Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2021
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
st’ al og
Stál og stansar
Súdanskar öryggissveitir hófu í gær
fjöldahandtökur á mótmælendum í
höfuðborginni Kartúm og öðrum
helstu borgum landsins þegar valda-
ráni hersins á mánudaginn var mót-
mælt þriðja daginn í röð.
Alþjóðabankinn ákvað í gær að
frysta alla aðstoð sína til Súdans
vegna valdaránsins, og Afríku-
sambandið ákvað að víkja landinu úr
sambandinu, þar sem það bryti í
bága við stjórnarskrá landsins.
Mótmælendur í Kartúm köstuðu
steinum í her og lögreglulið og var
táragasi og gúmmíkúlum beitt til
þess að kveða mótmælin niður. Þá
rifu hermenn niður allar götulokanir
og götuvígi mótmælenda og hand-
tóku hvern þann er stóð nærri þeim.
Auk mótmælanna í Kartúm var
einnig mótmælt í Port Sudan í aust-
urhluta landsins, Wad Madani í suð-
urhluta þess og Atbara í norðri.
Sögðu heimildarmenn AFP-
fréttastofunnar að aðfarir hersins
minntu einna helst á valdatíma ein-
ræðisherrans Omars al-Bashir, sem
ríkti í landinu í tuttugu ár.
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, sagði í gær að
hann hefði rætt við Abdalla Ham-
dok, forsætisráðherra landsins, sem
settur var í stofufangelsi á mánu-
daginn. Ítrekaði Borrell stuðning
sinn við að borgaraleg öfl tækju aft-
ur við valdataumunum í Súdan, líkt
og stefnt var að fyrir tveimur árum
þegar Bashir var steypt af stóli.
Þá lýstu Bandaríkin, Bretland og
Evrópusambandið því yfir að þau
viðurkenndu enn bráðabirgðastjórn
Hamdoks sem lögleg stjórnvöld í
Súdan.
AFP
Súdan Ungmenni í Kartúm taka til
fótanna eftir að táragasi var beitt til
þess að kveða niður mótmælin.
Fjöldi mótmæl-
enda handtekinn
- Alþjóðabankinn frystir aðstoð sína
Sir Keir Starmer,
leiðtogi Verka-
mannaflokksins,
greindist í gær
með kórónuveir-
una. Hann hefur
fjórum sinnum
áður þurft að
fara í sóttkví í
faraldrinum, en
ekki smitast fyrr
en nú.
Starmer var einkennalaus í gær,
en veikindin þýddu að hann gat ekki
tekið þátt í hefðbundnum fyrir-
spurnartíma forsætisráðherra í
neðri deild breska þingsins, né held-
ur gat hann stýrt gagnrýni stjórnar-
andstöðunnar á fjárlög ríkisins, sem
kynnt voru í gær.
Ed Miliband tók við fyrirspurnum
í fyrsta sinn síðan hann vék sem leið-
togi flokksins 2015, og hét Miliband
því að hann myndi ekki gera þetta
aftur, og uppskar hlátur frá stjórn
og stjórnarandstöðu.
BRETLAND
Starmer greinist
með kórónuveiruna
Keir Starmer
Mary Carmack-
Altwies, sak-
sóknari í Santa
Fe í Nýju-
Mexíkó, sagði í
gær að ekki væri
útilokað að
ákært yrði fyrir
drápið á kvik-
myndatöku-
manninum
Halynu Hutchins. Carmack-Altwies
sagði í viðtali við New York Times
að byssan sem notuð var hefði ekki
verið leikmunabyssa, heldur al-
vörubyssa frá tímum villta vesturs-
ins. Þá hefði gríðarlegt magn af
skotfærum fundist á vettvangi, og
stæði rannsókn nú yfir á því.
Ekki er talið að leikarinn Alec
Baldwin, sem hleypti af skotinu
sem felldi Hutchins, muni sæta
ákæru fyrir víg hennar. Hins vegar
sé hann einn af framleiðendum
myndarinnar, og er því mögulega
skaðabótaskyldur fyrir brotalamir í
öryggi á tökustað.
BANDARÍKIN
Byssan sögð ekta og
ákærur á borðinu
Alec Baldwin
menntað samfélag,“ sagði Manza.
Við það hefði fjöldi hermanna á
vegum bandalagsins aukist upp í um
60.000 manns árið 2006, þar sem
sveitir hermanna og borgaralegra
starfsmanna NATO dreifðu sér um
landið að reyna að ýta undir hagvöxt
og bætta stjórnsýslu í nær hverju
einasta héraði landsins.
