Morgunblaðið - 09.12.2021, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
✝
Ingrid María
Paulsen var
fædd í Döbern í
austurhluta Þýska-
lands 4. nóvember
1936. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 21. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Helene En-
gel, f. 11.7. 1903, d.
29.5. 1937, og dr.
Jes Paulsen, f.
27.8. 1897, d. 23.10. 1983.
Ingrid fluttist með föður sín-
um til Hamborgar þar sem hún
ólst upp. Árið 1939 giftist faðir
hennar Margarethe Gawert
sem gekk Ingrid í móðurstað.
Ingrid lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Hamborgar
1956 og ári seinna fluttist hún
búferlum með Barða Árnasyni,
f. 25.2. 1932, d. 23.1. 2016, til
Íslands. Þau byggðu sér heimili
sem þýskukennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík frá 1981 til
starfsloka við 67 ára aldur.
Einnig var hún í vinnuhóp sem
samdi og gaf út kennslubókina
Þýska fyrir þig.
Ingrid María lauk námi frá
Leiðsögumannaskólanum og
starfaði við leiðsögn með er-
lenda ferðamenn í fjölda
sumra.
Hún var listhneigð og sótti
menningarlega viðburði bæði
hér heima og erlendis eins og
t.d. málverkasýningar og tón-
leika. Hún sótti fjölda nám-
skeiða um myndlist, tónlist og
bókmenntir.
Ingrid hafði yndi af söng og
söng með kirkjukór Garða-
kirkju, Söngfuglum og Kór
eldri borgara.
Síðastliðin tvö ár bjó Ingrid
á Hrafnistu við Brúnaveg.
Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
í Garðahreppi, nú
Garðabær og eign-
uðust tvo syni.
Birgir Martin, f.
3.2. 1961, hans
kona er Marína
Shulmina og eiga
þau tvö börn, Ta-
möru og Jakob.
Heimir, f. 28.1.
1963, hans kona er
Sigríður Jónsdóttir
og eiga þau tvær
dætur, Kolku og
Urði.
Ingrid og Barði slitu sam-
vistum 1998.
Ingrid María starfaði fyrstu
árin sem einkaritari hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
og síðar hjá SÍF, sölusambandi
íslenskra fiskframleiðenda.
Hún hóf nám við þýsku og ís-
lensku við Háskóla Íslands 1975
og lauk þaðan BA-gráðu ásamt
kennsluréttindum. Hún starfaði
Kæra móðir, nú ert þú farin frá
okkur eftir 85 ára jarðvist. Það er
vissulega langur tími en þín er
sannarlega sárt saknað. Við vor-
um náin og þú gafst mér mikið og
gott veganesti út í lífið, nægju-
semi, umhyggju, endalausa elsku
og aga. Ein stærsta gjöfin var sjálf
þýskan sem þú kenndir mér og
bróður mínum frá blautu barns-
beini, það að alast upp tvítyngdur
er ómetanlegt og veitti mikla inn-
sýn í hinn germanska menningar-
heim.
Uppvaxtarárin í Garðabænum
voru viðburðarík og alltaf varst þú
til staðar fyrir okkur. Fylgdist
með námi og áhugamálum og
hafðir áhrif á mótun áhuga míns á
bókmenntum og tónlist, sem sam-
einaði okkur enn meir þegar fram
liðu stundir. Við lukum bæði námi
frá Leiðsögumannaskólanum og
fórum margar ferðir með þýska
ferðamenn um landið okkar fal-
lega. Þá gátum við borið saman
bækur okkar og sagt frá upplif-
unum hvers sumars, það var sann-
arlega yndislegt og tengdi okkur
enn sterkari böndum. Við eignuð-
umst bæði vini fyrir lífstíð í þess-
um ferðum sem við héldum sam-
bandi við.
Sex mánaða dvöl okkar í Ham-
borg hjá afa okkar og föður þínum
þegar við bræðurnir vorum barn-
ungir er endalaus uppspretta
minninga og tilfinninga. Við nýtt-
um vel tímann þegar þú dvaldist í
litlu fallegu íbúðinni þinni á
Hrafnistu til að rifja upp þennan
dásamlega tíma sem hafði mikil
mótunaráhrif á mig. Það var svo
yndislegt að heimsækja þig á
Hrafnistu þar sem þú dvaldist
seinustu rúmlega tvö árin. Þar leið
þér svo vel, þú naust mikillar um-
hyggju og væntumþykju starfs-
fólksins og veggir íbúðarinnar
voru þaktir gömlum myndum frá
æsku og uppvexti þínum í Ham-
borg.
Dásamleg var ferðin sem við
náðum að fara saman á æskuslóð-
irnar í Hamborg fyrir fimm árum
síðan. Þá áttir þú orðið erfitt um
gang en gamla þýska seiglan og
járnviljinn var enn til staðar. Við
gengum saman um alla gömlu
staðina og rifjuðum upp liðna
tíma. Hamborg er mjög falleg
borg og ómetanlegt að heimsækja
hana með þér í síðasta sinn.
