Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.10.2021, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2021 Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Já elsku Hrafnhildur mín, líf- ið var þér efitt síðustu árin þín og það var mikil sorg að þurfa að horfa upp á þig hverfa frá okkur þar sem alzheimersjúk- dómurinn tók öll völd, mest var þó sorgin fyrir börnin þín og hann Konna þinn að upplifa þetta, en nú ert þú laus þrauta þinna og komin í sumarlandið góða. Hrafnhildur Einarsdóttir ✝ Hrafnhildur Einarsdóttir fæddist 13. desem- ber 1956. Hún lést 17. október 2021. Maki hennar var Guðmundur Kon- ráð Rafnsson, f. 8. október 1960. Börn þeirra eru: 1) Hilm- ar Örn Óskarsson, f. 14. júní 1975. 2) Auður Gréta Ósk- arsdóttir, f. 1. september 1978. 3) Karlotta Ósk Óskarsdóttir, f. 11. október 1979. 4) Guðjón Örn Guðmundsson, f. 29. maí 1980. Útför verður frá Bústaða- kirkju í dag, 28. október 2021, klukkan 11. Við Siggi áttum margar góðar stundir með þér og Konna sem við er- um þakklát fyrir, t.d. þegar þið bjugguð í Moskvu og við komum í heimsókn til ykk- ar; þegar við spil- uðum golf saman; þegar við vorum uppi í sumarbústað og svo margt fleirra. Hann var fallegur brúð- kaupsdagurinn ykkar þegar þið Konni giftuð ykkur í Kálfa- tjarnarkirkju og svo í veislunni heima hjá okkur Sigga. Já elsku nafna mín, það er gott að hafa minningarnar til að ylja sér við og láta hugann reika. Guð blessi allar góðu minningarnar. Elsku Konni, Hilmar, Auður, Karlotta, Guðjón og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorginni. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Sigga og fjöl- skyldu okkar til ykkar allra. Elsku Hrafnhildur mín: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Hrafnhildur Bryndís Rafnsdóttir. ✝ Hallgrímur Hallgrímsson skipstjóri fæddist á Eskifirði þann 15. apríl 1955. Hann lést á Droplaug- arstöðum þann 13. október 2021 eftir baráttu við hreyfi- taugasjúkdóminn MND. Foreldrar Hall- gríms voru: Torf- hildur Magnúsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, fædd 11. október 1922, dáin 12. febrúar 2002, og Hallgrímur Hallgrímsson póst- meistari, fæddur 4. júlí 1909, dáinn 8. ágúst 1984. Systur Hallgríms eru: 1) Rósa Þóra, fædd 4. maí 1951. Sonur Rósu Þóru er Hall- grímur, fæddur 1984. 2) Ingibjörg, fædd 12. maí 1953, og 3) Jóhanna fædd 8. júlí 1958, maki Halldór Jónasson. Dóttir Jóhönnu og Hall- dórs er Sylvía Dögg, fædd 1980. Hallgrímur kvæntist Valgerði Hebu Valgeirsdóttur árið 1975, þau skildu. Dætur Hallgríms og Valgerðar eru: a) Hildur Rós, fædd 19. sept- síðar í Hallgrímshúsi ásamt Val- gerði, fyrrverandi eiginkonu sinni, og dætrum þeirra. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík og ná- grenni uns hann flutti norður í land og settist að í Torfufelli II í Eyjafjarðarsveit þar sem hann bjó á árunum 1999-2013. Í Torfufelli bjuggu þau Hallgrímur, Irina og Torfhildur, móðir hans, sér fallegt heimili. Torfhildur naut umönn- unar þeirra Hallgríms og Irinu til andláts hennar 2002. Hallgrímur var mikill náttúru- unnandi sem hafði bæði ástríðu og metnað fyrir fegrun umhverfis síns og fórst honum það einkar vel úr hendi. Þessa má sjá glögg merki í öllu umhverfi Torfufells í dag. Hallgrímur hafði unun af ferða- lögum, hvort sem um ræddi ferða- lög heima eða erlendis. Hann hafði mikið dálæti á útivist og göngu og var stofnmeðlimur í gönguhópi. Hallgrímur hafði auk þess áhuga á íþróttum. Hann fylgdist með fótbolta og var góður badmintonspilari á yngri árum. Þegar Hallgrímur veiktist var hann búsettur í Kristnesi þar sem systur hans Ingibjörg og Rósa Þóra veittu honum umönnun um tíma í veikindum hans. Síðar flutt- ist Hallgrímur á Droplaugarstaði þar sem hann lést. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. ember 1972, lögfræð- ingur, sambýlis- maður Jason Brady, fæddur 20. nóvember 1973, endurskoðandi. Dóttir Hildar er: Birta ljósmóðurnemi, fædd 6. febrúar 1993, maki Styrkár Halls- son sálfræðingur, fæddur 11. maí 1992. Dætur Birtu og Styrkárs eru Salka Björt, fædd 2016, og Sóllilja, fædd 2021. b) Heba Björg, fædd 15. nóvem- ber 1975, atvinnurekandi. Sambýliskona Hallgríms frá árinu 1999 til 2010 var Irina Tros- kova, þau slitu samvistir. Dóttir Irinu er Lína, fædd 1977. Hallgrímur stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1979. Hann stundaði sjómennsku, bæði fiskaði og sigldi um heimsins höf í fjölda- mörg ár. Hallgrímur var búsettur á Eski- firði sem barn og ungur maður. Fyrst bjó hann á símstöðinni ásamt foreldrum sínum og systrum og Elsku Halli bróðir minn. Nú hefur þú lagt upp í þína síðustu sjóferð og festar verið leystar í síðasta sinn. Hún var dásamleg kveðjustundin sem stelpurnar þínar skipulögðu fyrir þig og í þínum anda. Það eru blendnar til- finningar sem bærast með mér við að kveðja þig. Ég sakna þess sem var og sakna þess sem hefði getað orðið. Mér þótti svo und- urvænt um þig og trúi að í hjarta þínu hafir þú alltaf vitað það. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Góða ferð elsku bróðir. Jóhanna. Nú blánar við sjónarrönd fyrir svefneyjum. Hann leggur árar í kjöl og hafstraumurinn vaggar og vaggar hægt og rótt bátnum þangað í beina stefnu. (Hannes Pétursson) Sofðu vært elsku Halli. Valgerður (Vala). Ég kynntist Halla frænda mín- um fyrir um það bil þrjátíu árum; glaðbeittur nýbakaður togara- skipstjóri og spígsporaði um ver- lega útskeifur, en sá var háttur hans þegar hann var ánægður með sinn hlut. Blankur náms- maðurinn fékk pláss hjá honum nokkra sumarparta sökum frændsemi. Við sigldum víða; í kringum landið, norður í Smug- una hvar við áttumst við norsku landhelgisgæsluna, á Grænlands- mið og til Nýfundnalands. Víst er að reynslan var ómetanleg; lífið um borð var gott, vinnan karl- mannleg, mannskapurinn hetjur. Höfuðskepnurnar líða ekki úr minni, hvort heldur þær voru öskrandi í sínum versta ham eða malandi í friðsemd, spegilsléttur sjór. Einn túrinn vorum við búnir að vera lengi í veltingi og lélegu fiskiríi. Áhöfninni var tekið að leiðast iðjuleysið og einhverjir plötuðu mig, þar sem ég var nú frændi skipstjórans, til að fara upp í brú og spyrja hvort ekki styttist í að við sigldum í land. Úr varð hin mesta sneypuför. Frændi sagðist ekkert skilja í að ég léti hafa mig í svona sendiferð og til hvers ég væri að munstra mig á sjó ef ég vildi svo strax fara í land, og ekki búið að fylla skipið. Þetta var mikil lexía, sem ég hef búið að síðan. Úti á óravíddum hafsins, einn í brúnni; þar leið Halla best. Hann fór vel með sín skip, var fiskinn og naut virðingar áhafnarinnar, en hann var ekki við allra skap. Hvort það var þess vegna sem hann kaus starfann eða hvort hann varð einrænn af því að vera skipstjóri veit ég ekki. Hitt veit ég að hann var manna ræktar- samastur við þá sem áttu upp á pallborðið