Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík A h ð ð 595 1000 Kanarí ku .A th .a t 1. til 20. desember Nítján nætur! Flug & hótel frá 122.300 19 nætur Verð frá kr. 150.800 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ragnheiður Gunnarsdóttir, sem rekur kattaathvarfið Kisukot á Akureyri, er óánægð með ákvörðun yfirvalda þar í bæ um að banna lausagöngu katta frá 1. janúar 2025 og aðgerðaleysi í málaflokknum undanfarin ár. Hún tekur það fram að hún hafi ekkert á móti því að fólk haldi inni- ketti ef það hefur möguleika á því en það séu ekki allir kettir sem geti ver- ið innikettir. „Það eru þeir kettir sem ég hef áhyggjur af. Maður hefur oft heyrt um ketti sem á að halda inni en mótmæla þessari inniveru, pissa til dæmis inni.“ Þessi þriggja ára frestur dugir skammt fyrir þá útiketti sem verða enn á besta aldri árið 2025. „Sumir kettir munu alveg venjast þessu en maður veit um ketti sem munu aldr- ei sætta sig við þetta, og það er spurningin hvað muni verða um þessa ketti.“ Ragnheiður tekur undir það sem kom fram í bókun Hildar Jönu Gísladóttur um að frekar ætti að takmarka lausagöngu á nóttunni og á varptíma fugla. „Mér finnst alveg sjálfsagt að kattaeigendur geri það.“ Henni finnst hins vegar gróft að ætla að banna lausagönguna alfarið og segist ekki vita hvernig farið verði að því að framkvæma þetta. Ragnheiður er gagnrýnin á frammistöðu bæjaryfirvalda í katta- málum undanfarin ár. Hún segist hafa fengið upplýsingar um að engir kettir hafi komið í dýrageymslu Ak- ureyrarbæjar síðan 2017. „Dýraeftirlitsmaður á að fanga þau dýr sem eru á vergangi en það hefur ekki einn einasti köttur komið í þessa geymslu. Ég er búin að vera að þessu í næstum tíu ár og er búin að taka hundruð katta af götunum. Ég hvet bæjarstjórnina til þess að íhuga að styðja þá sem eru að gera eitthvað fyrir ketti í bænum í stað þess að fara í boð og bönn.“ Hefur miklar áhyggjur og gagnrýnir aðgerðaleysi Morgunblaðið/Unnur Karen Gagnrýni Sumir kettir munu ekki sæta sig við inniveru. - Bann við lausa- göngu katta Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Úthlutun aflaheimilda í loðnu upp á um 627 þúsund tonn raskaði hlut- föllum og hafði það í för með sér að leyfilegt heildarverðmæti aflahlut- deilda allra tegunda hjá Brimi hf. fer í 13,2%. Leyfilegt hámark afla- hlutdeilda í heild í eigu hverrar út- gerðar er 12% af úthlutuðum þorsk- ígildum. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að fyrirtækið hafi nú sex mánuði til að bregðast við og selja frá sér heimildir. „Þessi niðurstaða Fiskistofu sýnir í hnotskurn hversu rangur mælikvarði þorskígildisstuð- ullinn er,“ segir Guðmundur. „Það sem gerist hjá Brimi er að loðnan fær mjög háan stuðul á þessu fiskveiðiári þar sem í vetur voru tiltölulega fá tonn veidd, en seld á háu verði eftir tvö loðnulaus ár á undan. Þetta gerir það að verk- um að við förum yfir hámarkið.“ Hann segir að verðmæti loðnukvót- ans í þorskígildum á þessu fisk- veiðiári sé 30% meira heldur en allra aflaheimilda í þorski. Slíkt standist ekki. Frekar þak í hverri tegund „Ég myndi vilja að þak í hverri fisktegund myndi ráða hámarkinu. Það er einfalt og gagnsætt kerfi, auðvelt að fylgjast með og kostar ekki flókið eftirlitskerfi né mikla peninga,“ segir Guðmundur. Hann segir að Íslendingar séu eina þjóðin sem noti þá aðferðafræði að miða við þorskígildisstuðla og ekki sé nokkur leið að útskýra fyrir útlend- ingum hvernig þakið sé fundið út. Í loðnu er miðað við að aflaheimildir einstakra útgerða séu að hámarki 20% og er Brim með 18% heimilda í tegundinni. Í tilkynningu á heimasíðu Fiski- stofu segir að líkt og undanfarin ár sé Brim hf. hæst í aflamarkskerf- inu. Breytingar hafi orðið á næstu sætum sem skýrist af úthlutun í loðnu. Í krókaaflamarkskerfinu fara tvö félög yfir 4% leyfilega aflahlutdeild í þorski, Háaöxl ehf. með 4,22% og Stakkavík ehf. með 4,01%. Brim skaust upp fyrir kvótaþakið - Hafa sex mánuði til að bregðast við - Stór loðnukvóti raskaði hlutföllum - Forstjórinn vill ólíkt kerfi Guðmundur Kristjánsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akurey Leyfilegt hámark nemur 12% af úthlutuðum þorskígildum. Þótt enn séu 50 dagar til jóla mátti sjá fótfrá- an jólasvein á hraðferð í miðborg Reykjavík- ur í gær. Margar verslanir eru þegar farnar að selja jólavarning og greiðsludreifingarfyr- irtæki byrjuð að bjóða fólki að greiða desem- berreikningana í febrúar. Jólasveinar landsins hafa samt sem áður nægan tíma til stefnu en Stekkjastaur kemur til byggða aðfaranótt 12. desember, sem er eftir 38 daga. Miðar á jólatónleika eru enn fá- anlegir og borð laus á mörgum jólahlað- borðum, sem hefjast senn. Morgunblaðið/Eggert Jólin knýja á dyr við rætur Hallgrímskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.