Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.10.2021, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.10. 2021 TÍMAVÉLIN Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐIR STÓLAR fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið. Við sérpöntum eftir þínum óskum! S umarið 1921 birtist í Morg- unblaðinu viðtal við 22 ára gamlan tónlistarmann, Jón Leifs, sem þá var nýsnúinn heim úr tónlistarnámi í Leipzig, eða Hlaupsig- um, eins og það kallast upp á íslensku. Þar lýsti hann vilja sínum til að koma á fót í Reykjavík strokorkestri, eða strengjasveit eins og það myndi lík- lega heita í dag. Tveimur mánuðum síðar ritaði Jón bréf í Morgunblaðið, þar sem hann sagði árangur af strok- hljóðfæraæfingum næstu sex vikur á undan ekki hafa verið eins og að var stefnt. Vildi hann gera grein fyrir ástæðum þess. Jón kvaðst þekkja tólf menn í Reykjavík sem gætu leikið svo á strokhljóðfæri, að þeir væru nothæfir í strokorkestri, sem tæki létt lög til meðferðar og yrði þaulæft með ná- kvæmni. Síðan nafngreindi hann þessa menn. „Af mönnum þessum hétu mér upphaflega allir liðsinni, nema tveir. Annar þeirra var Bernburg. Kvaðst hann álíta það ógerning, sakir kunn- áttuleysis að koma hér upp slíkum flokki og kvaðst fyrir löngu hafa gert slíkt ef mögulegt hefði verið, en 16 ár hefði hann nú dvalið hér,“ skrifaði Jón. „Hinn maðurinn, Páll Þorkels- son, kvaðst eigi vilja vera í flokki mín- um, af því að hann væri í flokki Þór- arins Guðmundssonar, sem honum litist miklu vænlegri. Þórarinn Guð- mundsson, sem lofað hafði liðsinni sínu, tilkynti mér símleiðis fyrsta æf- ingardaginn, að hann ekki hefði tíma til þátttöku í æfingum mínum. Lét hann það fylgja máli, að honum þætti eg hafa haft óhæfileg orð um flokk sinn í nefndu Morgunblaðsviðtali.“ Framfarir urðu sífellt hraðari Jóni tókst að ná tíu manns saman en aldrei voru þeir þó allir samtímis á æfingum sem haldnar voru fjórum sinnum í viku. Aðeins tveir mættu á hverja einustu æfingu. Fyrstu tvær vikurnar lá Jóni nærri að halda, að Bernburg hefði haft rétt fyrir sér. En þá fór að verða vart við framfarir, sem sífellt urðu hraðari. Hvatti hann mannskapinn áfram með ráðum og dáð en eigi að síður kvarnaðist úr hópnum af ýmsum ástæðum, meðal annars hélt ungfrú Rosenkranz sem leið lá til Kaupmannahafnar. Eftir stóðu aðeins sjö hljóðfæraleikarar og æfingum var fækkað í tvær á viku til að freista þess að ná öllum hópnum saman. „Til þess nú að ávextir starfsins yrðu fyr sjáanlegir, ákvað eg að velja úr nokkur lög (Mozart, Haydn, Schu- bert), sem samtals væru ekki lengri en 15 mínútur og flytja þau þ. 23. þ. m. sem millilið efnisskrár hljómleika okkar hjóna. Hagaði eg þá vinnunni eins og við undirbúningsæfingar orkesturshljómleika erlendis og var ánægjulegt að sjá hve leikararnir sumir tóku ágætum framförum,“ skrifaði Jón. Áður en að tónleikunum kom sagði víóluleikarinn, Kristján Sigurðsson, sig frá verkefninu vegna þess að hon- um væri ómögulegt að koma op- inberlega fram í þannig skipuðum flokki. Jón reyndi að telja Kristjáni hughvarf en hann var óhagganlegur og tilraunin þar með runnin út í sand- inn enda víólan ómissandi hljóðfæri. Ást á þjóðinni „Hefði eg ekki ást á þjóð minni og; bæri traust til hæfileika hennar, mundi þolinmæði mín aldrei hafa náð svo langt,“ skrifaði Jón. „Í þetta sinn bilaði hún ekki, en það mun naumast koma fyrir aftur, að maður, sem hefir færi á að stjórna fleiri synfóníuorkestrum í heims- miðstöð tónlistarinnar, gangi á milli líttkunnandi Reykvíkinga dag eftir dag til þess að biðja þá um sam- vinnu.