Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 vfs.is GEGGJUÐ VERKFÆRA- JÓLADAGATÖ L OGAÐVENTU GJAFIR VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það eru áskoranir í matvælafram- leiðslu en ekki síður tækifæri. Við reynum að taka efnið fyrir heild- stætt, líta á það út frá sem flestum sjónarhornum, og teljum að ráð- stefnan eigi fyrir vikið erindi við marga,“ segir Pétur Þór Jónasson, forsvarsmaður félagsins „Auður norðursins“, sem er að skipuleggja ráðstefnu um matvælaframleiðslu í Hofi á Akureyri í næstu viku. Pétur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Eyþings. Hann segist hafa verið með hugmyndir að mörg- um verkefnum eftir að hann missti vinnuna og langað að koma einhverj- um þeirra í framkvæmd. „Ég er menntaður í landbúnaði og hef í mín- um fyrri störfum séð hvað matvæla- framleiðslan er mikilvæg í atvinnu- málum um allt land, ekki síst í nærumhverfi mínu í Eyjafirði. Áður en kórónuveirufaraldurinn brast á voru haldnar margar ráðstefnur um loftslagsvá og ýmis vandamál sem steðja að matvælaframleiðslunni en umræðan hefur aldrei komist á það stig að kallað væri fram hvaða tæki- færi felast í greininni. Ég fékk þá flugu í höfuðið að spanna sviðið og draga saman þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja áherslu á tækifærin og hvernig við getum nýtt þau,“ segir Pétur um að- draganda þess að hann lét reyna á þá hugmynd að halda stóra ráðstefnu um viðfangsefnið. „Maturinn, jörðin og við“ Yfirskrift ráðstefnunnar er „Mat- urinn, jörðin og við“. Hún verður haldin í Hofi á Akureyri 10. og 11. nóvember. Pétur heldur hana í sam- vinnu við Byggðastofnun og nýtur hún stuðnings fyrirtækja, ráðuneyta og samtaka. Tilgangur hennar er að hvetja til umræðu um matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifa- þáttum á neyslu og lífsstíl fólks. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum á samfélög, byggð og at- vinnumál í landinu og þeim tækifær- um sem felast í greininni. Sérfræðingar og áhugamenn um matvælaframleiðslu, loftslagsmál, neyslubreytingar og byggðamál hafa framsögu og ráðrúm er til umræðna og að bera fram rafrænar fyrir- spurnir til frummælenda. Spurður hvar hann telji að helstu tækifærin liggi nefnir Pétur græn- metisrækt en einnig framleiðslu á kjöti og fiski. Annars sé ráðstefnunni ætlað að leiða það fram. „Það þýðir ekki að bíða og kvarta og kveina heldur verður að þoka málunum áfram,“ segir Pétur og vonast til að ljósið við enda ganganna sjáist þarna í einhverjum málum. Höfðar til margra Pétur hefur þurft að fresta ráð- stefnunni tvisvar vegna samkomu- takmarkana í kórónuveirufaraldrin- um og glímir enn við áskoranir í því efni. Hann vonast þó til þess að efni ráðstefnunnar höfði til margra enda telur hann efnið áhugavert. Nefnir hann fólk úr matvælagreininni, sveitarstjórnum og þá sem vinna að stefnumótum í matvælaframleiðslu og byggðaþróun. Streymi verður í boði fyrir þá sem ekki komast. „Svona viðamiklar ráðstefnur eru ekki algengar á Akureyri. Mig lang- ar til að sjá hvernig það gengur. Til þess að þetta gangi er mikilvægt að heimamenn mæti,“ segir Pétur Jón- asson. Morgunblaðið/Margrét Þóra Frumkvæði Pétur Þór Jónasson á Akureyri stendur fyrir ráðstefnu í Hofi. Framleiðsla frá mörgum sjónarhornum - Efnt til stórrar ráðstefnu um mat- vælaframleiðslu í Hofi á Akureyri Viðskipti verða með liðlega 1,1 milljónar lítra framleiðslurétt á mjólk á tilboðsmarkaði með greiðslumark sem lauk 1. nóv- ember. Er þetta síðasti tilboðs- markaður ársins og taka viðskiptin gildi um áramót. Sem fyrr voru mun fleiri sem vildu kaupa mjólkurkvóta en selja. Þannig bárust 174 gild tilboð um kaup á 8,5 milljónum lítra en í 13 sölutilboðum var boðin fram liðlega 1,1 milljón lítra. Kvótinn skiptist á milli margra kúabænda og kemur því lítið í hlut hvers og eins. Auk þess fer hluti kvótans til 16 nýliða. helgi@mbl.is Lítið framboð á mjólkurkvóta í landinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mjólkurvörur Fleiri vildu kaupa mjólk- urkvóta en selja, líkt og oft áður. