Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 35% á milli ára samkvæmt upp- lýsingum frá ÁTVR. Fyrstu 11 mán- uði ársins seldust tæp 15 þúsund kíló en á sama tíma í fyrra nam salan rúmum 23 þúsund kílóum. Samdrátt- urinn er enn meiri ef horft er til árs- ins 2019. Það ár seldust 42 þúsund kíló fyrstu 11 mánuði ársins. Sala á neftóbaki hefur því alls dregist sam- an um 64% á tveimur árum. Sala á sígarettum hefur dregist saman um tæp 7% milli ára og rímar það við töl- ur um sífellt minni reykingar lands- manna sem sagt var frá í Morg- unblaðinu fyrir skemmstu. Minni sala á bjór og rauðvíni Áfengissala í Vínbúðunum var svipuð fyrstu 11 mánuði ársins í ár og í fyrra. Talsverð aukning varð í sölu í fyrra frá 2019 og mátti rekja það til áhrifa kórónuveirunnar. Því vekur athygli að samdrátturinn í ár nemi aðeins 0,5% þrátt fyrir að landsmenn hafi meira getað sótt veitingastaði og keypt inn í fríhöfn- inni. Sala á bjór hefur dregist saman á milli ára. Af þremur flokkum bjórs er mesti samdrátturinn í svoköll- uðum öðrum bjórtegundum, um 3,1%. Rauðvín virðist njóta minni vinsælda þetta árið því salan dregst saman um 4,4%. Sala á hvítvíni minnkaði um 1,7%. Mikil aukning hefur á hinn bóginn orðið í sölu á blönduðum drykkjum en úrvalið í þeim flokki hefur aukist mikið síðustu misseri. Sala á blönd- uðum drykkjum jókst um 24% milli ára og hefur aukist um 50% frá 2019. Þá hefur sala á freyðivínum og kampavínum sömuleiðis aukist mikið ef horft er til fyrstu 11 mánaða árs- ins. Salan jókst um 22% á milli ára og hefur aukist um 67% frá árinu 2019. Sala áfengis og tóbaks í janúar til nóvember Sala í Vínbúðunum Sala á tóbaki í janúar til nóvember Alls seldust 0,5% færri lítrar af áfengi í Vínbúðunum í janúar-nóvember í ár en í fyrra Heimild: ÁTVR Þús. lítra 2019 2020 2021 Breyting 2020-2021 Lagerbjór 14.856 16.890 16.666 -1,3% Rauðvín 1.686 2.206 2.108 -4,4% Hvítvín 1.081 1.318 1.295 -1,7% Öl 673 856 853 -0,3% Blandaðir drykkir 497 601 743 23,7% Aðrar bjórtegundir 423 643 622 -3,1% Freyðivín/kampavín 199 273 332 21,6% Brennivín og vodka 221 232 230 -0,8% Sider, ávaxtavín 231 214 220 2,7% Samtals 20.350 23.843 23.721 -0,5% 2019 2020 2021 Breyting 2020-2021 Neftóbak kg 41.713 23.196 14.980 -35,4% Reyktóbak kg 6.884 8.001 7.880 -1,5% Vindlar þús. stk. 3.905 4.073 3.857 -5,3% Sígarettur karton 783.384 842.965 786.086 -6,7% S Í G Ó Mikill samdráttur í sölu á neftóbaki - Svipuð sala á áfengi í ár og í fyrra Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti undir miðnætti í fyrrakvöld fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár og fimm ára áætlun 2022- 2026 eftir aðra umræðu sem fram fór á löngum fundi í borgarstjórn. Áætlanirnar voru samþykktar með nokkrum breytingum meirihlutans og er rekstrarniður- staða samstæðu borgarinnar (A- og B-hluta) já- kvæð á næsta ári um níu milljarða en halli verður á rekstri A-hlutans, gangi áætlanir eft- ir, upp á 2,8 millj- arða króna. Í fjárhagsáætl- uninni kemur fram að langtímaskuldir samstæð- unnar verði 308 milljarðar á næsta ári og hækki svo ár frá ári til 2025 en fari síðan lækkandi á árinu 2026. Skuld- bindingar eru áætlaðar 58,4 milljarð- ar á næsta ári, þar af eru lífeyris- skuldbindingar 39,8 milljarðar. Eigið fé er áætlað 367 milljarðar á árinu 2022 en samanlagðar skuldir og skuldbindingar verða tæplega 424 milljarðar. Gert er ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður í lok tímabilsins Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu A- hluta og samstæðu Reykjavíkurborg- ar frá og með árinu 2023. Í tilkynn- ingu frá borginni