Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021
Hlýtt og
notalegt
Þinn dagur, þín áskorun
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
&STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd
næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild.
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ný verðbólgumæling Hagstof-
unnar sýnir að hækkandi húsnæð-
isverð er helsti orsakavaldurinn
þegar litið er til hækkandi verðlags í
landinu. Verðbólgan mælist 4,5% en
án húsnæðisliðarins væri hún 3%.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
er ómyrkur í máli þegar hann tjáir
sig um hver beri helstu ábyrgðina á
ástandi á markaði með íbúðar-
húsnæði.
„Landsmenn, sem eiga þá færri
krónur í veskinu um hver mán-
aðamót, [vita] að ástæðuna er að
finna í ráðhúsinu.“
Fagna útgáfu borgarinnar
Sigurður er gestur Dagmála í dag
ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni,
hagfræðingi hjá Reykjavik Econo-
mics. Ræddu þeir um
húsnæðismarkaðinn, m.a. í ljósi um-
ræðu sem skapast hefur í kjölfar
þess að Reykjavíkurborg gaf út ít-
arlegt og upplýsandi rit um íbúða-
byggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður segir mikinn akk í þess-
ari umfjöllun. Hins vegar séu áætl-
anir Reykjavíkurborgar varðandi
húsbyggingar næsta áratuginn
ófullnægjandi. Borgin geri ráð fyrir
að í borgarlandinu rísi um 10.000
nýjar íbúðir á þessum áratug. Sam-
tök iðnaðarins telja þörfina fyrir allt
landið standa í 30.000 íbúðum fyrir
tímabilið og að fyrirhugað framlag
Reykjavíkurborgar til að stoppa upp
í það gat sé ófullnægjandi.
Magnús Árni segir að taka muni
tíma að mæta þeirri eftirspurn sem
nú sé á markaðnum en að aðgerðir
Seðlabankans séu þó líklegar til
þess að tempra markaðinn nokkuð.
Mikil sókn í óverðtryggð lán geri
það að verkum að miðlun pen-
ingastefnunnar skili sér með beinni
hætti út á markaðinn en áður.
Magnús Árni hefur lengi greint
fasteignamarkaðinn og hann, líkt og
Sigurður, fagnar því að Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun vinni nú að
því að safna nákvæmari gögnum um
húsnæðismarkaðinn. Oft hafi tölur
verið misvísandi. Samtök iðnaðarins
telji íbúðir sem raunverulega séu í
byggingu meðan Reykjavíkurborg,
eins og mörg önnur sveitarfélög
meti framboðið fram undan út frá
fjölda útgefinna byggingarleyfa.
Þau gefi ekki alltaf raunsanna mynd
af því hvað sé í pípunum.
Megináherslan á þéttingu
Sigurður tekur undir þau sjónar-
mið sem seðlabankastjóri hefur
viðrað að undanförnu að
Reykjavíkurborg og önnur sveitar-
félög í kring þurfi að brjóta nýtt
land undir byggð. Segir Sigurður að
nýr bæklingur Reykjavíkurborgar
gefi þó ekki til kynna að það verði
reyndin. Öll áhersla sé á þétting-
arreiti.
Ráðhúsið ber ábyrgð á verðbólgunni
- Framkvæmdastjóri SI segir verðbólguþrýstinginn kominn til vegna lóðaskorts í Reykjavík
- Tíma taki að tappa af þrýstingi - Ósennilegt að nýtt land verði brotið undir byggð í stórum stíl
Dagmál Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, og Magnús Árna Skúlason hagfræðing.
Mikilvægt er að einfalda kerfið
þegar kemur að byggingageir-
anum að sögn Sigurðar Hann-
essonar. Bendir hann á að bygg-
ingageirinn sé í raun ekki
kominn inn í þriðju iðnbylt-
inguna, nú þegar farið er að
ræða um þá fjórðu. Það birtist
m.a. í því að öllum teikningum
þurfi að skila útprentuðum til
byggingafulltrúa, jafnvel þótt
þær séu allar unnar rafrænt og
séu að lokum skannaðar inn hjá
hinu opinbera, til þess að þær
séu aðgengilegar rafrænt.
Bendir Sigurður á að þetta
kosti mikla fyrirhöfn og fjár-
muni. Dæmi séu um í einu fjöl-
býlishúsaverkefni að prent-
kostnaður vegna þessara
teikninga hafi numið tveimur
milljónum króna. Ljóst sé hver
sitji uppi með reikninginn vegna
þessa í lok dags; kaupendur
íbúðarhúsnæðisins.
Bendir Sigurður á að hinar út-
prentuðu teikningar séu sjaldn-
ast notaðar af þeim sem reisi
byggingarnar. Tölvutæknin hafi
tekið alls staðar yfir nema hvað
viðkemur samskiptum við bygg-
ingayfirvöld.
Kostaði tvær
milljónir
HÁR PRENTKOSTNAÐUR
Ekki náðist samkomulag um skipt-
ingu heildarafla í norsk-íslenskri
síld og kolmunna í viðræðum
strandríkja í London síðustu daga.
Ákveðið var að halda samninga-
fundi um skiptingu veiða í upphafi
næsta árs, með það að markmiði að
samkomulag geti leitt til sjálf-
bærra veiða strax árið 2022.
Ekkert heildarsamkomulag er í
gildi um stjórnun veiða á þessum
tegundum í Norðaustur-Atlants-
hafi, né á makríl, og hefur afli síð-
ustu ára verið talsvert umfram
ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráð-
sins (ICES).
Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu kemur fram að strandríkin séu
sammála um að mikilvægt sé að
leggja þunga áherslu á að reyna að
ná niðurstöðu um skiptingu heild-
arafla. Án slíks samkomulags sé
ljóst að raunverulegar veiðar verði
umtalsvert meiri en sem nemur
vísindaráðgjöfinni.
Strandríkin voru sammála um að
heildarveiðar skuli ekki vera um-
fram vísindaráðgjöf ICES og var
því samþykkt að setja heildarafla-
mark sem er 598.588 tonn fyrir
norsk-íslenska síld og 752.736 tonn
fyrir kolmunna. Jafnframt var
ákveðið að fela vísindamönnum
strandríkjanna að uppfæra saman-
tekt frá 2013 um dreifingu kol-
munna.
Strandríkin hafa hvert fyrir sig
sett sér kvóta í kolmunna og norsk-
íslenskri síld á eigin forsendum og
hefur heildaraflinn farið talsvert
umfram ráðgjöf síðustu ár.
Viðræður strandríkja um makríl
stóðu enn yfir í London síðdegis í
gær. aij@mbl.is
Ræða skiptingu afla
áfram eftir áramót
- Fundahöld um uppsjávartegundir
fóru fram í London síðustu daga
Ljósmynd/Grétar Rögnvarsson
Kolmunni Á veiðum síðasta vetur.