Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 53
Þegar vinur er
kvaddur er margs að
minnast.
Árni fæddist og
ólst upp á Akranesi, næstyngstur
fjögurra systkina. Í skóla tengd-
umst við vinaböndum sem styrkt-
ust alla tíð. Spiluðum fótbolta, vor-
um saman í skátaflokki, og þegar
við höfðum aldur til var skroppið á
sveitaböll. Árni fór ungur á síld
sem var upplifun fyrir ungan
dreng.
Árni var sá eini sem svaraði þeg-
ar kennarinn spurði hvað við ætl-
uðum að læra og svaraði; útvarps-
virkjun! Árni hóf nám í útvarps- og
rafeindavirkjun í Reykjavík, sem
varð hans ævistarf. Árni æfði og
spilaði fótbolta með Fram og eign-
aðist þar góða vini en hélt að sjálf-
sögðu alltaf með Skagamönnum.
Ferðalög voru stór þáttur í sam-
veru okkar. Verslunarmannahelg-
ina 1964 var okkur boðið í óvissu-
ferð í Dodge Carryall, eins og
menn stóðu, í skyrtu með bindi.
Fjallabaksleiðir voru lagðar að
baki og óbrúaðar ár og ógleyman-
legt að vera uppáklæddir á miðju
hálendinu og virða fyrir sér óra-
víddirnar. Næsta fjallaferð 1969
var með meiri fyrirvara, þegar við
gerðum upp Bronco dögum saman
og fórum um landið þvert og endi-
langt, í fylgd með fleiri jeppum.
Þetta smitaði áhugann á að kanna
landið og var farið suður Kjöl árið
1971 á Saab og Taunus, kannski
dálítil áhætta, enda brotnaði auga-
blað á Taunusinum uppi á miðju
hálendinu og virtist fátt til bjargar.
En Árni eins og ávallt fljótur að
hugsa og úrræðagóður hvarf á
braut og kom síðan með girðing-
arstaur sem hann fann hjá skálan-
um við Hvítárvatn, skellti honum
upp í hjólskálina ofan á öxulinn og
gekk ferðin eins og í sögu eftir það.
Á námsárunum kynntist Árni
ungri stúlku, Höllu frá Súðavík,
sem síðan varð hans ævifélagi og
eignuðust þau þrjú frábær börn:
Berglindi, Magneu og Marinó. Við
fórum í ferðir ásamt fjölskyldum
m.a. til Mallorka. Eftirminnilegt er
þegar við í mannmergðinni í Palma
týndum einu barninu og var leitað í
örvæntingu. Birtist þá Árni með
barnið í fanginu og leyndi sér ekki
léttirinn hjá öllum. Þá hafði Árni
Árni Marinósson
✝
Árni Mar-
inósson fæddist
30. júlí 1945. Hann
lést 12. október
2021.
Útför Árna fór
fram 19. október
2021.
verið fljótur að hugsa
að barnið hlyti að
hafa gengið þægileg-
ustu leið niður göt-
una og reyndist það
vera rétt.
Við vorum í
gönguklúbbi og
gengum víða, bæði
heima og erlendis og
höfðum mikla
ánægju af. Byrjaði
það árið 1996 með
göngu um Fjörður og síðan árlega
um Lónsöræfi, Hornstrandir, Mý-
vatn, Borgarfjörð eystri, Hóla-
skjól, Strandir og Jökulsárgljúfur
o.fl. svo segja má að landið hafi ver-
ið vel kannað. Einnig var gengið
erlendis í Pýreneafjöllum, Slóveníu
og Tékklandi.
Árni stofnaði sitt fyrirtæki El-
con fljótlega eftir að námi lauk og
rak það með myndarbrag þar til
hann veiktist. Sinnti hann sínum
viðskiptavinum vel og var ólatur að
bregðast strax við þegar beiðnir
um aðstoð bárust nær og fjær,
enda alltaf úrræðagóður. Aðstoð-
uðum við hann lítillega við bréfa-
skriftir og var gaman að fylgjast
með kröftugu starfi hans.
Árna er sárt saknað, sárastur er
söknuður Höllu og allrar fjölskyld-
unnar. Við vinirnir erum þess full-
vissir að í sumarlandinu er þörf
fyrir bóngóðan viðgerðarmann og
kveðjum í bili góðan vin.
Gunnar Ólafs og Pjetur Már.
Ég var svo heppinn að kynnast
Árna um það leyti þegar konurnar
okkar byrjuðu í Hjúkrunarskólan-
um árið 1968. Þetta er því orðin
rúmlega fimmtíu ára vinátta sem
ég er ævinlega þakklátur fyrir.
