Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Ullar og Silki nærfatnaður með fallegri blúndu úr 70% Merino ull og 30% Silki* * Litir: svart, grátt, kremað. Vefverslun selena.is Að fylla fyrsta tug- inn er stórt fyrir alla og fyrir okkur hjá Specialisterne er það líka svo. Annan apríl síðastliðinn fögnuðum við okkar 10 ára af- mæli á alþjóðlegum degi einhverfu. Við er- um gríðarlega stolt af því að vera búin að sanna tilverurétt okk- ar. Við erum komin til að vera, vera til staðar fyrir einstaklinga á ein- hverfurófinu, 18 ára og eldri, sem kerfið hefur e.t.v. ekki sinnt sem skyldi. Á starfstíma okkur hafa rúmlega 180 einstaklingar verið hjá okkur í lengri eða skemmri tíma. Okkur hefur á starfstímanum tekist að finna 79 störf fyrir 57 einstaklinga, en flestir þeirra höfðu litla eða enga reynslu af vinnumarkaði. Við höfum lagt áherslu á að hjálpa einstaklingum úr kyrrstöðu í virkni, að finna styrkleika og hæfi- leika hvers og eins og finna réttan farveg þeirra inn á vinnumarkaðinn. Með því að rækta styrkleika, frekar en að einblína á veikleika, er hægt að skapa atvinnutækifæri fyrir mun stærri hóp en í dag er að finna á vinnumarkaði. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja ættu í aukn- um mæli að hugsa störf í fyrir- tækjum á nýjan hátt, t.d. hvernig hægt sé að skapa fleiri störf fyrir starfsmenn með sérstaka hæfileika eða skerta starfsorku. Specialist- erne hafa fengið nokkur verkefni sem unnin hafa verið í okkar húsakynnum og þannig nýst vel til starfsþjálfunar okkar skjólstæðinga. Þótt markmiðið hafi í upp- hafi verið, öðru fremur, að skapa atvinnutæki- færi fyrir skjólstæð- inga okkar hefur áhersla á félagslega þáttinn orðið meiri og meiri eftir því sem tím- inn hefur liðið. Aukin áhersla á daglega hreyfingu, útivist og heimsóknir á söfn, kaffihús og fleira er hluti af þjálfun okkar skjól- stæðinga í að takast á við ólíkar áskoranir í daglegu lífi. Síðustu ár höfum við komið fjölda einstaklinga sem hafa verið lang- tímaatvinnulausir í vinnu. Þakklæti og hvatning aðstandenda þeirra hvetur okkur áfram, en hér eru dæmi um hvatningu til okkar: Úr þakkarbréfum foreldra til Specialisterne: „Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyr- ir einstaklinga á einhverfurófi.“ „Það var ýtt undir þroska og sjálfsálit hjá mínum unglingi.“ „Specialisterne er stór þáttur í framförum dóttur okkar.“ „Mikill sigur fyrir son okkar að geta verið á vinnumarkaði, fá laun og borga skatta og skyldur.“ „Aðkoma Specialisterne hefur haft afgerandi og ómetanlega þýð- ingu fyrir unga einstaklinga á einhverfurófi sem eru í atvinnuleit.“ „Specialisterne hafa hjálpað ein- staklingum á einhverfurófi til auk- inna lífsgæða.“ „Specialisterne opnuðu á tæki- færi fyrir dóttur okkar til að komast á hinn almenna vinnumarkað.“ „Erum Specialisterne ævinlega þakklát fyrir þeirra miklu vinnu fyr- ir einstaklinga á einhverfurófinu.“ „Okkar ósk er að Specialisterne geti starfað áfram um ókomin ár.“ Við vonum að þessi hvatningarorð verði þér líka hvatning til að leggja málstað okkar lið og styðja okkur inn í framtíðina. Specialisterne er sjálfseignar- stofnun sem reiðir sig mjög á stuðn- ing stofnana og einstaklinga sam- félagsins. Við mætum alla jafna góðum skilningi á þörfum okkar skjólstæðinga en án þess stuðnings sem okkur hefur verið veittur af fyrirtækjum, sveitarfélögum og ein- staklingum væri starfsemi Specia- listerne ekki lengur í gangi. Laugardaginn 6. nóvember náum við loks að fagna 10 ára starfs- afmæli okkar og í tilefni þess bjóð- um við öllum sem hafa áhuga á okk- ar starfi að mæta til dagskrár í húsakynnum Íslenskrar erfðagrein- ingar, Sturlugötu 8, frá kl. 14:00- 15:15. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og það er von okkar að sem flestir gefi sér tíma til að fagna þessum tímamótum með okkur, en í lok dagskrárinnar verður boðið upp á léttar veitingar. Specialisterne fagna 10 ára starfsafmæli Eftir Bjarna Torfa Álfþórsson Bjarni Torfi Álfþórsson » Við erum komin til að vera, vera til staðar fyrir einstaklinga á einhverfurófinu, 18 ára og eldri, sem kerfið hefur e.t.v. ekki sinnt sem skyldi. Höfundur er framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi. bta@specialisterne.com Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Bæjarstjórn Akureyrar lét sig hafa það í vor að samþykkja einhliða og án samráðs við bæj- arbúa afdrifaríkar breytingar á skipulagi miðbæjarins frá árinu 2014. Í framhaldinu vonuðu margir í bæn- um að Skipulags- stofnun gerði alvarlegar at- hugasemdir við vinnubrögðin sem þar voru viðhöfð. Þær væntingar byggðust á því að löggjafinn tók skýrt fram í skipulagslögum á sínum tíma að stofnuninni væri falið að „tryggja (að) samráð sé haft við al- menning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana,“ eins og segir í 1. grein. Þetta er síðan margend- urtekið í lögunum og því algjörlega skýrt að stofnuninni ber að kanna hvort slíkt samráð hafi farið fram í raun, hvort heldur um er að ræða allsherjarbreytingar á deiliskipulagi (eða aðalskipulagi) eða á einstökum greinum þess sem í gildi er hverju sinni. Þegar nú liggur fyrir að Skipu- lagsstofnun samþykkti umræddar breytingar án þess að gera nokkrar efnislegar athugasemdir við þær eða hin dæmalausu vinnubrögð bæj- arstjórnar við gerð þeirra er augljóst að stofnunin hefur brugðist eftirlits- hlutverki sínu að tryggja að samráð sé ávallt haft við almenning. Svo er að sjá að stofnun láti sig litlu varða þá staðreynd að bæjarstjórnin gerði ekki minnstu tilraun til að útskýra fyrir bæjarbúum hvað liggi að baki afdrifaríkum breyt- ingum frá skipulaginu 2014. Virðist vera slétt sama. Kæra eigin bæjarfulltrúa Það er eins og lög- gjafinn hafi reiknað með að slík óyndisstaða gæti komið upp og því ástæða til að tryggja enn frekar að eðlilegt samráð sé ávallt haft við almenning í málum eins og þessu. Al- þingi setti því á stofn „Úrskurð- arnefnd umhverfis- og auðlindamála“. Þangað hafa nú fyrirtæki, félög og einstaklingar á Akureyri leitað og kært ofangreindar breytingar á skipulagi miðbæjarins. Sem sagt: Þegar allt um þraut þurftu bæjarbúar að kæra eigin bæjarfulltrúa og stofn- unina sem átti að hafa auga með þeim og gera með því úrslitatilraun til að fá opið samtal um breytingarnar eins og löggjafinn leggur áherslu á að ætíð sé gert. Í slíkum samræðum gætu bæj- arfulltrúar fært opinberlega rök fyrir breytingum, sem þeir hafa aldrei gert í þessu tilviki, bæjarbúum gæfist enn- fremur kostur á að koma með at- hugasemdir sem yrðu vegnar og Að forðast samtalið Eftir Ragnar Sverrisson » Almenningur á Akureyri á ekki ann- an kost í máli þessu en að snúa sér til nefndar fyrir sunnan til að kom- ast að eigin bæjarfull- trúum og ræða við þá á jafnræðisgrundvelli. Ragnar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.