Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Fyrir þó nokkru birti Skúli Gunnar Sig- fússon grein á visir.is. Í greininni segir Skúli: „… er ekki ein- göngu þekktur fyrir að tæla til sín unglings- stúlkur heldur hefur hann tælt til sín ungar konur sem eru veikar fyrir vegna fíknivanda og borið í þær vímu- efni. Þannig nýtir lögmaðurinn sér neyð þeirra og kemur fram vilja sínum. Um þetta hefur verið fjallað á opinberum vettvangi. „… er gæddur þeirri ónáttúru að hann tældi unga nýmóður fyrir nokkrum árum þegar hún var ný- komin úr meðferð við fíknivanda. Móðirin hafði ætlað sér að standa sig fyrir ungt barn sitt en lögmað- urinn taldi hana á að þiggja frekar áfengi og kókaín heima hjá sér en að fara til barnsins síns. Þetta gerði hann endurtekið þrátt fyrir að hún reyndi að mótmæla tælingu hans og marg- segði honum að hún vildi standa sig fyrir barnið sitt. Móðirin náði sér aldrei eftir að lögmaðurinn felldi hana og tók að lokum eigið líf inni á Vogi. Þetta hefur komið fram í fjölmiðlum áður og er alkunna.“ Eins og þekkt er þá getur bæði fram- kvæmdaleysi og fram- kvæmd falið í sér afstöðu. Jean- Paul Sartre orðaði þetta á þá leið að öll orð hafi afleiðingar og sama gildi um alla þögn. Bréfritari og sá lögmaður sem Skúli Gunnar Sigfússon fjallar um í grein sinni eru skyldaðir að lögum til að vera í sama félagi, Lögmanna- félagi Íslands. Við lestur greinar Skúla hugleiddi bréfritari að hans þögn mætti túlka sem samþykki á framangreindri hegðun. Bréfritari sendi þess vegna uppsögn á fé- lagsaðild sinni til stjórnar lög- mannafélagsins. Með uppsögninni fylgdi tilvísun í dóm Hæstaréttar nr. 144/2014 þar sem reyndi á úr- sögn úr félagi þar sem var um að ræða skylduaðild, sambærilega þeirri sem bréfritari býr við sem starfandi lögmaður. Í útdrætti í dóminum segir: „Var það mat Hæstaréttar að ekki hefði verið sýnt fram á að skylda fasteignasala til að vera fé- lagsmenn í F væri nauðsynleg til þess að það gæti sinnt því hlutverki, sem félaginu hefði verið falið með lögum nr. 99/2004. Gengi síðari málsliður 1. mgr. 18. gr. laga nr. 99/ 2004 þannig gegn 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og yrði ákvæð- inu því ekki beitt.“ Bréfritari fær ekki séð nauðsyn þess að hann sé skyldaður til að vera í félagi með öðrum lögmönn- um. Til viðbótar má vísa til máls Varðar Ólafssonar fyrir Mannrétt- indadómi Evrópu þar sem Vörður taldi að skylduaðild að SI væri í andstöðu við m.a. 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. Mann- réttindasáttmálans. Niðurstaða dómsins var á þá leið að aðildin stæðist ekki 11. gr. Mannréttinda- sáttmálans. Stjórn lögmannafélagsins svaraði erindi bréfritara um úrsögn á þann veg að honum væri frjálst að hætta lögmennsku. Nú hefur komið fram í dagsljósið mál annars lögmanns. Undirritaður hafði um árabil heyrt af hans ótil- hlýðilegu háttsemi sem lögmaður- inn sjálfur viðurkennir að hafa við- haft í aflausnarbeiðni sem birtist á mbl.is til þolenda háttsemi hans. Fyrir nokkru birti Telma Hall- dórsdóttir lögmaður eftirfarandi á facebooksíðu sinni: „Hún fékk loksins nóg þegar hann skellti henni á skrifborðið hjá sér og ætlaðist til þess að hún svæfi hjá sér. Hennar viðbrögð fyrir utan sjokkið var að tala við sinn yfir- mann sem var kona og greina frá áreitninni. Nokkru seinna var hún kölluð inn á fund nokkurra eigenda þar sem henni var sagt upp störf- um.“ Samkvæmt visir.is er svar lög- mannsstofunnar um þetta atriði eft- irfarandi: „Á sínum tíma hafi verið brugðist við í samræmi við verkferla sem þá voru til staðar. Nú veit sá er þetta ritar ekki hvernig umræddir verkferlar eru hjá lögmannsstofunni. Miðað við framangreint þá virðast verkferl- arnir vera með þeim hætti að ef ein- hver starfsmaður kvartar undan slíkri hegðun sem Telma lýsir þá er honum sagt upp starfinu. Er það svo? Önnur grein siðareglna lög- mannafélagsins er svohljóðandi: „Lögmaður skal gæta heiðurs lögmannastéttarinnar, jafnt í lög- mannsstörfum sínum sem öðrum at- höfnum.“ Félagsaðild mín í lögmannafélag- inu myndi fela í sér, samanber framangreinda siðareglu, að hegðun lögmannsins sem Skúli fjallar um væri samþykki á þeirri hegðun og ekki nóg með það heldur fæli sú hegðun í sér að gæta heiðurs lög- mannastéttarinnar. Þetta get ég ekki fallist á, og það er þess vegna íþyngjandi að löggjafinn ákveði að ég skuli vera í félagi með mönnum sem eru þeirrar gerðar sem ég tel ekki réttlætanlega. Rétt er í þessu tilfelli að huga að því sem Henry Alexander Henrys- son og Páll Skúlason segja í grein sinni Dygðir en þar segir: „Þessi stefna innan siðfræðinnar er svokölluð dygðasiðfræði. Sam- kvæmt henni eru það ekki meg- inreglur um hegðun eða afleiðingar breytni einar sér sem ákvarða hvað er mikilvægast að hafa í huga við siðfræðilega útlistun, heldur vega þar þyngst eiginleikar sem fólk hef- ur tamið sér og hvernig þeir ákvarða hegðun þess og breytni. Þessir eiginleikar eru það sem við köllum dygðir.“ Í samræmi við framangreint ósk- ar bréfritari eftir því að lögum um lögmenn verði breytt og ákvæði um skylduaðild verði fellt úr lögunum. Við breytingu á lögunum mætti hafa í huga að löggjafinn telur, stundum, að formið sé framar efn- inu, en svo er ekki. Opið bréf til dómsmálaráðherra, um skylduaðild að félögum Eftir Berg Hauksson »Móðirin náði sér aldrei eftir að lögmaðurinn felldi hana og tók að lokum eigið líf inni á Vogi. Bergur Hauksson Höfundur er lögmaður. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.