Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ S . F. C H R O N I C L E B B C T I M E O U T 84% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Frábær ný mynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. F rumraun Hannesar Þórs Halldórssonar sem kvikmyndaleikstjóra, Leynilögga, slær í gegn hérlendis sem og erlendis og ekki að ástæðulausu. Ætla má að margir Íslendingar séu komnir með nóg af kvik- myndum um karlmannskrísur í sveitinni sem svo margir íslenskir leikstjórar hafa verið hug- fangnir af. Teymið sem skrifar handrit Leyni- löggunnar gætir þess að taka sig ekki of alvar- lega og úr því kemur einföld grínmynd sem kemur í góðar þarfir eftir raunir liðinna mánaða. Leynilögga er eins konar grínútgáfa af hasar- myndagreininni en ein frægasta mynd þeirrar tegundar frá seinni árum er Hot Fuzz (2007) eft- ir Edgar Wright. Kvikmyndin fjallar um lögregluna Bússa (Auðunn Blöndal) sem tekst ekki einungis á við hættulegustu glæpamenn borgarinnar heldur einnig sína eigin innri fordóma en hann lítur á kynhneigð sína sem ógn við orðspor sitt í sam- félaginu sem harðasta lögregla Reykjavíkur. Bússi er neyddur til þess að starfa með þekkt- ustu lögreglu Garðabæjar, naglanum Herði (Eg- ill Einarsson), við að leysa flókið mál þar sem glæpahópur undir forystu fyrrum fyrirsætunnar Rikka (Björn Hlynur Haraldsson) hefur brotist inn í flesta banka Reykjavíkur án þess að stela nokkru. Fyrir Bússa eru tilfinningar hans í garð Harðar ekki síður hættulegar en glæpahópurinn sem þeir eltast við. Söguþráðurinn er að mörgu leyti gamaldags. Hinsegin karlmaður í skápnum á karllægum vinnustað er saga sem hefur verið sögð oft áður en myndin er í heild sinni ein stór klisja og ætlar sér ekkert meira. Það er þó að vissu leyti ánægjulegt að báðar aðalpersónurnar, Bússi og Hörður, eru hinsegin og gert opinbert í myndinni að Hörður sé pankynhneigður sem er sjaldgæft í kvikmyndum. Leikarvalið á þessum tveimur per- sónum er einnig áhugavert í ljósi baksögu leik- aranna, til dæmis hefur Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, lengi verið talinn táknmynd neikvæðrar karlmennsku hérlendis. Gillz hefur myndað sér ákveðna menningarlega stöðu hér- lendis og í stað þess að sjá persónurnar Bússa og Hörð kyssast sjáum við gagnkynhneigðasta mann Íslandssögunnar kyssa annan karlmann og í því felst grínið. Hugsanlegt er að Gillz sé með þessu að gera grín að sjálfum sér sem táknmynd neikvæðrar karlmennsku. Hins vegar má velta fyrir sér hvort verið sé að gefa hinsegin fólki hljómgrunn í íslenskri kvikmynd eða verið að nýta hinsegin fólk í gríni. Um þetta eru mjög skiptar skoðanir áhorfenda. Það er hægt að færa rök fyrir því að myndin sé að einhverju leyti leið ákveðinna einstaklinga í hópnum sem stendur að baki myndarinnar til að lagfæra orðspor sitt sem hefur orðið til í kjölfar oft ósmekklegra brandara sem þeir hafa látið falla út í samfélagið. Þannig koma þeir áhorf- endum á óvart með framsæknum hugmyndum. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, nefnir þetta atriði í dómi sínum um myndina: „Egill Einarsson er fantaflottur sem Garðabæjarlöggan og sýnir á sér óvæntar hliðar sem afvopna eigin- lega þá sem komu fyrir fram með fordóma um hrútastemningu og karlrembu…“ Hins vegar er líka hægt að líta svo á að kvikmyndin sé umdeild leið þeirra til þess sýna sig í jákvæðara og betra ljósi. Mikil sjálfsírónía einkennir kvikmyndina og teymið gerir hiklaust grín að sjálfu sér eins og til dæmis þegar Bússi skiptir af útvarpsstöðinni FM 95,7 yfir á X-ið í bílnum sínum og segir við Hörð að í hans bíl sé einungis hlustað á X-ið. En Auð- unn Blöndal og Gillz, sem leika aðalpersónurnar, eru báðir útvarpsmenn á FM 95,7. Stór hluti grínsins felst einnig í því