Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 53

Morgunblaðið - 04.11.2021, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 53 Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf með rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna embættinu. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri. Sótt er um embættið á starfatorg.is þar sem er að finna frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember nk. — HÆFNISKRÖFUR • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf eða sambærilegt nám skilyrði; • Yfirsýn og þekking á þáttum sem hafa áhrif þróun vinnumarkaðar og samspili hans og almennrar efnahags- og samfélagsþróunar; • Þekking og reynsla af starfsemi ríkisins eða hliðstæðri starfsemi er kostur; • Árangursrík reynsla af stefnumótun, stjórnun og umbótavinnu stórra skiplagsheilda er skilyrði; • Greiningarhæfni og stefnumiðuð nálgun á viðfangsefnin; • Staðfesta og sannfærandi samskiptahæfni ásamt forystuhæfileikum, getu og vilja til að hvetja aðra til árangurs; • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg. Skrifstofustjóri KMR þarf að hafa skýra framtíðarsýn og góða þekkingu á þeim þáttum sem hafa áhrif á þróun vinnumarkaðsins og samspili hans og almennrar efnahagsþróunar. Hann hefur frumkvæði, metnað og seiglu til að sýna árangur og hrinda verkefnum í framkvæmd. KMR fer með vinnuveitendahlutverk fyrir ríkið í heild og er leiðandi við mótun mannauðs- og kjarastefnu fyrir ríkið og stofnanir þess og fylgir framkvæmd hennar eftir. Rúmlega 18 þúsund manns starfa hjá ríkinu í rúmlega 160 stofnunum. Hlutverk KMR er að stuðla að framþróun í starfsumhverfi hjá ríkinu og að styrkja forsendur þess að veitt sé skilvirk og vönduð opinber þjónusta. Lögð er áhersla á að greina tækifæri til að efla mannauð og stjórnun og innleiða umbætur í allri starfsemi ríkisins. Eitt helsta verkefnið framundan er að mæta framtíðaráskorunum og móta sýn um ríkið sem vinnuveitanda. Markmiðið er að ríkið sé eftirsóknarverður og framsækinn vinnustað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins (KMR). Viltu móta vinnuveitandahlutverk ríkisins?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.