínast, dansa, syngja og flauta, þetta allt kenndir þú mér sem lítilli stelpu og við elskuðum að gera það saman ásamt því að fara í bíltúr; við keyrðum alla botnlanga og margoft á bryggjuna og út á Skúlagötuna að skoða Karl Þór, bátinn þinn, og fá okkur ís. Elsku pabbi, ég söng og flautaði fyrir þig okkar síðustu daga saman, ég veit að þú heyrðir í mér. Það er svo margt sem ég mun geta tekið með mér út í lífið. Þú kenndir mér að elska með ást þinni og með trausti þínu kenndir þú mér að trúa, með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa og með þol- inmæðinni þinni kenndir þú mér að hún er kærleikur. Elsku besti pabbi minn. Nú fæ ég ekki að heyra oftar „nei ertu komin elsku stelpan mín“ þegar ég var að koma í heimsókn. Ég heyri stundum flaut núna þegar ég er að labba upp og heimsækja mömmu. Þá sný ég mér við og vonast til að sjá þig. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað og ég veit að litla syst- ir tekur á móti þér ásamt ömmu og afa. Takk fyrir allt elsku pabbi. Þín Steinunn (Steina). Elsku pabbi minn, þú varst klettur í lífi mínu. Takk fyrir að hafa verið til stað- ar fyrir mig, ég elska þig endalaust. Lífið er þraut og leysa hana þarf, ljúft það og sárt er í senn. En bjartsýni fékk ég í föðurarf og frábært lífið er enn. Pabbi, þú hefur kennt mér svo mikið, margt hefur þú lifað og reynt. Ég veit að ég sterkari er fyrir vikið þótt erfiðleikarnir fari ekki leynt. Ætíð má tárin af vöngum þerra, alltaf þú ert til að hugga mig. Þú hefur lyft mér úr þunglyndi verra, þakklát ég Guði er fyrir þig. Takk fyrir stuðning og styrk þinn mikla, sterk ég horfi framtíðar til. Þú sýnir mér lífið sem ótal lykla sem ganga að hverjum þeim lás sem ég vil. (Höf. ók.) Með þessum orðum vil ég þakka þér, elsku pabbi minn, alla þá ást og umhyggju sem þú gafst mér. Þín dóttir, Þórdís (Dísa). Mér er það ljúft að minnast með nokkrum orðum elskulegs tengda- föður míns, Helga Eiríkssonar, en hann lést 12. október sl. Það var fyrir tæpum 42 árum sem ég kem inn í fjölskylduna, þeg- ar við Eiríkur vorum að byrja sam- an. Ég var þá 15 ára og nokkuð stressuð yfir því að fara í jólaboð til fjölskyldunnar. En stressið var óþarfi því strax við fyrstu kynni lík- aði mér vel við tilvonandi tengda- föður minn. Helgi var allaf með létta lund, mjög hjálpsamur, hafði endalausa þolinmæði og var einstaklega ljúf- ur. Börnin mín leituðu alltaf eftir að vera nærri honum því hann gaf þeim alltaf tíma. Ég vil þakka þér fyrir öll okkar kynni og samverustundirnar. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Guð geymi þig í ljósinu. Þín tengdadóttir, Unnur María. Helgi afi var einstakur maður. Hann var ekki bara besti afi og hjartahlýjasti maður sem við höf- um kynnst, heldur einnig var hann besti vinur okkar. Það var alltaf ævintýri að eyða deginum með afa. Fyrsta sem ég hugsa um er stóri frystirinn niðri á Aðalgötunni. Allt- af strax eftir hverja einustu máltíð labbaði afi með okkur niður og opn- aði risastóra frystinn og náði í ís- blóm. Ég minnist alltaf þegar maður sat í stiganum á Aðalgötunni og beið eftir að hann kæmi heim, svo kom hann kom upp stigann og maður fylgdi honum inn á bað til að horfa á hann þvo sér um