Morgunblaðið - 04.11.2021, Page 67
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2021
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Njála er líklega frægasta bók sem
skrifuð hefur verið á íslensku, sem
er ótrúlegt miðað við hvað fáir hafa
lesið hana. En Hundur í óskilum
kemur til bjargar og segir okkur
söguna á einni kvöldstund á skiljan-
legan hátt og með sinni hundslegu
kímni, sem þjóðin hefur lært að
þekkja og elska í gegnum árin,“ seg-
ir Ágústa Skúladóttir leikstjóri um
sýninguna Njála á hundavaði eftir
Hjörleif Hjartar-
son sem frum-
sýnd er á Nýja
sviði Borgar-
leikhússins annað
kvöld, föstudag.
Hjörleifur
Hjartarson og
Eiríkur Steph-
ensen sem skipa
dúóið Hundur í
óskilum hafa áður
farið á hundavaði
um sögu íslensku þjóðarinnar í
þremur sýningum. Ferðalagið hófst
með Sögu þjóðar sem frumsýnd var
2011, í framhaldinu fylgdi Öldin okk-
ar sem frumsýnd var 2014, Kvenfólk
sem var frumsýnd 2018 og nú er svo
komið að Njálu á hundavaði, en
Ágústa hefur leikstýrt öllum sýning-
unum nema þeirri fyrstu. „Það er
auðvitað algjör lúxus að fá að vinna
endurtekið með þessum snillingum,
því þeir eru þjóðargersemar,“ segir
Ágústa.
Atgeiraskógur og axarflautur
Í samtali við Morgunblaðið segir
Ágústa að kannski þurfi einmitt
Hund í óskilum „til að benda okkur á
að Njála er í rauninni ekki bara forn-
saga þegar allt kemur til alls, heldur
segir hún okkur eitt og annað um
tímana sem við lifum á, bara ef hún
er sett í rétt samhengi. Og svo er
það auðvitað tónlistin, sem alla tíð
hefur verið aðalsmerki dúósins. Þar
er metnaðurinn takmarkalaus, þar
sem þeir félagarnir leita fanga vítt
og breitt um tónlistarsöguna, stæla
og staðfæra verk meistaranna og
smíða jafnvel hljóðfærin sjálfir ef
þau liggja ekki á lausu,“ segir
Ágústa og bendir blaðamanni í því
samhengi á atgeir á sviðinu sem
breytt hefur verið í kontrabassa.
Atgeirinn er aðeins einn af mörgum
sem prýða Nýja svið Borgarleik-
hússins um þessar mundir, en leik-
mynd sýningarinnar og búninga
hannaði Þórunn María Jónsdóttir.
„Hér á sviðinu má sjá heilan
atgeiraskóg sem geymir ýmis hljóð-
færi, svo sem básúnu og trompet
auk þess sem þeir félagar notast við
axarflautur. Atgeirarnir nýtast einn-
ig vel undir hin ýmsu leikgervi,“ seg-
ir Ágústa og bendir á að þeir Hjör-
leifur og Eiríkur bregði sér í
hlutverk ólíkra persóna úr Njálu
með aðstoð hjálma, skikkja, hár-
kollna og höfuðfata. „Hér er notast
við hluta fyrir heild, en þeir félagar
skipta um gervi sín á sviðinu meðan
áhorfendur sjá til,“ segir Ágústa
þegar hún sýnir blaðamanni ýmis
þau gervi sem notast er við. „Per-
sónugallerí Njálu er skrautlegt og
rúmar sagan um 650 persónur, en
aðeins brot af þeim fjölda skilar sér
hingað upp á svið,“ segir Ágústa
kímin og bendir á að við sögu í sýn-
ingunni komi meðal annars tað-
skegglingar, hornkerlingar, kinn-
hestar, kartneglur og þjófsaugu.
„Hér fyrir aftan skóginn er him-
inn með skjaldarforminu,“ segir
Ágústa og bendir einnig á marg-
víslega leikmuni úr sýningunni sem
gleðja augað. „Þetta er sýning sem
er bæði holl fyrir líkama og sál, því
hún fær okkur til að veltast um af
hlátri,“ segir Ágústa og áréttar að
undirtitill verksins sé sagna-
skemmtan. „En þetta er líka sýning
sem kennir okkur og vekur til um-
hugsunar, bæði þau okkar sem hafa
lesið Njálu og líka hin sem hafa allt-
af ætlað sér það. Og svo auðvitað alla
þá sem ætla sér aldrei að lesa Njálu
hvað sem tautar og raular,“ segir
Ágústa og undirstrikar að Njála er
„drottning íslenskra bókmennta fyrr
og síðar.“
Allt frá Meatloaf til Mozart
Aðspurð segir Ágústa hópinn
nálgast efniviðinn með aðferðum
frásagnarleikhússins. „Grunnþema
sýningarinnar snýr að því að dúett-
inn Hundur í óskilum segir söguna
með aðferðum uppistandsins þar
sem þeir tala beint við salinn á milli
þess sem þeir bregða sér í hlutverk
og leika stuttar senur,“ segir Ágústa
og bendir á að sem fyrr leiki tónlist-
in lykilhlutverk í sýningunni, en í
kringum tutttugu lög eru flutt að
hluta eða heild. „Þarna eru frum-
samin lög í bland við tónlist eftir
Meatloaf og Mozart svo ekki sé
minnst á fimmundasönginn.“
Spennandi tímar fram undan
Óhætt er að segja að sýningar
Ágústu hafi vakið verðskuldaða
athygli á umliðnum misserum. Sýn-
ingum er nýlokið í Borgarleikhúsinu
á barnasýningunni Gosa, sem hóf
göngu sína á Litla sviðinu og endaði
á Stóra sviðinu, nýverið var 50. sýn-
ingin á Kardemommubænum sýnd á
Stóra sviði Þjóðleikhússins og bætt
hefur verið við sýningum á gaman-
sýningunni Bíddu bara sem sýnd
hefur verið fyrir fullu húsi í Gaflara-
leikhúsinu frá frumsýningu í haust.
