Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 ✝ Kristín Sigríð- ur Guðjóns- dóttir fæddist 25. september 1930 í Fremstuhúsum í Dýrafirði. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. október 2021. Kristín var dóttir hjónanna Guðjóns Finns Davíðssonar, bónda og org- anista, f. 28. júní 1891, dáinn 23. desember 1979 og Borgnýj- ar Jónu Hermannsdóttur, f. 28. febrúar 1897, dáin 29. janúar 1986. Systkini Kristínar voru Vil- borg, f. 4. desember 1917, dáin, Laufey, f. 18. júní 1919, dáin, Guðrún, f. 29. október 1920, dá- in, Erla, f. 17. maí 1922, dáin, drengur, f. 23. september 1923, dáinn, Rannveig, f. 7. desember 1927 og Hermann Birgir, f. 19. júní 1936. Rannveig og Her- mann Birgir lifa systur sína. Fyrri eiginmaður Kristínar var Samúel Þórir Haraldsson, f. 12. apríl 1932, d. 6. apríl 1969. Börn þeirra eru: 1) Har- aldur Guðjón, f. 24. desember 1950. Kona hans er Ásta Bene- diktsdóttir, f. 23. febrúar 1947. Börn þeirra eru Magnús, Dag- þeirra eru átta. 7) Samúel Kristinn, f. 28. júlí 1961, d. 9. mars 1963. 8) Gísli Sigurjón, f. 22. október 1962, kona hans var Hulda Björk Gunnlaugs- dóttir, f. 29. ágúst 1966. Þau skildu. Börn þeirra eru Sig- urgeir Sveinn, Lilja Kristín og Guðmunda Líf. Barnabörnin eru tvö. 9) Jónína Ingibjörg, f. 14. apríl 1964, maður hennar var Þorsteinn Óla Þorbergsson, f. 20. febrúar 1963, þau skildu. Sonur þeirra er Drengur Óla og eru barnabörnin tvö. 10) Kristján Gaukur Kristjánsson, f. 20. nóvember 1965, kona hans er Maliwan Phumipraman, f. 5. maí 1973. Kristján Gaukur var ættleiddur af systur Kristínar. Þeirra börn eru Pathipan, Malín Agla, Kristján Örn og Drengur Arn- ar og eru barnabörnin þrjú. Seinni eiginmaður Kristínar var Kjartan Magnússon, f. 30.9. 1926. Þau skildu. Sonur Krist- ínar og Kjartans var Jón Finn- ur, f. 10. júní 1973, d. 11. júlí 1991. Kristín vann utan heimilis ýmis verkamannastörf, lengst af á gæsluvöllum Reykjavík- urborgar og í sundlaugunum í Laugardal. Kristín ólst upp við kærleik, söng og sögur vestur í Dýra- firði en bjó sín fullorðinsár í Reykjavík. Útför Kristínar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 28. október 2021 klukkan 13. Meira á www.mbl.is/andlat mar, Guðjón Finn- ur, dáinn, Hall- fríður Þóra og Borgný. Barna- börnin eru sex. 2) Óskírður drengur, fæddur og dáinn 22. desember 1951. 3) Guðrún Ólafía, f. 26. ágúst 1953, maður hennar er Guðmundur Árna- son, f. 4. ágúst 1953. Synir þeirra eru Árni og Steinarr og eru barnabörnin fjögur. 4) Borgný, f. 20. desem- ber 1954, maður hennar er Halldór Björgvin Gunn- laugsson, f. 3. nóvember 1951. Börn þeirra eru Íris Dröfn, Þóra Kristín, Halldór Örn og Guðrún Ýr. Barnabörnin eru níu. 5) Arnlaugur Kristján, f. 12. desember 1957, kona hans er Þuríður Jana Ágústsdóttir, f. 15. mars 1958. Börn þeirra eru Ágúst Kristinn, Samúel Henrik, dáinn, og Kristín Sigríður og eru barnabörnin þrjú. 6) Drengur Helgi, f. 21. febrúar 1960, d. 3. júní 2019, kona hans var Sóley Ósk Stefánsdóttir, f. 25. desember 1959, d. 24. júní 2021. Synir þeirra eru Guðjón Finnur, Stefán Aðalsteinn og Samúel Þórir. Barnabörn Blessunin hún móðir mín mér er afar kær. Barðist fyrir börnin sín bæði nær og fjær. Haraldur (Halli) Guðjón. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, tákn trúar og vonar, sem ann þér og helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Ef ég hætti að reyna að gera hlutina sjálf þá er þetta búið, sagði mín kæra níræða tengda- mamma Kristín Sigríður þegar hún sárkvalin með brotinn hryggjarlið og þróttlítið hjarta staulaðist sjálf á klósettið á bráða- móttöku LSH í september sl. Það var ótrúlegt að sjá þennan bar- áttujaxl halda sínum viljastyrk allt til enda þegar skrokkskjóðan, eins og hún kallaði hana oft, gaf sig í hinsta sinn, 18. október sl. Við kölluðum hana oft móður náttúru. Hún fæddi ellefu börn og skilur eftir sig ótal afkomendur. Hún varð fyrir mörgum áföllum en reis alltaf upp og hélt áfram að gefa af sér. Hún var stolt af sínum uppruna og uppvexti í Fremstu- húsum í Dýrafirði og það var auð- velt að hrífast með hennar frá- sögnum þaðan. Ég varð fljótt sannfærð um að aðalbláberin sem þar vaxa væru best og fjallagrösin stærst og ekki má gleyma að nefna snoppufríðu kindurnar í Fremstuhúsum sem voru öllum kindum fegurri. Það fannst mér nú fullmikið hól, en þetta er alveg satt sagði hún og náði varla and- anum fyrir hlátri. Ég var sextán ára unglingur ástfangin af syninum Adda. Stína tengdamamma tók mér opnum örmum þegar ég flutti inn á þeirra stóra heimili í Granaskjólinu. Oft var mikið fjör á heimilinu þar sem sumir töluðu hærra en aðrir og við matarborðið var stuð á laugar- dögum þegar í matinn voru SS- pulsur, kartöflumús og laukfeiti. Upp komu margir gafflar á ógn- arhraða og pulsurnar hurfu á leifturhraða. Það hefur oft ein- kennt þessa stóru samheldnu fjöl- skyldu að fara af krafti í það sem þarf að gera og ekkert helv. væl. Áföllin voru mörg sem tengda- mamma þurfti að takast á við; hún missti Samma eiginmann sinn ung frá þeirra stóra barnhópi, missti fjögur börn og tvö barna- börn, missti tvö heimili í bruna og fékk alvarlegt heilablóðfall stuttu eftir að hún hætti að vinna 67 ára. Tvisvar var talið að hún væri að kveðja en sterka móðirin kom til baka sem var vön að basla áfram þótt þreytt væri og með sínum mikla viljastyrk náði hún ótrúleg- um framförum. Hún dvaldi á Hrafnistu eftir að hún veiktist. Hún var virkur þátt- takandi sem hafði áhuga á mörgu, fór í sund, félagsvist, var í kór eldri borgara, labbaði sinn hring daglega, púttaði, gaf fuglunum, samdi vísur og leysti vísnagátur og svo prjónaði hún af miklum móð með sínum stóru vinnulúnu höndum og gjafmilda hjarta. Það komu margar fallegar og hlýjar gjafir upp úr kistlinum hennar og enginn á hennar vakt þurfti að ganga um með kaldar tær. Hún hlustaði mikið á útvarp og hljóð- bækur en ekkert var betra en að hlusta á háværu systkinin lesa bækur. Það var ljúfsár stundin þegar hún kvaddi sína afkomend- ur með faðmlagi og fallegum orð- um. Við sungum fyrir hana og hún notaði sinn lokaþrótt og söng með og hlustaði með bros á vör á fólkið sitt þar til svefninn langi tók við. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Þín tengdadóttir, Jana. Elsku amma Stína. Ég sit hérna og horfi á lykla- borðið og minningarnar streyma eins og kvikmynd um hugann minn. Minningarnar eru margar og góðar. Allar ferðirnar í Reykjavík til að heimsækja ömmu, allar gistinæturnar, það var alltaf pláss og stundum vorum við 4 jafnvel 5 barnabörn að gista á sama kvöldinu, amma breiddi út svefnsófann og raðaði okkur á hann og söng svo með okkur þeg- ar við vorum að fara að sofa. Að sitja við eldhúsborðið á Laugar- nesveginum, spila og borða ný- steiktar kleinur og mjólk. Allir göngutúrarnir, sundferðirnar, ferðalögin og samtölin. Amma var mín hetja og fyrir- mynd, hún kenndi mér svo ótal margt og það var alltaf svo gott að fara til ömmu í spjall. Amma dæmdi aldrei, var opin fyrir öllu og það var hægt að tala við hana um allt. Amma var hreinskilin og sagði