Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 50

Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 ✝ Theodór Máni fæddist á fæð- ingardeild Land- spítalans við Hringbraut 18. september 2020. Hann lést í fangi foreldra sinna um- vafinn ást og kær- leik á heimili sínu þann 7. október 2021. Foreldrar Theo- dórs Mána eru Anna Gréta Oddsdóttir markaðsfræðingur, f. 24. október 1988, og Fannar Guðmundsson verkfræðingur, f. 5. júlí 1986. Foreldrar Önnu Grétu eru Jóna Guðný Jónsdóttir, f. 25. september 1966, og Oddur Haf- steinsson, f. 22. september 1965. Stjúpmóðir Önnu Grétu sjaldgæfan og alvarlegan erfðasjúkdóm. Sjúkdómsgrein- ing hans þýddi að líf hans yrði afar stutt eða einungis vikur eða mánuðir. Fljótt var fjöl- skyldan send heim til að eiga meiri möguleika á því að skapa fallegar minningar með fjöl- skyldu og vinum. Það tókst af- ar vel til og tók hann ávallt vel á móti gestum á heimili sínu og var uppáhaldshljóðið hans í dyrabjöllunni enda gaf það til kynna að von væri á góðum vinum eða ömmum og öfum. Theodór náði að fagna eins árs afmæli sínu og átti fjölskyldan frábæran dag sem veitti ógleymanlegar minningar. Skömmu eftir afmælið hrakaði heilsu Theodórs Mána fljótt og kvaddi hann þennan heim á sama hátt og hann kom; róleg- ur og friðsæll á fallegu haust- kvöldi umvafinn ást og kær- leik. Útför Theodórs Mána verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 21. október 2021, og hefst at- höfnin klukkan 13. er María Auður Steingrímsdóttir, f. 28. apríl 1970. For- eldrar Fannars eru Rakel Kristjáns- dóttir, f. 10. októ- ber 1951, og Guð- mundur Haralds- son, f. 21. maí 1950. Theodór Máni kom í heiminn ró- legur og yfirvegað- ur á fallegu haustkvöldi. Vitað var að hann þyrfti að fara í að- gerð fljótt eftir fæðingu vegna stíflu í görn. Fljótt kom þó í ljós að veikindi hans voru al- varlegri en áður var talið. Eftir mikla vinnu starfsfólks Barna- spítala Hringsins og Íslenskrar erfðagreiningar kom í ljós að Theodór Máni var með afar Þegar ég fékk þig fyrst í fang- ið þá varð ég smeyk. Þú horfðir djúpt í augun á mér með svo mik- illi yfirvegun og innri friði að ég þorði ekki að halda á þér lengi heldur rétti ég þig pabba þínum. Þegar ég var búin að telja í mig kjarkinn og fékk þig aftur í fangið þá horfði ég í augun á þér og það var eins og þú segðir við mig: „Mamma, nú þarft þú að fara að róa þig.“ Fyrstu dagarnir eftir að þú fæddist eru í hálfgerðri móðu enda var þá að koma í ljós að veikindin voru mun alvarlegri en áður var talið. Þegar við fengum fréttirnar varðandi hugsanlega greiningu þá var eins og tíminn stæði í stað. Tal læknanna fjarlægðist þangað til það varð að hvísli. Ég starði út í tómið og trúði ekki því sem var að gerast, heimurinn gjörsam- lega hrundi. Ég sat tímunum saman og horfði á þig og tuldraði með sjálfri mér að ég skildi þetta ekki, hvernig gæti heimurinn verið svona ósanngjarn? En nú skil ég allt svo miklu betur. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig og mér finnst al- gjör heiður að fá að vera mamma þín. Þú ert búinn að kenna mér meira heldur en allar heimsins gráður lagðar saman. Með því að vera byrjaður að brosa innan við tveggja vikna gamall gafstu okkur foreldrunum tóninn, hvernig við ættum að haga okkur í þessu verkefni sem biði okkar. Við skírðum þig Theodór Mána þar sem Theodór stendur fyrir gjöf guðs og Máni þar sem þú varst ljósið í myrkrinu. Í upphafi héldum við að stutta ævi þín yrði sorgarsaga þar sem öll þroskaskref og gleðistundir ættu bara eftir að minna okkur á það sem við ættum eftir að sakna mest. En eftir því sem þú stækk- aðir og brosið breikkaði samhliða þá gerðum við okkur fljótt grein fyrir því að við gætum ekki setið á hliðarlínunni með sorgina skrif- aða á andlitið okkar á meðan þú skælbrostir framan í heiminn. Eitt fallegt eftirmiðdegi