Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnson tobj@mbl.is Krónan áætlar að opna nýja 700 fer- metra verslun auk bakrýma í Borg- artúni 26 eftir áramót og munu fram- kvæmdir hefjast fljótlega. Verslunin verður sú 25. í röðinni. Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar, móðurfélags Krónunnar, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að tæki- færið til að opna verslun í Borgartúni hafi komið ekki alls fyrir löngu. „Eig- endur hússins, fasteignafélagið Eik, misstu Vínbúðina úr húsinu og ein- hverjir leigjendur aðrir vildu færa sig. Þannig að þá vantaði nýja verslun í húsið. Þeir höfðu samband við okkur og þetta var niðurstaðan. Við töldum vera dauðafæri að opna góða Krónu- búð þarna, “ segir Eggert. Beðið eftir leyfi Hann segir að nú sé beðið eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg fyrir því að reka matvöruverslun í plássum Vínbúðarinnar, Fylgifiska og pítsustaðarins Blackbox. Blackbox flytji sig yfir í rýmið þar sem Kram- búðin er í dag. „Við skoðuðum líka möguleikann á að opna á Kirkjusandi, en aðkoman þar var ekki nógu hentug varðandi birgðaflutning og annað,“ útskýrir Eggert. Eins og Eggert bendir á er Krónan mætt aftur til leiks í hverfið, en félag- ið rak áður verslun í Nóatúni, í 700 metra göngufæri frá Borgartúni 26. „Byggðin í kring er stækkandi, m.a. með uppbyggingu Kirkjusandsreits- ins og Vogabyggðar.“ Samkvæmt sátt Festar við Sam- keppniseftirlitið, í kjölfar samruna fé- laganna sem ráku m.a. Krónuna, N1, Elko, Nóatún, Kjarval og vöruhúsið Bakkann árið 2017, þurfti Festi að loka verslun sinni á Hellu, auk fimm bensínstöðva. Í tengslum við sölu verslunarinnar á Hellu til Samkaupa var verslunin í Nóatúni einnig seld fé- laginu. „Lokun verslunarinnar í Nóa- túni var ekki hluti af sáttinni, en við töldum nauðsynlegt að selja Nóatúnið til Samkaupa því enginn hefði viljað kaupa verslunina á Hellu staka,“ seg- ir Eggert og kveðst aðspurður ekki eiga von á að Samkeppniseftirlitið fetti fingur út í nýju búðina. Til gam- ans má geta þess að Samkeppniseft- irlitið er til húsa í Borgartúni 26, þar sem hin nýja Krónuverslun opnar. Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska staðfestir að verslun fyrir- tækisins í Borgartúni loki endanlega 3. nóvember. „Okkur bauðst að flytja yfir í bilið sem Krambúðin er í en það hentaði okkur ekki. Við tókum því ákvörðun um að fara með allt yfir í verslun okkar á Nýbýlavegi í Kópa- vogi. Sú verslun fær því andlitslyft- ingu,“ segir Guðbjörg en bætt verður við nýju fiskborði og nýjum kælum m.a. Spurð hvort Fylgifiskar hefðu kos- ið að vera áfram í Borgartúninu segir Guðbjörg að verslunin hafi ekki verið á leiðinni í burtu, eins og hún orðar það. Leigusamningur hafi ekki verið útrunninn. Dauðafæri að opna nýja Krónubúð í Borgartúninu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrókering Krónan verður í plássum Vínbúðarinnar, Blackbox og Fylgifiska. Blackbox fer í pláss Krambúðarinnar. - Fylgifiskar og Blackbox flytja - Hefur ekki áhyggjur af Samkeppniseftirlitinu Krónanopnarverslun í Borgartúni Borgartún Laugavegur Borgartún 26 N ó at ú n Nóatún 17 700metrar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir áhyggjuefni að at- vinnulaust fólk skuli hafna störfum. Tilefnið er samtal við Unni Sverris- dóttur, forstjóra