Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 37

Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Sæl Katrín, Þar sem mér hefur ekki borist svar við bréfi sem ég sendi þér 3. ágúst sl. leyfi ég mér að birta það opin- berlega. Ég hef stytt upprunalega textann og bætt við nokkrum atriðum til samræmis við stöðu málsins í dag. Ég hef lifað löngu, innihaldsríku og stormasömu lífi með eiginmanni sem var fjölhæfur og stórfenglegur myndhöggvari. Við andlát hans sá ég það sem óum- flýjanlegt verkefni mitt að halda ut- an um arfleifð Sigurjóns og fór þá þyrnum stráðu vegferð að stofna Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (LSÓ) 1984. Í bók minni frá 2019 um tilurð og sögu safnsins kemur fram að ís- lenskur almenningur átti stóran þátt í að þetta ævintýri varð að veruleika. Ríki og Reykjavíkurborg lögðu til einn þriðja hluta af kostn- aðinum við að endurbyggja hús- næðið á Laugarnesi, en afgangurinn var sjálfsaflafé, höfundargreiðslur af sölu afsteypna í eigu fjölskyld- unnar og styrkir frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þegar þú sem mennta- og menningarmálaráðherra veittir við- töku Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar (LSÓ) sem gjöf til íslensku þjóðarinnar 21. júní 2012, var ég stolt og glöð yfir því að verki Sig- urjóns og hugverki mínu, listasafni í fullum blóma, hefði verið tryggt framhaldslíf sem safn í eigu rík- isins. Gjafabréfinu fylgdi sam- komulag milli Listasafns Íslands og stjórnar LSÓ, og þar er kveðið á um að safnið yrði „rekið í anda þeirrar starfsemi sem þar hefur verið rekin“ og er vitnað í skipu- lagsskrá sem áður gilti um sjálfs- eignarstofnunina LSÓ. Ég vil þó minna á að á fyrsta fundi okkar hér í Laugarnesi 11. febrúar 2010 tók ég skýrt fram að ef LSÓ yrði ríkiseign væri það ósk mín að til þess að varðveita sér- kenni safnsins yrði það rekið sem sjálfstæð eining með eigin stjórn og eigin fjárhag, í líkingu við Gljúfra- stein og Listasafn Einars Jóns- sonar. Ástæðan var sú að ég óttaðist að hið fjölþætta safna- og menningar- starf, sem hafði einkennt starfsemi LSÓ, myndi ekki rúmast innan lög- bundins ramma Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar varðveitir list Sigurjóns en þar er einnig heimili hans og heimildir um starf hans í Laugarnesi, þar sem hann bjó og starfaði í 37 ár, helming ævi sinnar. Auk venjulegs safn- astarfs með áherslu á rannsóknir, skráningu og miðlun á bæði list Sigurjóns og annarra listamanna, upplestrum og tón- leikahaldi hefur LSÓ stuðlað að varðveislu hins sögulega um- hverfis safnsins, menn- ingarlandslagsins Laugarness. Að frum- kvæði hins nýstofnaða einkasafns var sumarið 1985 komið í veg fyrir að hinu forna Laug- arnestúni yrði breytt í þungaflutningaveg. Síðan hefur öðr- um umhverfisslysum verið afstýrt fyrir tilstuðlan LSÓ, og í stað iðn- aðarsvæðis hefur almenningur nú aðgang að dýrmætu útivistarsvæði í náttúrulegu umhverfi. Eins og þú veist frá setu þinni í ráðgjafarnefnd safnsins komu fljót- lega í ljós brot á samkomulaginu sem fylgdi gjafabréfinu, sbr. skýrsla Ríkisendurskoðunar frá mars 2016. Þar kemur fram að á ár- unum 2012-2015 hafi fjárveitingar til LSÓ samkvæmt fjárlögum ekki skilað sér til safnsins. Þannig fór 71% eða 104 milljónir, sem voru eyrnamerktar LSÓ í fjárlögum, til rekstrar Listasafns Íslands. Þegar ég og fjölskylda mín gerðum við þetta athugasemd var því svarað með þeim hætti að LSÓ væri alfarið fjarlægt sem sjálfstæður liður í fjár- lögum. Tryggur stuðningsmaður safns- ins, Svavar Gestsson, miðlaði til okkar haustið 2018 að Lilja Alfreðs- dóttir, menntamálaráðherra væri hlynnt því að safnið fengi sjálfstæði sem ríkisstofnun með eigin stjórn og eigin fjárhag, til að koma til móts við kröfur okkar fjölskyld- unnar. Tilraunir Svavars til að LSÓ kæmist aftur inn á fjárlög báru því miður engan árangur. Þegar hér var komið sögu leitaði ég til lög- mannsstofunnar Réttar – Aðalsteinsson & Partners, sem hef- ur verið með málið síðan. Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra hefur sýnt einlægan vilja til að finna viðunandi lausn. Niður- staðan varð að rekstri safnsins yrði tímabundið útvistað til rekstr- arfélags í eigu okkar fjölskyld- unnar. Við tókum á móti þessu til- boði í von um að geta blásið lífi í safnastarfið. Með kveðju þinni síðustu jól gafstu fyrirheit um að farsæl lausn væri í sjónmáli. Mánuði seinna, í byrjun febrúar, lá fyrir útvist- unarsamningur sem bæði við og menntamálaráðuneytið höfðum samþykkt og var sendur til af- greiðslu í fjármálaráðuneytinu. Samningstíminn var til fimm ára og árlegt rekstrarframlag 32 milljónir kr. Engar fréttir bárust frá ráðu- neytunum í á fjórða mánuð – en þann 21. maí sl. kom í ljós að málið væri útboðsskylt. Þann 12. júlí sl. móttók ég drög að nýjum og breyttum samningi sem gerir ráð fyrir að árlegt rekstrarframlag úr ríkissjóði verði 19,5 milljónir. Upp- hæðin samsvarar rekstrargjöldum LSÓ árið 2011, og gefur það auga- leið að erfitt verður fyrir rekstr- arfélag fjölskyldunnar að reka safnið í sama gæðaflokki og í anda þess sem var, þegar horft er til verðlagsbreytinga síðasta áratug- inn. Enn bíðum við eftir að gengið verði formlega frá samningnum. Framkoman er gróf móðgun við mig og mitt ævistarf. Þrátt fyrir að menntamálaráðherra hafi fylgt málinu eftir hef ég upplifað þöggun og útþurrkun á safnastarfinu, þannig að ummæli embættismanns menntamálaráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru orðin að veruleika: „Fulltrúi ráðuneytisins kvaðst raunar líta svo á að eftir gjafagerninginn væri ekkert til sem héti Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar.“ (Skýrsla Ríkisendurskoð- unar bls. 21.) Ég hef borið mikið traust til þín, þar sem þú hefur sýnt og sannað að þú sért einlæg baráttukona fyrir jafnrétti og réttlæti. Ég verð níræð í næsta mánuði og á mér þá ósk að þessari óvissu um framtíð LSÓ verði eytt og að mér og hugverki mínu verði sýndur verðugur sómi. Ef íslenska ríkið hefur ekki bol- magn til að hlúa sómasamlega að arfleifð Sigurjóns og hugverki mínu, er það siðferðileg skylda þess að skila gjöfinni, eigum mín- um og heimili. Með góðum kveðjum, Reykjavík, 1. nóvember 2021. Opið bréf til Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra Eftir Birgittu Spur »Ég verð níræð í næsta mánuði og á mér þá ósk að þessari óvissu um framtíð LSÓ verði eytt og að mér og hugverki mínu verði sýndur verðugur sómi. Birgitta Spur Höfundur er handhafi höfundar- og sæmdarréttar listaverka Sigurjóns Ólafssonar. Spár um uppgang kommúnista í alþing- iskosningunum reynd- ust sem betur fer orð- um auknar. Skynsemi Íslendinga sýndi sig enn eina ferðina; Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn saman í stjórn til hagsældar – hvort sem VG eða þó fremur frambærilegri flokkur skynsemi og raunsæis en talsvert minni; Flokkur fólksins, sé með í uppganginum fram undan, verði veiruskrattinn ekki öllu yfirsterkari. Andstaða VG við virkjanir er á þeim stærðarmælikvarða að þau telj- ast ekki stjórntæk, á þessum tímum aukinnar rafmagnsframleiðslu með „grænum“ hætti. Nauðsynlegu átaki í orkuöflun – fyllilega á færi íslenskra sérfræðinga á sviði fallvatns- og há- hitavirkjana. Framlag íslensku þjóð- arinnar til kolefnisminni orkunýt- ingar, einkum til framleiðslu léttmálmsblandna af ýmsum gerðum sem allar miða að orkusparnaði. Lík- legra tel ég að flestir fulltrúar Flokks fólksins séu víðsýnni en VG og sjái heildarmyndina – á heimsmæli- kvarða; hnattrænt. Jakob Frímann Magnússon þingmaður þeirra er a.m.k. skýrt dæmi um það. Ykkar einlægum sýnist blasa við að Bjarni Benediktsson ætti að verða forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar sem formaður stærsta stjórn- málaflokksins – þess sem heldur merki lýðræðisins langhæst á lofti eins og reynslan sýnir. Prófkjör hans á þessum erfiðu tímum sönnuðu það og enginn annar flokkur kemst í ná- munda við hann. Vitaskuld þarf að virða þann vilja hóps kjósenda sem töldu það bara best að kjósa Framsókn – sem alla- jafna hefur reynst vel, sýnir sagan. Sigurður Ingi Jóhannsson for- maður þess flokks er auðvitað afbragðsmaður; æsingalaus og yfirvegaður – vel menntaður og lífsreyndur; augljós fjármálaráðherra í samstarfi við Bjarna. Óþarfi er að nefna að stöðum utanríkis- og dóms- málaráðherra þarf ekki að hrófla við, fremur en mennta- og menningar- málaráðherra né félags- og barna- málaráðherra. Svo ekki sé gleymt að minnast á iðnaðar- og nýsköp- unarráðherrann. Hvað varðar önnur ráðuneyti (ætli landbúnaðarráðuneyti verði ekki end- urreist) er of snemmt að ráða í – of margt flott fólk stendur til boða úr þessum þrem flokkum sem þjóðin treystir best; Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Vonandi fara viðræðurnar vel Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson »Margt flott fólk stendur til boða úr þessum þrem flokkum sem þjóðin treystir best. Höfundur er leigubílstjóri. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.