Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarstjórn samþykkti fjárhags- áætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2022 á fundi sínum í fyrradag, auk fimm ára áætlunar til 2026. Í tilefni þessa sendi skrifstofa borgarstjóra frá sér fréttatilkynningu þar sem rakið er að rekstrarniðurstaða borgarinnar í heild á næsta ári sé áætluð um 9 milljarðar króna en að rekstur borgarsjóðs verði neikvæður um 2,8 milljarða króna. Í tilkynningunni segir einnig að fjármálastefna og fjárfest- ingarstefna geri „ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður í lok tímabilsins“. Það sem hins vegar gleymist alveg að nefna í tilkynningunni er hvernig skuldastaða borgarinnar hefur þróast og hvernig ætlað er að hún muni þróast á næstu árum, áður en kemur að lokum tíma- bilsins þegar loks er búist við að byrjað verði að greiða skuld- irnar niður. Þeir sem leggja á sig að lesa fjárhagsáætlun borgarinnar, sem borgarstjóri virðist treysta því – líklega með réttu – að fáir geri, sjá að skuldirnar hafa farið hratt hækkandi á liðnum árum og að gert er ráð fyrir að þær haldi áfram að hækka á næsta ári. Ekki bara það, skuldirnar eiga líka að hækka á árunum 2023, 2024 og 2025, en byrja svo að lækka á síðasta ári fimm ára áætlunarinnar, hversu trúverð- ugt sem það nú er. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur gagnrýnt skuldasöfnunina harðlega og bent á að reksturinn sé engan veginn sjálfbær. Rekstur sam- stæðu borgarinnar minni að ýmsu leyti á „skuldsettan vog- unarsjóð en afkoma borgarinnar byggir á afleiðum í áli og gjald- miðlum, endurmati á félagslegu húsnæði og fjárfestinga í fyrir- tækjum“. Því miður er staðan þannig að þetta lýsir henni rétti- lega, en meirihlutinn í borginni kýs að hlusta ekki á varnaðar- orðin en vill þess í stað reyna að tala sig út úr vandanum. Borgarstjóri gefur þær skýr- ingar á skuldasöfnuninni að þær séu hluti af „græna planinu“, fjárfestingaráætlun sem eigi að bæta stöðu Reykjavíkur, en miðað við undirliggjandi rekstr- arvanda og hvernig til hefur tekist með ýmsar fjárfestingar hljóta borgarbúar að taka þeim orðum með miklum fyrirvara. Ekki þarf annað en líta á rekst- ur skrifstofu borgarstjóra sjálfs til að átta sig á vandanum. Rekstur skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á að kosta yfir hálfan milljarð króna á næsta ári og hefur árlegur kostnaður við borgarstjóra og hans nán- ustu samstarfsmenn þá aukist um fjórðung á aðeins tveimur árum. Fyrir utan að laga til í rekstr- inum og reyna að forðast ítrekaðar framúrkeyrslur og bruðl í fjárfest- ingum gæti meiri- hlutinn gripið til ákveðinna ráða til að lækka skuldir borgarinnar og um leið bæta stöðu borgarbúa og atvinnulífs í borginni. Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn lögðu til að mynda fram tillögur, sem var hafnað eins og við var að búast, um að selja tilteknar eignir, Ljósleiðarann ehf., sem áður nefndist Gagnaveita Reykjavíkur, Malbikunarstöð- ina Höfða, sem orðin er alræmd fyrir óeðlilega viðskiptahætti á samkeppnismarkaði, auk þess að selja leigjendum Félags- bústaða, sem það vilja og geta, íbúðirnar sem þeir leigja. Síðastnefnda tillagan er mjög athyglisverð og ætti að ráðast í óháð fjárhag Reykjavíkur- borgar, þó að hann ýti undir þörfina á slíkri sölu. Tillagan gerir ráð fyrir að samtals 300 íbúðir verði seldar núverandi leigjendum á næstu þremur ár- um, sem er hófleg hugmynd, enda hefur þessum leiguíbúðum fjölgað mjög á undanförnum ár- um. Í greinargerð með tillög- unni kemur fram að þegar Fé- lagsbústaðir voru stofnaðir hafi íbúðir félagsins verið 828, en séu nú 2.966. Þá séu uppi áform um að fjöldinn verði kominn í 3.412 árið 2025. Í greinargerðinni segir einnig að þrátt fyrir þessa fjölgun séu mörg hundruð á biðlista. Ef- laust skýrist það meðal annars af þeim húsnæðisskorti og því háa íbúðaverði sem meirihlutinn í Reykjavík ber ábyrgð á, en það réttlætir ekki að fjölga stöðugt þeim sem þurfa að fá leiguíbúð hjá Reykjavíkurborg. Slíkt úrræði þarf að vera fyrir hendi, en ef mögulegt er ætti að líta á það sem tímabundna lausn, ekki leið til frambúðar fyrir þá sem hafa vilja og getu til