hjá honum. Hann munaði ekkert um að aka lands- hluta á milli til að aðstoða menn í framkvæmdum, og þá gengu sko hlutirnir. En hann kom ekki upp á önnur bítti en að gera hlutina vel og þá kvöð urðu þeir sem að- stoðina þáðu að undirgangast undanbragðalaust. Svo var það einn daginn að ég frétti af því að Halli væri kominn suður í rannsóknir, hann gat ekki lengur lyft handleggjunum, var kominn með hinn hræðilega MND lömunarsjúkdóm. Þegar hann var nær algjörlega orðinn lamaður var hann fluttur að Droplaugarstöðum í Reykjavík, þar sem hann fékk alla þá bestu aðhlynningu sem hugsast getur. Þangað vandi ég komur mínar, fyrst stopult og oftast með pabba mínum sem heimsótti Halla oft í viku. Það var alltaf gaman hjá okkur, mikið hlegið og þjóð- félagsmálin rædd ofan í kjölinn og við horfðum mikið á fótbolta. Þegar pabbi veiktist og gat ekki lengur vísiterað, tók ég við keflinu og heimsótti Halla þegar ég gat og sótti til hans styrk á erfiðum tíma. Að pabba gengn- um fjölgaði heimsóknunum; í þeim var hughreysting og ég hafði gagn og ánægju af félaginu við hann. Ég vona að það hafi verið gagnkvæmt. Hann var mik- ill höfðingi og bauð mér mat og drykk ef ég kom á matmálstím- um. Ekkert var skorið við nögl. Það var mér mikið áfall þegar hann sagði mér fyrir rúmum mánuði að nú styttist í endalokin hjá honum; en, hann ætlaði ekki að deyja, svo var ljúflingurinn þver. Jafnvel þótt hann þyrfti að liggja bjargarlaus alla tíð, vildi hann samt lifa. Guð blessi minningu Hall- gríms Hallgrímssonar Orri. Hallgrímur Hallgrímsson Kveðja frá sam- starfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík Kær félagi, góður vinur og mikilvirkur samstarfsmaður, Magnús Ingi Ingvarsson, féll frá í lok ágúst síðastliðins eftir lang- varandi veikindi sem hann tókst á við með aðdáunarverðri hugarró og æðruleysi. Þegar Magnús Ingi réðst til kennslustarfa við Iðnskólann í Reykjavík árið 1976 var hann meðal reyndustu byggingafræð- inga landsins. Hann starfaði sem húsasmiður í nokkur ár að loknu sveinsprófi sem hann lauk árið 1955. Hann fékk síðan meistara- réttindi og byggingarleyfi árið 1958. Nokkru síðar fór hann til frekara náms og varð bygging- arfræðingur frá Byggeteknisk höjskole í Kaupmannahöfn árið 1963. Að því námi loknu réðst hann til Húsnæðismálastofnunar ríkisins og starfaði þar til ársins 1976, lengst af sem deildarstjóri. Hann var virkur og vel metinn þátttakandi í fjölmörgum nefnd- um og ráðum á bygginga- og mannvirkjasviðinu. Það var því sannarlega happa- fengur fyrir Iðnskólann í Reykja- vík og kennaraliðið þar að fá slík- an samstarfsmann en skólinn var þá í örum vexti og nýjar deildir settar á fót nær árlega. Samhliða kennslunni ýmist samdi hann eða þýddi fjölmargar kennslubækur á byggingasviði sem full þörf var á. Kennslugreinar hans voru fyrst og fremst húsateikningar iðnaðarmanna og tækniteiknara. Hann var vinsæll og mjög hæfur kennari sem náði vel til nemenda sinna enda einstakt ljúfmenni með yfirburðaþekkingu á flestum Magnús Ingi Ingvarsson ✝ Magnús Ingi Ingvarsson fæddist 29. júlí 1934. Hann lést 26. ágúst 2021. Útför Magnúsar Inga fór fram 8. september 2021. sviðum mannvirkja- gerðar. Það var því engin tilviljun að leitað var til hans þegar þörf var á aðstoðarskóla- stjóra. Magnús Ingi var maður sem hafði fullt traust bæði skólayfirvalda og starfsmanna. Hann tók að sér starfið tímabundið á árun- um 1979 til 