Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Á GÖNGUSKÍÐUM Í PINZOLO WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS NÝ FERÐ Á UU.IS Komdu með í einstaka gönguskíðaferð til Pinzolo á Ítalíu með tveimur reyndum íslenskum gönguskíðafararstjórum, þeim Lukku Pálsdóttur og Þóreyju Villhjálmsdóttur Proppé. Þær halda utan um hópinn á meðan á ferðinni stendur en báðar eru þær landvættir og með mikla reynslu á gönguskíðum og skíðum. Þessi ferð hentar öllum gönguskíðagörpum sama hver geta þeirra er á gönguskíðum. Haldist verður við gönguskíðasvæðið við Admello Brenta Nature Park sem er rétt fyrir utan Pinzolo þorpið í Ítalíu. NÝTT! GÖNGUSK ÍÐI 2022 22. - 29. JANÚAR 2022 VERÐ FRÁ:219.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé Lukka Pálsdóttir FLUG,GISTING, ÍSLENSKFARARSTJÓRN OGFLUTNINGUR ÁSKÍÐABÚNAÐIINNIFALIÐ Í VERÐI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir nánari útskýringum á boðuðum gjaldskrárhækkunum Sorpu. „Við teljum mikilvægt að gjald- töku fyrirtækja eins og Sorpu og annarra opin- berra stofnana og fyrirtækja sé stillt í hóf,“ segir Björg Ásta Þórð- ardóttir, yfirlög- fræðingur Sam- taka iðnaðarins, þegar leitað er álits hennar á boðaðri 31% hækkun á gjaldskrá Sorpu. Hún rifjar upp að miklar hækk- anir urðu á einstökum liðum í verðskrá Sorpu um síðustu áramót. Dæmi voru um nærri 300% hækkun. Þá er boðuð 31% hækkun gjaldskrár Sorpu í greinargerð með fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Björg segir að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá Sorpu um þær breytingar sem orðið hafi á gjald- töku fyrirtækisins um síðustu ára- mót og það sem fram undan er. Hún segir að engin svör hafi borist enn sem komið er en fundað verði með forsvarsmönnum fyrirtækisins í næstu viku. Vonast hún til að þá liggi fyrir betri upplýsingar um for- sendur hækkana. Gæti aðhalds í kostnaði Björg tekur fram að Samtök iðn- aðarins leggi áherslu á að bæta meðhöndlun úrgangs en á sama tími telji þau mikilvægt að sveitar- félögin, sér í lagi fyrirtæki þeirra sem eru í einokunarstöðu við mót- töku og meðferð úrgangs, gæti að- halds við kostnaðarhækkanir. Jafn- framt sé mikilvægt að gjaldskráin endurspegli sem best kostnað við hvern úrgangsflokk fyrir sig. Getur hún þess að félagsmaður í Samtök- um iðnaðarins hafi fyrr á þessu ári sent Samkeppniseftirlitinu kvörtun vegna hækkunar gjaldskrár um síð- ustu áramót. Segir Björg erfitt að skilja hækk- anir á gjaldskrá vegna flokka þar sem engin breyting hafi orðið á meðhöndlun. Í þeim tilvikum sé ekki hægt að vísa til aukins kostnaðar við nýju gas- og jarðgerðarstöðina, Gaja. „Ekki má heldur gleyma því að gjaldskráin þarf að hvetja til auk- innar flokkunar úrgangs og endur- vinnslu. Síðasta gjaldskrárbreyting gerði það ekki og var í sumum til- vikum frekar letjandi en hvetjandi,“ segir Björg Ásta. »34 Vilja sjá forsend- ur verðhækkana - Samtök iðnaðarins funda með Sorpu Björg Ásta Þórðardóttir Morgunblaðið/Eggert Álfsnes Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu hefur reynst fyrirtækinu dýr. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þensla í Heklu hefur vaxið stöðugt frá því eldfjallið gaus síðast árið 2000. Páll Einarsson, jarðeðlisfræð- ingur og prófessor emerítus, segir að þenslan hafi verið orðin jafn mikil um árið 2006 og hún var áður en síðast gaus. Síðan má segja að fjall- ið hafi verið tilbú- ið í gos. Engin merki voru þó um það í gær að Hekla væri að fara að gjósa og sagði Páll það ekki koma á óvart. „Hekla er ekki vön að gefa merki um aðsteðj- andi gos fyrr en mjög skömmu áður en það brýst út. Það gerir hana svo varasama,“ sagði Páll. Þrýstingurinn sem veldur þensl- unni virðist eiga upptök á 15-20 km dýpi. „Þar virðist kvikan safnast fyr- ir og þaðan virðist hún hafa komið í þessum síðustu gosum, Aflögunar- mælingar benda til þess,“ sagði Páll. Þenslan veldur aflögun sem er eins og kúla á jarðskorpunni. Kúlan sem nú þenst út við Heklu er um 30 km í þvermál og ekki kröpp. Það gefur hugmynd um hvar upptökin eru. Breytt hegðun eldfjallsins Á öldum áður gaus Hekla gjarnan tvisvar á öld. Hún gaus stóru gosi 1947 og svo öllum að óvörum árið 1970 eftir aðeins 23 ára