kemur fram að veltufé frá rekstri styrkist mikið á tímabilinu til 2026 en í lok tímabilsins er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum nemi um 17,1% hjá samstæðu og 8,1% hjá A-hluta. Fjármálastefna og fjárfestingar- stefna gera ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður í lok tímabilsins. Breytingartillögur frá minnihlutan- um á borð við tillögur sjálfstæðis- manna um sölu eigna til að lækka skuldir og fjármagnskostnað voru felldar af meirihlutanum. Í máli fulltrúa minnihlutans kom m.a. fram hörð gagnrýni á skulda- söfnun borgarinnar þar sem meðal annars var bent á að skuldirnar hafi farið vaxandi þrátt fyrir að borgin hafi ekki orðið fyrir tekjufalli í far- aldrinum og borgin safnað skuldum jafnt og þétt og mun hraðar en nemur vexti rekstrartekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði þessu og sagði skuldir Reykjavíkurborgar hafa þróast í ágætum takti við tekjur borgarinnar. „Skuldaþróun borgarinnar hefur ver- ið í takti við tekjuvöxt borgarinnar og ekkert umfram það,“ sagði Dagur, sem benti einnig á að veltufé frá rekstri borgarinnar hefði verið yfir níu og upp í ellefu prósent á undan- förnum árum, og langt yfir viðmiðum. Haft er eftir Degi í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að borgin og fyrir- tæki í eigu hennar fjárfesti fyrir um 170 milljarða á næstu þremur árum til þess að gera Reykjavík að betri borg, bæta þjónustu og gera grænni borg að veruleika. Þetta sé allt í sam- ræmi við Græna planið, efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sóknaráætlun sem lögð var fram fyrir ári og gerir ráð fyrir miklum fjárfest- ingum í allri borginni. omfr@mbl.is Skuldir vaxi til 2025 en lækki síðan - Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og fimm ára áætlun 2022-2026 var samþykkt í borgarstjórn - Rekstur samstæðunnar jákvæður um níu milljarða en gert er ráð fyrir 2,8 ma. halla á A-hlutanum Efnahagsreikningur samstæðu borgarinnar Eigið fé og skuldir Reykjavíkurborgar, áætlun fyrir 2022-2026 Ma.kr. 2022 2023 2024 2025 2026 Eigið fé 367 382 400 417 437 Skuldbindingar 58 59 59 59 59 Langtímaskuldir 308 319 331 334 332 Skammtímaskuldir 57 61 60 60 57 Skuldir og skuldbindingar samtals 424 439 450 453 448 Eigið fé og skuldir samtals 791 821 849 871 885 Heimild: Reykjavíkurborg Hreinar skuldir samstæðuReykjavíkurborgar 350 300 250 200 150 100 50 0 175% 160% 145% 130% 115% 100% 85% 70% 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 174 193 202 220 247 270 292 313 326 329 326 Heimild: Reykjavíkurborg Ma.kr. %Hreinar vaxtaberandi skuldir, ma.kr. Hlutfall af rekstrartekjum,% 112 111 112 119 133 135 134 135 134 130 123 Dagur B. Eggertsson Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, segir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þrjár tillögur til að lækka skuldir í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. Þeim hafi öllum verið hafnað og í stað þess ætli borgin að taka tvo millj- arða í lán mánaðarlega. Eyþór segir að fyrsta tillaga sjálf- stæðismanna snúi að því að íbúar hjá Félagsbústöðum geti keypt íbúðir sem þeir nú leigi. „Fólk sem hefur áhuga og getu hafi þannig kost á því að kaupa heimili sitt. Við gerðum ráð fyrir því að selja 100 íbúðir á ári næstu þrjú árin,“ sagði Eyþór í sam- tali við mbl.is í gær. „91% leigjenda vill eignast íbúðir svo þetta er klárlega vilji fólks,“ bætir hann við. Aðra tillögu segir Eyþór snúa að því að selja fyrir- tækið Ljósleiðarinn ehf. (áður Gagnaveita Reykjavík- ur). Hann segir það einfaldlega fyrirtæki sem eigi heima á samkeppnismarkaði. Tímaskekkja