Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 55
tímum með frekar döprum ein- kunnum en það truflaði okkur lítið. Þakka þér Pétur minn fyrir góðu kynnin. Ég mun aldrei gleyma þér og minning þín lifir ávallt innra með mér. Megir þú hvíla í friði og vera okkur fyr- irmynd um ókomna framtíð. Þinn vinur, Sigmundur Árni Sigurgeirsson. Þegar ég mætti fyrsta skóla- daginn minn í þriðja bekk var ég hæstánægður með það að annar Pétur var líka að byrja þann dag. Frá þeim degi mynd- uðum við sterkt vinasamband sem við áttum út okkar grunn- skólagöngu og fyrir það verð ég að eilífu þakklátur. Þú gerðir mig sterkari og hjálpaðir mér og öðrum í kringum þig meira en þú nokkurn tímann vissir. Þrátt fyrir minna samband eftir menntaskóla varstu alltaf til staðar og hjálpaðir mér í gegn- um erfiða tíma sem segir allt sem segja þarf um þig. Þú varst fyrirmynd fyrir mig og flesta sem fengu að kynnast þér. Þú og þín fjölskylda verða ávallt í mínu hjarta. Pétur Bergvin. Æskuárin okkar einkenndust af vinalegri stríðni þar sem við vorum lítil og skotin hvort í öðru. Á unglingsárunum áttuð- um við okkur á því hve góða og dýrmæta vináttu við áttum og héldum í hana og stríðnina sem fylgdi. Ég leit alltaf á þig sem einn af mínum nánustu vinum. Þú varst yfirburða á öllum svið- um; í íþróttum, námi og að ógleymdu viðskiptavitinu sem þú hafðir frá því þú varst ungur. Þú varst áræðinn og fylginn þér í þeim verkefnum sem þú tókst þér fyrir hendur. Það var svo aðdáunarvert að fylgjast með þér, svo heilsteyptur og bjart- sýnn. Þú varst alltaf til staðar og það var hægt að leita til þín með öll heimsins málefni. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi skilið eftir Flensborg héldum við áfram sambandi og vissum alltaf af vináttu hvort annars. Þú kall- aðir mig skoffín sem ég fletti loksins upp og þýðir stelputrippi eða fífl, sem lýsir vináttu okkar mikið og mér þykir vænt um. Kristín Björk. Elsku Pétur okkar. Þegar við hugsum til baka til skólaáranna, þá er vinátta okkar fjögurra stór hluti af æsku okkar allra. Minningarnar flæða og hitta okkur í hjartað. Hláturinn er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig elsku Pétur okkar. Það var alltaf gaman í kringum þig og hvar sem þú komst lýstir þú upp rýmið. Við gleymum því ekki þegar þú labbaðir inn í 3. bekk, það vildu allir kynnast þér og þú vildir kynnast öllum. Þeg- ar horft er yfir grunnskólaárin er minningin um þig svo sterk. Eftir því sem við kynntumst þér betur var okkur ljóst að þú myndir ná markmiðum þínum, enda varstu algjör keppnis, í sérflokki. Hvernig þú svona ungur gast búið til alls konar viðskiptahugmyndir munum við aldrei skilja en sjáum að það var vegna bjartsýni þinnar og dugn- aðar, sem einkenndi þig. Það er erfitt að hugsa lífið án þín. Það var erfitt og sárt að vita af þér í veikindum þínum sem við vonuðum og trúðum að þú kæmist yfir. Á þessari stundu er okkur efst í huga þakklæti fyrir þig og vináttuna, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Hugur okkar og samúð er hjá foreldrum þínum, systk- inum og öðrum ástvinum sem eiga um sárt að binda og við biðjum Guð að styrkja þau. Guð blessi þig elsku Pétur og minn- ingu þína sem við varðveitum. Þínir vinir, Kristín Björk Ingimarsdóttir, Pétur Bergvin Friðriksson og Ólafur Bjarni Bergsson MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021 ✝ Magnús Már Guðmundsson fæddist 28. apríl 1954 í Reykjavík. Hann lést 27. nóv- ember 2021 á Hjúkrunar- heimilinu Fellsenda í Dölum. Foreldrar hans voru Guð- mundur Magn- ússon, f. 9. júní 1925, d. 28. febrúar 2018, bifreiðarstjóri í Reykjavík og Margrét Jónfríður Björns- dóttir, f. 21. apríl 1927, hús- móðir í Reykjavík, d. 30. júlí 2005. Bræður Magnúsar eru: a) Vignir, f. 20. september 1956, kvæntur Sigurbjörgu Þráins- dóttur, f. 12. ágúst 1956. Þau eiga tvær dætur: 1. Margrét, maki Magnús Viðar Árnason. Þeirra börn eru Róbert og Kar- itas Milla. 2. Kristjana, fyrrver- andi maki Gísli Pétur Hinriks- son. Þeirra börn eru Ari Edvald og Amilía. Kristjana er í sambúð með Audun Holt. b) Björn Steinar, f. 2. október 1960. Hann var kvæntur Lauf- eyju Helgu Ás- mundsdóttur. Þau eiga þrjá syni: 1. Guðmundur Arnar, maki Steffi Boesen, þeirra sonur Victor Nord. 2. Brynjar Örn, maki Sheila Ramezani Namin. 3. Kristófer Aron. Magnús ólst upp í Vogahverf- inu í Reykjavík en bjó síðan á ýmsum stöðum en síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum. Magnús var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 9. desember 2021, klukkan 13. „Sæll Ingi minn, hvar ertu núna?“ Svona byrjuðu gjarnan símtölin frá Magnúsi frænda. Það leið vart sá dagur síðustu ár- in að hann ekki hringdi og spyrði frétta. Símtölin oftast stutt og hnitmiðuð, gjarnan spurt um veðrið og fjölskylduhagi og end- uðu á orðunum: Megi guð vera með þér. Í æsku var Magnús efnilegt barn og augasteinn for- eldra sinna, gæddur góðum námshæfileikum, en á unglings- árum gerði sjúkdómurinn sem fylgdi honum ævilangt fyrst vart við sig. Sá óboðni gestur markaði djúp spor í lífið og hann náði aldrei að samsama sig hefð- bundnu lífi okkar hinna. Við tóku langvarandi dvalir á sjúkrastofn- unum, síðan sambýlum, en síð- ustu árin dvaldi hann á dvalar- heimilinu Fellsenda í Dölum við gott atlæti. Á Fellsenda leið hon- um vel og sagði vera þann besta stað sem hann hefði dvalið á. Magnús var fagurkeri og hafði yndi af fallegum hlutum, skreytti vistarverur sínar með þeim, blómum og myndum af fjölskyldu. Jólin voru hans hátíð og þá skreytti hann af alúð og fagnaði komu frelsarans af hjartans einlægni. Hann fúlsaði ekki við alls kyns munngát og gladdist mjög þegar honum var fært slíkt. Á unglingsárum áttum við mikil samskipti en eftir að hann hvarf inn í heim geðsýkinnar rofnaði þetta samband. Á þeim árum ríktu miklir fordómar og fáfræði um geðsjúkdóma en það hefur sem betur fer breyst. Síð- ustu árin höfum við haft mikið samband og það var orðinn fast- ur liður að koma við á Fellsenda þegar farið var á Strandirnar. Við höfðum ánægju af þessum heimsóknum og ekki síður Magn- ús, sem oft á tíðum beið þeirra frammi á gangi og fylgdist með aðvífandi gestum. Lífið var frænda harðdrægt, barátta við erfiðan sjúkdóminn litaði alla tilveruna. Honum var haldið niðri með lyfjum en mörg- um þeirra fylgdu aukaverkanir sem settu mark sitt á hann. Hann hélt til síðustu stundar óskertri hugsun og síðasta símtalið sem ég fékk var daginn fyrir andlátið. Þar spurði hann frétta, vildi vita allt um veðrið niðri á Spáni og hvort ég kæmi nú ekki örugglega til sín um jólin og lét svo fylgja með að ekki væri verra ef ég gaukaði að honum jólapakka. Það verður víst ekki því Magnús lést aðfaranótt 27. nóvember. Bræðrum Magnúsar, þeim Vigni og Birni, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og