Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 62

Morgunblaðið - 21.10.2021, Síða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2021 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Barcelona – Dynamo Kiev....................... 1:0 Benfica – Bayern München ..................... 0:4 Staðan: Bayern München 3 3 0 0 12:0 9 Benfica 3 1 1 1 3:4 4 Barcelona 3 1 0 2 1:6 3 Dynamo Kiev 3 0 1 2 0:6 1 F-RIÐILL: Man. United – Atalanta ........................... 3:2 Young Boys – Villarreal........................... 1:4 Staðan: Man. United 3 2 0 1 6:5 6 Villarreal 3 1 1 1 7:5 4 Atalanta 3 1 1 1 5:5 4 Young Boys 3 1 0 2 3:6 3 G-RIÐILL: Salzburg – Wolfsburg .............................. 3:1 Lille – Sevilla ............................................ 0:0 Staðan: Salzburg 3 2 1 0 6:3 7 Sevilla 3 0 3 0 2:2 3 Lille 3 0 2 1 1:2 2 Wolfsburg 3 0 2 1 2:4 2 H-RIÐILL: Chelsea – Malmö ...................................... 4:0 Zenit – Juventus....................................... 0:1 Staðan: Juventus 3 3 0 0 5:0 9 Chelsea 3 2 0 1 5:1 6 Zenit Pétursborg 3 1 0 2 4:2 3 Malmö 3 0 0 3 0:11 0 Evrópudeildin C-RIÐILL: Spartak Moskva – Leicester ................... 3:4 England B-deild: Reading – Blackpool ............................... 2:3 - Daníel Leó Grétarsson lék ekki með Blackpool vegna meiðsla. Ítalía C-deild: Seregno – Virtus Verona........................ 1:3 - Emil Hallfreðsson lék fyrstu 59 mínút- urnar með Verona. Noregur B-deild: Ranheim – Aalesund ............................... 3:3 - Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn með Aalesund og lagði upp mark. Sogndal – HamKam ................................ 1:1 - Emil Pálsson var ónotaður varamaður hjá Sogndal. 4.$--3795.$ Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig fyrir Hauka þegar liðið tapaði 53:66- fyrir Tarbes í L-riðli Evrópubikars- ins í körfuknattleik í Frakklandi í gær. Staðan í hálfleik var 31:28, Tar- bes í vil, en Haukar byrjuðu hins vegar seinni hálfleikinn illa og skor- uðu einungis 12 stig gegn 23 stigum Tarbes í þriðja leikhluta. Haiden Palmer átti mjög góðan leik fyrir Hauka, skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Þá skoraði Lovísa Henningsdóttir 8 stig fyrir Hauka. Haukar eru með 2 stig í fjórða og neðsta sæti riðilsins eftir tvo leiki. Hetjuleg frammi- staða í Frakklandi Ljósmynd/FIBA Tvenna Haiden Palmer átti mjög góðan leik en það dugði ekki til. Lið Elvars Más Friðrikssonar og Tryggva Snæs Hlinasonar unnu bæði leiki sína í Evrópubikar FIBA í körfuknattleik í gær. Elvar skoraði 8 stig, gaf 5 stoð- sendingar, tók 3 fráköst og stal boltanum einu sinni fyrir Antwerp sem vann gríska liðið Ionikos á úti- velli 92:81. Zaragoza vann einnig 91:90-sigur eftir framlengdan leik á útivelli en liðið heimsótti Gilbao Ga- lil til Ísrael. Tryggvi skoraði 6 stig, varði 5 skot, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni á fimmtán mínútum. Tryggvi varði fimm skot Ljósmynd/FIBA Lykill Elvar Már hefur verið frábær fyrir Antwerp Giants á tímabilinu. ÞÝSKALAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyr- ir þetta tækifæri og þetta er draumur að verða að veruleika ef svo má segja,“ sagði handknattleiksmað- urinn Teitur Örn Einarsson, leik- maður Flensburg í Þýskalandi, í sam- tali við Morgunblaðið. Selfyssingurinn, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við þýska stór- veldið í vikunni en Flensburg hafnaði í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 68 stig, líkt og Þýskalandsmeistarar Kiel, en Kiel stóð betur að vígi þegar kom að inn- byrðisviðureignum liðanna. Hann er uppalinn hjá Selfossi en gekk til liðs við sænska úrvalsdeild- arfélagið Kristianstad sumarið 2018 og hefur verið lykilmaður hjá félag- inu undanfarin