Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 6
FRÉTTIR VIKUNNAR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.11. 2021
T
il tíðinda dró í kjörbréfamálinu
í vikunni, þegar ljóst varð að
gengið yrði til atkvæða um þau
á Alþingi á fimmtudag, en þegar lá
fyrir að um það yrðu gerðar a.m.k.
tvær tillögur í kjörbréfanefnd.
Settur forstjóri Landspítalans og einn
umsækjenda um stöðuna, Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir, sagði upp-
sagnir á bráðamóttöku ekki koma á
óvart. Starfsumhverfið væri hættu-
legt og starfsfólkið langþreytt. Kuln-
að jafnvel.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að
allra pesta væri von í vetur og árleg
flensa á nýju ári gæti reynst skæð.
Erfitt gæti reynst að greina hana frá
kórónuveiruveikinni.
Vestmanneyingar sækja enn á ríkis-
valdið um að áætlunarflug milli lands
og Eyja komist aftur á. Það hefur leg-
ið niðri síðan Icelandair lagði það af í
sumar.
Starfshópur utanríkisráðherra leggur
til að samstarf milli Íslands og Fær-
eyja verði eflt til muna, þar á meðal á
sviði verslunar og viðskipta, en einnig
verði kannað hvort grundvöllur er til
ferjusiglinga milli Færeyja og hafnar
á suðvesturhorni Íslands.
Borgarstjóri spennti á sig hjálm og
sagaði niður grenitré í Heiðmörk, en
það verður Óslóartréð á Austurvelli
um komandi jól.
Fórnarlamba umferðarslysa var
minnst með athöfn við björgunar-
miðstöðina í Skógarhlíð, en sjö höfðu
þá látist í umferðinni á þessu ári.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra voru meðal við-
staddra.
. . .
Undirbúningskjörbréfanefnd lauk
loks störfum eftir ótal fundi og vett-
vangsferðir, en Birgi Ármannssyni,
formanni hennar, var sýnilega létt.
Altalað var að Birgir væri sjálfgefinn
sem forseti Alþingis eftir sköruglega
framgöngu í þeim störfum.
Enn er jarðskjálftavirkni á Reykja-
nesskaga og víða sést enn glóð í
hrauninu. Von er á frekari skjálftum,
jafnvel vænum kipp, en ýmislegt
bendir til þess að enn leiti einhver
kvika upp að yfirborðinu.
Skortur varð á ljósmæðrum á
Landspítala vegna sóttkvía, en skjótt
var fyllt í skörðin með skráningu
ljósmæðra í bakvarðasveit heilbrigð-
isþjónustu.
Hins vegar hefur áfram fjölgað á
biðlistum eftir skurðaðgerðum í
heilbrigðiskerfinu og biðin eftir að-
gerð lengst.
Gert er ráð fyrir að börnum á aldr-
inum 5-11 ára verði boðin bólusetn-
ing eftir að Lyfjaeftirlitið afgreiðir
markaðsleyfi fyrir bóluefni að for-
dæmi Lyfjastofnunar Evrópu. Til
þessa hefur það stimplað leyfin það-
an án tafar.
Lögregla hefur haft afskipti af 431
broti gegn sóttvarnalögum, en
sektað hefur verið fyrir ríflega helm-
ing þeirra. Flestar eru sektirnar lág-
ar, en samtals hafa 7,5 milljónir króna
verið innheimtar. Hæsta sektin nam
350 þúsund krónum.
Náttúrufræðistofnun greindi frá því
að rjúpan væri í óvenjugóðum hold-
um þetta árið, sem vafalaust verður
víða fagnað hjá rjúpuvinum.
. . .
Alþingi kom saman eftir langt hlé, í
fyrsta sinn frá kosningum. Þingmenn,
forseti og biskup gengu fylktu liði
milli þinghússins og Dómkirkju en al-
múginn virti fyrir sér kjólana og
skartið, Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, starfsaldursforseti þings-
ins, tók við fundarstjórn, forseti Ís-
lands sagði nokkur vel valin orð,
kjörbréfanefnd kosin og fundi frestað.
Kalla þurfti til allnokkra varamenn
inn á Alþingi í þingsetninguna, en
fimm þingmenn voru á faraldsfæti og
einn í sóttkví.
Kjörbréfanefnd kom saman, skipuð
sömu þingmönnum og undirbúnings-
nefndin, svo fátt var þar fleira að
ræða. Ljóst var að úr henni kæmu
ekki færri en þrjár tillögur, en nokk-
uð víst mátti telja að tryggur meiri-
hluti væri fyrir því að útgefin kjör-
bréf yrðu staðfest.
Mjög hefur dregið úr framboði á
Airbnb-húsnæði á Íslandi frá því sem
var fyrir þremur árum eða um 73%.
Færri einstaklingar stunda slíka út-
leigu nú, enda hafa lagabreytingar
þrengt að þeim.
Umsóknum um endurgreiðslu á
virðisaukaskatti hefur fjölgað um
fjórðung á árinu, flestar frá ein-
staklingum vegna breytinga á íbúðar-
húsnæði, en einnig nokkuð vegna
bílaviðgerða. Rúmir fjórir milljarðar
króna hafa verið greiddir út.
