Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.10.2021, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 30 ÁRA Snærós Sindradóttir er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hún er dagskrárgerð- arkona á RÚV. „Áhugamál mín eru ferðalög og ég er einmitt stödd á Ítalíu. Ég ætla að verja afmælisdeginum á siglingu um Capri og á Capri.“ FJÖLSKYLDA Freyr Rögnvaldsson, f. 1978, blaðamaður á Stundinni. Börn þeirra eru Urður Vala, f. 2014, og Tíbrá Myrra, f. 2018. Stjúpbörn Snærósar eru Blær, f. 2004, og Kári, f. 2009. For- eldrar Snærósar eru Helga Vala Helgadóttir, f. 1972, alþingismaður, og Sindri Freysson, f. 1970, rithöfundur. Stjúpforeldrar Snærósar eru Grímur Atlason, f. 1970, framkvæmdastjóri, og Gerða Friðriksdóttir, f. 1972, hjúkr- unarfræðingur og landeigandi. Snærós Sindradóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að breyta ákveðnum að- stæðum þér í hag. Vertu á verði gagnvart tunguliprum sölumönnum. Bjóddu vinum í kaffi. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er allt á fullu í höfðinu á þér og þú hefur hundrað lausnir við öllum vandamálum. Þú ert þinnar eigin gæfu smiður. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Málefni tengd sköttum, reikningum og skuldum hafa íþyngt þér að undan- förnu. Haltu ró þinni því þú hefur alla möguleika á að finna réttu lausnina. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það getur verið erfitt að rata réttu leiðina þegar stígarnir liggja í allar áttir. Allt sem tengist félagslífi og vinum stendur í blóma. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vilji er allt sem þarf. Mundu samt að blanda ekki saman atvinnu og einkalífi. Þér hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trján- um. 23. sept. - 22. okt. k Vog Aukin ábyrgð er af hinu góða. Losaðu þig við allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda. Tilfinningarnar eiga það til að hlaupa með þig í gönur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Taktu höndum saman með öðrum til þess að láta hjólin snúast. Fata- val getur haft áhrif á framkomu þína og hvernig þér líður, vandaðu valið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þótt fólk hafi það á orði hversu fjölhæf/ur þú sért, skaltu varast að láta þau ummæli hafa of mikil áhrif á þig. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú kannt að freistast til að kaupa einhverja lúxusvöru fyrir heimilið. Þú velkist ekki í vafa um tilgang lífsins. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Allt hefur sinn tíma, að hvíla sig er mikilvægt. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert fullur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Bókhald hefur aldrei verið þín sterkasta hlið. Fáðu hjálp. við Trinity College of Toronto í Kan- ada veturinn 1994-95. Á háskóla- árunum vann hann m.a. hjá Lögregl- unni í Reykjavík og Rannsóknar- lögreglunni í Kópavogi. Flóki var settur sóknarprestur í Hólmavíkurprestakalli frá 1. júlí 1983, vígður 12. júní sama ár og skip- aður frá 1. júní 1984. Meðfram prestsstörfunum þar var hann einnig háseti í tvö sumur á togaranum Hólmadrangi. Honum var veitt Stóra-Núpsprestakall frá 1. ágúst 1985 með aðsetri í Tröð í Gnúpverja- hreppi. „Ég reisti mér hús þar og var með rúmar 30 kindur. Það var mjög gaman að því. Ég keypti mér líka hesta og var í hestamennsku þar til ég slasaði mig, en þá var ég kominn upp í Borgarfjörð.“ Flóka var veitt Langholts- prestakall í Reykjavík frá 1. júlí 1991 en sagði kallinu lausu frá 1. október 1996. Hann var þá ráðinn til prests- þjónustu við Íslendinga búsetta á meginlandi Evrópu með aðsetri á Ís- landi frá sama tíma til 31. maí 2000. Hann var síðan skipaður sóknar- prestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði frá 1. júlí 2000 og þjónaði þar uns hann lét af störfum 1. júní 2020. „Mér líkaði fjarska vel að vera á Hvanneyri og kunni afskaplega vel við fólkið. Ég hef líka alltaf haft mikla þörf fyrir útiveru og plantaði miklu af trjám í kringum prestssetrið, en ég hef mjög gaman af ræktun.“ Flóki var formaður barnaverndar- F lóki Kristinsson fæddist 21. október 1951 í Reykjavík og ólst upp á Barónsstígnum og frá 11 ára aldri í Sól- heimum, í öðru af 12 hæða húsunum þar. „Mig langaði alltaf í sveit og mér fannst ég vera sá eini í hverfinu sem ekki komst í sveit. En ég fékk að fara eitt sumar með skólabróður mínum og vini, Kristni Sigmundssyni, sem fór alltaf í sveit. Það var á Litla- Ármóti í Flóa sem var torfbær, slegið var með orfi og ljá og allt var með gömlum búnaðarháttum. Mér finnst merkilegt að hafa kynnst þessu.“ Flóki gekk í Austurbæjarskóla og síðan í Vogaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í júní 1971. Hann var í Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Flóki stund- aði nám í guðfræði við Háskóla Ís- lands 1975-83 og varð cand. theol. þaðan 26. febr. 1983. „Það var Sigur- björn Einarsson sjálfur sem flutti predikun í útvarpi, sem gerði það að verkum að ég fór upp í háskóla og skráði mig í guðfræðideildina.“ Flóki stundaði framhaldsnám í litúrgískum fræðum og kennimannlegri guðfræði nefndar Gnúpverjahrepps 1985-91. Hann sat í atvinnumálanefnd Gnúp- verjahrepps í fjögur ár, í stjórn Prestafélags Íslands 1987-90 og var fulltrúi Prestafélags Íslands á sam- starfsfundum norrænna prestafélaga um tíma. Hann var ritstjóri Kirkju- ritsins 1990-92. „Ég fór í pílagrímagöngu frá Bæ í Borgarfirði að Skálholti og það slóg- ust tveir í för með mér. Ég átti svo frumkvæði að því að formlega var stofnað félagið Pílagrímar sem hafði það að markmiði að þessar göngur yrðu árlegur viðburður. Ég setti upp vefsíðuna pilagrimar.is með göngu- kortum af leiðinni, við settum niður stikur mestan hluta gönguleiðarinnar og upplýsingaskilti á áfangastöðum. Þetta gekk í nokkur ár, var skemmti- legt og vakti athygli margra, en þetta voru fimm daga göngur.“ Áhugamál Flóka eru m.a. tónlist og ljósmyndun. „Faðir minn var mikill áhugamaður um tónlist og ég fór með honum á tónleika með Sinfóníu- hljómsveitinni og með Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Hann var einnig mikill kirkjumaður og ég ólst upp við það að fara með honum í kirkju og við fórum Flóki Kristinsson, fyrrverandi sóknarprestur – 70 ára Tónlistar- og náttúruunnandi Afmælisbarnið Flóki Kristinsson. Presturinn Flóki í prédikunarstólnum í Hvann- eyrarkirkju í síðasta sinn, árið 2020. Við Þingvallakirkju Úr einni af pílagrímagöng- unum. Flóki er lengst til hægri í neðri röð. Í dag, fimmtudaginn 21. október 2021, eiga 60 ára brúðkaups- afmæli hjónin Magnús Haraldur Magnússon og Helga Benedikts- dóttir, Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði. Þau voru gefin saman á heimili sr. Guðmundar Guð- mundssonar á Útskálum. Þau eiga fimm börn, ellefu barnabörn og fjórtán barnabarnabörn. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.