tímabil. „Hlutirnir hafa gerst ansi hratt síð- ustu daga og þetta kom til eftir að ein af hægri skyttum Flensburg meidd- ist. Báðar hægri skytturnar þeirra eru frá vegna meiðsla eins og staðan er í dag og ég heyrði fyrst af áhuga Flensburg á miðvikudaginn í síðustu viku þegar forráðamenn félagsins höfðu samband við umboðsmann minn. Ég fór í læknisskoðun á sunnu- daginn síðasta og skrifaði svo undir samning við félagið að henni lokinni. Um leið og ég heyrði af áhuga Flensburg varð ég mjög spenntur og setti mig í samband við forráðamenn Kristianstad. Þeim fannst þetta frá- bært tækifæri fyrir mig og voru stað- ráðnir í að standa ekki í vegi fyrir mér enda ekki á hverjum degi sem maður fær svona tækifæri. Fé- lagaskiptin gengu mjög vel og þetta hefur gengið ótrúlega vel og hratt fyrir sig allt saman. Ég kom til félagsins ungur að árum og Kristianstad var mitt fyrsta at- vinnumannafélag. Ég er búinn að vera þarna í þrjú ár og ég hef lært mjög mikið, bæði handboltalega séð og líka sem manneskja. Ég hef líka kynnst fullt af frábærum Íslend- ingum sem búa í þessu litla bæj- arfélagi sem Kristianstad er. Heilt yfir hafa þetta verið frábær þrjú ár í Svíþjóð og ég er mjög þakklátur fyr- ir tíma minn þarna,“ sagði Teitur. Spenntur fyrir tímabilinu Teitur skoraði ellefu mörk í fimm leikjum með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann hefur verið á meðal markahæstu leikmanna liðsins undanfarin ár. „Þjálfarinn vildi að sjálfsögðu ekki missa mig og tjáði mér það en á sama tíma er Kristianstad klúbbur sem vill fá til sín unga og efnilega spilara og gera þá betri. Markmiðið er svo að koma þeim enn þá lengra og þegar svona risastórt skref býðst þá vilja þeir að sjálfsögðu styðja við það af heilum hug. Þeir eru áfram í frábærri stöðu, þrátt fyrir brotthvarf mitt, enda voru þrjár hægri skyttur í leikmanna- hópnum að mér meðtöldum. Það eru þess vegna tvær örvhentar skyttur eftir hjá félaginu og ég hef fulla trú á því að Anton Hallbäck muni stíga upp núna. Kristianstad-liðið er enn þá mjög sterkt og þeir verða klárlega í toppbaráttunni í Svíþjóð í vetur.“ Flensburg hefur þrívegis fagnað sigri í þýsku 1. deildinni, síðast árið 2019 en liðið vann deildina einnig ár- in 2018 og 2004. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í þýsku 1. deildinni og ég er gríðarlega spenntur fyrir því. Fyrsti leikur minn með félaginu verður gegn Vezprém á útivelli í Meistaradeildinni þannig að maður er að henda sér beinustu leið út í djúpu laugina. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig maður mun spjara sig í bestu deild í heimi og ég ætla mér klárlega stóra hluti. Ég er þess vegna gríðarlega spenntur fyrir næstu mánuðum og hvernig hlutirnir eiga eftir að þróast.“ Seinni tíma vandamál Teitur skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi tímabil og rennur út í júní á næsta ári. „Mér finnst ekki vera nein pressa á mér að skora einhver hundrað mörk fyrir félagið. Ég er einbeittur á að spila minn leik og síðan sjáum við bara hverju það skilar mér. Kannski fæ ég nýjan samning hjá Flensburg og kannski ekki, það er bara seinni tíma vandamál. Ég ætla mér fyrst og fremst að njóta þess að vera kominn í þennan risaklúbb sem Flensburg er og það að spila með félaginu opnar margar dyr fyrir mig. Hvar ég spila á næstu leiktíð er ekki eitthvað sem ég er að hugsa um og núna ætla ég mér að njóta þess að vera hluti af þessu stór- liði.