hlutina eins og þeir voru. Amma kenndi mér að vera þakk- lát og glöð með það sem ég hef og einblína á það góða og jákvæða. Amma kenndi mér að vera sjálf- stæð og sterk kona. Amma átti ekki alltaf auðvelda ævi en í gegnum allt hélt hún í gleðina og jákvæðnina. Hún átti stóran hóp afkomenda og fylgdist vel með okkur öllum og því sem við vorum að brasa í okkar dag- lega lífi. Hún prjónaði mikið og al- veg fram á það síðasta dró hún fram vettlinga úr kistlinum sínum og gaf afkomanda. Svo góðir voru ömmu Stínu vettlingar að þegar Halldóra Björg mín var á leik- skóla vildi hún eingöngu nota þannig vettlinga. Söknuðurinn er mikill en ég er full þakklætis yfir að hafa átt þig að svona lengi. Takk amma fyrir allar gistinæturnar, öll spilakvöld- in á Laugarnesveginum, allar kleinurnar, soðnu pulsurnar og kartöflumúsina, öll hangikjöts- boðin á þrettándanum, sundferð- irnar, göngutúrana, að hafa beðið mig að vera í upphlutnum frá langömmu þegar ég varð stúdent, en mest takk fyrir öll faðmlögin og spjallið um lífið og tilveruna, um allt og ekkert og fyrir að vera alltaf til staðar fyrir ömmustelp- una þína sem horfði upp til þín og bar svo mikla virðingu fyrir þér. Elska þig, elsku amma! Þín Þóra Kristín. Við erum að kveðja yndislega konu, hana Stínu ömmu, sem farin er inn í sumarlandið. Hún var sannkölluð ofurhetja sem mark- aði djúp spor í hjörtu svo margra. Við nutum þeirra forréttinda að hafa hana alltaf nálægt okkur öll þau ár sem við höfum lifað og er vandfundin sú manneskja sem gæti farið í hennar skó. Stína amma var lífsglöð bar- áttukona úr Dýrafirðinum sem naut þess að lifa lífinu þó svo að ekki væri lífið alltaf dans á rósum hjá henni. Hún var mikil fjöl- skyldumanneskja enda átti hún stóra fjölskyldu, mörg börn, fjöldann allan af barnabörnum og slatta af barnabarnabörnum. Það var hennar líf og yndi að fylgja eftir og fylgjast með þessum stóra afkomendahópi sínum vaxa og dafna. Þegar við hugsum til baka koma fram ótalmargar yndislegar minningar en það sem stendur upp úr er fyrst og fremst hver hún var og hvað hún skildi eftir hjá okkur. Amma var mjög hjartahlý kona sem tók öllum eins og þeir eru og sá alltaf bestu hliðarnar á öllum. Hún var vingjarnleg og átti auðvelt með samskipti við annað fólk og áttum við ófá samtölin við hana um allt milli himins og jarð- ar. Í þessum samtölum átti hún það til að læða inn Dýrfirðingnum sem hún var svo stolt af. Amma hafði ríka réttlætiskennd og tók alltaf þátt í kröfugöngu 1. maí, henni var í mun að taka þátt í stéttabaráttunni og láta ekki sitt eftir liggja. Hún var mikill húmoristi og var alltaf stutt í brosið, eins var hún mikill söngfugl og naut þess að taka lagið í góðum hópi ásamt því að vera leikari og sjónvarps- stjarna. Hún var hagyrðingur og komu oft frá henni skemmtilegar og hnyttnar vísur. Hún naut þess að ferðast, hvort sem það var inn- anlands eða ferðir út fyrir land- steinana. Amma einfaldlega naut þess að lifa lífinu. Gildin hennar ömmu Stínu sitja svo sannarlega eftir hjá okkur bræðrum og kenndi hún okkur svo margt sem gerir okkur að betri mönnum. Hvernig við bregðumst við áföllum. Hvernig við komum fram við náungann. Hvernig við eigum ekki að gera upp á milli fólks og leyfa hverjum og einum að vera hann sjálfur án þess að dæma hann. Hvernig við eigum að einblína á það jákvæða í staðinn fyrir það neikvæða. Hvernig við eigum að njóta lífsins með jákvæðni að leiðarljósi, því það var það sem hún gerði. Takk elsku besta amma fyrir allt það dýrmæta sem þú hefur gefið