Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 38

Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 38
38 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 þessu nafni er einn af 26 mönnum sem eftirlýstir eru af tyrneskum yfirvöldum vegna morðsins. Frétt- inni um handtökuna var fagnað víða. Sádi-Arabar fullyrða að hinn rétti Alotaibi hafi þegar verið dæmdur fyrir verknaðinn eins og allir aðrir sem í honum tóku þátt og sitji á bak við lás og slá. Nafnið er sagt mjög algengt í Sádi-Arabíu. Khashoggi var gagnrýninn á Stjórnvöld í Sádi-Arabíu fullyrða að Frakkar hafi farið mannavillt þegar lögreglan í París handtók Khaled nokkurn Alotaibi á þriðjudaginn og ásakaði hann fyrir að vera einn af höfuðpaurunum á bak við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Ankara í Tyrklandi árið 2018. Hinn handtekni var að fara um borð í flugvél á leið til Riyadh, höf- uðborgar Sádi-Arabíu. Maður með stjórnvöld í Sádi-Arabíu og hafði krónprinsinn Mohammed bin Salm- an horn í síðu hans. Hann flúði land og skrifaði reglulega í Washington Post. Síðast sást til Khashoggi úr öryggismyndavélum ganga inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Ist- anbúl til að sækja eyðublöð á meðan unnusta hans beið fyrir utan. Talið er að hann hafi verið myrtur á staðnum. Handtóku rangan mann - Sádi-Arabar segja Frakka hafa saklausan mann í haldi Pólskir landa- mæraverðir fundu í gær lík flóttamanns í skóglendinu við landamæri Hvíta-Rússlands. Hann var með vegabréf frá Níg- eríu í farangri sínum. Á annan tug flóttamanna hafa fundist látnir á svipuðum slóð- um á undanförnum mánuðum. Hef- ur kuldi og vosbúð orðið þeim að aldurtila eftir að þeir komust yfir landamærin, Þúsundir flóttamanna frá Mið-Austurlöndum hafa reynt að komast til Evrópuríkja frá Hvíta-Rússlandi og hafa þeir notið stuðnings stjórnvalda þar, en þau eru sögð vera að hefna þannig fyrir efnahagslegar refsiaðgerðir ESB gegn landinu. Mannréttinda- og hjálparsamtök segja að líklega séu mun fleiri látnir og að aðstæður flóttafólksins séu hörmulegar. PÓLLAND Enn finnst lík við landamærin Gaddavír er víða við landamærin. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, liggur undir harðri gagnrýni vegna samkvæmis sem starfsfólk á skrif- stofu hans á að hafa haldið rétt fyrir jólin í fyrra þegar allt slíkt samkomuhald var bannað vegna kórónuveirufaraldursins. Er ráð- herrann sakaður um að hafa sagt ósatt um vitneskju sína um málið eftir að myndbandi var lekið þar sem sjá má starfsfólkið henda gam- an að villandi skýringum á sam- kvæminu. Johnson hefur undan- farna daga neitað því að samkvæmið hafi yfirhöfuð verið haldið en myndbandið er sagt benda til þess að þau svör séu ekki rétt. BRETLAND Boris sakaður um að segja ósatt um partí Boris Johnson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann teldi að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skildi hvaða afleið- ingar það hefði í för með sér ef Rúss- ar réðust á Úkraínu, en Biden varaði Pútín við á fjarfundi þeirra í fyrra- dag að vesturveldin myndu beita Rússa mjög hörðum refsiaðgerðum ef til slíkrar innrásar kæmi. „Ég gerði [Pútín] það mjög ljóst að ef hann réðist inn í Úkraínu fylgdu því alvarlegar afleiðingar, efnahaglegar afleiðingar ólíkar öll- um sem hann hefði séð eða sem nokkur hefur séð til þessa,“ sagði