Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 24

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. LJÓLIN ERU BYRJUÐ Á MATARKJALLARANUM BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef verið á Íslandi í sjö ár og kom til að taka myndir og sjá hvort ég gæti lifað af ljósmyndun. Ég byrj- aði á að fara í Háskóla Íslands (HÍ) og lærði íslensku. Það gengur mjög vel og ég tala íslensku í dag,“ segir Benjamin Hardman, 28 ára ljós- myndari og kvikmyndagerðarmaður frá Perth í Ástralíu. Hardman birtir verk sín m.a. á Instagram (@benjaminhardman) og þar sést að hann er heillaður af norð- urslóðum. „Ég sá snjó, fjöll og jökla í fyrsta sinn á Íslandi og varð ástfang- inn af þessu landi! Mér finnst Ísland vera heimaland mitt og sú tilfinning er svo sterk að ég er eiginlega búinn að gleyma því hvernig lífið var áður en ég kynntist landinu,“ segir Har- dman, „Ísland er nálægt Grænlandi og ég fer einnig þangað og til Sval- barða. Nú hef ég farið fimmtán sinn- um til Grænlands og átta sinnum til Svalbarða og reyni að fara á hverju ári til þessara landa.“ Eldgosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og Hardman hefur skráð gosið allt frá byrjun. „Ég var í myndatökuferð á Höfn í Hornafirði og ætlaði að fara að sofa þegar skilaboð um að það væri byrj- að eldgos helltust inn. Við kærastan mín pökkuðum saman og keyrðum til baka um nóttina. Við komumst ekki að gosinu strax því björgunarsveitin var búin að loka fyrir það,“ segir Hardman. Honum tókst að fá far með þyrlu að gosinu snemma morg- uninn eftir. „Það var stórkostlegt að sjá eldgos og rennandi hraun í fyrsta sinn eftir öll þessi ár á Íslandi. Þegar ég kom fyrst var Holuhraunsgosinu að ljúka en ég hafði ekki efni á að sjá það, átti ekki fyrir þyrluferð. Ég gekk á hverjum degi að gosinu í Geldingadölum fyrst eftir að það byrjaði. Eftir um tuttugu ferðir fór ég að finna fyrir áhrifum gassins á heilsuna og fíngerð aska settist í aug- un. Þá dró ég úr ferðunum og fór ekki nema veðrið væri hagstætt.“ Hardman var kominn með búnað til kvikmyndagerðar og byrjaður að taka náttúrulífskvikmyndir fyrir um tveimur árum. Hann kvikmyndaði mikið í byrjun gossins fyrir röð sjón- varpsþátta um sögu jarðar sem eru í smíðum. Þáttunum verður streymt á heimsvísu. „Það var mjög spennandi að sjá nýtt landslag verða til og að geta kvikmyndað það fyrir þættina,“ segir Hardman. Hann hefur einnig tekið fjölda ljósmynda af jörðu niðri, úr þyrlu og með flygildi. Myndirnar sem birtast hér voru teknar 20. nóvember sl. „Mér fannst meira um að vera á svæðinu þá en hafði verið í þau skipti sem ég fór þar á undan. Gufa og gas streymdi víða upp og gufan var um allt. Daginn eft- ir fann ég vel fyrir áhrifum gassins. Það var eins og ég væri með timb- urmenn, þetta var næstum því jafn slæmt og í byrjun gossins,“ segir Hardman. Kvika kemur upp og losar gas „Ég held að þetta sé ekki búið. Það er enn að koma upp kvika þótt hún komi ekki upp á jafn öflugan hátt og hún gerði. Þessi kvika er að losa gas og hún viðheldur gasmenguninni,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófess- or í eldfjallafræði við HÍ. Hann segir gervihnattamyndir sýna hitafrávik bæði í gígnum og úti í hrauninu sem bendi til þess að kvika sé enn að koma þarna inn. Þessi hitafrávik eru ekki alltaf til staðar en koma með reglulegu millibili. Því má ætla að hrinur séu enn í gangi þótt þær séu miklu dempaðri en áður. Mögulega getur sýnileg eldvirkni tekið sig upp aftur. Eins og myndir Hardmans sýna var mikið gas- streymi upp úr gígnum 20. nóv- ember. Gasið getur ekki hafa komið frá gamalli kviku, að mati Þorvaldar. Gulu útfellingarnar sem sjást á gígbörmunum og í hrauninu á mynd- unum eru brennisteinn. Þorvaldur segir brennisteininn leysast upp í vatni og muni því skolast í burtu með tímanum. Ekki er öll sagan sögð í gosinu - Benjamin Hardman hefur skráð sögu eldgossins í Geldingadölum í myndum - Flutti frá Ástralíu til Íslands fyrir sjö árum - Vísbendingar eru um að kvika sé enn að koma upp með reglulegu millibili Ljósmyndir/Benjamin Hardman Geldingadalir Farvegir hraunánna frá gígnum eru greinilegir. Gular brennisteinsútfellingar setja svip sinn á gíginn og hraunið. Þær munu skolast í burt. Eldopið Gígurinn sem lengst gaus teygir sig 45-50 metra yfir hraunið í kringum gígopið. Hann er um 110-120 metrar í þvermál. Afgösun Mikið gas streymdi úr gígnum og af hrauninu þegar myndirnar voru teknar 20. nóvember. Það bendir til þess að kvika sé enn að koma. Benjamin Hardman Þorvaldur Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.