“ Örvhenta skyttan hefur verið inn og út úr landsliðinu undanfarin ár en hann vonast til þess að félagskiptin auki möguleika hans á föstu sæti í ís- lenska landsliðshópnum. „Ég er að æfa með mörgum af bestu leikmönnum heims og allir leikmenn Flensburg eru frábærir handboltamenn. Það segir sig sjálft að þegar maður æfir með góðum leikmönnum verður maður ósjálfrátt betri sjálfur. Ég er í dauðafæri að bæta mig enn þá frekar hérna og þetta var í raun bara fullkominn tímasetning að fara á nýjan stað og byrja upp á nýtt. Ég vil að sjálfsögðu verða eins góður handboltamaður og ég mögulega get og ég tel mig vera á rétta staðnum til þess að afreka það,“ bætti Teitur við í samtali við Morgunblaðið. Stekkur beint út í djúpu laugina í Þýskalandi - Teitur Örn Einarsson er genginn til liðs við stórlið Flensburg frá Kristianstad Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skytta Teitur á að baki 21 A-landsleik þar sem hann hefur skorað 22 mörk. Olísdeild karla Selfoss – Stjarnan................................. 20:25 Staðan: Valur 4 4 0 0 111:86 8 Stjarnan 4 4 0 0 121:107 8 ÍBV 4 3 0 1 112:110 6 Fram 4 3 0 1 107:100 6 FH 5 3 0 2 133:124 6 Haukar 4 2 1 1 114:105 5 Afturelding 4 1 2 1 117:116 4 KA 4 2 0 2 106:108 4 Selfoss 5 1 0 4 116:134 2 Grótta 4 0 1 3 96:101 1 HK 4 0 0 4 100:116 0 Víkingur 4 0 0 4 88:114 0 Olísdeild kvenna HK – ÍBV .............................................. 27:21 Staðan: Fram 3 2 1 0 86:75 5 Valur 2 2 0 0 54:37 4 KA/Þór 2 2 0 0 53:50 4 Haukar 2 1 1 0 53:47 3 HK 4 1 0 3 80:95 2 Stjarnan 3 1 0 2 66:68 2 ÍBV 3 1 0 2 80:73 2 Afturelding 3 0 0 3 57:84 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Aalborg – Vardar Skopje ................... 33:29 - Aron Pálmarsson skoraði 8 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Elverum – Zagreb ............................... 30:25 - Orri Freyr Þorkelsson lék ekki með El- verum vegna veikinda. Montpellier – Meshkov Brest............. 32:26 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði ekki fyrir Montpellier. B-RIÐILL: Kielce – Porto ...................................... 39:33 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk fyrir Kielce og Haukur Þrastarson 1. Þýskaland Metzingen – Sachsen Zwickau .......... 22:17 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 1 mark fyrir Sachsen Zwickau. Danmörk Esbjerg – Ringköbing......................... 32:24 - Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 skot í marki Ringköbing. Noregur Drammen – Sandefjord ...................... 30:23 - Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir Drammen. Tertnes – Oppsal ................................. 27:28 - Birta Rún Grétarsdóttir lék ekki með Oppsal. %$.62)0-# Cristiano Ronaldo reyndist enn og aftur hetja Manchester United í Meistaradeildinni þegar liðið tók á móti Atalanta í F-riðli keppninnar á Old Trafford í Manchester í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri Unit- ed en Ronaldo skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir að United hafði lent 0:2-undir í leiknum. Þetta er annar leikurinn í röð í Meistaradeildinni þar sem Ronaldo skorar sigurmark United en hann tryggði liðinu 2:1-sigur gegn Vill- arreal á Old Trafford í lok sept- ember. _ Manchester United hefur þrí- vegis fagnað sigri í Meistaradeild- inni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Aðeins Arsenal hef- ur tekist að gera slíkt hið sama í Meistaradeildinni. Chelsea vann öruggan 4:0-sigur gegn Malmö frá Svíþjóð þegar liðin mættust í H-riðli keppninnar á Stamford Bridge í London. Jorginho skoraði tvívegis fyrir Chelsea í leiknum en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Þá voru þeir Kai Havertz og Andreas Chris- tensen einnig á skotskónum fyrir enska liðið. _ Andreas Christensen skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sín- um 137. leik fyrir Chelsea. Hann er jafnframt fjórtándi markaskorari Chelsea á tímabilinu. Ótrúleg endurkoma United AFP Sigurmark Cristiano Ronaldo fagn- ar marki sínu á Old Trafford.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.