hendurn- ar. Hendurnar voru svo grófar og svo skítugar og maður horfði á drulluna leka niður í vaskinn. Hann var alltaf með sérstaka gula sápu og bursta sem hann notaði til að ná drullunni af. Það sem ég tengi mest við afa er þegar hann var að leika Ladda- karaktera og taka Eirík Fjalar og syngja „Það er fjör“. Hann var allt- af að flauta og syngja með okkur. Hann fann alltaf eitthvað að gera þegar maður var hjá honum. Það var alltaf eitthvert ævintýri. Fórum að tína steina til að mála og setja í fallega garðinn hans, stússa í bátnum eða veiða. Ég man sérstak- lega eftir einu skipti þegar hann fór með okkur að veiða, þá veiddum við bara stígvél og engan fisk en tók- um samt stígvélið heim til ömmu. Það var alltaf létt í kringum hann, hann var alltaf brosandi og að reyna að láta mann fara að hlæja. Hann labbaði aldrei inn með hangandi haus. Hann var alltaf vel klæddur í skyrtu og fínum buxum. Amma og afi komu oft með okkur í sumarfrí. Eitt sumar fór- um við til Spánar. Þá talaði afi alltaf dönsku við sölumennina; afi talaði allt í einu reiprennandi dönsku og sölumennirnir skildu ekki neitt. Afi kenndi okkur að synda og stinga okkur af stökk- pöllum, hann var alltaf mest í sundlauginni með okkur öllum að leika. Þegar við fórum í vatns- rennibrautagarð stökk hann af fimm metra háum palli, sjötugur að aldri. Hann var alltaf tilbúinn að fara með okkur í öll hættulegu tækin. Hann var alltaf lang- spenntastur fyrir þeim. Eftir að afi varð veikur var hann samt alltaf að reyna að láta aðra hlæja, búa til hljóð eða svipi og fíflast í manni. Þótt hann gæti ekki tjáð sig var hann alltaf að reyna að láta aðra hlæja og naut þess að vera í kringum okkur. Helga afa verður alltaf minnst sem yndislegs manns, með hlýj- asta faðminn, alltaf stutt í grínið og besta afa sem við hefðum nokkurn tímann getað beðið um. Hvíldu í friði elsku Helgi afi. Kveðja, Þorbergur og Aníta. Jæja afi, þá er komið að leiðar- lokum. Þótt þú sért farinn þá lifa minningarnar enn. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég og Helgi komum í næturpössun til ykkar ömmu og við slógumst alveg um að fá að sofa í músaholunni. Ég man líka að þið amma áttuð sögur á spjöldum og ég sat oft í fanginu þínu og við lásum þær saman. Mér fannst það alltaf svo skemmtilegt, ég átti alveg uppáhaldssögu sem við lásum alltaf aftur og aftur. Þú varst alltaf duglegur að leika við okkur, þú t.d. kenndir þú mér „fag- ur fiskur í sjó“ þar sem þú fórst með þuluna á meðan þú straukst á mér höndina, svo endaði vísan á detta og höndin þín datt á mína. Ég var svo spennt að gera þetta við þig en mundi bara fagur fiskur í sjó … og svo sló ég á höndina þína og hló og hló. Þú varst líka alltaf að segja okkur þuluna um fingurna: Þessi datt í sjóinn, þessi dró hann upp. Þessi bar hann heim, þessi bjó um hann og svo þegar kom að litla putta kitlaðir þú mann og breyttir röddinni þegar þú sagðir litli putti spilamann og kjaftaði öllu frá. Annars man ég aðallega eftir þér alltaf á einhverju flakki í vinnunni, en alveg sama hvað þá komstu samt alltaf heim í hádegismat. Amma var alltaf búin að útbúa margra rétta hádegismat og ég get alveg sagt að það voru uppáhalds- hádegin mín þegar