Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 09.12.2021, Síða 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Ekki láta gæludýrið fara í jólaköttinn Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í síðustu alþingiskosningum breytt- ust hlutföll á Alþingi og það hefur haft í för með sér flutning milli þing- flokksherbergja. Vinstri-grænir hafa hreiðrað um sig í svonefndu gula her- bergi í þinghúsinu og hafa eftirlátið framsóknarmönnum græna her- bergið. Þetta munu vera hinir upp- runalegu litir herbergjanna, en Al- þingishúsið var reist á árunum 1880-1881. Segja má að þingflokkur fram- sóknarmanna sé nú kominn „heim“. Framsóknarmenn höfðu græna her- bergið til afnota allt frá árinu 1942 til 2009. Það þótti við hæfi enda er ein- kennislitur flokksins grænn. Í kosningunum 2009 unnu Vinstri- grænir góðan sigur, fengu 14 þing- menn kjörna en Framsókn fékk níu þingmenn. Því urðu framsóknarmenn að gefa græna herbergið eftir til VG og flytja í það gula. Sárt að missa gamla herbergið „Það var auðvitað sárt að missa gamla herbergið en við stefnum að svo góðum sigri í næstu kosningum að við endurheimtum það,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þáverandi þingmaður framsóknarmanna, í blaðaviðtali 2009. Þetta gekk eftir í kosningunum 2013. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur, þingmönnum fjölgaði úr níu í 19 og flokkurinn endurheimti græna herbergið. VG fékk aðeins sjö þingmenn kjörna. Í alþingiskosning- unum í október 2016 fækkaði þing- mönnum Framsóknar í átta en VG fékk 10 þingmenn kjörna. Því urðu framsóknarmenn að láta græna her- bergið af hendi enn á ný. Í kosning- unum í október 2017 fékk Framsókn aftur átta þingmenn en Vinstri- grænir 11 og héldu því græna her- berginu. En í kosningunum í haust urðu þau tíðindi að Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum og fékk 13 kjörna. VG tapaði þremur og fékk átta menn kjörna. Það kallar á flutning milli her- bergja, enn einu sinni. Á árum áður prýddu málverk af formönnum Framsóknarflokksins þingflokksherbergin. Að beiðni þing- flokksins voru málverkin flutt yfir á skrifstofusvæði þingflokksins í Aust- urstræti. Í staðinn voru sett listaverk að vali þingflokksins í þingflokks- herbergið í Alþingishúsinu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks er áfram með sama þingflokks- herbergið. Samfylking og Miðflokkur eru í herbergjum í þinghúsinu á 3. hæð, og Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn eru með þingflokksherbergi í Skála. Flutningarnir hafa ekki kallað á miklar tilfærslur en vitaskuld upp- færsla á búnaði, myndir fluttar og herbergi máluð ef þurft hefur, sam- kvæmt upplýsingum frá Rögnu Árna- dóttur, skrifstofustjóra Alþingis. Þá hefur verið unnið að því að skipa þingmönnum í skrifstofur og eru langflestir þingmenn komnir með sínar eigin skrifstofur. Tvær viðbyggingar hafa verið reistar við Alþingishúsið, Kringlan 1908 og Skálinn 2002. Nú standa yfir framkvæmdir við nýbyggingu á Al- þingisreitnum. Í henni verða m.a. skrifstofur þingmanna, aðstaða þing- flokka, fundarherbergi nefnda og skrifstofur starfsmanna þeirra. Þessi starfsemi er nú í leiguhúsnæði við Austurstræti. Byggingin verður um 6.000 fermetrar og verklok eru áætl- uð í lok apríl 2023. Framsóknarmenn komnir „heim“ - Hafa endurheimt græna herbergið - Vinstri-grænir komnir í það gula Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Græna herbergið Þingflokkur Framsóknar er kominn þangað á ný og eru þingmenn greinilega kátir með það. Á veggjum eru listaverk sem þeir hafa valið. Morgunblaðið/Heiddi Gula herbergið Málverk af formönnum Framsóknarflokksins nutu sín vel. Flutningaskipið M/V Selena kom til hafnar á Grundartanga á mánu- dagskvöldið eftir langa siglingu. Um borð í skipinu var stærsti súráls- farmur sem komið hefur til Norðuráls á Grundartanga, 55.000 tonn. Næststærsti farmur sem komið hefur til Grundartanga kom árið 2020 þegar M/V Ultra Div- ersity kom með 54.975 tonn af sú- ráli. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Selena lagði af stað sunnudag- inn 17. október kl. 20.22 að stað- artíma frá Gladstone í Ástralíu. Það tók því skipið tæplega tvo mánuði að sigla til Íslands. MV Selena hafði viðkomu á Las Palm- as til að taka olíu en síðan var bræla á hafi úti sem seinkaði för hingað til lands. Selena er útbúið til flutninga á þurrefni (bulk carrier). Þetta er splunkunýtt skip, smíðað árið 2020, og siglir undir flaggi Barb- ados. Það er með allra stærstu skipum sem komið hafa til Grund- artanga, 35.752 brúttótonn að stærð. Það er 199 metra langt og 32 metrar að breidd. Til saman- burðar eru hin nýju skip Eim- skips, Dettifoss og Brúarfoss, 26,169 brúttótonn. Þau eru stærstu skip íslenska flotans Áætlað er að það taki 10 daga að dæla súrálinu á land og Selena láti úr höfn 16. desember. sisi@mbl.is Heimshorna á milli með súrál - Selena kom frá Ástralíu með stærsta farm sem komið hefur til Grundartanga Ljósynd/marinetraffic.com Selena Er nýtt skip, byggt 2020. Dettifoss er 26.169 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.