Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 32
KAUPMANNAHÖFN
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
sagði að það væri brýnt verkefni að
varðveita hinn „djúpa frið“ sem ríkt
hefði í Evrópu, og að slíkt myndi
aðeins nást með áframhaldandi og
öflugu samstarfi milli Evrópu og
Norður-Ameríku.
Stoltenberg var sérstakur gestur
á þingi Norðurlandaráðs í gær og
ávarpaði þingið. Sagði hann það
vera mikinn heiður fyrir sig, því
hann hefði áður sótt þingið sem
þingmaður, utanríkisráðherra og
forsætisráðherra Noregs, og að
hann væri sérstaklega glaður að
geta rætt varnar- og öryggismál á
þingi, þar sem slík mál hefðu aldrei
verið rædd, en væru nú aðalmálið.
„Norðurlandaráð er mikilvægt,
því það byggir upp samstarf, traust
og vináttu. Á því höfum við þörf,
ekki síst á tímum þar sem aukins
samstarfs er þörf á milli landa,“
sagði Stoltenberg og bætti við að
ekki væri sjálfgefið að lifa á friðar-
tímum.
Stoltenberg vísaði sérstaklega til
Atlantshafsbandalagsins og Evr-
ópusambandsins, sem hefðu náð að
tryggja stöðugleika og traust í Evr-
ópu á þann veg að öll norrænu lönd-
in nytu góðs af, óháð því hvort þau
væru aðilar.
Stoltenberg vitnaði í Jonas Gahr
Støre, sem var utanríkisráðherra í
ríkisstjórn Stoltenbergs, sem hefði
talað um hinn „djúpa frið“, það er
friður sem væri svo mikill að við
gætum varla séð fyrir okkur lengur
að stríðsátök brytust út. „Það er
gott, en líka svolítið hættulegt, því
þá gleymum við þeim hörmungum
sem fylgja stríði,“ sagði Stoltenberg
meðal annars.
Stoltenberg fór í máli sínu yfir
þær fjölmörgu áskoranir sem vest-
ræn lýðræðisríki stæðu frammi fyr-
ir. Stoltenberg nefndi þar sér-
staklega ágengni Rússlands og
Kína, auk þess sem hann nefndi
netárásir, blandaðar árásir og út-
breiðslu kjarnorkuvopna sem dæmi
um öryggisógnir.
„Allar þessar áskoranir sem við
stöndum andspænis eru ólíkar, en
það er eitt sameiginlegt með þeim.
Ef Norður-Ameríka og Evrópa
standa saman þá getum við ráðið
við þessar áskoranir, en ef við hætt-
um samstarfinu tekst okkur það
ekki.“ Sagði Stoltenberg nú vera
sögulegt tækifæri til að auka sam-
starfið við bæði Bandaríkin, sem og
Evrópusambandið. Stoltenberg galt
hins vegar varhug við hugmyndum
um sérstakan Evrópuher, þar sem
brýnna væri að Evrópuríkin myndu
auka fjárfestingu sína til varn-
armála, en ekki að búa til nýtt
skipulag sem myndi þá keppa við
bandalagið um liðsafla og um leið
veikja varnargetu þess.
Hugarfarsbreyting í
utanríkis- og varnarmálum
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir að Stoltenberg
hafi náð að draga vel saman þá um-
ræðu sem nú eigi sér stað á Norð-
urlöndum um öryggis- og varnar-
mál. „Hann hefur starfað á þessum
vettvangi og var að kvarta undan
því að á þeim tíma var ekki hægt að
ræða utanríkismál og varnar- og ör-
yggismál. Núna er þetta það sem
stendur upp úr hér, ásamt umhverf-
ismálunum sem tengjast þessu
líka.“
Guðlaugur Þór segir það hafa
verið áhugavert að hlusta á fulltrúa
unga fólksins, sem hafi veitt þing-
gestum þarfa brýningu um að
standa vörð um þau gildi sem sam-
einar norrænar þjóðir. „Það eru
gildi sem okkur þykir sjálfsögð, svo
sem lýðræði, mannréttindi og rétt-
arríki, og hann varaði við því og
kvartaði undan þögn okkar þegar
stórveldi væru að vega að þessum
sjálfsögðu réttindum.“ Vísaði
fulltrúinn þar til Kína, þar sem
stjórnvöld væru víða að vega að
þessum réttindum, til dæmis í Hong
Kong.
„Aðalatriðið er að þessi sjálf-
sögðu gildi, þau eiga undir högg að
sækja. Mér finnst það mjög gott og
til fyrirmyndar að hér skyldi fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins vera fenginn til þess
að ávarpa þingið og svara spurn-
ingum, sem hann gerði mjög vel,“
segir Guðlaugur Þór. Sagði hann
mikinn samhljóm í þessum efnum á
milli flokkahópanna á heildina litið,
þó að á því væru heiðarlegar undan-
tekningar, og skýr vilji til þess að
efla samstarfið til að efla og verja
þessi sameiginlegu gildi.
Ríkur skilningur á auknum
tengslum við Bandaríkin
Guðlaugur Þór fundaði á þriðju-
daginn með utanríkisráðherrum
hinna norrænu ríkjanna, en hann
átti auk þess tvíhliða fundi með ráð-
herra Noregs annars vegar og
Finnlands hins vegar. „Það sem
stóð upp úr á fundi okkar ráð-
herranna var Afganistan, en það er
ljóst að sú staða sem þar er komin
upp gæti haft alvarlegar afleiðingar.