Árni var traustur vinur, einarður
og fylginn sér í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur og var eftirsóttur í
sínu starfi fyrir fagmennsku og
dugnað.
Við hjónin höfum ferðast mikið í
gegnum tíðina með Árna og Höllu
þar sem minningar urðu til sem
ylja um hjartarætur. Síðasta ferð
okkar var farin til Tenerife í byrjun
árs 2018 og var það ánægjulegt að
Árni skyldi geta farið þá ferð þrátt
fyrir að glíma við erfið veikindi.
Einnig er mér minnisstætt þegar
haldið var á völlinn til að hvetja
Skagamenn í fótbolta eða þegar
enski boltinn var ræddur og okkar
menn í Man Utd áttu góðan leik.
Kæra Halla, Berglind, Magnea,
Marinó, barnabörn og aðrir að-
standendur, ykkur vil ég votta
mína dýpstu samúð.
Hilmar Guðbjörnsson.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021
Á þessu ári hafa
tveir vinnufélagar
og vinir sem mér
voru kærir fallið frá
langt um aldur fram. Þeir störf-
uðu hjá fyrrverandi Siglinga-
stofnum sem árið 2013 samein-
aðist fleiri ríkisstofnunum í
Samgöngustofu. Þessir menn
hétu Sævar Sæmundsson og Jón
Bernódusson.
Ég byrjaði seint á árinu 1998
að starfa hjá Siglingastofnun.
Þar kynntist ég fljótt Jóni. Hann
var þá forstöðumaður siglinga-
sviðs. Við urðum fljótt hinir
mestu mátar. Hann var mikil-
hæfur verkfræðingur, því var
gott að leita til hans og fá ráð um
ýmis flókin tæknileg málefni.
Jón var afburðagreindur, stál-
minnugur og drengur góður. Það
voru alveg ótrúlega mörg mál-
efni sem hann hafði vitneskju
um, enda víðlesinn. Hann mundi
t.d. alla afmælisdaga ásamt m.a.
því hvaða daga hljómplötur
komu út.
Þar sem fólk kom saman var
Jón jafnan hrókur alls fagnaðar.
Hann átti það til að vera nokkuð
stríðinn og senda gjarnan léttar
glósur á menn, en var þó óspart
að gera stólpagrín að sjálfum
sér.
Meðal sameiginlegra áhuga-
mála okkar var breska rokk-
hljómsvetin Rolling Stones. Okk-
ar álit var að Sticky Fingers
væri besta hljómplata þeirrar
Jón Bernódusson
✝
Jón E. Bernód-
usson fæddist
18. febrúar 1952.
Hann lést 22. sept-
ember 2021.
Útför hans var
gerð 1. október
2021.
sveitar. Hann hafði
m.a. mikið dálæti á
laginu Can’t You
Hear Me Knock-
ing? sem er einnig á
þeirri plötu. Einnig
voru lögin Gimme
Shelter og You
Can’t Always Get
What You Want af
plötunnni Let it
Bleed í miklu uppá-
haldi hjá honum.
Fyrsta ferð okkar á Stones-
tónleika var í Parken í Kaup-
mannahöfn 2003. Síðar var farið
ásamt fleiri vinum á tónleika í
Frankfurt 2007, Hyde Park í
London 2013 ásamt tónleikum í
Berlín 2014 og 2018. Í ferðinni til
London 2013 þótti Jóni einnig al-
veg tilvalið að að heimsækja gröf
byltingarleiðtogans, félagsvís-
indamannsins og sagnfræðings-
ins Karls Marx. Jón hafði þá les-
ið talsvert um hans sögu og
hugmyndir. Í sömu ferðinni var
einnig farið í Madame Tussaud-
vaxmyndasafnið. Ekki leiddist
Jóni að láta mynda sig með Al-
bert Einstein og Angelu Merkel.
Einn af hápunktunum í þessari
ferð var að ganga yfir frægu
gangbrautina við Abbey Road
eins og Bítlarnir gerðu fyrrum.
Á ferðalagi í þýskum borgum tók
hann gjarnan að sér að vera leið-
sögumaður ferðafélaganna.
Hann naut sín í hvívetna í þeim
hlutverkum.
Fyrir handan gæti Jón hitt þá
snillinga Charlie Watts og Brian
Jones. Það yrðu væntanlega
miklir fagnaðarfundir.
Við Maggý sendum Martinu
og dætrum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Jóns Bernódussonar.
Steingrímur Hauksson.
