Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta hefur heldur betur undið upp á sig. Við feng- um svo góðar viðtökur hjá þeim krökkum og for- eldrum sem tóku þátt í lokaverkefn- inu okkar, að við ákváðum að gera bók úr því. Við bættum heilmiku við það hefti sem við höfðum gert fyrir verkefnið okkar og fengum Helgu Valdísi Árnadóttur til að mynd- skreyta og gáfum skrudduna út sjálfar í sumar. Upplagið er uppselt en við fáum næsta upplag eftir helgi. Þetta er búið að ganga vonum fram- ar og sýnir hve þörfin er mikil, enda hefur Covid-tíðin verið erfiður og krefjandi tími, við finnum það á börnunum,“ segja þær Yrja Krist- insdóttir og Marit Davíðsdóttir, en þær eru höfundar Gleðiskrudd- unnar, dagbókar fyrir börn og ung- menni á aldrinum 6-15 ára sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan. Fyrrnefnt hefti, sem var upphaf Gleðiskruddunnar, unnu þær saman sem lokaverkefni í diplómanámi sínu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi. „Í nútímasamfélagi er þekkt að börn og unglingar geta fundið fyrir kvíða. Gleðiskruddan byggir á hug- myndafræði jákvæðrar sálfræði þar sem aðferðirnar geta stuðlað að per- sónulegum vexti. Markmið jákvæðu sálfræðinnar er að rannsaka og kynna þá þætti sem gera okkur kleift að blómstra og þroskast á far- sælan hátt, og aðlagast ólíkum að- stæðum í lífinu, þrátt fyrir mótlæti. Þetta snýst ekki um að þvinga sig til að vera jákvæð, heldur erum við að skoða þá þætti sem gagnast okkur vel til uppbyggingar og til að efla styrk okkar, og hvað geri lífið þess virði að lifa því.“ Góð æfing í að skoða sig Þær segja að alls ekki eigi að vera kvöð fyrir krakka að nota dag- bókina og þess vegna séu ekki fastar dagsetningar í henni. „Hver og einn getur leitað í bókina þegar áhugi og tími gefst. Bókin byggir á svokölluðu jákvæðu inngripi sem færir krökkunum gleði- verkfæri, en það felst í því að skrá hjá sér daglega þrjá góða hluti og hvaða þátt barnið eða ungmennið á í þeim. Sýnt hefur verið fram á að þetta eykur hamingju og jákvæðar tilfinningar og dregur líka úr ein- kennum þunglyndis og kvíða. Þetta hefur verið mælt bæði hjá full- orðnum og börnum. Við erum í raun að sá gleðifræjum og leyfa börn- unum að komast að því hvað hentar þeim best að gera. Það sem gerist er að krakkarnir fara að veita þessum góðu hlutum í eigin fari og umhverfi meiri eftirtekt, þeir fara að sjá miklu meira gott í kringum sig. Við höfum gert þetta með okkar eigin börnum á kvöldin og þau eru núorðið oft komin upp í sjö atriði sem þau geta flokkað sem góða hluti yfir þann daginn. Með þessari aðferð sýnum við þeim fram á að þau stýra þessu sjálf, þau geta aukið við góðu hlutina í lífi sínu, líka það hversdagslega, til dæmis að taka eftir því og vera þakklátur fyrir að veðrið er gott og fallegt þann dag- inn,“ segja þær og bæta við að þemu sem þær taki fyrir í bókinni séu fjöl- breytt, ekki aðeins tilfinningar, styrkleikar, hamingja og fleira í þeim dúr, heldur líka svefn, hreyfing og útivera, sem og þakklæti, góðvild og sjálfsvinsemd. „Sumt af þessu er eitthvað sem þau eru ekki vön að hugsa um eða orða, þess vegna er þetta einföld og uppbyggileg æfing í að skoða sig, líta inn á við á hið jákvæða í eigin fari. Foreldrar sem gera æfingarnar með yngri börnunum hafa lært heil- mikið á þessu og notið þess að þetta eykur samveru.“ Líka námskeið fyrir foreldra Þær segja æfingarnar í bókinni vera ákveðið forvarnarstarf, eða það sem kallað er snemmtæka íhlutun. „Við erum að byrja með þessa vinnu þegar þau eru ung og mót- tækileg, áður en þau falla í niður- brot. Margir fullorðnir hafa talað um að þeir hefðu viljað að svona gleði- skrudda hefði verið til þegar þeir voru börn og unglingar, að hafa þessi verkfæri. Við erum að aðstoða krakkana við að finna út hverjir þeir eru, að þeir þekki sig og styrkleika sína,“ segja þær Marit og Yrja sem einnig bjóða upp á námskeið í Vellíð- unarsetrinu í Urriðaholti fyrir krakka en líka fyrir foreldra um já- kvæð inngrip í uppeldi og daglegu líf. Þær fara líka inn í skólana með örnámskeið og sérsniðna fyrirlestra fyrir m.a. foreldra, starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldrafélög sem vilja læra aðferðir til að efla sjálfs- þekkingu og auka vellíðan barna og ungmenna. „Við skiptum krakkanámskeið- inum upp í tvo hópa, 7-9 ára og 10 til 12 ára, því þau gera æfingarnar ólíkt eftir aldri og hver og einn á sínum forsendum. Börnin eru rosalega op- in fyrir þessu og móttækileg, þau sem koma á námskeiðin eru fljót að tileinka sér orðaforðann og efnið, til dæmis orðið fegurðarnæmi, sem mörg vissu ekki hvað var áður en þau komu til okkar. Börn á nám- skeiðunum hafa stundum spurt hvort þau séu að monta sig ef þau telji upp alla kosti sína og í hverju þau eru góð, en við bendum þeim á að svo sé ekki, þau eigi að vera stolt af því að vera eins og þau eru. Mark- mið okkar er að efla sjálfsþekkingu þeirra og veita þeim þessi verkfæri. Við vitum að það sama hentar ekki öllum, heldur geta þau valið sjálf hvað hentar þeim og nýtt sér það til að takast á við það mótlæti sem þau verða fyrir. Á námskeiðunum okkar beinum við sjónum að því hverju við viljum sjá meira af, en ekki hverju við viljum sjá minna af. Til dæmis skoðum við vináttu og hvað jákvæð samskipti fela í sér, veltum fyrir okkur hvað viljum sjá blómsta, vaxa og dafna. Við erum að stilla hugar- farið okkar. Þetta er svo gaman og mikil forréttindi að starfa við það sem veitir okkur svona mikla gleði. Við erum að gleðivæða landið.“ Nánar: glediskruddan.is, Face- book: Gleðiskruddan, Instagram: Gleðiskruddan. Við erum að gleðivæða landið Gleðiskruddan, dagbók fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-15 ára sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan, hefur slegið í gegn. „Krakkarnir fara að veita þessum góðu hlutum í eigin fari og umhverfi meiri eftirtekt,“ segja höfundarnir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinkonur Yrja (t.v.) og Marit segja það sannarlega forréttindi að starfa við það sem veitir þeim mikla gleði. Ekkert vantar upp á litadýrð þessara geita sem hirðir þeirra rak á dögunum til beit- ar eftir akvegi í Kandahar-héraði í Afganistan. Sá hyrndi lengst til hægri fremst á myndinni ber með sér að vera forystuskepna sem leiðir hópinn sinn fagra. Margt ber fyrir augu í Afganistan Litrík er hjörðin geitahirðisins AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.