Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 20

Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eldgos í Heklu, Öskju, Surtsey, Heimaey og Kröflu; kennsla og vís- indastörf. Öskulagarannsóknir og eðli eldsumbrota. Æfingaferðir tunglfara til Íslands, fræðistörf og frásagnir í fjölmiðlum, söng- textagerð og virk þátttaka í sam- félaginu sem skóp virðingu og vin- sældir almennings. Svona má í stuttu máli lýsa efni bókarinnar Sig- urður Þórarinsson – mynd af manni sem kom út á dögunum. Þar segir af Sigurði Þórarinssyni (1912-1983) sem var einn fyrsti jarðvísinda- maður þjóðarinnar og sá þeirra sem lengi bar mest á. Skemmtilegar og alþýðlegar frásagnir Sigurðar í fjöl- miðlum og víðar gáfu landanum vitn- eskju um jarðfræði landsins, þekk- ingu á náttúru og því að landið er kvikt. Víða brautryðjandi „Sigurður var brautryðjandi á mörgum sviðum jarðfræði á Íslandi, rannsakaði jökla, eldgos, landmótun, jarðsögu og margt fleira. Vinna manna nú til dags byggir á þeim grunni sem hann lagði. Annars er þessi bók ekki um jarðfræðikenn- ingar heldur fyrst og fremst um manninn Sigurð,“ segir Sigrún Helgadóttir höfundur bókarinnar. Hún er líf- og umhverfisfræðingur að mennt, kennari og höfundur fræðibóka. Sigrún Helgadóttir hafði á orði snemma árs 2012, þegar öld var liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar, að slæmt væri að ekki hefði verið skrifuð ævisaga hans. Sigurður Svavarsson útgefandi greip hug- myndina á lofti og óskaði eftir að hún tæki verkið að sér. Nokkur misseri liðu þó uns hún gat hellt sér í verkið. Sigurður Svavarsson féll frá árið 2018 og þá varð um skeið óvissa um útgáfu. Svo fór að Hilmar Malm- quist forstöðumaður Náttúru- minjasafns Íslands – sem var bak- hjarl Sigrúnar við bókarskrifin tók af skarið og gefur stofnunin ritið út. Það er í tveimur stórum og þykkum bókum, alls um 800 blaðsíður. „Í raun var ekki hægt annað en heillast af þeim jákvæða persónu- leika sem Sigurður var,“ segir Sig- rún sem kynntist sögupersónunni lítið eitt þegar hún stundaði nám í jarðfræði við HÍ veturinn 1975-76. Hennar helsta viðkynning af við- fangsefni sínu var hins vegar í gegn- um skráðar heimildir, það er bréf, dagbækur, minniskompur og frá- sagnir blaða á timarit.is. Einnig fékk Sigrún aðgang að ljósmyndum Sig- urðar, þúsundum mynda af eld- gosum, landslagi og fólki. Fyrirlestrar og söngtextar Sigurður Þórarinsson var fæddur austur á Vopnafirði árið 1912 og ólst þar upp. Föður sinn missti hann ungur og aðstæður í uppvextinum voru um margt þröngar. Sigurður náði eigi að síður að brjótast til mennta og var dúx á stúdentsprófi frá MA vorið 1931. Fór síðan til náms í jarðfræði; fyrst í Kaup- mannahöfn en lengst í Stokkhólmi. Átti þar góðan og gjöfulan tíma en árið 1945 sneri Sigurður heim, þá orðinn fjölskyldumaður, og ævi- starfið tók við. Sigurður var ásamt Finni Guð- mundssyni fuglafræðingi fyrsti starfsmaður Náttúrugripasafns Ís- lands sem sinnti rannsóknum, söfn- un náttúrugripa, sýningum, fræðslu og fleiru. Sigurður kenndi líka nátt- úrufræði, aðallega jarðfræði við MR. Þá varð Sigurður vinsæll fyrirles- ari bæði innan lands og utan. Einnig má nefna söngtexta hans, sem þjóðin þekkir enn vel en margir voru samd- ir í jöklaferðum Jöklarannsókna- félags Íslands og sungnir á skemmtikvöldum þess og Ferða- félags Íslands. Þekktir textar Sig- urðar eru Að lífið sé skjálfandi lítið gras, Vorkvöld í Reykjavík, Þórs- merkurljóð, Spánarljóð og ótal fleiri. Forvitnilegt og spennandi „Bæði fræðistörfin og söngtext- arnir juku hróður Sigurðar en ekki síður hve alþýðlegur hann var og ákaflega skemmtilegur,“ segir Sig- rún. „Hann var ófeiminn við fjöl- miðla, fór ungur að skrifa greinar í blöð og tímarit um allt mögulegt, bæði fræðigreinar