Afi var einn af
þeim mönnum sem
gat ávallt talað við
alla þá sem hann
mætti, hvar sem hann var gat
hann ævinlega slegið upp vin-
áttu og varandi samböndum
sem fylgdu honum hvert sem
hann fór. Það skipti varla máli
hvort það var fólkið á næsta bæ
eða fólk úr öðru landi, jafnvel
þótt þeir töluðu ekki íslensku
þá byrjaði hann hiklaust í sam-
ræðum við þá, og fékk mikla
ánægju út úr því. Hann gat allt-
af komið fram vissum skilning
þótt hann talaði ekki önnur
tungumál. Hann var kraftmik-
ill, hló hátt og oft, og er hann
hnerraði hristust öll heimahús.
Hann elskaði því að ferðast,
hitta nýtt fólk og sjá nýja staði,
og fór hann í þó nokkur ferða-
lög, bæði innanlands og utan.
Jafnvel hér í nærri byggð
minnast grannar þess ábyggi-
lega að sjá hann á heilsugöngu
Agnar
Þorsteinsson
✝
Agnar Þor-
steinsson fædd-
ist 18. mars 1935.
Hann lést 3. októ-
ber 2021.
Útför Agnars fór
fram 14. október
2021.
milli bæja, fóru
þeir saman hann
og Sigtryggur vin-
ur hans frá Hriflu,
og var ekki óvana-
legt að þeir kæmu
við hér og þar á
bæjum og fengju
kaffi og gott spjall
eftir drjúga göngu-
ferð.
Ég mun þó
ávallt minnast hans
á göngu hér heima, að rölta út í
fjós með hundinn stutt á eftir
sér, Bangsi var sennilega einn
af hans uppáhaldsfélögum og
fylgdi hundurinn honum flest
sem hann fór hérna heima. Mig
grunar að þeir hittist á ný í því
sem kemur næst, og þrátt fyrir
þá sorg sem ávallt fylgir missi
þá er þetta gangur náttúrunn-
ar, og bíður hans friður nú að
lokum.
Sorgin endist þó ekki ein-
göngu. Öll þau gleðilegu augna-
blik sem hann deildi með öllum
sem hann þekktu hverfa aldrei,
og við getum enn brosað við
þeim minningum sem hann gaf
okkur. Hann kann að vera far-
inn en hann gleymist ei, hann
lifir áfram í minnum okkar.
Pétur Rósberg
og Elvar Logi.
Okkar ástkæri,
ÞÓRÐUR SVEINSSON
bifreiðarstjóri,
Kórsölum 1,
andaðist á Hrafnistu Boðaþingi
laugardaginn 16. október.
Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn
29. október klukkan 10.
Hafdís Baldvinsdóttir
Sigurður Pálmar Þórðarson Erna Sigurðardóttir
Jóhanna Guðrún Þórðard. Bjarni Viggósson
Ása Kristveig Þórðardóttir Jens Magnússon
Svanhvít Þórðard. Eikland
Erla Rúna Þórðardóttir Haukur Hrafnsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elsku fallegi gulldrengurinn okkar,
JAKOB FANNAR SIGURÐSSON
flugvirki,
til heimilis að Garðshorni,
Hörgársveit,
lést af slysförum að kvöldi miðvikudagsins
13. október. Útförin fer fram frá Digraneskirkju
þriðjudaginn 26. október klukkan 15.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat
Björgvin Helgason
Rakel Einarsdóttir Baldur Vilhjálmsson
Andri Freyr, Vilhjálmur Heimir, Steinþór Orri
Einar Lúthersson Rut Sigurðardóttir
Helgi Jóhannsson Kristín Sólveig Eiríksdóttir
fjölskylda og vinir
Elsku hjartans faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
HAFSTEINN HEIÐAR KRISTINSSON,
Engihlíð 22, Ólafsvík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
15. október.
Jarðsungið verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 23. október
klukkan 15.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Ingvaldur Magni Hafsteinss. María Káradóttir
Katrín Magnadóttir Magnea Magnadóttir
Hermann Marinó Maggýjars. Regína Valbjörg Reynisdóttir
Hugrún Hadda Hermannsd. Hera Laufey Hermannsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA PÉTURSDÓTTIR,
Dalseli 20, Reykjavík,
andaðist laugardaginn 16. október á
Landspítalanum Fossvogi.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
27. október klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild B7 Landspítala Fossvogi.
Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon
Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir
Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Fremstuhúsum í Dýrafirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
við Hringbraut mánudaginn 18. október.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
28. október klukkan 13.
Haraldur G. Samúelsson Ásta Benediktsdóttir
Guðrún Ólafía Samúelsdóttir Guðmundur Árnason
Borgný Samúelsdóttir Halldór Gunnlaugsson
Arnlaugur K. Samúelsson Jana Ágústsdóttir
Gísli Sigurjón Samúelsson
Jónína I. Samúelsdóttir
Kristján G. Kristjánsson Maliwan Phumipraman
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar