Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Nikulásarmessa var haldin í Knarr-
arneskirkju á Vatnsleysuströnd 6.
desember, á degi heilags Nikulásar.
Er þetta fyrsta Nikulásarmessan í
þessari nýju kirkju sem helguð er
dýrlingnum og raunar fyrsta Niku-
lásarmessan sem vitað er um frá
því lútherskur siður var tekinn upp
hér á landi. Dagurinn er haldinn
hátíðlegur víða í Evrópu. Í kaþ-
ólskri tíð var Nikulás einn vinsæl-
asti dýrlingurinn hérlendis og sér-
stakur verndari sjófarenda.
Tilbeiðsla hans var útbreiddari
hér en í grannríkjunum. Við lok
miðalda voru um 40 kirkjur á Ís-
landi helgaðar honum. Heilagur
Nikulás er talinn vera forfaðir al-
þjóðlega jólasveinsins. Klæði heil-
ags Nikulásar, biskupskápan og
biskupsmítið eru talin fyrirmynd að
rauðu síðkápu jólasveinsins og jóla-
sveinahúfunni. Í Knarrarneskirkju
er íkonamynd af heillögum Niku-
lási. Myndin er gjöf til kirkjunnar
frá úkraínska listamanninum And-
rii Kovalenko. Kristján Valur Ing-
ólfsson vígslubiskup emeritus helg-
aði myndina og predikaði og
þjónaði fyrir altari ásamt sr. Hans
Guðberg Alfreðssyni prófasti Kjal-
arnesprófastsdæmis.
Í messunni var frumflutt íslensk
gerð eins þáttar Hvítasunnu-
kantötu Sigurðar Sævarssonar,
„Veni, sancte spiritus“, fyrir tenór
og orgel: „Frið læt ég yður eftir“.
Flytjendur voru Benedikt Krist-
jánsson tenór og séra Jón Helgi
Þórarinsson, orgelharmóníum. Enn
fremur söng Margrét Bóasdóttir,
sópran og söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, tvö vers úr Lilju Ey-
steins Ásgrímssonar, „Almáttugur
Guð allra stétta“ og „Fyrir Maríu
frumburð dýran“.
Messa Hans G. Alfreðsson, Timur Zolotuskiy og Kristján Valur Ingólfsson.
Fyrsta Nikulásar-
messan í aldir
- 40 kirkjur helgaðar dýrlingnum
Þorsteinn Ásgrímsson
Sigtryggur Sigtryggsson
Vinningstillaga í hönnunarsam-
keppni um nýja brú yfir Fossvog var
kynnt í gær. Hún ber nafnið Alda og
var unnin af Eflu verkfræðistofu.
Gert er ráð fyrir um 270 metra
langri brú yfir voginn frá norðurenda
Bakkabrautar á Kársnesi að flug-
brautarenda Reykjavíkurflugvallar,
vestan Nauthólsvíkur.
Alls bárust 15 tillögur á fyrra
þrepi keppninnar, en tillögurnar
þrjár sem hlutu flest stig á fyrra stigi
áttu það sameiginlegt að uppfylla
skilyrði útboðshaldara og að vera fal-
legt kennileiti. Kom þetta fram í máli
fulltrúa Vegagerðarinnar sem kynnti
niðurstöðuna í beinu streymi í gær.
Látlaus en kröftug brú
Í umsögn dómnefndar kemur m.a.
fram að nýja brúin sé látlaus en jafn-
framt kröftugt. Brúin falli áreynslu-
laust að umhverfi sínu og mjúk
bylgjulögun hennar sé áhugaverð
skírskotun í öldur hafsins.
Á fundinum kom fram að í tillög-
unni Öldu væri horft til þess að vest-
an megin á brúnni væri hröð hjólandi
umferð. Austan megin á henni væri
hæg hjólandi umferð og umferð
gangandi og í miðjunni væri svo ak-
rein fyrir borgarlínuvagna.
Bygging brúar yfir Fossvog er
samstarfsverkefni Vegagerðarinnar,
sveitarfélaganna Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar og Betri sam-
gangna ohf. Vegagerðin bauð keppn-
ina út á Evrópska efnahafssvæðinu
fyrir hönd samstarfsaðilanna.
Brú yfir Fossvog er hluti af 1.
áfanga vegna uppbyggingar borg-
arlínunnar samkvæmt Samgöngu-
sáttmála höfuðborgarsvæðisins.
„Markmiðið með gerð brúar yfir
Fossvog er að bæta samgöngu-
tengingar milli Reykjavíkur og
Kópavogs. Brúnni er ætlað að styðja
við vistvæna samgöngukosti á svæð-
inu, ásamt því að stytta ferðalengdir,
dreifa umferðarálagi og styðja við
umferð gangandi og hjólandi,“ segir
m.a. í kynningu Vegagerðarinnar.
Í byrjun árs 2020 rann út umsókn-
arfrestur um þátttöku í hönnunar-
samkeppni um brú yfir Fossvog.
Mjög góð þátttaka var í útboðinu og
bárust óskir frá 17 hönnunarteym-
um, að því er fram kom á vef Vega-
gerðarinnar. Óskir um þátttöku bár-
ust bæði frá innlendum og erlendum
verkfræði- og arkitektastofum. Í
flestum teymum var um að ræða
samstarf innlendra og erlendra að-
ila.
Í júlí sama ár felldi kærunefnd út-
boðsmála úr gildi ákvörðun um val á
þátttakendum í forvali fyrir sam-
keppni um hönnun brúarinnar. Áður
hafði nefndin með úrskurði í mars
stöðvað forvalið um stundaarsakir.
Vegagerðin, Reykjavíkurborg og
Kópavogsbær ákváðu í framhaldinu
að hafna öllum umsóknum um þátt-
töku í hönnunarsamkeppninni.
Það var svo í apríl á þessu ári sem
boðað var á ný til opinnar hönn-
unarsamkeppni um útlit og hönnun
brúar yfir Fossvog.
Brúin Alda mun tengja
Kópavog og Reykjavík
- Vinningstillaga að nýrri Fossvogsbrú var unnin af Eflu
Tölvumyndir/Efla
Ný Fossvogsbrú Mjúk bylgjulögun hennar er að mati dómnefndarinnar áhugaverð skírskotun í öldur hafsins.
Nýja brúin Fossvogsbrúin mun liggja yfir voginn, frá Kársnesi að landfyll-
ingu við brautarenda Reykjavíkurflugvallar. Borgarlínubrautin er rauð.
Orkuskiptum innlenda skipaflotans
verður mögulega lokið fyrir árið
2050. Til að svo geti orðið þarf að
tryggja framleiðslu og innviði fyrir
rafeldsneyti. Einnig þurfa að vera til
staðar öflug stefnumótun stjórn-
valda, stuðningur við fjárfestingar,
skattalegir hvatar og skýrar kröfur
um vaxandi hlutfall grænnar orku í
stað jarðefnaeldsneytis. Þetta kem-
ur fram í skýrslu sem norska ráð-
gjafafyrirtækið DNV gerði fyrir
Samorku, atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið, Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi og Faxaflóahafnir.
Skýrslan var kynnt á fundi í gær.
„Fram kemur í skýrslunni að
þrátt fyrir að rafhlöður séu ávallt
besti kosturinn í nýtingu á hreinni
orku, þá muni þær fyrst og fremst
nýtast þar sem vegalengdir eru
stuttar. Þegar kemur að stærri skip-
um verði útgerðir þeirra að reiða sig
á rafeldsneyti eins og til dæmis
ammoníak, vetni eða metanól.
Reiknað er með að tæknin til að nýta
rafeldsneyti á skip verði aðgengileg,
í mismiklum mæli, í kringum árið
2030. Ráðandi orkugjafar verði að
loknum orkuskiptum líklega amm-
óníak og metanól. Til að framleiða
það rafeldsneyti sem þarf til að klára
orkuskipti í haftengdri starfsemi er
áætlað að árlega þurfi um 3,5 TWh af
raforku miðað við eldsneytisspá
Orkustofnunar fyrir árið 2050. Það
er um 18% þeirrar raforku sem
framleidd er í dag,“ segir í frétta-
tilkynningu Samorku.
Fram kemur í skýrslunni að fisk-
veiðar standi fyrir meiri hluta elds-
neytisnotkunar í siglingum Íslend-
inga. Mikið hefur dregið úr
eldsneytisnotkun. gudni@mbl.is
Orkuskipti skipaflotans
- Mögulega lokið fyrir árið 2050 - Rafhlöður á styttri vega-
lengdum - Ammoníak, vetni eða metanól í lengri siglingum
Ljósmynd/Samorka
Orkuskipti Guðlaugur Þór Þórð-
arson ráðherra ávarpaði fundinn.
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 22.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jól bj lla a an
2021
Frí heim-
sending
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is