Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 58
Fjármála- og skrifstofustjóri
Blönduósbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu fjármála- og skrifstofustjóra. Viðkomandi heyrir beint undir
sveitarstjóra og er staðgengill hans. Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri í vaxandi umhverfi fyrir einstakling
sem býr yfir leiðtogahæfileikum, frumkvæði og góðum samskiptahæfileikum. Æskilegt er að viðkomandi geti
hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist
í starfi. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun
er æskileg.
• Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og
áætlanagerð.
• Leiðtogafærni, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu, helst af vettvangi
sveitarfélaga.
• Mjög góð tölvukunnátta. Þekking á Navision er kostur.
• Samviskusemi og nákvæmni ásamt góðri hæfni í
íslensku í ræðu og riti.
• Yfirmaður fjármála með ábyrgð á umsýslu fjármála og
bókhalds.
• Fagleg forysta og daglegur rekstur skrifstofu
sveitarfélagsins.
• Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana ásamt eftirliti
með framgangi þeirra.
• Ábyrgð á vinnu við ársreikninga.
• Umsjón með úttektum, frávikagreiningum og
kostnaðareftirliti.
• Staðgengill sveitarstjóra ásamt aðstoð við samninga
og önnur fjármálatengd verkefni.
• Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála.
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð:
Blönduósbær er fallegur bær á Norðurlandi vestra og eru íbúar um 950 talsins. Samfélagið er fjölskylduvænt, með hátt
þjónustustig við íbúa og metnaðarfullt starf í leik-, grunn- og tónlistarskólastarfi ásamt því að rekin er dreifnámsdeild
frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð og er mikið framboð af menningar-,
íþrótta- og tómstundastarfi á svæðinu auk möguleika til útivistar af ýmsu tagi. Hafnar eru formlegar viðræður um
sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps sem getur skapað tækifæri til eflingar starfsins strax á næsta ári enda
hefur verið töluverð uppbygging á undanförnum árum. Nánari upplýsingar um Blönduósbæ má finna á:
www.blonduos.is.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐGJÖF
RÁÐNINGAR
RANNSÓKNIR