Bi- den á blaðamannafundi í gær. Biden sagði að hann hefði tjáð Pútín að slík innrás myndi einnig kalla á að Bandaríkjaher myndi auka viðveru sína í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins, einkum þeim í austur- hluta Evrópu. „Ég gerði honum einnig ljóst að við myndum veita Úkraínumönnum varnarvígbúnað,“ sagði Biden, en hann útilokaði um leið að bandarískir hermenn myndu taka þátt í vörnum Úkraínu, án þess að Atlantshafsbandalagið væri sam- stiga um það. „Sú hugmynd að Bandaríkin myndu senda einhliða lið til að taka á móti Rússlandi að ráðast inn í Úkra- ínu er ekki á borðinu núna,“ sagði Bi- den og bætti við að Bandaríkin hefðu heilaga skyldu til að verja banda- lagsríkin í Atlantshafsbandalaginu, en að sú skylda næði ekki til Úkra- ínu, sem stendur utan bandalagsins. Þjóðverjar og Frakkar tóku í gær undir viðvaranir Bandaríkjamanna í garð Rússa varðandi innrás í Úkra- ínu. Olaf Scholz, hinn nýi kanslari Þýskalands, varaði við því í gær að það myndi hafa afleiðingar fyrir Nord Stream 2-jarðgasleiðsluna, sem nú er verið að leggja milli Rúss- lands og Þýskalands, ef Rússar hæfu innrás. Pútín varði hins vegar liðssafnað Rússa við landamæri sín að Úkraínu og sagði að Rússar gætu ekki annað en haft þungar áhyggjur af afleið- ingum þess ef Úkraínumenn gengju í Atlantshafsbandalagið, þar sem slíkri inngöngu hlyti að fylgja bæði herlið og herstöðvar. Myndi kalla á auknar varnir - Biden segir að Pútín skilji afleiðingar þess ef Rússar geri innrás í Úkraínu - Útilokar að Bandaríkjaher taki einhliða þátt - Afleiðingar fyrir Nord Stream 2 AFP Úkraína Úkraínskur hermaður gæt- ir skotgrafa í austurhluta landsins. Olaf Scholz, leiðtogi þýskra jafn- aðarmanna, er orðinn kanslari Þýskalands. Hann var kjörinn í embættið á þingi landsins í gær- morgun. Angela Merkel fer nú á eftirlaun og hættir stjórnmála- afskiptum eftir sextán ár á valda- stól og farsælan feril. Við atkvæðagreiðsluna í þinginu hlaut Scholz 395 atkvæði stjórnarliða en 707 greiddu at- kvæði. Ríkisstjórn hans er sam- steypustjórn jafnaðarmanna, Frjálsra demókrata og Græn- ingja. Stjórnin er í daglegu tali kennd við umferðarljós vegna einkennislita flokkanna, rauðs, guls og græns. Nýja stjórnin leggur aukna áherslu á umhverfismál og velferðarmál en fylgir í fótspor Merkel í utanríkismálum. Nýr kafli að hefjast í þýskum stjórnmálum Olaf Scholz orðinn kanslari AFP Emmanuel Macron Frakklands- forseti óskaði Olaf Scholz, nýjum kanslara Þýskalands, til hamingju með embættið í gær með þeim orð- um að saman myndu þeir skrifa næsta kafla í sögu Evrópu. Kosið verður í embætti forseta Frakk- lands á næsta ári og freistar Mac- ron þess þá að ná endurkjöri. Macron þakkaði Merkel, fráfar- andi kanslara, fyrir samstarf und- anfarinna ára. Hennar yrði minnst fyrir „að gleyma aldrei lærdómum sögunnar“. Þjóðarleiðtogar víða um heim sendu nýja kansl- aranum kveðjur. Lögðu þeir áherslu á að þeir vildu gott sam- starf og upp- byggilegt við nýju stjórnina í Berlín. Frakkar og Þjóðverjar hafa verið burðarásinn í ESB-samstarfinu og margar mikil- vægar ákvarðanir verið teknar á fundum Merkel og Macrons. Macron: „Við skrifum söguna saman“ Emmanuel Macron 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Tilvalin og nytsöm jólagjöf Þinn dagur, þín áskorun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.