Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.11.2021, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g hitti Unu nokkrum sinnum, enda var hún frænka mín, og hún var óskaplega hlý og góð manneskja. Ég heimsótti hana í litla húsið, Sjólyst, fyrir margt löngu, en þar bjó Una í rúmlega fimmtíu ár,“ segir Erna M. Sveinbjarnardóttir stjórnarformaður Hollvinafélags Unu í Sjólyst, en félagið í samvinnu við Sæmund bókaútgáfu stendur á bak við endurútgáfu á bókinni Völva Suðurnesja, þar sem segir frá Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst í Garði. Una var fædd 1894 og hún segir í bókinni frá sinni dulrænu reynslu og hæfileikum en „orðrómur um hæfi- leika hennar barst víða meðan hún lifði og fjölmargir þekktu hana af per- sónulegri reynslu. Öllum bar saman um að til hennar hafi verið að sækja styrk og hjálp í orði og verki. Í bók- inni segir Una frá sálförum, draum- um og dulsýnum, svipum og vitrun- um, dulheyrn og ýmiss konar fyrirbærum,“ segir á bókarkápu. „Þegar bókin kom fyrst út 1968 þá varð hún metsölubók og Una varð í kjölfarið landsfræg. Gunnar M. Magnúss tók viðtölin við Unu og skrifaði bókina, en Gunnsteinn sonur hans og aðrir höfundarréttarhafar hafa verið okkur einstakur stuðn- ingur og sýnt okkur velvild í þessari þriðju útgáfu bókarinnar.“ Lék sér við huldubörn og álfa Erna segir að með endurútgáfu bókarinnar vilji þau halda minningu Unu á lofti, en einnig sé það til að segja söguna áfram. „Heilmikið er búið að gerast á þeim tíu ár- um sem liðin eru frá því Hollvinafélagið var stofnað. Unuhús er nú söguhús og við erum að móta innra starfið og þá er gott að hafa þessa bók við höndina, þá get- um við vitnað beint í Unu og skipulagt starf félagsins út frá hennar áhugamálum og störfum. Húsið er eftir endurbyggingu svo listafallegt og hefur verið lögð mikil alúð í hvert handarvik.“ Una átti erfiða æsku, móðir hennar lést þegar hún var aðeins átta vikna og hún missti föður sinn þegar hún var fimm ára. Gæfa Unu var að eignast trygga fóstru, Sigurlaugu Sveinbjarnardóttur, en þær voru saman alla tíð, eða þar til Sigurlaug lést í hárri elli. Sigurlaug sýndi sér- gáfum Unu og hæfileikum á dulræna sviðinu fullan skilning, en Una var mjög ung þegar þeir komu fram og óttaðist í bernsku að vera öðruvísi en aðrir. Hún lék sér við huldubörn og álfa þegar hún var barn. Eftir að hún varð fullorðin hlúði Una afskaplega vel að börnum, þótt ekki hafi hún eignast börn sjálf, en hún tók að sér fósturdóttur, Stefaníu, sem lést að- eins 27 ára og var Unu mikill harm- dauði. „Una var aðeins 16 ára þegar hún tók að sér kennslu barna og í tvo áratugi kenndi hún börnum sem áttu í basli með lærdóminn. Hún stýrði líka stúkunni Siðsemd númer 14 í Garði, í meira en þrjátíu ár en í barnastúkunni ól hún upp nokkra af frægustu skipstjórum landsins, til dæmis Eggert og Þorstein Gíslasyni, en þeir báru alla tíð mikla virðingu fyrir henni. Una leikstýrði í leikfélag- inu og var ritari í slysavarnadeildinni í 25 ár og bókasafni ungmennafélags- ins í Garði var komið fyrir á loftinu hjá Unu í Sjólyst, þaðan sem hún af- greiddi bækur til útláns. Hún var mikil merkiskona samfélagslega séð, hún vildi leggja lið og lét til sín taka í félags- málum, var afar virk í samfélaginu hér í sínum heimabæ, þessi einhleypa alþýðukona sem fædd var á nítjándu öld.“ Allir fóru glaðir frá henni Þeir sem kynntust henni eða hittu tala mikið um að hún hafi verið einstaklega hlý manneskja, nærgætin og gefið mikið af sér. „Hún notaði skyggnigáfuna til að hjálpa öðrum, bæði fólki og dýrum, sjúkum og sorgmæddum, hún var í raun læknamiðill. Fólk sem var í ein- hvers konar neyð leitaði til hennar og allir fóru glaðari frá henni heldur en þegar þeir komu. Una segir sjálf í bókinni að hún öðlist lífsfyllingu við að hjálpa öðrum. Hún segist vera „svo mikil lukunnar manneskja, að ég hef aldrei séð ljótt, aldrei séð nema fegurð, ég hef líka ekki kynnst nema góðu fólki og er þakklát fyrir það“. Þetta er lýsandi fyrir hennar jákvæða viðhorf til allra og lífs- ins,“ segir Erna og bætir við að þegar Una fór sálförum þá sveif hún yfir fjöll, ár og dali, landshluta á milli. „Hún var fædd svona, eins og hún orðar það sjálf, „að sjá samtímaatburði, ég veit meira um samferðarfólkið fyrirfram en sjálfa mig.“ Erna segist vonast til að bókin hjálpi einhverjum þeirra sem í dag eru gæddir sömu hæfileikum og Una, en þora kannski ekki að gangast við þeim. Unuhátíð haldin í nóvember Hollvinafélagið heldur Unuhátíð ár hvert í Unuhúsi, og fær þá til sín listafólk til að spila á hljóðfæri, leik- ara til að lesa upp eða segja frá kynn- um sínum af Unu. „Við höfum fengið ekki ómerk- ara fólk en Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu og Pál á Húsafelli sem og ótalmarga aðra, til að taka þátt í þessu með okkur. Við fáum líka gjarnan listafólk sem býr hér suður með sjó, en næsta Unuhátíð verður 20. nóvember og þá mun Klassart koma fram, tónlistarfólk frá Suður- nesjabæ og sönghópur frá byggðar- laginu sem kallar sig Uppsiglingu. Við leyfum röddum barnanna að heyrast og krakkar úr tónlistarskól- anum hér í Garði hafa verið með at- riði,“ segir Erna og bætir við að Unu- hús sé ekki gert til að búa í, en það komi til greina að rithöfundar eða annað listafólk fái að vera þar til að sinna list hluta úr degi, eða hvernig sem hentar. Hvert tilvik yrði skoðað. Facebook: Unuhús/Sjólyst í Garðinum – minjasafn Una Ung að árum með systursyni sínum Guðjóni Sigurðssyni. Glaðlynd Una á efri árum við aðventukrans heima í Sjólyst. Hlýja Sigurlaug fóstra Unu og Stefanía fósturdóttir Unu. Ég er svo mikil lukkunnar manneskja Una í Sjólyst var einstök kona sem átti vini beggja vegna tjaldsins. Hún var gædd dulrænum hæfi- leikum sem hún nýtti til að hjálpa öðrum. Yndisleg Una var sérlega hlý og með opinn faðm. Hér hellir hún upp á kaffi í eldhúsinu í litla húsinu sínu Sjólyst. Erna M. Sveinbjarnardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.