Manza sagði að þessi fjölgun hefði
ekki skilað þeim árangri sem vonast
var eftir, þar sem uppreisn talíbana
hefði vaxið ásmegin. Þá hafi banda-
lagið ekki náð að taka á spillingu eða
bæta frammistöðu stjórnvalda.
„Þú verður að spyrja, og við í
nefndinni höfum spurt okkur oft að
því sama: voru þessi markmið sem
við höfðum þá raunhæf?“ sagði
Manza. Bætti hann við að þó að eng-
inn árangur hefði sést, hefði alþjóða-
samfélagið brugðist við með því að
setja alltaf meira og meira í verk-
efnið.
Aðstoðin skilaði sér illa
Eitt dæmi um það var þegar Bar-
ack Obama, þáverandi Bandaríkja-
forseti, fyrirskipaði að fjölga mjög í
herliði Bandaríkjanna árið 2009, en
þá fjölgaði jafnframt í herliði banda-
lagsins í Afganistan.
Voru þá um tíma rúmlega 100.000
hermenn á vegum bandalagsins í
landinu, á sama tíma og auknu fjár-
magni var varið í neyðaraðstoð. Það
fjármagn hefði hins vegar skilað sér
illa, og í raun ýtt frekar undir spill-
ingu sem þá þegar var mjög mikil.
Sagði Manza að þegar horft væri
til baka væri ljóst að ekki hefði verið
hægt að halda svo stórum aðgerðum
til streitu, þannig að áhrif þeirra
hefðu verið mismikil og tímabundin í
sumum héruðum landsins.
ISAF-verkefni bandalagsins lauk
í desember árið 2014 og var þá allt
herlið á vegum þess kallað til baka.
Þess í stað tók við verkefnið „Resol-
ute Support“, sem þýða má sem
„staðfastur stuðningur“, en það
snerist um þjálfun afganska stjórn-
arhersins og annarra öryggissveita,
og var í gangi allt þar til að talíbanar
tóku yfir Afganistan í sumar og
haust. Sum aðildarríki bandalagsins,
einkum Bandaríkin, héldu áfram úti
herliði í landinu allt fram til þessa
árs, án þess þó að því væri ætlað að
sinna bardagahlutverki.
Færðist of mikið í fang
- Atlantshafsbandalagið skoðar hvað hafi farið úrskeiðis í þátttöku þess í Afgan-
istanstríðinu - Fjöldi hermanna fór úr 5.000 upp í um 100.000 á nokkrum árum
AFP
Afganistan Breskir hermenn sjást hér á gangi í Helmand-héraði árið 2010, en þar var hart barist í stríðinu.
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Atlantshafsbandalagið færðist of
mikið í fang í Afganistan, og leyfði
sér að vera dregið út í tilraun til
þess að endurbyggja hið stríðs-
hrjáða land, frekar en að halda sig
við hið þrönga hernaðarhlutverk
sem bandalaginu var ætlað í upp-
hafi.
Svo sagði John Manza, aðstoðar-
framkvæmdastjóri aðgerða hjá
bandalaginu, í gær en hann hefur
síðustu vikur leitt nefnd sem er að
rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis í
þátttöku bandalagsins í Afganistan-
stríðinu.
Auk Manza er nefndin skipuð
fulltrúum bandalagsríkjanna 30, en
hún var sett á fót eftir að talíbanar
náðu að kollvarpa ríkisstjórn lands-
ins í haust með undrasnöggum hætti
án þess að stjórnarherinn, sem þjálf-
aður hafði verið af bandalagsríkjun-
um, fengi rönd við reist. Manza
kynnti frumniðurstöður nefndarinn-
ar á fundi varnarmálaráðherra
bandalagsins í síðustu viku, en von
er á lokaskýrslu hennar um þar-
næstu mánaðamót.
Manza fundaði með þingmönnum
Evrópuþingsins í gær, og sagði þeim
að helstu mistökin hefðu verið að
verkefnið hefði farið sístækkandi (e.
mission creep). Sagði Manza að í
upphafi hefðu um 5.000 hermenn
bandalagsríkjanna séð um öryggi í
og við höfuðborgina Kabúl, en
NATO tók við hlutverki ISAF (Int-
ernational Security Assistance
Force) árið 2003, tveimur árum eftir
að innrás Bandaríkjamanna steypti
talíbönum af stóli.
Úr 5.000 í 60.000 manns
Innan þriggja ára hafði hlutverk
bandalagsins færst frá því að verja
öryggi Kabúl yfir í að „fást við rætur
hryðjuverka, með því að aðstoða við
enduruppbyggingu landlukts lands
sem væri margskipt í fylkingar eftir
þjóðerni og ættbálkum og með lág-