Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Einungis fimmtungur 15 ára ung- linga nær átta klukkustunda svefni á skóladögum. Þessir krakkar ná að- eins að meðaltali sex og hálfri klukku- stund í svefn en svefninn minnkar enn meira, eða um nærri hálfa klukkustund, þeg- ar unglingarnir fara í framhalds- skóla. Þá minnkar hreyfing hjá ung- lingunum til muna eftir að þau skipta um skólakerfi. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn, sem unnin er af vísindamönnum við Há- skóla Íslands, á heilsu og svefni ung- menna þar sem þeim var fylgt eftir úr tíunda bekk og fram í framhalds- skóla. Voru áhrifin við það að skipta um skólakerfi sérstaklega skoðuð, sérstaklega hvað varðar svefnvenjur og hreyfivirkni. „Það sem sérstaklega vakti athygli okkar var þessi mikli munur á milli skólakerfanna. Það er að segja að fara úr grunnskóla, úr vernduðu um- hverfi með foreldrum og kennurum, og að fara yfir í framhaldsskólann. Það eru miklar breytingar sem urðu á lifnaðarháttum þessara ungmenna,“ sagði Erlingur S. Jóhannsson, pró- fessor í íþrótta- og heilsufræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og verkefnisstjóri rannsóknarinnar, en hann mætti í morgunþáttinn Ís- land vaknar og ræddi um niðurstöður hennar á dögunum. Sagði hann rann- sóknina vera þá stærstu, að hans áliti, sem hefði verið framkvæmd í grunn- skólum og í skólakerfinu hér á landi, með svo öflugu vísindastarfi. Svefnmynstrið breyttist „Við sjáum það mjög vel hér að svefnmynstrið þeirra breyttist við að koma í framhaldsskólann. Skóla- umhverfið þeirra breyttist. Þau hreyfðu sig miklu minna en þau gerðu í 10. bekk,“ útskýrði Erlingur en til að mynda náðu tæplega ellefu prósent 15 ára ungmenna ráðlögðum átta tíma svefni en talan fór niður í tæplega sjö prósent hjá 17 ára ung- mennum. Aðspurður sagði Erlingur þó að lítill kynjamunur væri sjáan- legur miðað við niðurstöður rann- sóknarinnar. „Það sofa allir alltof lítið“ „Svefninn er mjög svipaður, það sofa allir alltof lítið,“ sagði hann. „Ráðleggingarnar eru, eins og við vitum, 8-10 tímar hjá þessum krökk- um. Og þessir krakkar sofa ekki nema sex tíma, sem er lítið. Það er eingöngu fimmti hver sem nær þess- um ráðlegginum,“ sagði Erlingur. En hvað er það sem gerist á milli 15 og 17 ára? „Það virðist vera að foreldrar sleppi taumnum svolítið þegar þau koma yfir í framhaldsskólann,“ sagði Erlingur en hann segist telja álag í skólum hafa áhrif á það að bæði svefn og hreyfing minnki hjá ungmennum við komuna í framhaldsskóla enda er breytinguna ekki að sjá um helgar, að hans sögn. Hafa ekki tíma „Helmingur af 17 ára krökkum í þessu úrtaki hreyfir sig ekki reglu- lega. Það minnkar um helming og þessi minnkun átti sér eingöngu stað á virkum dögum, þegar þau voru í skólanum. Hún átti sér ekki stað um helgar. Þá náðu þau að hreyfa sig og að sofa. En það er svo mikið að gera í skólanum, svo mikið að gera í vinnunni og félagslífinu og öllu þessu að þau hafa ekki tíma til að hreyfa sig,“ sagði Erlingur en hann segir að stærsta ógnin hvað varðar svefninn hjá ungmennunum sé mikil óregla sem er á svefni þeirra. „Menn hafa hingað til einskorðað allar ráðleggingar við lengd svefns- ins. Hversu mikið maður sefur. En það er þessi mikla óregla. Þú ferð aldrei að sofa á sama tíma. Við erum með 250 krakka í þessum gagna- banka og við erum með 250 svefn- mynstur. Af því að sumir fara að sofa klukkan eitt til tvö virka daga og um helgar sofa þeir kannski eina nóttina ekki neitt. Það er