að kvikmyndin gerist á Íslandi, einu friðsælasta landi heims, þar sem all- ir þekkjast. Þetta kemur til dæmis fram í því að Rikki og Hörður hafa áður unnið saman í fyrir- sætubransanum. Það er í raun mjög fyndið að sjá íslenska lögreglumenn skjótandi fólk með byssu eins og það sé daglegt brauð hér á landi og erfitt er að taka Bússa alvarlega þegar að hann segir: „Reykjavík er ekki lítil saklaus borg lengur“. Þá vekur athygli að sumir Íslendingar eru nógu stórir karakterar í raunheimi til þess að fá að leika sig sjálfa. Má þar nefna Jón Gnarr sem fær aftur að prófa hlutverk borgarstjóra í mynd- inni. Margir leikaranna eru ekki starfandi leik- arar en fagmenn á sínu sviði, til dæmis Jón Jóns- son söngvari og Rúrik Gíslason, knattspyrnu- maður og fyrirsæta, enda reiðir Hannes sig ekki á leikhæfileika viðkomandi heldur frægð þeirra hérlendis. Að þessu leyti mætti líkja kvikmynd- inni við myndir eftir Adam Sandler þar sem hann fær fræga vini sína til þess að taka þátt í að gera þrælódýra kvikmynd sem skilar svo góðri summu í vasann. Þess má geta að Leynilögga er nú með tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi en miðasölutekjurnar frumsýn- ingarhelgina námu alls 15.941.412 kr. Að mörgu leyti kemur það á óvart að kvik- myndin hafi komist inn á fimm erlendar kvikmyndahátíðir og hafi verið heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno þar sem hún keppti um ein virtustu kvikmyndaverðlaun heims, Gyllta hlébarðann. Hins vegar ef við horf- um fram hjá orðspori og stöðu sumra leikaranna í samfélagslegu samhengi þá er hér um að ræða stórfyndna grínmynd sem minnir að mörgu leyti á Hot Fuzz og hefur án efa tekist að lífga upp stemminguna á þessum (oft grafalvarlegu) kvik- myndahátíðum. Það verður spennandi að sjá hvað Íslendingurinn, sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi, tekur sér næst fyrir hendur. Löggan kemur út Hætta „Fyrir Bússa eru tilfinningar hans í garð Harðar ekki síður hættulegar en glæpahópurinn sem þeir eltast við,“ segir um Leynilögguna. Auðunn Blöndal og Egill Einarsson sem Bússi og Hörður. Sambíóin Leynilögga/ Cop Secret bbbnn Leikstjórn: Hannes Þór Halldórsson. Handrit: Nína Pet- ersen, Sverrir Þór Sverrisson og Hannes Þór Hall- dórsson. Aðalleikarar: Auðunn Blöndal, Egill Ein- arsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vivian D. Ólafsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Hlynur Haraldsson. Ísland, 2021. 98 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Brynja Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi en hún hefur starfað þar frá árinu 2016. Hún lauk BA-námi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands árið 2010, MA-námi í hag- nýtri menningarmiðlun við sama skóla 2011 og MA-námi í sýning- arstjórn við Háskólann í Stokk- hólmi 2014. Brynja hefur unnið að gerð sýninga frá útskrift, bæði sjálfstæðra sýningarverkefna og í starfi hjá listasöfnum, auk stunda- kennslu við Ljósmyndaskólann og Listaháskóla Íslands. Hún starfaði sem aðstoðarmaður sýningarstjóra í Moderna Museet 2014 og sem verkefnastjóri sýninga og safn- fræðslu á Ljósmyndasafni Reykja- víkur 2015. Forstöðumaður Brynja Sveinsdóttir. Nýr forstöðumað- ur Gerðarsafns Katrín Harðar- dóttir þýðandi mun í hádeginu í dag flytja fyrir- lesturinn „Hvað getur femínismi gert fyrir þýð- ingar? Femínísk þýðingafræði og möguleikar í merkingu mis- munar“ í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 12, er annar í fyrirlestraröð RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttis- fræðum, á haustmisseri 2021. Katrín mun í fyrirlestri sínum snerta á fræðilegum grunni fem- ínískrar þýðingafræði. Af femínískum þýðingum Katrín Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.