Vinnumálastofn- unar, í Morgun- blaðinu í gær sem sagði að erfitt væri að ráða fólk í átakinu Hefjum störf. „Þetta er staða sem blasir við okkur og flestum atvinnurekendum, ekki aðeins hér á höfuðborgarsvæðinu heldur hring- inn í kringum landið, að atvinnurek- endur hafa átt í miklum erfiðleikum með að manna störf. Sérstaklega af listum Vinnumálastofnunar, þar sem haft er samband við fjölda manns og ekkert kemur út úr því. Þær skýringar sem við fáum frá atvinnurekendum er að það sé ekki endilega verið að kasta út víðu neti í þessu samhengi heldur jafnvel oft verið að hafa samband við fólk sem áður gegndi sömu störfum, sem fáist ekki til baka af bótum. Og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og skýringar forstjóra Vinnu- málastofnunar varpa ekki ljósi á þá þróun,“ segir Halldór. Skýringarnar liggi í öðru en menntun. Ójafnvægi í bótakerfunum „Aðalatriðið er að það er verið að bjóða sömu störf aftur og það veldur mér áhyggjum að það fáist ekki fólk til baka í sömu störf. Svarið sem blasir við er að hér er eitthvert ójafnvægi í bótakerfunum okkar og ég hjó eftir því í kosninga- baráttunni að fjármálaráðherra nefndi sérstaklega að það þyrfti að stokka upp þessi bótakerfi. Þessi þróun sem birtist okkur nú er óræk- ur vitnisburður þess. Íslendingar eru vinnufús þjóð og við þekkjum það ekki að hér sé fólk á atvinnuleys- isskrá þegar næga vinnu er að hafa og að langtímaatvinnuleysi haldi áfram að aukast. Þetta er samtal sem þarf að eiga sér stað við eldhús- borð landsmanna, ekki aðeins milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins, enda getum við sem samfélag ekki samþykkt að vinnufúsar hendur þiggi ekki vinnu þegar hún býðst.“ Hafna störfum sem þau gegndu - SA vilja stokka upp bótakerfin Halldór Benjamín Þorbergsson 28. október 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.13 Sterlingspund 178.16 Kanadadalur 104.43 Dönsk króna 20.163 Norsk króna 15.492 Sænsk króna 15.023 Svissn. franki 140.41 Japanskt jen 1.1325 SDR 182.6 Evra 150.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.371 « Fasteignafélagið Reitir sendi í gær frá sér afkomu- viðvörun í aðdrag- anda þess að félag- ið birtir níu mánaða uppgjör sitt. Er rekstrarhagnaður þriðja ársfjórðungs umfram áætlanir félagsins sjálfs og greiningaraðila. Þannig gerir félagið ráð fyrir að rekstr- arhagnaður fyrir matsbreytingu fjárfest- ingareigna nemi 2.065 milljónum króna- .Uppgjör fyrirtækisins verður birt 15. nóvember næstkomandi og segir í til- kynningu þess að afkoman á fjórð- ungnum kunni að reynast frábrugðin því sem nú hefur verið tilkynnt um. Reitir senda frá sér já- kvæða afkomuviðvörun Reitir Guðjón Auðunsson stýrir. STUTT « Ný verðbólgumæling Hagstofunnar leiðir í ljós að tólf mánaða verðbólga er 4,5%. Eykst hún úr 4,4% frá síðustu mælingu í september. Líkt og verið hef- ur síðustu mánuði er það húsnæðislið- urinn sem kyndir helst undir en án kostnaðar vegna búsetu í eigin húsnæði væri verðbólgan 3%.Auk húsnæðislið- arins er það verð á bensíni og olíum sem hækkar verulega og er hlutdeild þeirrar hækkunar 0,13 prósentustig í verðbólgumælingunni. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í ár að undanskildum aprílmánuði þegar hún reyndist 4,6%. Verðbólga eykst í októ- ber og stendur í 4,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.