1980 en hafði í raun ekki áhuga á starfsframa við skólastjórnun. Áhugasvið hans og ástríða voru hönnun og miðlun þekkingar; það er húsa- og mann- virkjateiknun og kennsla á því sviði. Hann styrkti sig enn frekar í kennarastarfinu með því að ljúka tveggja ára kennslurétt- indanámi árið 1982 samhliða fullri vinnu. Það er óhætt að segja að Magnús Ingi hafi ekki verið ein- hamur maður. Á níunda áratug síðustu aldar stofnaði hann öfl- uga teiknistofu með nokkrum samkennurum sínum. Hann fylgdist því vel með nýjungum í sínu fagi og kennslugreinum, bæði tæknilegum og faglegum, og miðlaði því jafnharðan til nem- enda sinna. Hann leit reyndar á teiknistofustarfið að hluta til sem hagnýta símenntun. Það er óþarfi að taka það fram að þessi störf komu á engan hátt niður á vinnu- framlagi hans til skólans. Síðustu starfsárin rak hann arkitekta- stofu í samstarfi við Guðjón son sinn. Án efa hefur þátttaka hans í þessum fyrirtækjarekstri verið mikilvæg fyrir teiknistofurnar því orðstír, þekking, reynsla og tengslanet skipta sköpum í slíku starfi. Við samstarfsmenn hans og vinir við Iðnskólann í Reykjavík kveðjum Magnús Inga með þakk- læti fyrir vináttuna og samstarf- ið. Góður drengur er fallinn frá en orðstír hans lifir. Við sendum Aðalheiði konu hans, börnum þeirra og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Frímann I. Helgason. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug vegna andláts ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, ÞÓRU GUÐNADÓTTUR, áður til heimilis í Sólheimum 25. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Minni-Grundar, sem annaðist hana af einstakri alúð og umhyggju. Gerður Guðnadóttir Bjarni Guðnason Jónína M. Guðnadóttir Sveinn Snæland og frændsystkin Sigurlaug Gunn- arsdóttir fæddist 28. ágúst 1962 og lést í faðmi fjölskyldu sinnar eftir stranga baráttu við krabbamein 8. október 2021. Hún giftist yngsta bróður mínum, Hafsteini, og varð þeim þriggja barna auðið. Þau eru Davíð, búsettur í Danmörku, Ásta Rakel, búsett í Kaliforníu ásamt sinni fjölskyldu og Sara. Davíð á Júlíu Björk og Ellie Sigurlaugu. Ásta Rakel á Dag, Karen Evu og Jón Hafstein. Sigurlaug var alla tíð fyrirmynd- arhúsmóðir og einstaklega ástrík móðir sem var stolt af ungunum sín- um. Og eftir að barnabörnin komu í heiminn lagði hún kapp á að reynast þeim vel og dekra við þau eins og ömmur einar geta. Þau voru öll af- skaplega hænd að Sillu ömmu sinni Sigurlaug Gunnarsdóttir ✝ Sigurlaug Gunnarsdóttir fæddist 28. ágúst 1962. Hún lést 8. október 2021. Útför Sig- urlaugar fór fram 19. október 2021. og henni þótti afar vænt um þau öll. Öll fjölskyldan hélt hunda og voru þeir hundar ávallt taldir með sem hluti af fjöl- skyldunni. Hún bjó ásamt manni sínum í Hafn- arfirði nánast öll sín fullorðinsár og byggðu þau sér fal- legt heimili sem var gott heim að sækja. Skiptumst við á að halda matarboð og var alltaf klassískur ljúffengur íslenskur matur á borð- um hjá þeim hjónum Hadda og Sillu. Hún var flink í höndunum og síð- ustu árin lagði hún mikla áherslu á heilsurækt, m.a. hljóp hún maraþon og stundaði útivist ýmiss konar. Hún naut þess að ferðast en gafst því miður ekki tækifæri til að stunda það eftir að veikindin dundu yfir. Við vottum ástvinum Sillu okkar dýpstu samúð og blessuð sé minning hennar. Sæmundur Haraldsson og Sigurbjörg Andreu Sæmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.