ofboðslega mikil óregla og þegar maður talar um vís- indi hér og tengir ótregluna á svefni við lifnaðarhætti þá tengist það,“ sagði Erlingur. Hlaðvarp um heilsuhegðun Hlaðvarp sem byggist á rannsókn- inni er aðgengilegt á helstu streymis- veitum, undir nafninu Heilsuhegðun ungra Íslendinga, en þar eru fengnir til samtals vísindamenn sem koma að rannsókninni og ræða um niður- stöður hennar á mannamáli við ungt fólk á framhaldsskólastigi. Einnig er hægt að nálgast hlaðvarpið inni á vef- síðu rannsóknarinnar heilsuhegd- un.hi.is. Sofa og hreyfa sig minna í framhaldsskóla Erlingur Sigurður Jóhannsson er verkefnisstjóri umfangsmikillar rannsóknar sem hefur meðal annars leitt í ljós að svefn og hreyfing minnkar umtalsvert hjá ungmennum við það að fara í framhaldsskóla. Breyting Rannsókn á heilsuhegðun ungmenna bendir til þess að miklar breytingar verði á svefni og hreyfingu þeirra við að fara á milli skólakerfa. Erlingur S. Jóhannsson Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ísland vaknar mun vakna á Selfossi á milli kl. sex og tíu á föstudag og færa landsmönnum jólastemninguna beint í æð frá nýja miðbænum. Munu þau Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel spjalla við marga góða og skemmtilega gesti í þættinum. Miðbærinn að vetrarlagi „Það verður geggjað að koma á Selfoss. Þetta er bærinn sem er allt- af fullur af lífi og fjöri. Nýi miðbær- inn er geggjaður. Við komum við í sumar og það var alveg æðislegt. Ég hlakka mikið til að heimsækja hann að vetrarlagi,“ segir Kristín Sif, einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar. Frábærir gestir „Við munum fá til okkar frábæra gesti. Hlynur Magnús Hreiðarsson ætlar til dæmis að koma til okkar,“ segir hún. Fleiri góðir gestir munu heimsækja þremenningana þar sem þau munu senda út í beinni frá mat- höllinni Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi en meðal gesta verður Ásta Björk Grímsdóttir úr versluninni Motivo en hún er með kampavínsbar inni í versluninni. Spennan verður mikil í vikulegu lagakeppninni. Fylgstu með Stínu, Jóni og Ás- geiri á K100 þar sem gleðin mun ráða ríkjum á föstudag eins og alla daga. Ísland vaknar Morgunþátturinn með Jón Axel, Kristínu Sif og Ásgeiri Páli verður í beinni frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi á morgun, föstudag. Heimsækja miðbæinn að vetrarlagi Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel í Ísland vaknar verða í beinni frá nýjum miðbæ Selfoss á morgun, föstudag, og fá marga góða gesti í heimsókn. Þre- menningarnir hlakka til að upplifa miðbæinn að vetr- arlagi og hækka í jólagleðinni með landsmönnum. Ljósmynd/Árni Leósson Jól Það er jólalegt í miðbænum. Góðar jólagjafir fyrir konur komu til tals í Ísland vaknar á dögunum. Hér eru nokkrar góðar uppástungur sem ræddar voru í þættinum. Dekur Feitur dekurpakki slær alltaf í gegn að sögn eins hlustanda. Skór Flottir skór hitta yfirleitt í mark. Góð bók Það er alltaf kósí að detta inn í góða bók á jólunum. Gott krem Það er alltaf gaman að fá gott krem. Fallegur skartgripur Skartgripir, sér- staklega skartgripir með einhverja hugsun á bak við, hitta yfirleitt í mark. Ljósmynd/Colourbox Jólagjöfin fyrir hana www.bakoisberg.is E L DHÚS A L L RA L ANDSMANNA HÁGÆÐA VÍNGLÖS FRÁ ZW IESEL FYR IR VANDLÁTA Embrace 16.995 kr. St. 36- 41 SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS DÖMU VETRARSKÓR LOÐFÓÐRAÐIR OG LÉTTIR VETRARSKÓR ÚR RÚSKINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.