ég labbaði úr skólanum til að koma í hádegismat til ykkar, það var samt ekkert spennandi að fá lýsi með þér. Þú varst alltaf til í að hjálpa manni, hvort sem það var raf- magnstengt eða ekki. Þú bara fannst út úr því hvernig ætti að gera hlutina ef þú kunnir þá ekki nú þegar. Þú varst líka með eindæmum stríðinn, þið amma áttuð reyndar sameiginlegt þennan stríðnishúm- or. Það er engin furða að pabbi sé líka svona stríðinn; hann á alls ekki langt að sækja það og hvað þá ég. En maður má stríða þeim sem mað- ur elskar! Hvíldu í friði elsku afi. Borghildur. Elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og þakklæti í huga. Afi minn er, hvað ætli hann sé? Ég lít á hann sem verðmætari en nokkurt fé, því hann er það sem kallast gull, að mótmæla því væri bara bull. Afi minn er mín fyrirmynd, að mótmæla því væri aðeins synd, og ef þú sérð það ekki hlýturðu að vera blind. Að elska hann er almenn skynsemi, því hann er fullur af blíðu og góðsemi. Hann er maður til að líta upp til. Hann er maðurinn sem ég líkjast vil. Hann hefur sýnt mér margt og frætt. Sama hvað gengur á, það getur hann allt- af bætt. Hef ég komið til hans fullur nið- urdregni, þá hefur hann glatt mig af megni. Þótt hann sitji í stól og segi ekki orð, þá fyrir mér er hann eins og goð. Án hans er ég aðeins hálfur maður, því hjá honum er ég aðeins glaður. Hann einn getur fengið mig til að brosa blítt, þegar ég umgengst hann er mér alltaf hlýtt. Alltaf verið mér góður og er hann ansi fróður. Hef ég mikið af honum lært og mikla vitneskju hefur hann mér fært sem mér er kært. Ég kappkosta að honum verði þetta bætt. Allan þennan tíma sem mér er gefinn með afa, ætla ég að nota vel og nálægt mér hafa. Sama hvað gerist hef ég á honum gæt- ur, ég passa hann og geymi við hjartaræt- ur. (Aðalsteinn Jónsson, 1986). Með þessu ljóði, sem ég sendi þér fyrir mörgum árum, kveð ég þig. Þín Elínborg. Við erum sex systkinin og þrjú elstu eru núna látin, Auður Lella, Nína Erna og núna þú, elsku stóri bróðir okkar. Þetta eru alltaf þung spor að kveðja ástvini sína en þegar alvarlegur sjúkdómur herjar á eins og alzheimer óskar maður engum þess að hverfa í þann dimma heim, þó svo að sorgin sé sár ætlum við að gleðjast með þér að losna úr viðjum alzheimer og óska þess að þú sért á betri stað núna því fjar- vera þín var orðin myrkur. Eflaust ertu núna hjá pabba, mömmu, Lellu og Nínu. Þú lærðir rafvirkjun hjá pabba og alla tíð unnuð þið saman feðg- arnir, meðal annars unnuð þið að því að rafvæða marga sveitabæi á Snæfellsnesi, sem var ein mesta bylting fyrir sveitir landsins á sín- um tíma, í framhaldinu mynduð- ust mikil vinatengsl við bændur. Það var oft glatt á hjalla á Silf- urgötu 14 í Stykkishólmi þegar þú og pabbi voruð að koma úr vinnu- ferð, þær voru skemmtilegar sög- urnar úr sveitinni enda þið miklir sögumenn. Ekki hefur gleðin ver- ið síðri þegar þið kveiktuð ljósið í fyrsta skipti á einhverjum bæn- um. Það lýsir best hvað þið feðgar voruð nánir alla tíð þegar pabbi okkar lá á dánarbeðinum og við búin að kveðja en þú varst ókom- inn, þá spurði pabbi: Hvar er strákurinn? Um leið og þú komst og hann sá þig þá skildi hann við. Lífshlaup Helga Eiríkssonar Í Stykkishólmi