og þá ekki síður greinar fyrir almenning um alls kyns fræði. Og hann fór líka snemma að flytja erindi í útvarp. Á þessum ár- um lásu allir blöð og hlustuðu á sama útvarpið. Hann varð eftirlæti fjöl- miðlafólks. Var að fást við eitthvað sem var mörgum framandi en sagði þannig frá því að það varð forvitni- legt og spennandi. Heklugosið 1947- 1948 olli straumhvörfum. Fólk hafði aldrei séð slíkt gos. hafði aldrei séð hraun renna og skildi ekki orsök eld- gosa. Þá kynntist þjóðin Sigurði og svo lengi sem hann lifði var hann jú jarðfræðingurinn eini og sanni.“ Friðlýsingar og þjóðgarður Auk jarðfræðistarfa lét Sigurður Þórarinsson mjög að sér kveða í fé- lagsmálum. Sigrún getur í því sam- bandi fyrstu heildarlaga um nátt- úruvernd sem sett voru á Íslandi. Sigurði hafi runnið til rifja ýmis skemmdarverk á náttúrunni, svo sem framræsla á mýrum og eyði- legging á jarðmyndunum eins og gígum og flutti erindi í útvarp sem hafði mikil áhrif til verndunar. „Við eigum engum sem Sigurði að þakka að Skaftafell var gert að þjóð- garði. Hann er nú mikilvægur hluti Vatnajökulsþjóðgarðs sem aftur hef- ur verið viðurkenndur á heimsminja- skrá UNESCO. Fjölmörg önnur svæði hafa verið friðlýst vegna til- lagna þar um frá Sigurði,“ segir Sig- rún. Skemmtilegi jarðfræðingurinn - Mynd af manni í 800 blaðsíðna ritverki - Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar - Eldgos, rannsóknir, fræðistörf og frásagnir - Söngtextar sem þjóðin kann enn - Heillaðist af jákvæðum persónuleika Ljósmynd/Sigurður Þórarinsson Surteyjargos Sigurður var á vettvangi allra eldgosa á Íslandi í áratugi. Alltaf með myndavélina, eins og þegar hraun vall fram úr gíg í Surtseyjareldum. Ljósmynd/Óþekktur Söngvaskáld Sigurður með gítar- inn í jarðfræðiferð á fjöllum. Ljósmynd/Sigurður Þórarinsson Umbrot Við hlið Surtseyjar kom upp í eldgosi eyjan Jólnir, sem sjór var reyndar ekki lengi að brjóta niður. Einstök mynd af eyjunni óvæntu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur „Sigurður var brautryðjandi á mörgum sviðum jarðfræði á Ís- landi,“ segir Sigrún sem var alls sjö ár að skrifa þetta mikla ritverk. Í bókinni sinni segir Sigrún Helga- dóttir frá leiðsögn Sigurðar Þór- arinssonar þegar kandídatar NASA, bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, komu til Íslands árin 1965 og 1967 til að æfa sig fyrir ferðir til tunglsins. Í þeim hópi var meðal annarra Neil Arm- strong, sá sem fyrstur manna sté fæti á tunglið. Getur Sigrún þess að áður hafi Sigurður, það er í miðju kalda stríðinu, átt erfitt með að fá landgöngu í Bandaríkin vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þegar þarna var komið sögu hafi hann hins vegar verið búinn að ávinna sér slíkt traust og virðingu sem vísindamaður að honum var falið að vera tunglförum til halds og trausts í svo mikilvægu máli Bandaríkjamanna sem Apollo- áætlunin um tunglferðir og land- nám í geimnum var. „Það kemur sjálfsagt mörgum ýmislegt á óvart við kynni af Sig- urði í þessari bók. Hann virkaði svo glaður en í raun var hann feim- inn og lokaður, ræddi ekki um sjálfan sig. Viðmælendur mínir höfðu líka sumir á orði að Sigurður hefði aldrei talað illa um nokkurn mann og vikið sér undan öllum deilum, svo stundum hafi verið gengið yfir hann. Auk þessa var hann ekki heilsuhraustur. En fáir vissu um erfiðleika hans, sáu að- eins glaðværa fræðimanninn og söngvaskáldið og hann naut æv- inlega og alla ævi mikillar alþýðu- hylli,“ segir Sigún Helgadóttir. Vísindamaðurinn ávann sér traust og virðingu tunglfara Í ÓVENJULEGU VERKEFNI Á ÁRUNUM 1965-1967 Ljósmynd/NASA Jarðfræðingur Sigurður með sína frægu rauðu skotthúfu, hér með geim- faraefnum í æfingaferð í Dyngjufjöllum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.