Þú kenndir okkur alla fallegu
þýsku jólasálmana sem við sung-
um saman fyrir hver jól í Garða-
bænum, þá var heldur betur kom-
in jólastemning. Ekki má heldur
gleyma því þegar við sameinuð-
umst í hálfmánabakstrinum og
rauðkálsgerð samkvæmt þýskri
uppskrift. Nú getum við ekki leng-
ur sungið þýsku jólasálmana sam-
an eins og við höfum gert fyrir
undanfarin jól og það er mikill
söknuður því samfara.
Kæra móðir, nú hefur þú náð að
sameinast þinni eigin móður eftir
84 ára aðskilnað frá henni, og
einnig föður þínum. Það er mjög
huggandi tilhugsun. Til þín
streymir endalaust þakklæti fyrir
allt sem þú gafst mér, minning-
arnar eru greyptar í vitund mína
til eilífðar.
Við sameinumst síðar, þinn
elskandi sonur.
Birgir Martin.
Þá er hún elsku yndislega móð-
ir mín, Ingrid María Paulsen, far-
in í sitt síðasta ferðalag. Seinasta
saltkorn móður minnar fann sína
leið niður stundaglasið.
Hún Ingrid var afar hlý, ástrík
og yndisleg kona. Ákveðin, falleg
og mikill karakter. Þessi hlýja,
góða móðir sem kom til mín og
veitti mér kjark og þor þegar á
reyndi og studdi mig gegnum van-
mátt og efa þegar drengurinn var
lítill í sér.
Dugnaður og kraftur mömmu
var oft á tíðum ótrúlegur. Hún var
afar fróðleiksþyrst kona og leitaði
sér þekkingar hvar sem hana var
að finna. Hún var með BA-próf í
íslensku og þýsku frá Háskóla Ís-
lands, lærði spænsku í endur-
menntun Háskólans ásamt ýms-
um námskeiðum þar um menn-
ingu, listir og sögu. Mamma
kláraði einnig kennslu- og uppeld-
isfræði í Háskólanum og tók leið-
sögumannspróf 1981.
Hún kenndi þýsku um helgar
hjá þýska sendiráðinu á Íslandi
1971-1975. Hún aðstoðaði Baldur
Ingólfsson heitinn við að koma út
kennslubókunum Þýska, Þýsk
málfræði og Þýskir leskaflar og
æfingar fyrir framhaldsskóla-
nema. Hún samdi og gaf út ásamt
öðrum kennslubókina Þýska fyrir
þig sem var gefin út 2001. Hún var
þýskukennari og síðar yfirkennari
við Kvennaskólann í Reykjavík í
mörg ár.
Mamma hélt vel í þýskan upp-
runa sinn og ég fann sterkt fyrir
stolti hennar þar.
Líf Ingridar var þó ekki alltaf
dans á rósum. Samhentar hendur
sem leiðast geta átt það til að
slitna hvor frá annarri. Áföll og
erfiður geðsjúkdómur leitaði hart
á mömmu yfir langt tímabil ævi
hennar sem dró úr henni eðlis-
læga gleði og þrótt. Það var aðdá-
unarvert hvernig hún leitaði allra
leiða og barðist gegn þessum
ágenga sjúkdómi í tugi ára, hefð-
bundið, óhefðbundið, stundum
bein, stundum bogin. Stundum á
fjórum fótum með viljann einan að
vopni þegar aðferðir læknisfræð-
innar og pillur skiluðu litlu.
Mamma leitaði allt sitt líf inn í
veröld fegurðar, kyrrðar og friðar
klassískrar tónlistar þar sem
Beethoven, Bach, Berwald, Chop-
in, Grieg, Haydn, Mozart og fleiri
klassískir snillingar spunnu gald-
ur sinn í eyru henni. Tónlistin tal-
aði alltaf sterkt til hennar eins og
töframáttur. Tónlist var alltaf
skjól mömmu og fylling.
Hún elskaði að syngja. Þegar
ég sat sem lítill drengur á grjót-
hörðum kirkjubekk Garðakirkju á
jólunum og tíminn var sem eilífð,
þá beið ég alltaf eftir því að söng-
rödd mömmu svifi yfir kórinn, í
gegnum loftið og í fang séra Braga
Friðrikssonar, prests og mannvin-
ar.
Seinna söng mamma með
Söngfuglum og einnig bættist við í
söngflóru mömmu Kór eldri borg-
ara meðan hún gat. Oft fór hún á
æfingar á viljanum einum.