öðrum aðstandendum. Blessuð sé minning Magnúsar Más Guðmundssonar. Ingi frændi. Magnúsi kynntist ég um leið og Vigga, enda var hann stóri bróðir hans. Hann var mikið með okkur og bíltúrar og bíóferðir voru mikið stundaðar. Eftir að Margret fæddist fannst honum ekkert mál að gæta hennar kvöldstund ef við þurftum að bregða okkur af bæ. Hann var afar barngóður og mundi alla af- mælisdaga barnabarnanna okk- ar Vigga. Jólin voru honum afar mikilvæg og þær eru ansi marg- ar jólagjafirnar sem hann föndr- aði og sendi til þeirra. Og honum fannst mjög gaman að fá jóla- gjafir og þá sérstaklega ef þær voru svolítið margar. Daginn áð- ur en hann kvaddi tjáði hann okkur að hann væri ekkert far- inn að kaupa jólagjafir og þótti honum það miður. Þetta ár var honum erfitt, síendurteknar spítalaferðir og svo var covid ekki til að bæta ástandið. Hann kvaddi glaður en þreyttur á þessum veikindum sem höfðu fylgt honum nánast alla ævina. Ég kveð þig, Maggi minn, og segi eins og þú sagðir alltaf þeg- ar þú kvaddir okkur: Guð veri með þér. Sigurbjörg Þráinsdóttir (Bogga). „Margret, Margret mín, veistu hvað? Ég ætla að verða hundrað ára!“ Svo kom örlítið glott og hlát- ur. Við hlógum saman af því að við vissum að það myndi senni- lega ekki gerast. Svo fékk hann tölvuna sína sem hann var búinn að bíða eftir allt of lengi að hon- um fannst. Þá kom spurningin: „Margret mín, hvað kostaði tölv- an?“ Ég svaraði með góðlátlegu glotti: „Maggi minn, þú veist al- veg hvað hún kostaði er það ekki? Þú ert búinn að spyrja pabba svolítið oft ekki satt?“ Vit- andi það að hann var búinn að hringja 4-5 sinnum á dag í pabba minn í um þrjá mánuði til að heyra hvað tölvan kostaði. Vit- andi það líka að sennilega kæmi hann aldrei til með að læra á né nota gripinn sem hann var búinn að þrá svo heitt að eignast. Svona voru okkar samskipti í síðustu heimsókn minni til Magga frænda, sem svo lengi sem ég man eftir glímdi við and- leg veikindi. Ljúfur, klár, góður, fyndinn húmoristi eru orð sem ég get not- að til að lýsa honum frænda mín- um. En einfaldir hversdagsslegir hlutir eins og að fara í lyftu upp á sjöundu hæð ein jólin og sitja inni í stofu og horfa út um gólf- síða gluggana heima hjá mér voru honum mjög erfiðir. Heimalöguð listaverk sem iðu- lega komu í jólapökkunum frá honum voru bæði mjög krúttleg og mörg hver nytsamleg en mest af öllu dýrmæt því maður vissi að hann hafði haft mikið fyrir þeim. Þau voru líka ófá símtölin sem pabbi minn tók fyrir hver einustu jól eftir að Maggi flutti á Fells- enda sem fjölluðu um hvort hann fengi ekki örugglega marga pakka, hvort það væri ekki örugglega búið að senda pakkana og hvenær þeir kæmu. Einfalt var ekki líf Magga frænda en einlægur fallegur ein- faldleiki, í bland við húmor, gáfur og góðmennsku, einkenndi okkar samtöl og samskipti alveg frá því ég man eftir mér að greiða hárið á honum þriggja ára, sitjandi í fanginu á honum. Síðustu árin sín átti hann heima á hjúkrunarheimilinu á Fellsenda. Þangað fór hann í hvíldarinnlögn fyrir um sex árum og harðneitaði að koma aftur heim í íbúðina sína, sem hann var frekar nýlega búinn að fá úthlut- aða eftir að hafa verið á sambýl- um eða stofnunum nánast allt sitt líf. Nei, suður ætlaði hann alls ekki og bað bara um að láta senda sér það sem mestu máli skipti; geisladiskasafnið og jú dótið sitt. Þarna liði honum mjög vel og vildi alls ekki heyra á það minnst að koma suður aftur þar sem mun einfaldara væri fyrir okkur að heimsækja hann. Nei, hann ætlaði að búa þarna því þarna fengi hann frábæra þjón- ustu og liði einstaklega vel. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið að sjá lífið og til- veruna með hans augum frá því ég var lítil stelpa. Einnig langar mig að þakka öllu því frábæra heilbrigðisstarfsfólki sem hefur sinnt honum Magga frænda í gegnum tíðina. Eitt af því síðasta sem hann bað um og varð að ósk sinni var að fá að kyssa hana Helgu hjúkrunarkonu á kinnina, en Helga var í einstöku uppá- haldi hjá honum alla tíð. Takk Helga. Svo kveð ég með hans orðum sem hann endaði öll símtöl á: „Farðu varlega og Guð veri með þér.“ Margret Vignisdóttir. Magnús Már Guðmundsson Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar um útför þína af nærgætni og virðingu – hefjum samtalið. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Hinsta óskin Yndisleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, GUÐBJÖRG Þ. BLÖNDAL, Gugga, áður Frostafold 14, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 11. nóvember. Útförin fór fram frá Neskirkju þriðjudaginn 23. nóvember. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd athöfnina. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Einnig viljum við þakka starfsfólki Sóltúns fyrir góða umönnun. Birna Blöndal Ingunn Ólafía Blöndal (Inga Lóa) Ólafur Björn Blöndal barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, Meðalheimi, lést mánudaginn 29. nóvember. Útför fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 11. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis hennar nánustu aðstandendur viðstaddir en hægt verður að nálgast streymi frá facebooksíðu Blönduóskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HSN á Blönduósi. Óskar Sigurfinnsson Þóranna Björg Óskarsdóttir Þorsteinn Björnsson Hólmfríður Sigrún Óskarsd. Vignir Björnsson Þorleifur Helgi Óskarsson Þórey Guðmundsdóttir Júlíus Árni Óskarsson Dýrfinna Vídalín Kristjánsd. barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, JÓNU GUÐRÚNAR KORTSDÓTTUR, Fróðengi 7, Reykjavík. Starfsmönnum á Landakoti, deild L5, eru færðar sérstakar þakkir fyrir ljúfmennsku og góða umönnun. Guðmundur A. Guðmundsson Ingibjörg H. Guðmundsd. Jón Ólafur Halldórsson Guðbjörg G. Guðmundsd. Sigurður Jónas Elísson Ágústa Katrín Guðmundsd. Lárus S. Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir og fjölskylda Ástkær eiginmaður og faðir, PÁLL HEINE PEDERSEN, Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 1. desember. Útför hans fer fram föstudaginn 10. desember klukkan 16 gegnum fjarfundarforritið Zoom. Númerið er 177 527 834 og verður streymt frá klukkan 15.30. Einnig er hægt að nálgast hlekk á streymi á: mbl.is/andlat Violet Emelía Pedersen Elísabet Pálsdóttir Okkar ástkæri JÓN BJARNAR INGJALDSSON, Grensásvegi 60, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 13. desember klukkan 11. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn sem er ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is, covid.is eða testcovid.is. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/Sifgu1AgvA. Ólafur Viðar Ingjaldsson Ragnhildur Ísleifsdóttir Guðmann Ingjaldsson Eygló Þóra Guðmundsdóttir Ágúst Ólafsson Sigríður Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.