þegar ég hélt á þér öðlaðist ég dýrmæt- an lærdóm sem ég er þér æv- inlega þakklát fyrir að hafa kennt mér. Ég var að leyfa hug- anum að reika um hvað mér þætti sorglegast að þú myndir missa af. Það komu ekki upp í hugann þessi „stóru“ augnablik sem ég bjóst við heldur voru þau minni og hversdagslegri. Í stað þess að útskriftir og stöðuhækk- anir kæmu í hugann þá voru það litlu hversdagslegu hlutirnir sem mér fannst sorglegt að þú skyldir missa af; kaffibolli með góðum samræðum, göngutúr í nátt- úrunni eða heimskupör með vin- um og fá að sjá eftir því en læra á sama tíma. Þú sýndir mér að hversdagslegu hlutirnir gera lífið fallegt og maður á að gera þá enn sérstakari með því að staldra við og kunna að meta þá. Fjölskyldur og vinir. Þið gerð- uð það að verkum að við gátum staðið þétt við hlið sonar okkar frá fyrstu stundu fram á þá síð- ustu með bros á vör eins og hann átti skilið. Elsku Ásgeir, Snjólaug, Hrólf- ur og Sigrún. Takk fyrir allt sem þið og kollegar gerðuð fyrir okk- ur fjölskylduna. Þið færðuð fjöll fyrir okkur og það er ykkur að þakka að maður situr eftir með hjartað fullt af minningum sem eiga eftir að hlýja manni um ókomna tíð. Sofðu vel, elsku gullið mitt, og einn daginn hitti ég þig í Nangi- jala. Þín mamma. Elsku prinsinn minn! Ég trúi varla að ég sé að skrifa þessi orð þó svo að ég hafi vitað í heilt ár að það biði mín. Það er ekki með neinu móti hægt að fanga tilveru þína í einni minningargrein. Þeg- ar ég hugsa til baka til augna- bliksins þegar ég fékk þig fyrst í hendurnar þá líður mér eins og ég hafi verið einhver lítill strákur að verða pabbi og í dag er ég gamall maður þótt það sé bara ár síðan. Aldrei hefði mig órað fyrir því sem beið okkar, það kemur í hugann minning af spítalanum þegar það var verið að kenna mér að skipta um stómapoka á þér og hversu hræddur ég var við til- hugsunina um að þurfa að sinna þessu hjúkrunarhlutverki en í dag eru allar þessar stundir að hjúkra þér mér svo kærar og við áttum svo mörg góð augnablik þegar ég var að sinna þér og stjana við þig. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér fyrir ári hversu gefandi og gaman það væri að vera pabbi þinn. Að fá að vera pabbi þinn er hreinlega það besta og merkileg- asta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir mig. Allar þær stund- ir sem við fengum saman eru svo dýrmætar og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér þótt þú yrðir bara rétt rúm- lega eins árs. Þú varst með svo skýran og skemmtilegan húmor og það var ekkert skemmtilegra en að finna nýja hluti sem þér þóttu fyndnir. Þessir hlutir voru oftast ég að þykjast vera klaufsk- ur og missa hluti eða þú að henda hlutum á gólfið og búa til læti. Ef ég ætti að lýsa þér á sem einfald- astan hátt þá væri það góðhjart- aður prakkari. Það er svo margt sem þú hefur kennt mér á lífið en það merk- asta sem þú hefur kennt mér er að kunna að meta hversdagsleik- ann. Ég hef fundið það margoft í gegnum síðastliðið ár að mesta sorgin kemur þegar ég hugsa um hversdagslegu hlutina sem ég mun ekki fá að gera með þér eins og að hjálpa þér að læra eða fá að sækja þig í leikskólann og labba með þér heim. Svo núna þegar þú ert ekki lengur hér þá kemur sorgin þegar ég hugsa um hvers- dagslegu stundirnar með þér þegar ég var að reyna að elda hafragraut og þú sast á eldhús- borðinu kastandi sleifum og öðr- um eldhúsáhöldum í gólfið til að fá athygli frá mér. Önnur gjöf frá þér er getan til að staldra við í augnablikinu og upplifa fallegt augnablik sem ég hefði annars ekki tekið eftir. Það er sárt að það þurfi harmleik til að læra að meta þessa hversdagslegu hluti en þetta er eitthvað sem mun lifa með mér út lífið og gefa lífinu meira gildi. Þegar ég horfi til baka yfir síð- astliðið ár þá kemur upp í hug- ann eitt orð og það er þakklæti. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að vera pabbi þinn og fyrir þann tíma sem ég fékk með þér þótt hann hafi verið allt of stutt- ur. Mér líður eins og hjartað mitt hafi stækkað á seinasta ári og þú ert þessi nýja viðbót við hjartað, þannig að þú verður alltaf hjá mér þar til minn tími kemur. Þú verður alltaf litli strákurinn minn og ég er svo ótrúlega stoltur af þér. Elska þig svo mikið. Pabbi. Sorgin og gleðin eru systur tvær. Það á svo sannarlega við á þessari stundu. Elsku ömmu- strákurinn minn, Theodór Máni, hefur lokið sínu verkefni hér og skilur okkur eftir með hjörtun full af þakklæti, ást, gleði og sorg. Þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast þessum prakk- ara og hjartaknúsara og hafa haft hann lengur en nokkur bjóst við. Þakklæti yfir því sem hann kenndi okkur að njóta hvers dags og vera glöð og ánægð. Þetta yndi sem vaknaði brosandi hvern dag og sofnaði brosandi. Hann var svo sannarlega guðs gjöf til okkar og allt sem skipti máli var að honum liði vel þann tíma sem honum var gefinn. Allir sem hittu hann fóru af hans fundi betri manneskjur með ljós í hjarta. Í lífi hans var stanslaus gleði og ást. Þjáningar lutu þar í lægra haldi og er ég svo þakklát lækna- teyminu hans og starfsfólki Barnaspítala Hringsins sem héldu svo vel utan um hann og foreldra hans sem og vinum Önnu Grétu og Fannars. Síðasta rúma árið hefur kennt mér svo óendanlega mikið. Sú reiði sem ég fann yfir því órétt- læti að Theodór Máni fengi ekki að vera hér lengi með okkur hef- ur smám saman látið undan og eftir situr þakklæti fyrir allt það sem hans líf hefur gefið mér. Hann og foreldrar hans hafa kennt mér meira en nokkur skóli hefur getað gert. Þessi magnaði drengur vissi meira, gat meira, gaf meira en nokkur annar. Hann kenndi mér að lífið er ham- ingja, hlátur, ást og kærleikur. Þegar eitthvað bjátar á hugsa ég til hans, þegar ég gleðst hugsa ég til hans, þegar ég upplifi órétt- læti hugsa ég til hans. Ég er betri manneskja vegna Theodórs Mána og mun ég elska hann og geyma hvert bros, hvern hlátur og hvert knús í huga mér þangað til við hittumst aftur. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór K. Laxness) Elsku Anna Gréta og Fannar. Þið eruð algjörar hetjur og eigið nú fallegasta og besta engilinn á himnum. Ást ykkar og styrkur gerði Theodór Mána að þeim frá- bæra einstaklingi sem hann varð. Jóna Guðný Jónsdóttir, amma. Yndislegi ömmu- og afadreng- urinn okkar, Theodór Máni, er farinn í ljósið skæra hjá almætt- inu. Theodór Máni fæddist 18. september 2020. Sést hafði í sónar á síðari hluta meðgöngu að eitt- hvað væri ekki eins og það ætti að vera í kviðarholi barnsins en talið var að það væri eitthvað sem hægt væri að laga eftir fæðingu. Theodór Máni fór í aðgerð daginn efir fæðingu og kom þá í ljós að um mjög alvarlegan og sjaldgæfan sjúkdóm var að ræða og var það mikið áfall þar sem vitað var að Theodór Máni mundi ekki lifa lengi. Eftir að foreldr- arnir fengu að fara með hann heim af spítalanum fórum við mjög oft í heimsókn til þeirra og fengum oft að passa hann. Theo- dór Máni þroskaðist eðlilega andlega og var ótrúlega skemmtilegur og glaðlegur lítill prakkari þó svo að líkamsþrosk- inn væri nokkuð á eftir, þar sem hann fékk aðeins næringu í gegn- um æð. Theodór Máni var mikill gleðigjafi, brosti og skríkti þegar leikið var við hann. Hann fyllti hjörtu okkar af kærleik og hlýju og nutum við þess að fá að passa hann. Foreldrarnir Fannar og Anna Gréta sýndu ótrúlega mik- inn styrk og dugnað þetta rúma ár sem þau fengu að hafa hann hjá sér. Theodór Máni hefði ekki getað fengið betri foreldra til að annast hann, þeirra umhyggja og kærleikur var óendanlegur. Mikil hamingja var þegar hann náði eins árs aldri og kvikn- aði von að hann fengi lengri tíma með okkur. Fannar hljóp heilt maraþon á