Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við menningarhús og sundlaugar í Úlfarsárdal eru á loka- stigi og er stefnt að opnun fyrir ára- mót. Þetta fékk Morgunblaðið upp- lýst hjá Reykjavíkurborg. Fyrirtækið Sér- verk ehf. í Kópa- vogi hefur séð um allan innan- hússfrágang. Úlfarsárdalur er eitt af yngri íbúðarhverfum höfuðborgar- innar. Þar hefur á undanförnum árum verið í byggingu mikið mannvirki við Úlfarsbraut 122-124 sem kallað hefur verið „Miðstöð skóla, menningar og íþrótta“ í Úlf- arsárdal. Það mun hýsa grunnskóla, leik- skóla, frístundaheimili, menningar- miðstöð, almenningsbókasafn, inni- sundlaug og íþróttahús ásamt útisundlaug. Þá verður á svæðinu knattspyrnuvöllur Fram með áhorf- endastúku. Um hönnun sáu VA arkitektar, Landmótun og VSÓ ráð- gjöf. Heildarstærð mannvirkjanna verður í kringum 16.000 fermetrar. Heildarkostnaður mannvirkja í Úlf- arsárdal, þ.e. leik- og grunnskóla, menningarmiðstöðvar og sundlaug- ar og íþróttamannvirkis Fram (án knatthúss), er áætlaður um 14 millj- arðar króna. Framkvæmdir hófust haustið 2015. Leikskólinn var fyrsti áfangi og var hann tekinn í notkun í ágúst- lok 2016 og þá fyrst um sinn not- aður fyrir grunnskólanema. Annar áfangi var bygging grunnskóla og frístundaheimilis. Fyrsti hluti grunnskólans var tekinn í notkun haustið 2018 en grunnskólinn allur haustið 2019. Og nú er komið að langþráðum áfanga fyrir íbúa Úlfarsárdals þeg- ar til stendur að taka í notkun menningarhús, bókasafn og inni- sundlaug sem verða 2.890 fermetrar og síðan útisundlaug með 150 fer- metra tæknirými. Menningar- miðstöð, almenningsbókasafn og sundlaug eru fyrir miðju nýbygg- ingarinnar við Úlfarsbraut. Gert er ráð fyrir að fjölnota mannvirki og knattspyrnuvöllur Fram verði fullbúin á næsta ári. Við þau tíma- mót mun félagið yfirgefa Safamýri og flytja alla sína starfsemi í Úlfars- árdal. Fyrirtækið Sérverk ehf. hefur verið aðalverktaki þessa verkhluta og hljóðaði verksamningur upp á rétt um 1.400 milljónir króna. Að sögn Elíasar Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Sérverks hófst vinn- an fyrir 14 mánuðum og hafa 25-30 starfsmenn fyrirtækisins unnið að jafnaði við verkið allan tímann. Nú eru bara tveir starfsmenn eftir á svæðinu til að vinna að frágangi. Sérfræðingar að utan eru komnir til landsins til að stilla öll tæki sem til- heyra inni- og útisundlaugunum. Allar innréttingar sérsmíðaðar Sérverk hefur unnið allan frá- gang hvað varðar trésmíði, múr- verk, flísa- og pípulagnir og annað sem tilheyrir. Þá eru allar innrétt- ingar sérsmíðaðar hjá Sérverki enda ræður fyrirtækið yfir einu öfl- ugasta smíðaverkstæði landsins í Tónahvarfi 9 í Kópavogi. Elías segir að innréttingar séu allar mjög vand- aðar rétt eins og hönnuðir hússins hafi lagt upp með. „Miðað við covid og annað hefur verkið gengið ótrúlega vel og eig- inlega alveg magnað að við höfum getað skilað því frá okkur á þessum tíma,“ segir Elías og bætir við að allt samstarf við Reykjavíkurborg og eftirlitsaðila hafi verið framúr- skarandi. „Við göngum glaðir og stoltir frá þessu verki,“ segir Elías að lokum. Bókasafnið Allt er tilbúið og brátt munu hillur safnsins fyllast af bókum. Menningarhúsið Hinar glæsilegu innréttingar eru íslensk smíði starfsmanna Sérverks á verkstæðinu í Kópavogi. Stórum áfanga náð í Úlfarsárdal - Framkvæmdir við menningarhús og sundlaugar eru á lokastigi og er stefnt að opnun fyrir áramótin Elías Guðmundsson Morgunblaðið/Unnur Karen Útisundlaugin Búið er að hleypa vatni í laugina og nú vinna erlendir sérfræðingar að því að stilla tækjabúnaðinn. 24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 ÞÚ FINNUR DRAUMABÍLINN Í BÍLAHÖLLINNISími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is DACIA - DUSTER – RN. 191965. Nýskráður 6/2019, ekinn 71 þ.km., bensín, ljós- grár, beinskiptur, aksturstölva, hiti í framsætum, loftþrýstingsskynjarar, hraðastillir, bluetooth. Verð 2.590.000 kr. VW - GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250 Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, hiti í stýri, 360° nálgunarvarar, bakkmyndavél, bluetooth. Verð 4.590.000 kr. TOYOTA - COROLLA H/B HYBRID STYLE 2.0 RN. 191922. Nýskráður 11/2019, ekinn 43 þ.km., bensín/rafmagn, grár, sjálfskiptur, fjarlægðar- skynjarar framan/aftan, bakkmyndavél, bluetooth. Verð 4.590.000 kr. VOLVO - XC90 MOMENTUM 4 WD – RN. 340584 Nýskráður 4/2018 ekinn 58 þ.km., dísel, grár, sjálfskiptur, túrbína, leiðsögukerfi, bakkmyndavél, kastarar, glertopplúga, bluetooth, hiti í sætum. Verð 8.390.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.