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Dæmi eru um að einstaklingur hafi verið vistaður í þrjár vikur í fanga- geymslu lögreglunnar á Suðurnesj- um vegna gruns um að vera með fíkniefni innvortis. Aðbúnaður í sér- útbúnum klefa fyrir slíka vistun er þó ekki fullnægjandi til að vista fólk lengur en í sólarhring. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis um heimsókn embættisins til lögreglustjórans á Suðurnesjum. Umboðsmaður heimsótti í byrjun þessa árs fangageymslur suður með sjó og kynnti sér aðstöðu til vistunar vegna skoðunar á landamærunum. Í nýbirtum skýrslum um þessar heim- sóknir eru ýmis tilmæli og ábend- ingar um það sem betur mætti fara og hefur umboðsmaður óskað eftir viðbrögðum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og dómsmálaráðu- neytinu fyrir 1. mars á næsta ári. Niðurlægjandi flutningur Í skýrslunni er farið yfir að það taki almennt einn til þrjá sólarhringa fyrir mann að losa innvortis efni, en dæmi sé um að það hafi tekið 20 daga. Ef séð er fram á vistun um- fram einn sólarhring er viðkomandi úrskurðaður í gæsluvarðhald og þá jafnframt í einangrun. „Þótt að baki aðgerðum sem þess- um búi sjónarmið um rannsóknar- hagsmuni, öryggi og heilsu er ljóst að í þeim felst inngrip í frelsi og frið- helgi umfram venjulega einangrun- arvist handtekins manns eða gæslu- fanga. Það vekur því upp spurningar hvort nægilegt sé að kveða á um slíkt fyrirkomulag í verklagsreglum lög- reglu eins og nú er gert,“ skrifar um- boðsmaður. Rakið er að flutningur einstak- linga í innvortis málum, til að mynda í héraðsdóm eða á heilbrigðisstofn- un, kalli á skoðun. Hinn handtekni þarf þá að notast við ferðasalerni í lögreglubíl og þyki sú aðgerð „al- mennt niðurlægjandi“. Umboðsmað- ur beinir þeim tilmælum til dóms- málaráðherra að taka til skoðunar hvort nauðsynlegt sé að flytja ein- staklinga í dómsal, hvort hægt sé að notast við fjarfundarbúnað í staðinn. Vafi leiki á að lagaákvæði séu nægilega skýr Í skýrslu umboðsmanns er jafn- framt vikið að lagastoð fyrir því að vista útlendinga, sem eru til skoð- unar á landamærunum í Leifsstöð, í fangageymslum í Reykjanesbæ vegna aðstöðuleysis í flugstöðinni. Rakið er að lögreglustjóri telur styrka lagastoð vera fyrir hendi en heimildir til þess mættu vera skýr- ari. Dómsmálaráðuneytið telur aftur á móti að vistunin feli í sér frelsis- sviptingu og vafi leiki á að laga- ákvæðin séu nægilega skýr grund- völlur hennar. Umboðsmaður segir að fyrir komi að einstaklingum sé synjað um inn- göngu í landið til bráðabirgða vegna skoðunar á landamærum. Eitt af því sem vakið hafi athygli í heimsókn- unum tveimur var vistun þeirra í fangageymslu. Lögreglustjórinn var spurður um það hvort framkvæmdin byggði á einhverjum lagaheimildum til viðbótar við lög um útlendinga. Vilja bráðabirgðaaðstöðu „Í svari lögreglustjórans kom fram að byggt væri á lögum um út- lendinga og litið svo á að fyrir þessu væri styrk lagastoð. Í þeim tilvikum sem útlendingur væri vistaður í fangageymslu vegna aðstöðuleysis á flugvelli, sem lengi hefði verið bent á að væri ekki viðunandi, færi þó betur á að lagaheimildir væru skýrari,“ segir í umfjöllun umboðsmanns. „Dómsmálaráðuneytið taldi engan vafa leika á að vistun fólks við þessar aðstæður fæli í sér frelsissviptingu og að vafamál væri að umrædd laga- ákvæði teldust nægilega skýr grund- völlur hennar. Var umboðsmaður upplýstur um að framkvæmdin yrði skoðuð nánar og að jafnframt yrði hafin vinna við að meta mögulega kosti til að byggja upp aðstöðu til að vista fólk á landamærunum. Sem fyrst væri þó stefnt að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu,“ segir þar enn fremur. Bæta megi vistun fanga á Suðurnesjum - Aðbúnaður ófullnægjandi - Spurt um lagastoð fyrir vistun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leifsstöð Fjölmargir farþegar koma og fara í gegnum flugstöðina í eðli- legu árferði. Aðstöðu vantar til vistunar á fólki sem tekið er til skoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.