Mamma lagði hart að mér sem
krakka að fara í Lúðrasveit
Garðahrepps því þar er falinn
fjársjóður. „Hæmjér“ sagði hún
alltaf við mig. „Du musst Geduld
haben mein Schatz!“ Á þeim tíma
var þetta alger pína fyrir mig. En
mamma vissi betur, vissi að þetta
myndi kenna mér þolinmæði og
inngang inn í fegurð. Það tók mig
langa stund að finna þennan fjár-
sjóð en hann hefur dugað mér vel
sem veganesti í að njóta og spila
alls konar tónlist.
Mamma unni myndlist. Hún
kom sér upp vísi að bókasafni um
efnið og leitaði uppi myndlistar-
söfn hvar sem þau var hægt að
finna. Nú fletti ég, Systa, Kolka og
Urður gegnum þessar listabækur
og dáumst að fegurðinni.
Það er svo sárt að missa þig.
„Mér líður stórkostlega,“ sagðir
þú þó við mig fyrir stuttu þegar
stundaglasið var að tæmast. „Alles
ist gut, mein kleiner Liebling!“
Ég veit innst inni að þú vildir fá
að fara. Fara í ferðalag með „Bo-
eing“-þotu til Jes Paulsen pabba
þíns og Helenu Engel móður þinn-
ar.
Meira á www.mbl.is/andlat
Heimir.
Elskuleg tengdamóðir mín lést
sunnudaginn 21. nóvember sl. Ing-
rid Maria var þýsk og kom hingað
til lands í ágúst 1957 eftir að hún
kynntist ungum námsmanni frá
Íslandi.
Hún var einstaklega blíð og góð
kona sem reyndist mér og dætrum
mínum alltaf mjög vel. Hún átti við
erfið veikindi að stríða þegar ég
kom inn í líf hennar, sem litaði allt
hennar líf. Ingrid var kraftmikil og
ákveðin; ef hún ætlaði sér eitthvað
þá gerði hún það.
Hún var dugleg að ferðast um
heiminn og mjög lærdómsfús, fór á
mörg námskeið, t.d hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands, og var í
spænskunámi fram á mitt þetta ár.
Hún var mikið ólíkindatól og tók
upp á ýmsu, eins og að panta sér
ferðir til útlanda bundin í hjólastól
og þurfandi mikla aðstoð. Henni
fannst það lítið mál, hún „tæki
bara aðstoðarkonu með sér“.
Hugurinn var alltaf á fullu og
fram á síðustu daga var hún að
skrifa bréf til vina og kunningja
ásamt minningargreinum um þá
sem hún þekkti eða kannaðist við.
Ingrid dvaldi langan tíma úr
ævi sinni í myrkum viðjum veik-
indanna, sem alltaf var erfitt að
horfa upp á. En hennar síðustu tvö
ár á Hrafnistu voru henni mjög
góð og þar leið henni alltaf mjög
vel.
Við áttum dásamlegar sam-
verustundir, allur kærleikurinn og
ástin sem þú sýndir skilyrðislaust
verða með mér alla tíð. Söknuður-
inn er sár en ég veit að þú ert
hvíldinni fegin. Ég bið þess að þú
hafir fundið ró og hvíld í faðmi for-
eldra þinna.
Líf
Dropi fellur á annan dropa
fyrir tilviljun
og þessir dropar sameinast
Þeir ganga í gegnum súrt og sætt
en smátt og smátt eyðast þeir
og aðrir nýir dropar koma í staðinn
(ÞGÞ)
Þín tengdadóttir,
Sigríður Jónsdóttir
(Systa).
Elsku amma, erfitt verður að
venjast því að heyra ekki lengur
hláturinn þinn þegar við komum í
heimsókn. Hann heyrðist oft lang-
ar leiðir og vakti gleði í hjörtum
okkar. Bestu og verðmætustu
stundirnar okkar þegar við vorum
lítil voru þegar við horfðum hjá
þér á Mjallhvíti og dvergana 7 og
þú varst alltaf með ísblóm handa
okkur. Alltaf sama hugulsemin.
Þér þótti svo vænt um þegar þú
lentir í óhappi fyrir utan hjá okkur,
á afmælisdegi mömmu, þegar Jak-
ob sagði við þig: Amma, þú ert
hetja! Þú talaðir um þetta atvik í
hverri heimsókn allar götur síðan,
þreyttist aldrei á því. Alltaf var
gaman að setjast niður í sófann
þinn heima á Bollagötunni og
heyra allar áhugaverðu sögunar úr
barnæsku þinni. Eftirminnileg var
ferðin okkar á æskuslóðirnar þín-
ar í Hamborg, þá gátum við séð
fyrir okkar hvað gerst hafði í
gamla daga út frá þínum frásögn-
um. Við munum sakna þess svo
mikið að hafa þig ekki lengur hjá
okkur um jólin, þau verða aldrei
eins án þín. Við munum sakna þín
innilega og kveðjum þig með orð-
inu sem þú kenndir okkur úr
grænlensku: Asavakit!
