Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.11.2021, Blaðsíða 17
léttstígur tölta af stað þegar merkið berst um að 6
mánuðir séu loks liðnir frá 2. sprautu, bera upphand-
legginn við þeirri 3. og vona það besta. Til dæmis það,
að þótt leitað yrði eins og að nál í heystakki þá væru
þeir hættir að finna eða að minnsta kosti að segja frá
veiru sem faldi sig í Belgíu eftir baslferð frá Suður-
Afríku eða annarri sem hefði lagt sig í Lima í Perú svo
ekki væri hægt að koma sér á óvart.
Stórfréttirnar, hvað varð um þær?
En hvað sem því líður þykir bréfritara allt að því und-
arlegt hversu fálega hefur verið fjallað um bláhvítu
töfluna frá Pfizer, og ekki bara hana. Hver er skýr-
ingin á því? Morgunblaðið sagði varfærnislega frá
þeim, en að öðru leyti hefur umgengni um þetta stór-
mál minnt mest á bekkjarbræður á skólaballi að þykj-
ast ekki að sjá unga fegurðardís sem var nýkomin í
skólann. Það sem sagt var um töfluna gaf til kynna að
sú hefði styrk til þess að slá á veikindi, svo ekki sé tal-
að um lokapunkt þeirra í 90 prósentum tilvika. Það
myndi leiða til þess að hið þráláta tal um að vernda
sjúkrahúsin gegn því að vernda okkur yrði sjálfkrafa
úr sögunni.
Í byrjun nóvember, þess sama sem nú er næstum
liðinn, sá bréfritari í fréttum sagt frá nýju bláhvítu
töflunni frá Pfizer. Lagði hann því við eyrun þegar
upplýst var að Joe Biden myndi flytja tilkynningu, og
það þótt fyrri tilkynningar hans hefðu fram að því
varla náð að halda okkur hvorugum vakandi nema um
örskotsstund.
Forsetinn sagðist hafa gefið FDA (Food and Drug
Administration) heimild til að tryggja sér milljónir
taflna frá Pfizer, sem meðhöndlaði þá sem smitast
höfðu af veirunni, og yrði það mikilvægt vopn í barátt-
unni við hana.
En þá er það fyrsta fréttin
En þessi frétt hefði átt að vera önnur í röðinni.
Í grein eftir Dhynv Khullar, lækni og kennara í
fræðunum, sem birtist 21. þessa mánaðar í The New
Yorker og er mjög athyglisverð, segir höfundurinn
frá rannsakendunum Emory, sem unnu að lyfi til
varnar gegn Covid-veirunni. Þeir nefndu lyfið sem
þeir þróuðu Molnupiravin, eða eins og þeir sögðu
sjálfir „eftir Mjölni, the hammer of Thor“.
Þeir framseldu svo afurðir rannsóknar sinnar til
Ridgeback Biotherapeutics, sem fór síðan í samstarf
við lyfjarisann Merck. Í tilraunaskyni var lyfið m.a.
gefið 400 sjúklingum og enginn þeirra dó í framhaldi
af meðferðinni. Síðar í greininni segir höfundurinn að
Molnupiravin sýnist líklegt til að verða virkt gegn öll-
um helstu þekktu afbrigðum veirunnar. Og síðar segir
höfundurinn enn: „Daginn eftir að Bretar heimiluðu
Molnupiravin, lyf Mercks, tilkynnti Pfizer að and-
veirulyfið Paxlovid væri einnig með næsta ótrúlega
virkni til að koma í veg fyrir að veiran hefði áfram-
haldandi neikvæð áhrif á sjúklinga í áhættuflokki.
Skipti miklu í því sambandi að lyfjagjöf hæfist innan
þriggja daga frá smiti. En nú væri verið að yfirfara og
þróa enn virkni lyfsins, svo að ekki breytti öllu þótt
lyfjagjöf hæfist eitthvað síðar.“
Ekki væri óeðlilegt að rauðu litirnir í kauphöllunum
yrðu aðrir í framhaldinu.
Morgunblaðið/Eggert
28.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17