Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Elírnós Líndal
elinros@mbl.is
Ása Tryggvadóttir keramikhönn-
uður hefur rekið verkstæði og gall-
erí í fallegu gömlu húsi við Vatns-
stíg 3 síðastliðin sjö ár. Ása er þekkt
fyrir hvannarstilkana sína úr hvítu
postulíni sem eru vinsælir núna.
Hún er orðin spennt fyrir jólunum
þótt undirbúningurinn fyrir þau sé
með öðru sniði en áður.
Hafa prófað að vera
á Spáni um áramótin
„Við hjónin bjuggum á Raufar-
höfn okkar fyrstu búskaparár með
strákunum okkar þremur þar sem
við sköpuðum okkar hefðir. Við vor-
um með rjúpur sem maðurinn minn
veiddi en hvorugt okkar ólst upp við
það. Á meðan hann eldaði rjúpurnar
fór ég í messu. Ég var í sóknarnefnd
þannig að ég fór auðvitað í kirkju.
Ég hélt því svo áfram þegar við
fluttum á Seltjarnarnesið og finnst
það alltaf svo jólalegt.“
Hvernig verða jólin á þessu ári?
„Við ætlum að prófa að vera á
Spáni, ef það verður í lagi vegna
kórónuveirufaraldursins. Við höf-
um verið á Spáni um áramót og
hefur það verið mjög gaman.
Spánverjar eru mjög hressir um
jól og áramót. Við borðuðum á
huggulegum veitingastað á gaml-
árskvöld, sem var fallega skreytt-
ur, við fengum alls konar grímur
og flautur, svo var brjálað stuð
hjá hljómsveitinni, dansað og
hlegið.“
Ása er ekkert sérstaklega mikil
jólakona í dag að eigin sögn en
hefur gaman af því að gera fínt í
kringum sig á jólunum.
„Ég kann að meta að leggja fal-
lega á borð og skreyta smávegis.
Það er samt alltaf að minnka
áhuginn fyrir að skreyta. Ég vil
einfalda jólaskrautið, helst hafa
allt í einum kassa í geymslunni.“
Hún er þó sannfærð um að fal-
legar gjafir gleðji á jólunum.
„Það er alltaf gaman að fá fal-
legan pakka. Innihaldið þarf ekki
að vera stórvægilegt, en það er
mest gaman að nota óhefðbund-
inn pappír og skraut.“
Með fastar hefðir sem hafa
skapast í gegnum árin
Það sem Ása gerir alltaf fyrir jól-
in er að steikja laufabrauð.
„Þegar við gerum laufabrauð, þá
kemur systir mín og hennar fjöl-
skylda og við skerum út og steikj-
um, höfum síld og smökkum hangi-
kjöt. Það eru eins konar litlu jól.
Það er eins alltaf gerður sérríís fyr-
ir jólin, þar sem notast er við gamla
uppskrift frá mömmu. Ísinn elskum
við öll.“
Ása er löngu hætt að baka og seg-
ir hún engan á heimilinu sakna þess.
„Við erum lítið fyrir kökur, en ég
kaupi alltaf pavlovur sem Odd-
fellowkonur baka og selja á basar
fyrir jólin. Það er einstaklega gott
að setja ber og rjóma á þær.“
Hvað dreymir þig um í jólagjöf?
„Ég væri alveg til í eitthvað fal-
legt frá Spaksmannsspjörum. Þar
er allt svo tímalaust og fallegt.“
Gaf manninum sínum sömu
jólagjöfina tvisvar
Hver er sniðugasta gjöfin sem þú
hefur gefið á jólunum?
„Ég gaf manninum mínum tvisvar
sömu jólagjöfina. Það var bók eftir
Böðvar Guðmundsson sem var enn í
plastinu eftir tvö ár svo ég pakkaði
henni bara aftur inn og setti undir
jólatréð! Mér og strákunum fannst
þetta mjög fyndið. Ég held að hann
hafi tekið hana úr plastinu þarna í
seinna skiptið.“
Hvað ertu að gera nýtt og spenn-
andi á verkstæðinu þínu?
„Hvítu hvannarstilkarnir eru
klassískir og hef ég gert þá í 10 ár.
Ég er nú að gera þá stóra og í fleiri
litum, í svörtu og bronslit. Ég geri
einnig bolla sem hafa verið vinsælir
lengi en ég hannaði þá fyrst í nám-
inu mínu. Þeir hafa verið í björtum
og fallegum litum sem fólk hefur
verið ánægt með.“
„Spánverjar eru mjög hressir á jólunum“
Ása Tryggvadóttir keramikhönnuður tekur hlutina
ekki of alvarlega á jólunum. Hún reiknar með að vera
á Spáni og gefa bóndanum fallega glænýja jólagjöf
en ein jólin fékk hann sömu gjöfina í annað sinn.
Litríku bollarnir sem Ása gerir vekja athygli víða.
Hjónin skemmtu sér konunglega á
Spáni um áramótin í fyrra.
Hún er sannfærð um að
fallegar gjafir gleðji á jólunum
og mælir með að fólk vandi sig
við að pakka þeim inn.
Ása kann að meta
að leggja fallega á
borð fyrir jólin.
Margir velja
bleikan lit á jól-
unum þetta árið.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646