Þær eru nú þegar hræðilegar fyrir
íbúa Afganistan, en þetta gæti einn-
ig haft stærri afleiðingar utan
landsins.“
Þá segir Guðlaugur Þór að sam-
skipti norrænu ríkjanna við Banda-
ríkin hafi borið mikið á góma.
„Maður finnur það í umræðum að
það er ríkur skilningur á þörfinni að
eiga þétt og gott samstarf við
Bandaríkin, en það er nokkuð sem
ég hef talað fyrir, ekki bara sem
utanríkisráðherra, heldur alla mína
tíð í stjórnmálum.“ Hann segir því
gott að heyra þann tón sem flestir
slái nú í þeim samskiptum.
Viðsjárverðari tímar en áður
Þá voru málefni norðurslóða ofar-
lega á baugi. „Við viljum að þetta sé
lágspennusvæði, en á sama tíma
þekkjum við úr sögunni að lýðræð-
isríkin verða alltaf að huga að eigin
öryggi og gefa þau skilaboð að þau
séu með augun á því.“ Guðlaugur
Þór nefnir sem dæmi að mikil hern-
aðaruppbygging Rússa sé á norð-
urslóðum, sem hafi meðal annars
leitt til aukinna hernaðar-
framkvæmda á Íslandi. „Sömuleiðis
þekkjum við að það er aukið um-
fang Atlantshafsbandalagsins og
Bandaríkjanna, en það er ekki svo
að það komi til af engu, þetta eru
viðbrögð við því ástandi sem komið
er upp.“
Hann ítrekar því að áherslan sé
að halda norðurslóðum sem lág-
spennusvæði. „Sjálfbærni, ekki bara
í umhverfismálum heldur einnig í
efnahagslegu og félagslegu tilliti, er
útgangspunkturinn í okkar norður-
slóðastefnu, sem þverpólitísk sátt er
um. Það skiptir því gríðarlega miklu
máli að eiga áfram það góða og upp-
byggilega samstarf sem er í Norð-
urskautsráðinu meðal allra þjóða,
þar á meðal Rússa sem fara nú með
forystu í ráðinu,“ segir Guðlaugur
Þór. Samtalið skipti því máli, en það
þýði ekki að menn ætli ekki að vera
með trúverðugar varnir. „Það er
lykilatriðið. Hvort sem mönnum lík-
ar betur eða verr, þá lifum við á við-
sjárverðari tímum en hafa verið um
langa tíð.“
Brýnt að verja hinn „djúpa frið“
- Jens Stoltenberg ávarpaði þing Norðurlandaráðs - Utanríkismál loksins rædd á vettvangi ráðsins
- Guðlaugur Þór segir að skýr vilji sé til að standa vörð um sameiginleg gildi Norðurlandanna
Ljósmynd/Norðurlandaráð
Ávarpaði þingið Jens Stoltenberg fagnaði því að geta loks rætt varnar- og öryggismál á vettvangi ráðsins.
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
Demókrataflokkurinn galt afhroð í
ríkisstjórakosningunum sem fóru
fram í Bandaríkjunum á þriðjudag.
Flokkurinn tapaði ríkisstjórakosn-
ingum í Virginíu hvar Joe Biden
sigraði með 10% mun í forsetakosn-
ingunum í fyrra. Í öðrum ríkjum á
austurströnd Bandaríkjanna unnu
repúblikanar einnig aðra áfanga-
sigra sem gefa þeim góð fyrirheit
fyrir miðkjörtímabilskosningarnar í
nóvember á næsta ári.
Vinsældum Joe Bidens hefur
hrakað síðustu misseri og árangur
hans í embætti verið gagnrýndur.
„Ég hef ekki séð neitt sem rennir
stoðum undir þá staðhæfingu að
hvort mér gangi vel eða illa, hvort ég
sé að ná málum í gegn eða ekki, hafi
einhver áhrif á hvort þetta tapist eða
vinnist,“ sagði Biden spurður út í
áhrif hans á ríkisstjórakosningarnar
rétt áður en kjörstaðir lokuðu.
Virginíubúar kusu nýliðann Glenn
Youngkin í sæti ríkisstjóra sem hef-
ur meðal annars alið á hræðslu for-
eldra í ríkinu við að námskrá barna
þeirra sé að verða of frjálslynd.
Ásamt því færði hann sér óvinsældir
Bidens í nyt.
Frambjóðandi demókrata var þó
sjálfum sér verstur í kosningunum
þegar hann sagði við hóp kjósenda:
„Ég held að foreldrar ættu ekki að
segja skólum hvað þeir eigi að
kenna.“
Demókratar óttast nú að tapið í
Virginíu sé til þess fallið að fæla frá
miðsækna kjósendur sem eru nú
þegar tvístígandi vegna þeirra risa-
vöxnu áætlana sem Biden er að
reyna að koma í gegnum þingið.
AFP
Kosningakvöld Glenn Youngkin.
Repúblikanar
sigruðu í Virginíu
- Bætir gráu ofan á svart fyrir Biden