okkur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Árni og Steinarr. Elsku besta amma mín! Þegar ég hugsa til þín þá koma orðin þakklæti, væntumþykja og virð- ing fyrst upp. Minningarnar eru svo ótrúlega margar og ylja manni í söknuðin- um. Þú varst svo mögnuð persóna; þrátt fyrir allt sem hafði gengið á í lífinu hjá þér varstu samt svo sterk, flott, sjálfstæð og frábær. Í mínum augum varst þú íslenska konan. Þú varst líka svo mikil skvísa, með varalitinn í varalitaboxinu, oftar en ekki hangandi eyrna- lokka, annað skart og vel tilhöfð. Við áttum frábæra tíma saman og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér og að hafa átt þig sem fyrirmynd enda gerast þær ekki mikið betri. Þú varst líka einn mesti pepp- ari sem ég hef kynnst og dæmi um það er þegar ég bauð þér í mat til mín á Akureyri og eldaði eina réttinn sem ég kann og orðin þín voru „mmm, þetta er líklega besti matur sem ég hef smakkað“ og allt var þetta sagt og gert með mikilli einlægni. Þú varst líka svo hrein og bein en húmorinn var aldrei langt und- an og gleymi ég ekki þegar ég fór með þig fyrir nokkrum árum að leiðinu hans afa á afmælisdaginn hans og þú settir krossmark yfir og sagðir svo: „Til hamingju með Kristín Sigríður Guðjónsdóttir Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, stjúpfaðir og afi, GUÐBJÖRN SIGMUNDUR JÓHANNESSON, Einidal 2, Njarðvík, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 29. október klukkan 12. Steinunn Björk Árnadóttir Tinna Björt Guðbjörnsd. Fisher, Elías Már Ómarsson Leon Elí Elíasson, Gabríel Már Elíasson Bryndís Inga Guðbjörnsd. Marinó Oddur Bjarnason Aþena Embla Marinósdóttir Elmar Sölvi Marinósson Guðrún Júlíana Jóhannsd. Jóhannes K. Jóhannesson Þórey Ása Hilmarsdóttir Steinar, Birna, Björk, Ástrós Emma og Rebekka Lillý Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHILDAR GESTSDÓTTUR, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Dvalarheimilisins Grundar við Hringbraut. Þórarinn Elmar Jensen Gestur Már Þórarinsson Elín Dóra Baldvinsdóttir Þórarinn Einar Þórarinsson Phaithoon Inkaew Elín Dóra Þórarinsdóttir Vilhjálmur Kjartansson Svanhildur Þórarinsdóttir Björn Karlsson Markús Örn Þórarinsson Guðlaug Katrín Þórðardóttir og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN INGI EINARSSON frá Götu í Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hraunbúðum sunnudaginn 17. október. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 29. október klukkan 15. Athöfninni verður streymt á vef Landakirkju: landakirkja.is Fjölskyldan þakkar starfsfólki Hraunbúða fyrir einstaka umönnun og væntumþykju. Alda Jóhanna Jóhannsdóttir Óskar Ólafsson Erna Sigríður Jóhannsdóttir Eggert Gottskálksson barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru HELGU BERGRÓSAR BIZOUERNE. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Louis Kotze Bergrós Ásgeirsdóttir Patrick Bizouerne Jóhannes Ásgeir Bizouerne Hanna Dorothéa Bizouerne Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐLAUG STEINGRÍMSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Seltjörn miðvikudaginn 13. október. Útför fer fram frá Neskirkju föstudaginn 29. október klukkan 13. Blóm afþökkuð, látið líknarstofnanir njóta. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://www.skjaskot.is/gudlaug Jóhannes Long Ása Finnsdóttir Guðlaugur Long Anna Jónsdóttir Steingrímur Long Hrefna Sigurðardóttir Ásta Long Örlygur Ásgeirsson Árni Long Sigurveig Ólafsdóttir og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.