að borgin reki malbikunarstöð „Í þriðja lagi er það Malbikunarstöðin Höfði sem stefnt er á að flytja úr Reykjavík en er í 100% eigu borgarinnar. Það er algjör tímaskekkja að Reykjavík- urborg sé að reka malbikunarstöð, hvað þá í Hafn- arfirði,“ segir Eyþór. Hann segir að í stað þess að fallast á þessar tillögur hafi meirihlutinn ákveðið að taka tvo milljarða í lán í hverjum mánuði. Áfram séu vandræði með að manna stöður á leikskólum, biðlistar þar séu löngu þekktir og allir viti hvernig viðhald skólahúsnæðis hafi verið. Í fréttatilkynningu um afgreiðslu fjárhagsáætlana borgarinnar er haft eftir Eyþóri að í upphafi kjör- tímabilsins hafi heildarskuldir borgarinnar verið 299 milljarðar króna sem greiða átti niður samkvæmt sátt- mála meirihlutans. Í dag séu skuldir borgarinnar komnar yfir 400 milljarða og fari vaxandi en ráðgert er að þær fari í 450 milljarða 2025. „Gera má ráð fyrir að upphæðin verði talsvert hærri enda vekur sérstaka athygli að ekki er gert ráð fyrir að Orkuveitan greiði skuld upp á meira en þrjá millj- arða við Glitni þótt dómur liggi fyrir um að það beri að gera. Þá er ekki gert ráð fyrir krónu í rekstur borg- arlínu næstu fimm árin en ekkert er minnst á hvernig það samræmist góðri áætlanagerð og öðrum fyr- irheitum,“ er haft eftir Eyþóri, sem segir ýmislegt í rekstri samstæðu borgarinnar minna á skuldsettan vogunarsjóð. Tillögum til lækkunar hafnað - Segir ýmislegt í rekstri minna á skuldsettan vogunarsjóð Eyþór Arnalds Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum að fá fólk inn sem er ein- kennalaust en greinist í hraðprófum, fer svo í PCR-próf og fær staðfestingu á smiti. Þetta gerist á hverjum einasta degi. Hraðprófin gera því augljós- lega sitt gagn, þau grípa smitað fólk sem annars hefði farið á viðburði og hugsanlega smitað aðra,“ segir Víðir Reynisson, yfir- lögregluþjónn al- mannavarna. Talsvert hefur verið fjallað um kostnað við hraðprófin í fjölmiðlum í vikunni. Víðir segir að hraðprófin hafi reynst afar gagnleg. „Þetta eru fleiri þúsund hraðpróf á viku og ef þau eru vel tekin þá er næmi prófanna mjög gott. Það má segja að það sé þrenns konar ávinningur af prófunum. Í fyrsta lagi grípum við smitað fólk sem er einkennalaust, í öðru lagi veita prófin fólki öryggiskennd og í þriðja lagi tekst okkur með þessu móti að halda viðburðum gangandi,“ segir Víðir og bætir við að ekki megi gera lítið úr síðastnefnda atriðinu. Við- burðir skapi tekjur fyrir marga sem hafi komið illa út úr faraldrinum. Skráning gesta á veitingastöðum er enn þá í gildi að sögn Víðis. „Við höf- um hins vegar ekki fengið ástæður til að kalla eftir þessum listum lengi. Það hefur ekki verið þörf á þeim í smit- rakningu. Að hluta til er það vegna þess að í haust var þrengdur sá hópur sem fer í sóttkví við smit,“ segir yf- irlögregluþjónninn. Hann bætir við að fylgst verði með þróun Ómíkron-af- brigðisins á næstunni og mögulega gæti orðið þörf á úrræði sem þessu síðar. Skólum lokað fyrir austan vegna hópsmits Alls greindust 120 með kórónu- veiruna innanlands á þriðjudag. Þar af voru 68 óbólusettir. 54 voru í sóttkví við greiningu og 10 greindust á landamærunum. Í gær voru 1.323 manns í einangrun og 1.687 í sóttkví. Fjórtán Covid-smit greindust á Austurlandi eftir sýnatökur. Smitin tengjast meðal annars inn í grunn- skólann á Eskifirði og leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði. Skólarnir voru af þessum sökum lokaðir í gær. Greina smit á hverjum degi með hraðprófum - 120 smit greindust, 14 á Austurlandi Víðir Reynisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.