Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 51

Morgunblaðið - 04.11.2021, Síða 51
Mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbær leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri leiðir daglegan rekstur ásamt uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við stjórnendur. Mannauðsstjóri stýrir teymi mannauðsráðgjafa og hefur yfirumsjón með mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Starfið tilheyrir stjórnsýslusviði og er næsti yfirmaður sviðsstjóri stjórnsýslu. Um fullt starf er að ræða. Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf eða sambærilegt nám skilyrði • Starfsreynsla á sviði stjórnunar og mannauðsmála • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og á sviði vinnuréttar er æskileg • Þekking og reynsla af úrvinnslu tölfræðilegra gagna um mannauðsmál er kostur • Leiðtogahæfni og reynsla af breytingastjórnun • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og góð enskukunnátta • Þróun og eftirfylgni mannauðsstefnu og þeim hluta mannréttinda- og jafnréttisstefnu sem snýr að starfsfólki • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum • Stýring verkefna innan mannauðsteymis • Ábyrgð á mannauðsferlum, þróun þeirra, samræmingu, innleiðingu, þjálfun og umbótum • Fræðsla og starfsþróun fyrir stjórnendur og starfsfólk • Ýmiskonar upplýsingamiðlun til starfsfólks • Framkvæmd og eftirfylgni vinnustaðagreininga • Umsjón og ábyrgð á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðli Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð: Hafnarfjarðarbær er þriðji stærsti bær landsins. Framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi, fyrirmyndarþjónustu og öflugu atvinnulífi. Hjá Hafnarfjarðarbæ starfa liðlega 2.000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Nánari upplýsingar um Hafnarfjarðarbæ má finna á www.hafnarfjordur.is. Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.