Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 57
Fjármála- og
rekstrarstjóri
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvemberbifrost.is
Háskólinn á Bifröst auglýsir stöðu fjármála- og rekstarstjóra
Háskólinn á Bifröst leitar að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í háskóla og er reiðubúin(n) að taka þátt í uppbyggingu
starfseminnar á næstu árum. Fjármála- og rekstrarstjóri situr í framkvæmdastjórn og vinnur náið með rektor og deildarforsetum.
Við þurfum stjórnanda sem er vanur rekstri, er lausnamiðaður og á auðvelt með samskipti. Gert er ráð fyrir að aðalstarfsstöð
sé á Bifröst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
•Umsjón og ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og rekstri
•Yfirumsjón með bókhaldi og gerð ársreiknings
•Gerð rekstraráætlana hvers árs og ábyrgð á eftirfylgd
•Önnur skýrslu- og áætlanagerð
•Eftirlit með kostnaði
•Umsjón með launagreiðslum og jafnlaunavottun
•Seta í framkvæmdastjórn háskólans
•Framkvæmdastjórn dótturfélaga
•Samstarf og samvinna með deildum um fjárhagsleg málefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
•Haldgóð reynsla af fjármálum, rekstri og reikningshaldi
•Meistaragráða sem nýtist í starfi
•Góð greiningarfærni og reynsla af greiningarvinnu
•Geta til að setja fram upplýsingar á skýran og aðgengilegan hátt
•Góð samskipta- og samvinnufærni, geta að til leiða verkefni og sætta ólík sjónarmið
•Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæði
•Færni til að taka ákvarðanir og miðla þeim á skýran og jákvæðan hátt
•Ráðdeildarsemi og aðgætni í fjármálum
•Góð kunnátta í íslensku og ensku
Nánari upplýsingar: Hulda Dóra Styrmisdóttir, mannauðsstjóri (mannaudsstjori@bifrost.is) og Margrét Jónsdóttir Njarðvík,
rektor (rektor@bifrost.is). Sótt er um starfið á alfred.is. Með umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og afrit af útskriftarskírteinum ásamt
kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið.
Háskólinn á Bifröst vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun skólans og hvetur alla óháð kyni til að sækja um.
BYGG býður þér til starfa
Verkefnastjóri
Byggingarfélagið óskar eftir að ráða verkefnastjóra í
daglega umsjón verkefna og vinnusvæða.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Byggingarverkfræði / byggingartæknifræði /
byggingarfræði m. áherslu á verkefnastjórnun
- Byggingarstjóraréttindi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Öflugur liðsmaður skipulagsheildar
Nánari upplýsingar veitir Atli Gunnarsson verkefnastjóri
Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á atli@bygg.is
www.bygg.is
BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingarmarkaði
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.500
glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið
hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara
og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru
á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
Fyrirtæki
ársins
2021