Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 61

Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021 „AUÐVITAÐ ER ÉG SVEKKTUR. ÉG KEYPTI ÞAÐ AF GAUR Á NETINU SEM SAGÐI AÐ ÞETTA VÆRI ÞOTUVESTI.“ „AFLÝSTU ÖLLUM FUNDUM Í DAG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska gleraugun hennar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞESSI KAKA ER NOKKUÐ GÓÐ FINNST ÞÉR ÞESSI TREFJARÍKA, HOLLUSTU- BOLLAKAKA GÓÐ? EKKI LENGUR VIÐ ERUM Á LEIÐ TIL ORUSTU! HVERNIG VÆRI AÐ VERA SMÁÁHUGASAMIR! ÞETTA ER BETRA! sleðum og yfir í breytta jeppa. Við eigum hlut í fjallaskála á hálendinu og höfum eytt góðum tíma í að skoða allar okkar perlur íslands. Ég stunda einnig sjósund reglulega með góðum vinkonum. Afmælinu ætlaði ég að eyða með fjölskyldunni minni í Afríku en vegna ferðatakmarkana bíður sú ferð betri tíma.“ Fjölskylda Sambýlismaður Lindu er Gunn- laugur Rafn Björnsson, f. 28.1. 1969, flugstjóri hjá Icelandair. Þau búa í Akrahverfinu í Garðabæ. Foreldrar Gunnlaugs voru Björn Guðmunds- son, f.24.9. 1937, d. 20.6. 1996, for- stjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf., og Ólafía Ásbjarnardóttir, f. 28.7. 1935, d. 24.10. 2009, húsmóðir. Þau voru gift í 40 ár og bjuggu undir það síð- asta í Fossvoginum. Börn Lindu og Gunnlaugs eru 1) Birna Katrín, f. 18.10. 1999, var að klára nám til atvinnuflugmanns og er því yngsti flugmaður fjölskyld- unnar; 2) Húni Páll, f. 16.7. 2003, nemandi í Fjölbrautaskóla Garða- bæjar og spilar fótbolta með Stjörn- unni; 3) Ólafía Bjarney, f. 23.7. 2010, nemandi í Hofsstaðaskóla og spilar handbolta með Stjörnunni. Systur Lindu eru Katrín Rós Gunnarsdóttir, f. 8.3. 1975, vöru- stjóri einstaklingsútlána Arion banka, býr á Seltjarnarnesi, og Pála Gunnarsdóttir, f. 22.1. 1982, starfar í Mýrarhúsaskóla, býr á Seltjarnar- nesi. Foreldrar Lindu eru Gunnar Þor- valdsson, f. 23.4. 1947, fv. flugstjóri og framkvæmdastjóri. Stofnandi flugfélags Austurlands og starfaði lengst af hjá Air Viking, Arnarflugi og Íslandsflugi sem flugmaður og framkvæmdastjóri, og Katrín Páls- dóttir f. 25.1. 1951, fv. hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landakoti og hjúkrunarfræðingur á bráða- móttöku Landspítala. Þau hafa verið gift í 50 og eru búsett á Seltjarnar- nesi. Linda Gunnarsdóttir Katrín Hreinsdóttir verkakona og húsmóðir í Reykjavík Einar Ágúst Guðmundsson bílstjóri í Reykjavík Unnur Ágústsdóttir sérkennari á Seltjarnarnesi Páll Guðmundsson skólastjóri á Seltjarnarnesi Katrín Pálsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, búsett á Seltjarnarnesi Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir á Ísafirði Guðmundur Guðni Kristjánsson verkamaður á Ísafirði Pálína Anna Sigurðardóttir húsmóðir í Saurbæ Lárus Jónsson bóndi og verkamaður í Saurbæ í Siglufirði Katrín Jónína Lárusdóttir kaupkona á Akureyri Þorvaldur Hallgrímsson píanóleikari og vefari á Akureyri Sigríður Sæmundsen Davíðsson húsmóðir á Akureyri Hallgrímur Davíðsson verslunarstjóri Höfner á Akureyri Ætt Lindu Gunnarsdóttur Gunnar Þorvaldsson fv. flugstjóri og framkvæmdastjóri, búsettur á Seltjarnarnesi Það má jafnan finna ýmislegt góðgæti þegar vafrað er um fésbók. Þar setti Erlingur Viðar Eggertsson inn á limruþráð: Glerþunnur vakna – og glær Gleymd er mér fortíðin nær Ég fer ekki fet Fyrr en einhver hér get- ur skýrt út – hvað skeði í gær … Tilefnið var þó ekki þynnka held- ur limrudagurinn, sem haldinn er árlega á afmælisdegi Edwards Le- ar, þann 12. maí. Segja má að Lear hafi fest limruháttinn í sessi með fá- ránleikalimrum sínum, sem komu út í „Book of Nonsense“ árið 1846. Margir hafa spreytt sig á að þýða eða enduryrkja limrur Lears. Þar á meðal Guðmundur Arnfinnsson: Hann Skeggi strauk skeggið á sér og skríkti: „Ég fann þetta á mér, tvær uglur, þrír haukar, fimm hrossagaukar, eiga hreiður í skegginu á mér.“ Þórarinn Eldjárn fjallaði um Le- ar, fáránleikann og limrur í Tví- hleypum, eftirminnilegum pistli í Alþýðublaðinu árið 1997. Þar rifjar hann upp limru Jóhanns S. Hann- essonar, sem tilvalið sé að fara með „þegar allir hafa þessar miklu áhyggjur af bókinni“: Veistu af hverju ég er svona sprækur og andi minn tær eins og lækur og hugsunin klár eftir öll þessi ár? Það er af því eg les ekki bækur. Þá segir Þórarinn að stundum heyrist gagnrýnisraddir, sem segi „að limran sé óþjóðleg og óþörf og hætta sé á að hún ryðji burt fer- skeytlunni eins og lúpína sem kæfir íslenskar blómjurtir“. Og hann klykkir út með: „Er það nú Íslend- ingur! Endemis vitleysingur! Þegar kemst hann til manns verður kveð- skapur hans aldrei kallaður byssu- stingur.“ Það er svo spurning hvort les- endur Vísnahornsins spreyti sig ekki á því að finna felulimruna í þessum síðustu orðum. En Þórarinn komst að þeirri niðurstöðu að limran væri löngu búin að vinna sér þegnrétt í íslensk- um skáldskap. Hún kæmi ekki í staðinn fyrir ferskeytluna, en ef til vill mætti líkja fimmtu línunni við fimmta gírinn í góðum bíl. Í lokin er gaman að rifja upp limru Þorsteins Gylfasonar sem hann orti til Hann- esar Péturssonar: „Ég verð hér þegar heimurinn ferst,“ kvað Hannes og ekki sem verst. En hann meinti ekki hér, heldur hvar sem hann er. Þá hefur nú annað eins gerst. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af Lear og felulimru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.