Greint var frá því að heimiliskettir á
Suðurlandi ættu í miklu annríki þess-
ar vikurnar vegna músafaraldurs.
Forn íslensk handrit fundust á safni í
Lundúnum, þar á meðal brot úr
Reynistaðarbók. Talið er líklegast að
Grímur Thorkelin hafi komið þar
við sögu.
Hverfahleðslustöðvar Orku náttúr-
unnar voru opnaðar á ný eftir að
fyrirtækið hafði betur í dómsmáli
vegna úrskurðar kærunefndar út-
boðsmála og var því í miklu stuði.
Mannanafnanefnd samþykkti fimm-
tán ný nöfn, sem mörg vöktu kátínu
hjá eyjarskeggjum.
. . .
Hlaup í Grímsvötnum er talið líklegt
næstu daga, en ekki er ólíklegt að
eldgos sigli í kjölfar þess, líkt og oft
hefur gerst.
Lögregla á Suðurnesjum rannsakar
andlát sex manns á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, sem ætla má að
hafi verið ótímabær og hafi borið að
með saknæmum hætti. Læknir er
grunaður um að hafa skráð sjúklinga
í lífslokameðferð að tilefnislausu.
Þrátt fyrir það er læknirinn enn að
störfum en undir eftirliti.
Formaður Félags félagsráðgjafa
segir Landspítalann ekki samkeppn-
ishæfan hvað launakjör félagsráð-
gjafa áhrærir. Félagið vill endilega að
spítalinn geri betur við félagsmenn
sína.
Landsbankinn reið á vaðið með
vaxtahækkun eftir að Seðlabankinn
hækkaði sína vexti á dögunum.
Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrks-
nefnd hafa mikið að gera við úthlutun
matvæla til efnalítilla. Þangað kemur
fólk frá um 400 heimilum í hverri
viku, en senn dregur að því að veitt
verði sérstök jólaaðstoð.
Alger óvissa ríkir um framtíð Mið-
bæjar Reykjavíkur, þar sem framtíð
vínbúðarinnar í Austurstræti er enn
óráðin. Forráðamenn hennar vilja
flytja vegna bílastæðaskorts og aug-
lýstu eftir öðru húsnæði. Fjórar stað-
setningar voru boðnar fram en engin
í hinum eiginlega Miðbæ.
Brynjar Níelsson, fv. þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var forsíðu-
módel jólablaðs Morgunblaðsins við
mikla hrifningu lesenda.
. . .
Útgefin kjörbréf voru staðfest á Al-
þingi með 42 atkvæðum gegn 5.
Um leið vörpuðu formenn stjórnar-
flokkanna öndinni léttar, spenntu á
sig hlaupaskó og hófu lokasprettinn í
endurnýjun stjórnarsamstarfs með
skiptingu ráðuneyta og vali á ráð-
herrum hvers flokks.
Ríkisvaldið krefur stofnendur smá-
virkjana á landi í eigu ríkisins um
jafnháa leigu fyrir vatnsréttindi og
stórvirkjanir í Þjórsá þurfa að inna af
hendi.
Árni Mathiesen, stjórnarformaður
Betri samgangna, segir að ekki sé
nauðsynlegt að fækka akreinum á
Suðurlandsbraut til þess að koma þar
fyrir hraðvagnakerfi eða borgarlínu.
Kjaramálin verða varla tekin neinum
vettlingatökum á komandi ári ef
marka má aðsókn samningafólks á
námsstefnur, sem ríkissáttasemjari
hefur gengist fyrir.
Aðbúnaður á barnaheimilinu í Rich-
ardshúsi á Hjalteyri á árum áður hef-
ur verið tekinn til rannsóknar eftir að
fram kom að börn hefðu þar sætt illri
meðferð. Þar á meðal er rannsakað
hvers vegna Akureyrarbær lét ekki
athuga starfsemina þrátt fyrir beiðni
félagsmálastjóra bæjarins um það á
sínum tíma.
Strætisvagni var ekið á gangandi
konu á gatnamótum Gnoðarvogs og
Skeiðarvogs. Hún lést.
Eyþór Einarson grasafræðingur lést
92 ára að aldri.
Þingið sett og
ný ríkisstjórn til
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfsaldursforseti þingsins, voru kátar við
þingsetninguna en í baksýn má sjá þá Birgi Ármannsson og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Morgunblaðið/Eggert
21.11.-26.11.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
MARBAKKABRAUT26 - KÁRSNESI
DOMUSNOVA - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS
LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN
Einstök hönnunarperla við Marbakkabraut 26 á Kársnesinu, þar sem fjaran
og sjórinn blasa við hvort sem það er af jarðhæð eða efri hæð hússins.
Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt hússins og hönnuður innréttinga.
Húsið er 225,7 fm og lóðin 992 fm að stærð.
Óviðjafnanleg staðsetning í miðju höfuðborgarsvæðisins,
með miklu útsýni yfir Fossvoginn og Öskjuhlíðina.
Alls 225,7 m2 992 m2 lóð
Kristín Einarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali
kristin@domusnova.is
Sími: 894 3003