“ Jóni fannst tímaskortur og að menn stunduðu tónlist í hjáverkum ekki halda vatni sem afsökun enda virtust sumir hafa tíma til að mæta á æfingar hjá Þórarni Guðmundssyni sem aftur hafði hafnað samstarfi við Jón. „Ekki hefði mér til hugar komið, að starfa hér að orkestursstofnun, ef aðrir hefðu farið rétt að, en það sem þeir gera hér í slíkum málum, miðar í öfuga átt. Það skal enn endurtekið, að synfóníuorkestri verður aldrei komið hér upp fyr en til er stórt og gott strokorkestur.“ Jóni fannst hörmulegt að þurfa að segja mönnum hér á landi svo sjálf- sögð tíðindi en hitt væri þó hörmu- legra, að menn skyldu álíta þessa frá- sögn hans lygi. „Ekki eru þessar línur ritaðar mér og starfi mínu til réttlætingar, því að á því hefi eg enga þörf. En reynt hefir verið að vekja tortryggni til mín og þessa starfs míns, því að hér vita menn eigi að orkestursstjórn er nám meira en flest annað í tónlist. Orð- mælgi er engum ógeðfeldara en mér, en hér brýst smekkspilling og vít- isstefna til valda. Í samleik hér verða lög mörg óþekkjanleg. Engin ráð eru við heimskunni, en treystandi er heil- brigðum smekk Íslendinga, því hér taka kirkjur að tæmast þegar tónlist- arhluti messunnar byrjar.“ Hið góða mun ná fram að ganga Jón sagði ennfremur að óþörf hræðsla væri að halda, að hann vildi hér leggja undir sig einhver svið. Hans fyrirætlanir beindust í allt aðra átt, enda væri hann á förum til út- landa. „Þrátt fyrir það álít eg það skyldu mína, að láta íslenskt tónlista- líf mig ætíð einhverju skifta, og fórna þar fyrir öllu, sem eg má. Ættu þeir, sem hér hafa vit á að styðja tillögur mínar og framfarasókn, því að án samtaka verður engu framgengt. Menn verða að læra að láta smáat- riðin ekki sundra sér heldur sameina sig um veigamestu atriðin. Þá mun með nokkurri þolinmæði hið góða ná fram að ganga.“ Jón sagði það til marks um flokka- drætti og ósamlyndi meðal íslenskra tónlistarmanna að einum af aðal- mönnunum í tilraun hans hefði verið neitað um allan samleik á skemmt- unum og öðru slíku, af Bernburg og Þórarni Guðmundssyni. „Andstyggilegt er að þurfa að rita slíkar frásagnir, en nauðsyn er á að augu manna opnist hér. Mega Reyk- víkingar sjálfum sér um kenna ef menn, sem góða viðleitni hafa og kunnáttu, hverfa héðan.“ Jón Leifs bjó að mestu í Þýska- landi næsta aldarfjórðunginn en kom heim sumarið 1926 til að stjórna fyrstu sinfóníutónleikunum hér á landi. Þar var á ferð Sinfíníu- hljómsveit Hamborgar. Sinfón- íuhljómsveit Íslands var stofnuð árið 1950. Hér brýst smekkspilling og vítisstefna til valda Jón Leifs á yngri árum. Hann kom alkominn heim til Ís- lands 1945 og lést 1968. Enginn er spámaður í eigin föðurlandi, segir spakmælið. Því fékk ungur tónlistarmaður, Jón Leifs að nafni, að kynnast þegar hann hugðist setja hér á laggirnar strokorkestur fyrir réttum eitt hundrað árum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.