„Það hefur verið ótrúlegt gaman að
fylgjast með velgengni þessara sýn-
inga, því þetta hefur verið algjör
gleðigjöf á tímum heimsfaraldurs,“
segir Ágústa og áréttar að verkefna-
staða sjálfstætt starfandi listamanna
sé mjög sveiflótt, stundum sé brjálað
að gera og síðan komi bil á milli
verkefna.
„Ég á eftir að frumsýna tvær leik-
sýningar á þessu leikári og svo veit
ég ekki hvað tekur við,“ segir
Ágústa sem leikstýrir einleiknum
Fíflið eftir Karl Ágúst Úlfsson sem
hann leikur sjálfur og frumsýndur
er í Tjarnarbíói í febrúar og heil-
grímusýningunni Hetja sem leik-
hópurinn Skýjasmiðjan frumsýnir í
Tjarnarbíói í apríl. „Þar er um að
ræða aðra heilgrímusýningu hóps-
ins, sem setti upp hina dásamlegu
Hjartaspaða í Gaflaraleikhúsinu
2013 sem sló óvænt í gegn. Hetja
gerist á sjúkrastofnun. Við vorum
búin að fá þá hugmynd löngu fyrir
Covid og sóttum um styrk til Sviðs-
listaráðs, en það tók okkur sjö ár að
fjármagna uppsetninguna,“ segir
Ágústa sem hlakkar til setja upp
Hetju. „Í sýningunni erum við að
skoða heilbrigðiskerfið gagnrýnum
augum og síðan bættist heimsfarald-
urinn við sem auka vídd. Það eru því
spennandi tímar fram undan.“
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Tilþrif Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hlutverkum sínum sem Gunnar og Hallgerður.
Sýningin „holl fyrir líkama og sál“
- Hundur í óskilum fer á hundavaði yfir Njálu - „Það er auðvitað algjör lúxus að fá að vinna endur-
tekið með þessum snillingum, því þeir eru þjóðargersemar“ segir leikstjórinn Ágústa Skúladóttir
Ágústa
Skúladóttir
Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
árið 2021 voru veitt í fimm flokkum
fyrr í vikunni. Færeyska tónlistar-
konan Eivør Pálsdóttir hlaut Tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir „að hafa með þrotlausri vinnu-
semi sinni undanfarin ár beint sjón-
um umheimsins að heimalandi sínu
og fyrir að vinna af kostgæfni með
eigin tónlistararfleifð og móður-
mál,“ eins og segir í umsögn dóm-
nefndar.
Danska kvikmyndin Flugt
(Flótti) eftir handritsöfundinn og
leikstjórann Jonas Poher Rasm-
ussen, handritshöfundinn Amin og
framleiðendurna Monicu Hell-
ström, Charlotte de la Gournerie og
Signe Byrge Sørensen hlaut Kvik-
myndaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir „verk þar sem hið fagur-
fræðilega, pólitíska og mannlega
fer saman í áhrifamikilli og list-
rænni heild“.
Grænlenski rithöfundurinn Nivi-
aq Korneliussen hlaut Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir
skáldsöguna Naasuliardarpi
(Blómadalurinn). Niviaq Korn-
eliussen fær verðlaunin fyrir verk
„sem hefur að geyma frásögn sem
er falleg en um leið sársaukafull og
óvægin.“ Sænski rithöfundurinn
Elin Persson hlaut Barna- og ung-
lingabókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir bókina De afgh-
anska sönerna (Afgönsku synirnir).
„Verk sem gegnum bókmenntalega
frásögn skapar andrúmsloft sem
minnir á heimildarverk.“ Umhverf-
isverðlaun Norðurlandaráðs hlaut
græna hugmyndasmiðjan Concito
frá Danmörku fyrir gagnagrunninn
Den Store Klimadatabase. „Fyrir-
tækið hlýtur verðlaunin fyrir tæki-
færi gagnagrunnsins til að skapa
grundvöll að sjálfbærari neyslu
matvæla á Norðurlöndum.“
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs 2021
Ljósmynd/Norden.org/Magnus Fröderberg
Stolt Vinningshafar ársins á sviði Skuespilhuset í Kaupmannahöfn.