afmælisdegi Theo- dórs til styrktar Barnaspítala Hringsins þar sem þau vildu gefa til baka fyrir alla þá aðstoð og hjálp sem þau fengu frá þeim. Takmark Fannars var í upphafi að ná að safna einni milljón króna, en það söfnuðust vel rúm- ar þrjár milljónir. Í byrjun októ- ber fór sjúkdómurinn að taka yf- ir og hrakaði Theodór Mána mjög hratt. Theodór Máni kvaddi okkur 7. október á heimili sínu í faðmi foreldra sinna, sem voru umlukin ömmum, öfum, hjúkrun- arfræðingi, sjúkrahúspresti og læknum af Vökudeild Barnaspít- ala Hringsins sem höfðu annast hann svo vel allan hans tíma. Elsku Fannar og Anna Gréta, megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Guð varðveiti fallegu sálina hans og við dýrmætu minningarnar sem við eigum í hjörtum okkar. Yndislegi Theodór Máni, Guð geymi þig. Amma Rakel og afi Guðmundur. Elsku fallegi Theodór Máni okkar fæddist með genagalla sem var svo alvarlegur að það var strax ljóst að hann myndi ekki eiga langt líf. Á sínum stutta líf- tíma tókst honum að gera líf okk- ar allra sem kynntumst honum lærdómsríkt, fallegt og skemmti- legt. Alltaf brosmildur með sinn prakkarasvip og tilbúinn í fjörið. Það er auðvitað erfitt fyrir alla að fá svona stórt verkefni sem for- eldrar Theodórs Mána fengu í hendurnar, en eftir á að hyggja er Theodór Máni gríðarlega stór gjöf sem við fengum að njóta, læra af og elska. Þó svo okkar maður hafi ekki verið stór né þungur þá skilur hann eftir minningar um stóran og sterkan einstakling. Vinir og vandamenn Theodórs Mána eiga gríðarlegar þakkir skildar vegna þeirrar ástar sem þau gáfu foreldrum og litla drengnum. Ég vona að vinir og vandamenn átti sig á hversu mik- ilvæg ástin, umhyggjan og aðstoð- in hafi gert gott, það verður seint sett í orð eða gjörðir þakklætið til allra sem studdu við bakið á for- eldrum og Theodóri Mána. Til starfsfólks Hringsins: Mig langar að þakka fyrir þá ást og umhyggju sem þið sýnduð okkar manni, þvílíkt starfsfólk. Elsku afa- og ömmusnúður, megi guð vernda þig að eilífu og minning þín lifir ætíð í hjörtum okkar. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær: Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær (G.Ö.) Amma María og afi Oddur á Suðurgötu og frændsystkin. Elsku hjartans Theodór Máni. Söknuður okkar er ólýsanlegur. Þú gafst okkur svo mikla gleði á þinni allt of stuttu ævi, alltaf kátur og hlæjandi. Þér var gefinn mun styttri tími hér á jörðu en reyndin varð, en þér tókst að vera í rúm- lega eitt ár í faðmi fjölskyldu þinn- ar og skapa óendanlegar og dýr- mætar minningar, enda klár og ákveðinn frá fyrstu stundu. Megi allar góðar vættir blessa og umvefja þig, fjölskyldu og vini. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Theodór Máni Fannarsson Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANNMAR ARNALD REYKDAL, Ásvegi 13, Akureyri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 12. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. október klukkan 13. Ásta Þórðardóttir Agnes Reykdal Þórður S. Reykdal Sigurbjörg Bjarnadóttir Steindór V. Reykdal Sigríður Lóa Rúnarsdóttir Anna K. Reykdal Njáll Kristjánsson Ingibjörg Reykdal Hjördís Reykdal Vilhjálmur H. Þorgrímsson afabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON hæstaréttarlögmaður, Lindargötu 27, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 14. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. október klukkan 15. Útförinni verður streymt: www.sonik.is/bjorgvin Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð blóð- og krabbameinslækningadeilda LSH. Jóna Dóra Kristinsdóttir Steina Rósa Björgvinsdóttir Kristinn Geir Guðmundsson Sylvía Rún Ellertsdóttir Sindri Þór, Kolbrá Sól, Styrmir Jökull, Katla Nótt, Ellert Úlfur, Emil Huginn, Urður Eldey, Agla Eilíf og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.