eignast eigið húsnæði. Og staðreyndin er sú, að sam- kvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vilja um 91% þeirra sem eru í leigu- húsnæði eignast sitt eigið hús- næði. Sláandi er í því samhengi að einungis 1% þeirra sem leigja hjá Félagsbústöðum kom- ast út úr því kerfi og í eigið hús- næði. Það getur ekki verið markmið Reykjavíkurborgar að sífellt fleiri borgarbúar búi í húsnæði í eigu borgarinnar. Sjálfsagt er að borgin reyni að snúa þróun síðustu ára við með því að hjálpa leigutökum að eignast íbúðirnar. Um leið gæti borgin lækkað eigin skuldir. Ekki veit- ir af fyrir borg sem áður var vel rekin en yfirvöldum hefur á undanförnum árum tekist að koma í verulegan fjárhags- vanda. Meirihlutinn telur sig geta talað Reykjavíkurborg út úr rekstrar- og skuldavanda} Borg í fjárhagsvanda F átækt er ekki náttúrulögmál held- ur pólitískt val ráðandi afla. Ný fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hafa nú litið dagsins ljós og þar sjást áherslur rík- isstjórnarflokkanna þriggja, svart á hvítu. Þau ætla ekki að jafna kjörin í landinu nú þegar staða ríkissjóðs vænkast. Það er ekki þeirra forgangsmál þrátt fyrir fögur fyrirheit í að- draganda kosninga. Munurinn milli lægstu launa í landinu og líf- eyris frá almannatryggingakerfinu heldur áfram að aukast og verður um næstu áramót heilar 88 þúsund krónur á mánuði. Bilið hefur stöðugt aukist frá því Sjálfstæðisflokkur tók við stjórnartaumum ásamt Framsóknarflokki árið 2013 og þeir stjórnarflokkar sem nú halda áfram samstarfi virðast ætla að halda áfram að auka þetta bil. Fyrirheit í stjórnarsáttmála um að gera betur við eldra fólk er góðra gjalda vert en úrlausnin virð- ist eingöngu falla að þeim rúmlega 10% sem hafa atvinnu- tekjur en ekki þeim sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum. Frítekjumark atvinnutekna eldra fólks verður tvöfaldað en ekkert verður hróflað við frítekjumarki atvinnutekna þeirra sem eru á örorku og eru með ákvörðun ríkisstjórn- arflokkanna föst í 109 þúsund krónum og hafa verið föst í þeirri krónutölu frá árinu 2009. Við skulum hafa það í huga að verðlag hefur á sama tíma hækkað um 52,5% og er matarkarfa sem þá kostaði rúmar 12 þúsund krónur á tæpar 19 þúsund í dag. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, hefur verið iðinn við að greina þróun almanna- trygginga á Íslandi og bera saman við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Hefur hann bent á að íslensk stjórnvöld hafa valið að verja hvað minnstum hluta af landsframleiðslu til velferðarmála miðað við þróuð vestræn ríki innan OECD. Þar er Ísland langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum á sama tíma og skatt- byrði á lífeyrisþega hefur stóraukist. Skerð- ingar á þeim hópum sem eru á lífeyri eru um- talsverðar í öllu tilliti og leiðir til þess hróplega óréttlætis sem eykst með degi hverjum í boði ríkisstjórnarinnar sem ætlar að setja málin í nefnd ef marka má stjórnarsáttmálann. Svar ráðherra við þessu er að ekki megi gleyma að halli ríkissjóðs sé verulegur, sem er rétt, en þó ætlar ríkisstjórnin á sama tíma að verja um- talsverðum fjármunum í uppstokkun stjórnarráðsins. Ísland er í kjöraðstöðu til að fjárfesta í fólki. Sú fjárfest- ing mun alltaf skila efnahagslegum ávinningi til fram- búðar því fjárfesting í fólki léttir álag og sparar fjármuni á öðrum sviðum. Það að halda fólki í fátækt leiðir til meiri útgjalda í heilbrigðis-, velferðar- og réttarkerfinu. Fátækt er pólitísk ákvörðun og nú þegar ljóst er að staða rík- issjóðs er betri en áætlanir sögðu til um er engin afsökun fyrir því að vinna ekki markvisst að því að útrýma fátækt á Íslandi. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Val ríkisstjórnar er skýrt Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Enginn látinn af völdum Ómíkron enn BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ó míkron-afbrigði kór- ónuveirunnar er mun smitgjarnara en fyrri af- brigði hennar. Útbreiðsla hennar hefur verið undraskjót, eink- um í Suður-Afríku þar sem hennar varð fyrst vart. Útbreiðsla veir- unnar er þó ekkert hjá útbreiðslu frétta af henni, sem hafa skotið mörgum skelk í bringu og heilbrigð- isyfirvöld víða um heim hafa gefið út viðvaranir vegna hennar og sagt fólki að búa sig undir hið versta. Í gær varaði þannig Sóttvarna- stofnun Evrópu (ECDC) við því að á næstu vikum mætti búast við aukn- um sjúkrahúsinnlögnum og dauða kórónuveirusjúklinga, sem einkum mætti rekja til ónægrar bólusetn- ingar og aukinnar útbreiðslu Ómík- ron-afbrigðisins. „Ómíkron-afbrigðið eykur áhyggjurnar verulega,“ sagði Andr- ea Ammon, forstjóri ECDC, á fundi með heilbrigðisráðherrum Evrópu- sambandsins (ESB) í Brussel. Sem stendur hafa 19 Evrópulönd skráð 274 smit Ómíkron-afbrigðisins, en búist er við að þeim fjölgi ört á næstu dögum. Fátt er svo með öllu illt Fyrstu rannsóknir benda til þess að Ómíkron-afbrigðið breiðist út tvöfalt hraðar en Delta-afbrigðið skeinuhætta. Af því er full ástæða til þess að hafa áhyggjur, einkum ef veikindi vegna Ómíkron leggjast af fullum þunga á heilbrigðiskerfin. Hins vegar eru vísbendingar um að Ómíkron valdi ekki jafn- miklum og alvarlegum veikindum og fyrri afbrigði. Þannig er óneitanlega athyglisvert að enn sem komið er hefur enginn dauðdagi verið skráður vegna veikinda af völdum þess. Enn sem komið er hefur út- breiðslan verið langmest í Suður- Afríku og því hafa sérfræðingar um heim allan beðið rannsókna þaðan í ofvæni. Fyrstu niðurstöður gefa til- efni til aukinnar bjartsýni, þó hafa verði alla fyrirvara um að síga kunni á ógæfuhliðina síðar. Samkvæmt rannsókn Steve Biko/Tshwane- héraðssjúkrahússins í Pretoríu finna flestir fyrir afar vægum einkennum og sárafáir sjúklingar hafa þurft á öndunaraðstoð að halda, en þeir veikustu séu undantekningarlaust óbólusettir. Fareed Abdullah, sem stýrði rannsókninni, vekur enn- fremur athygli á því að þeir sem hafi þó þurft að leggja inn á sjúkrahús hafi aðeins þurft að vera þar í þrjá daga að meðaltali, en fram að þessu hefur meðaltalið verið 8,5 nætur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sömu sögu að segja. Ómíkron-smit hafa verið staðfest í 38 löndum, en engir dauðdagar af þess völdum. Soumya Swaminathan, vísindaforstjóri WHO, hvetur til stillingar og segir ástæðulaust að fyllast skelfingu vegna Ómíkron. Eins sé enn óljóst hvort breyta þurfi bóluefnum vegna þess. Fyrir sitt leyti greindi Pfizer frá því í gær að þriðji örvunar- skammturinn af bóluefni fyrir- tækisins gæti skipt sköpum til þess að líkaminn gæti varist Ómíkron. Vafalaust mun fleira koma í ljós um Ómíkron-afbrigðið á næstu dög- um, en miðað við það, sem þegar er vitað, er ástæða til hóflegrar bjart- sýni. Þar munar auðvitað mestu að dauðsföll hafa engin orðið enn og að í langflestum tilvikum eru einkennin mjög væg. Sérstaklega þó ef bólu- setning veitir frekari vörn, en hér á Íslandi eru 90% landsmanna, 12 ára og eldri, fullbólusett. Þegar hafa 121.234 fengið þriðja örvunar- skammtinn, sem virðist aftra smiti mjög og gera einkenni mjög mild hjá þeim sem þó veikjast. Auðvitað kann Ómíkron að reynast verri viðureignar en nú sýn- ist, en samt er óþarfi að mála skratt- ann á alla veggi. Fyrir aðeins mánuði vonuðust Suður-Afríkubúar til að faraldurinn væri að ganga niður, en 8. nóvember greindist fyrsta tilfelli Ómíkron-afbrigð- isins, sem síðan hefur smitast hratt í landinu og breiðst þaðan út um heim. Vísindamenn telja nú að Ómíkron hafi skömmu síðar útrýmt öðrum afbrigðum í Suður-Afríku, en segja má að ólík afbrigði veirunnar séu í samkeppni, líkt og sjá má á tölfræðigrafinu hér að ofan. Þar sigrar það afbrigði sem flesta smitar og hraðast og þar hefur Ómíkron vinninginn á fyrri afbrigði. Reynist það auk þess valda mun minni veikindum og dauða gæti Ómíkron falið í sér lausn með því að útrýma hættulegri afbrigðum. Það er þó háð því að það smitist jafnört annars staðar, sem enn er óvíst. Ómíkron lagði önnur afbrigði HEIMSFARALDURINN Í SUÐUR-AFRÍKU Eftir helstu afbrigðum veirunnar, staðfest dagleg smit Nýgengi kórónuveirunnar í Suður-Afríku Heimildir: TomWenseleers (2021), SANICD og GISAID A M J J Á S O D J F M A M J J Á S O N D 0 10.000 5.000 15.000 20.000 2021 Beta Alfa C.1.2 Önnur afbrigði Delta Ómíkron
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.