hvíld. Það var stysta bil á milli Heklugosa sem þá var þekkt. Svo fylgdu þrjú gos með um tíu ára millibili árin 1980, 1991 og 2000. „Það virðist vera svo- lítið einstakt í þúsund ára sögu Heklu að hafa svona stutt á milli gosa. Svo er þessi reglufesta mjög óvenjuleg hjá eldfjöllum,“ sagði Páll. Síðustu fjögur Heklugos hafa ver- ið fremur lítil af Heklugosum að vera en nokkuð myndarleg engu að síður. Páll sagði að talið hafi verið að langt goshlé ylli stærra gosi en ef stutt er á milli gosa. Sú regla er alls ekki ófrávíkjanleg. „Menn hölluðust svolítið að þessu þar til í Gríms- vatnagosinu árið 2011. Þá var von á litlu eldgosi út frá þessari reglu, því það voru bara sjö ár frá síðasta Grímsvatnagosi. En þá kom mjög stórt eldgos og menn hafa ekki flíkað þessari kenningu mikið síðan,“ sagði Páll. Mjög varasamt eldfjall Hekla er mjög varasamt eldfjall að mati Páls vegna þess hvað hún gýs með skömmum fyrirvara. Fyrstu vísbendingar um gosið árið 2000 sáust með 79 mínútna fyrirvara vegna þess að Páll stóð bókstaflega við jarðskjálftamælinn sem sýndi fyrsta skjálftann. Fyrirvari eldgoss- ins 1980 var ekki nema 23 mínútur. Þeir sem eru í mestri hættu eru þeir sem eru staddir á fjallinu þegar gýs því þeir geta átt erfitt með að forða sér. „Það er í sjálfu sér í lagi að fara á fjallið ef menn eiga brýnt er- indi vegna mælinga eða annars. En að selja hópferðir á Heklu finnst mér algerlega ábyrgðarlaust,“ sagði Páll. Hinir sem hætta steðjar að vegna goss eru flugfarþegar í vélum sem fljúga yfir Heklu. „Flugvélum í lang- flugi milli álfa er beinlínis beint yfir toppinn á Heklu,“ sagði Páll. Hann hefur vakið athygli flugmálayfir- valda á hættunni sem skapast, fari Hekla að gjósa, en án árangurs. „Ég held að þeir haldi að þetta sé einhver þráhyggja í mér. Farþegarnir í þess- um vélum fara í gegnum vopnaleit og úr skónum til að tryggja öryggi. Svo er flogið með þá beint yfir þær hættuslóðir sem þarna geta myndast fari Hekla að gjósa.“ Páll benti á að farþegaflug hafi legið niðri vegna heimsfaraldursins og ekki verið nein hætta á meðan. „Nú er farþegaflug að hefjast á ný og því full ástæða til að benda aftur á þá hættu sem Hekla skapar vegna þess hvað hún er sérstök eldstöð. Það getur ekki verið mikið mál að breyta þessum viðmiðunarpunkti.“ - Þenslan við Heklu vex - Gýs með skömmum fyrirvara Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Hekla Þensla í eldstöðinni hefur aukist sífellt frá því síðast gaus árið 2000. Reynslan sýnir að eldfjallið getur gosið með mjög stuttum fyrirvara. Páll Einarsson 91 greindist með smit innanlands á þriðjudag og af þeim voru 40 í sóttkví við greiningu. 29 þeirra voru óbólu- settir. 17 lágu á sjúkrahúsi og þar af fimm á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir er búinn að skila minnisblaði um takmarkanir á landamærunum til heilbrigðisráðuneytisins en nú- gildandi reglugerð rennur út á laug- ardag. Sóttvarnalæknir segir í pistli sín- um að útbreiðslan sé í samræmi við spár um þróun faraldursins: „Út- breiðsla smita er að aukast í kjölfarið á afléttingu takmarkana og jafn- framt er fjöldi þeirra sem leggst inn á sjúkrahús alvarlega veikur að aukast. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa á spítalavist að halda og eru um 60% þeirra fullbólu- settir.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, segir gegnumstreymi sjúklinga halda spítalanum á floti. Þeir bólu- settu stoppi skemur á deildinni en þeir óbólusettu: „Líkurnar á því að veikjast ef þú ert óbólusettur eru svona fimm sinnum meiri en ef þú ert bólusettur,“ sagði Már í samtali við mbl.is í gær. Fjöldi innlagðra á bráðadeildir og gjörgæslu á LSH með Covid-19 Staðan kl. 15 í gær 91 nýtt innanlandssmit greindist sl. sólarhring 16 sjúklingar liggja inni á bráðadeildum LSHmeð staðfest Covid-19-smit 937 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-19-göngudeildar LSH 4 sjúklingar eru á gjörgæslu Átta þeirra eru fullbólusettir Átta eru óbólusettir 3 gjörgæslu- sjúklingar eru í öndunarvél H ei m ild :L S H o g co vi d .is kl .1 1. 0 0 íg æ r Gott gegnumflæði á spítalanum Lyftir upp svæði sem er 30 km í þvermál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.