fæddist forðum daga og flottur drengur skírður Helgi var, um kappa þennan svo var rituð saga sem sést ef fólkið skoðar minningar. Í drengnum birtist vænsti vaxtarsproti, þótt væri mjór og stuttur hnokkinn sá. En þarna voru systkin sex í koti sem sælleg gátu fagnað lífsins þrá. Á íþróttum hann miklar mætur hafði og merkilega vel þeim stutta gekk, við leiðindi og átök ekki tafði en allri gamansemi sinna fékk. Hann ekki hár að vexti var en fimur og víst svo léttur gat hann stigið dans, á Snæfellsnesi frjáls í fjöllum glymur nú frásögn sem er tengd við ævi hans. Með föður sínum var hann oft að veiða og vænstu sögur fóru þá af þeim. Þeir veiðivörðum gerðu margan greiða og gátu komið stórum fiskum heim. Á balli sína Ellý Helgi hitti og hún varð þar með ást við fyrstu sýn því þar og þá í bjartan blossa glitti og blossinn enn úr augum þeirra skín. Hjá föður sínum lærði Helgi hagur hvert handtak sem við rafmagn bundið var og Snæfellsnes varð bjart sem besti dag- ur því báðum tókst að leggja leiðslur þar. Með Ellý á hann Helgi hóp af börnum og hafa nokkrar kynslóðir það séð að hjónin hafa tök á lífsins törnum og traust þau öllum hópnum fylgjast með. Nú náð hann hefur æviár að klára með yfirsýn á lífsins fögru slóð, hver minning býr í töfrum gleðitára, hvert tímabil í heimsins björtu glóð. Á Snæfellsnesi enn er skörp sú skíma sem skapaði hann Helgi þar og þá og sýnir vel að ljós hins liðna tíma mun lifa þó að árið þjóti hjá. (Kristján Hreinsson) Við kveðjum þig, elsku bróðir. Þú skilar kveðju til hinna sem við vitum að tóku svo fallega á móti þér. Elsku Ellý, Eiríkur, Dísa, Kalli, Steina og fjölskylda, innilegustu samúðarkveðjur og guð gæti ykk- ar. Aðalheiður Steinunn Sesselja Þorsteinn. Helgi Eiríksson Dásamlegi elsku pabbi minn. Nú er komið að þeim degi sem ég hef verið hvað hræddust við, að missa þig. Elsku pabbi, þú varst alltaf svo glaður, jákvæður og skemmtilegur og síðast en ekki síst svo hjartahlýr og óspar á að sýna okkur hvað þú elskaðir okkur mik- ið og varst stoltur af okkur. Það er svo margs að minnast, við höfum fylgst að í 50 ár, ég litla pabbastelpan þín. Ég gleymi því ekki þegar þú leyfðir mér að koma með þér í vinnuna, mér fannst svo gaman að fá að koma með þér, þú fannst alltaf eitthvað fyrir mig að gera á meðan þú varst að stússa. Þú skammaðir mig aldrei, þú tal- aðir um fyrir mér. Þú elskaðir kökurnar og matinn hennar mömmu og kvöldkaffið klukkan tíu á hverju kvöldi, því get- um við ekki gleymt. Hann Sæþór vissi ekkert betra en að koma í kvöldkaffið og spjall enda alltaf ný- bakað hjá mömmu. Þú dýrkaðir barnabörnin þín enda elskuðu þau Helga afa. Það er skrýtið að koma inn á dvalarheim- ilið og enginn pabbi þar en samt horfi ég alltaf inn ganginn til að at- huga hvort ég sjái þig. Mig langar alltaf í hlýtt og gott faðmlag. Síð- ustu ár voru þér erfið, þú greindist með alzheimer árið 2012. En við stóðum hlið við hlið elsku pabbi, við Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Takk, elsku pabbi. Þinn sonur, Eiríkur. ✝ Okkar ástkæru GUÐRÚN ÞÓRANNA INGÓLFSDÓTTIR og AGNAR BREIÐFJÖRÐ K. JACOBSEN Dúfnahólum 2 eru látin. Útför þeirra hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.