Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Hvernig er betrun
þeirra, sem hafa brotið
af sér með refsiverðum
hætti, best fyrir komið?
Hugmyndir manna um
það eru mismunandi og
það kemur ekki á óvart
að oftar en ekki hefur
eðli og alvarleiki brots-
ins áhrif á viðhorf
manna í þessum efnum.
Margir telja að það sé
ekki réttlætanlegt að rétta mönnum
hjálparhönd sem hafa brotið alvar-
lega af sér. Slíkir menn hafi í reynd
fyrirgert rétti sínum. Staðreyndin er
hins vegar sú að þeir sem brotið hafa
af sér eru hluti af samfélagi okkar og
viðhorf okkar til þess hvernig aðstoð
við þá er best fyrir komið, hefur gríð-
arlega mikið að segja fyrir sam-
félagslega framþróun.
Þegar ákvæði um skilorðsdóma
kom inn í íslensk hegningarlög var
farið að danskri fyrirmynd. Hugs-
unin var sú að betra menn og áhersla
lögð á að menn þyrftu að eiga sér við-
reisnar von til þess að missa ekki
móðinn og einfaldlega forherðast.
Í V. kafla almennra hegningarlaga
nr. 19/1940 er fjallað um refsingar en
þær geta verið tvenns
konar, annars vegar
fangelsi og fésektir
hins vegar. Hafi ákærði
verið fundinn sekur um
refsiverðan verknað
getur dómari m.a.
ákveðið að fresta skil-
orðsbundið ákvörðun
refsingar skilorðs-
bundið eða frestað
fullnustu refsing-
arinnar skilorðsbundið.
Almennt skilyrði frest-
unar er að dómþoli ger-
ist ekki sekur um nýtt brot á skil-
orðstímanum en frestun má einnig
binda sérskilyrðum sem fram koma í
3. mgr. 57. gr. almennra hegning-
arlaga. Sérskilyrði eiga það sam-
merkt að vera ætluð til að styðja við
dómþola með virkum hætti og koma
til móts við þarfir hans, allt í þeim til-
gangi að fyrirbyggja frekari afbrot
hans og auka líkurnar á að hann
standist skilorð. Sérskilyrði getur
t.d. verið umsjón tiltekins aðila eða
stofnunar (oftast Fangelsismála-
stofnunar), skilyrði um meðferð-
arúrræði eða skilyrði um að neyta
ekki áfengis eða fíkniefna á skilorðs-
tímanum.
Það er dómarans að ákveða refs-
ingu, þ.m.t. hvort hann skilorðs-
bindur refsingu. Í þeim efnum hefur
dómarinn nokkuð frjálsar hendur.
Þó krefst það sérstakrar réttlæt-
ingar og rökstuðnings hefði refsing,
með hliðsjón af sakarferli ákærða,
fremur átt að vera óskilorðsbundin.
Á 20 ára tímabili, þ.e. frá 2000-2021,
bárust Fangelsismálastofnun til
fullnustu samtals 11.326 skilorðs-
dómar. Þar af voru sérskilyrði sett í
131 tilviki. Það má því ljóst vera að
dómarar hér á landi nýta takmarkað
heimild 3. mgr. 57. gr. almennra
hegningarlaga til þess að setja sér-
skilyrði við skilorðsbundinn dóm
ólíkt til dæmis kollegum sínum í
Danmörku. Hefur það vakið spurn-
ingar um framkvæmd skilorðsdóma.
Oft eru skilorðsdómar nefndir
„gula spjaldið“. Eins og menn vita
nægir hins vegar sjaldnast að fá
„spjaldið“ í hendur heldur þarf sér-
stakar aðgerðir til, stuðning, aðhald
eða faglega aðstoð þegar staðið er á
krossgötum. Með þessu móti getur
dómþoli átt raunhæfa möguleika til
betrunar og til þess að stíga út úr
vítahring sem sífellt þrengir að.
Færri gerendur þýðir sjálfkrafa
færri þolendur. Það að nálgast ger-
endur með betrun þeirra í huga er af
mörgum talin ein virkasta forvörnin
og er það ekki að ástæðulausu. Það
er því ánægjulegt að sjá hér á landi
aukna umræðu um og áherslu á fjöl-
þættari úrræði fyrir gerendur í of-
beldismálum, vegferð sem hafin var
fyrir af ríkisstjórninni með aðkomu
félagsmála- og dómsmálaráðherra.
Þá vann starfshópur á vegum dóms-
málaráðuneytisins að tillögum að að-
gerðum sem miða að því að stytta
boðunarlista til afplánunar refsingar
og var sjónum m.a. beint að sérskil-
yrðum við skilorðsbundna dóma.
Þó svo að framkvæmd á Íslandi,
þegar kemur að fullnustu skilorðs-
dóma með sérskilyrðum, standist
ekki samanburð við það sem nú er
rótgróið í Danmörku, er 3. mgr. 57.
gr. almennra hegningarlaga vel not-
hæft lagaákvæði sem þyrfti að vera
unnt að nýta meira. Tilgangslaust er
því að mínu mati að hyggja að endur-
skoðun ákvæðisins einu og sér, enda
nauðsynlegt að slík endurskoðun
beinist jafnframt að styrkingu þess
kerfis sem er hér á landi í tengslum
við fullnustu dóma. Svara þarf þeirri
spurningu hver eigi að sinna fé-
lagslegri þjónustu gagnvart þeim
sem hljóta skilorðsbundna dóma með
sérskilyrðum, sé hún ekki á hendi
Fangelsismálastofnunar, hvernig
hún eigi að vera og hvert sé hlutverk
sveitarfélaga í tengslum við það, allt
með það að markmiði að fullnusta
skilorðsbundinn dóm með sérskil-
yrði. Þá þurfa ákærendur að haga
rannsókn sinni með þeim hætti að
gagnlegt sé fyrir dómara þegar fyrir
liggur að mögulegt sé að setja sér-
skilyrði við skilorðsbundinn dóm.
Það er óþarft að segja hve mik-
ilvæg eftirfylgni er þegar dómþoli
stendur á tímamótum. Því þurfa að
vera til staðar skýrar og glöggar
reglur um umsjón og eftirlit Fang-
elsismálastofnunar í tengslum við
skilorðsbundna dóma með sérskil-
yrðum. Eigi slíkar refsiákvarðanir að
þjóna tilgangi sínum, veita dómfellda
aðhald og um leið aðstoða hann við
að fóta sig í samfélaginu þegar hann
er móttækilegur fyrir því, þarf að
vera unnt að framfylgja slíkum dóm-
um eins og til er ætlast. Á því hefur
verið misbrestur og vafalaust ein
skýring þess að ákvæðinu er ekki
beitt meira.
Eftir Sigríði
Hjaltested » Það að nálgast ger-
endur með betrun
þeirra í huga er af
mörgum talin ein virk-
asta forvörnin og er það
ekki að ástæðulausu.
Sigríður Hjaltested
Höfundur er héraðsdómari.
Um skilorðsdóma með sérskilyrðum
ÞÚ FINNUR DRAUMABÍLINN
Í BÍLAHÖLLINNISími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
DACIA - DUSTER – RN. 191965.
Nýskráður 6/2019, ekinn 71 þ.km., bensín, ljós-
grár, beinskiptur, aksturstölva, hiti í framsætum,
loftþrýstingsskynjarar, hraðastillir, bluetooth.
Verð 2.590.000 kr.
SUBARU - LEGACY
RN. 191975. Nýskráður 1/2012, ekinn 204 þ.km.,
bensín, hvítur, sjálfskiptur, aðgerðarhnappar í stýri,
álfelgur, AUX hljóðtengi, armpúði, hiti í sætum.
Verð 1.190.000 kr.
SUZUKI - SX4 S-CROSS GL
RN. 331607. Nýskráður 5/2019, ekinn 57 þ.km.,
bensín, brúnn, sjálfskiptur, hraðastillir, litað gler,
bakkmyndavél, kastarar, hiti í framsætum.
Verð 4.190.000 kr.
MERCEDES-BENZ - GLE 500 E 4MATIC HYBRID
RN. 340599. Nýskráður 2/2017 ekinn 52 þ.km.,
bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, akreinavari,
leiðsögukerfi, fjarlægðarskynjarar, 360° myndavél.
Verð 7.900.000 kr.
VÍKINGUR SPILAR MOZART
19., 20. & 21. NÓVEMBER · ELDBORG
Miðasala á tix.is og harpa.is
Eins og fram
kemur í skýrslunni
Kortlagning kynja-
sjónarmiða, Stöðu-
skýrsla 2021, sem
gefin er út af
Stjórnarráði, eru lyf
við ristruflunum
ekki niðurgreidd.
Niðurgreiðsla á lyfj-
um vegna risvanda-
mála í kjölfar
krabbameinsmeðferðar er réttlæt-
ismál og hefur lengi verið baráttu-
mál karla, sem þurfa að láta fjar-
lægja blöðruhálskirtilinn til að
reyna að komast fyrir krabba-
meinið. Slík meðferð hefur það oft
í för með sér að ekki er lengur
mögulegt að hafa samfarir án
stinningarlyfja eða annarra hjálp-
artækja.
Hugarangur og vanlíðan
Ristruflanir valda mörgum körl-
um miklu hugarangri og skerða
lífsgæði þeirra verulega. Sumir
upplifa að líkamsímynd þeirra hafi
breyst. Þó að það sjáist ekki utan
á þeim. Það hlýtur að teljast eðli-
leg krafa að meðferð við risvanda-
málum sé niðurgreidd
þegar um er að ræða
óæskilegar afleiðingar
meðferða. Enda sé
það staðfest af við-
komandi lækni.
Þú gengur
aldrei einn
Í nóvember er
Framför, félag karla
með krabbamein í
blöðruhálskirtli, með
árvekniátak undir
slagorðinu „þú gengur aldrei
einn“. Krabbamein í blöðruháls-
kirtli er langalgengasta krabba-
mein karla. Framför er eitt af fjöl-
mörgum aðildarfélögum
Krabbameinsfélagsins.
Limstífni
og lífsgæði
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R. Helgason
»Niðurgreiðsla á
lyfjum vegna ris-
vandamála í kjölfar
krabbameinsmeðferðar
er réttlætismál.
Höfundur er dósent í sálfræði við
Háskólann í Reykjavík og sérfræð-
ingur hjá Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is