Far í friði, kæra amma. Þín
barnabörn,
Tamara og Jakob.
Það var líf og fjör í blokkinni
hjá okkur í Álfheimunum þegar
við bjuggum þar á æskuárum mín-
um. Í okkar stigagangi voru 16
íbúðir með vel á fjórða tug barna
undir fermingu. Þá voru engir
leikskólar, mæðurnar voru heima
og stigagangurinn var leikvöllur
okkar ef illa viðraði. Það mynd-
uðust því mikil tengsl á milli fjöl-
skyldnanna í stigaganginum, vin-
skapur sem oft dvínaði þegar við
tvístruðumst við flutninga. Und-
antekning frá því fyrir okkur var
fjölskyldan við hliðina, Ingrid,
Barði og synirnir Birgir Martin og
Heimir. Mæður okkar urðu nánar
vinkonur. Eins voru yngri systir
mín og bræðurnir, sem öll eru á
svipuðum aldri, bestu leikfélagar
öll uppvaxtarárin og enn góðir vin-
ir. Ég var eldri og myndaði því
annars konar samband við Ingrid.
Fékk stundum að passa Heimi lít-
inn í kerru og spjallaði þá við Ing-
rid um ýmislegt sem hún var þol-
inmóð að útskýra. Mér fannst hún
oft tala við mig meira sem jafn-
ingja en krakka. Til dæmis af
hverju hún hét, skv. þeirra tíma
nafnavenju og lögum fyrir út-
lenskar konur sem áttu íslenska
maka, Ingrid Árnason. Það olli
mér miklum heilabrotum af
hverju hún sem kona væri „sonur“
tengdaföður síns, en Ingrid út-
skýrði fyrir mér að í Þýskalandi
sem og öðrum löndum tækju kon-
ur yfirleitt eftirnafn eiginmanns
síns og því ekki óeðlilegt að hún
gerði það líka. Reyndar breytti
hún því aftur síðar, þegar lögum
hér var breytt og hún mátti loks
nota sitt eigið föðurnafn, Paulsen.
Það voru fleiri útlendingar í
blokkinni, en Ingrid bar af, því á
tiltölulega fáum árum talaði hún
óaðfinnanlega íslensku og ef ekki
fyrir nafnið datt engum í hug að
hún væri af erlendu bergi brotin.
Einnig fannst mér hún alltaf bera
af með sitt fallega kastaníubrúna
hár og bros á vör. Vináttuböndin
héldust milli fjölskyldnanna, hefð
komst á að halda jóladaginn sam-
an, skipst á; annað hvert ár hjá
okkur, hitt hjá þeim í Móaflötinni.
Þar kynntist ég og við fyrst þýsk-
um mat eins og Sauerkraut og
Stollen sem er enn ómissandi í
mínu jólahaldi, marsípan og að-
ventukrans sáum við líka fyrst hjá
Ingrid sem enn tengist jólahaldi
og minnir á hana. Ingrid var líka
áhrifavaldur í mínu lífi sem ung-
lings. Til dæmis bjargaði hún mér
á menntaskólaárunum eftir að ég
hafði trassað svolítið þýskunámið.
Fyrir utan að vera þýsk og náin
fjölskylduvinur, þá hafði hún líka
orðið sér úti um menntun og rétt-
indi sem þýskukennari. Svo ég
hringdi og bað um hjálp, viku fyrir
próf. Hún tók því vel og með henn-
ar hjálp náði ég ekki aðeins próf-
inu, heldur heyrði ég í gegnum
hurðina eftir munnlega prófið að
prófdómarinn var mjög hrifinn af
framburði mínum, þeim sem Ing-
rid hafði kennt mér. Eins var það
fyrir hennar frumkvæði og aðstoð
sem ég dreif mig síðar til Þýska-
lands í nám á Goethe Institut, sem
var mér dýrmæt reynsla og henni
ætíð þakklát fyrir. Það var alltaf
gott að spjalla við Ingrid og mörg
góð ráð sem hún gaf mér í gegnum
árin, hvort sem ég var barn, ung-
lingur eða móðir með ungan son.
Ég kveð því Ingrid með miklu
þakklæti og sendi sonum hennar
og þeirra fjölskyldum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Inga Fanney Egilsdóttir.
Amma mín var stórfurðuleg
kona, yndisleg en stórfurðuleg.
Hún var alltaf hlý og góðlát.
Hún var ekki eins og flestar
ömmur á mjög skemmtilegan
hátt. Hún tengdi lítið við sögurnar
sem ég sagði henni og botnaði oft
ekkert í mér. Amma mín var
nefnilega furðulega skemmtileg á
þann hátt að við þurftum að eiga
sameiginlegan punkt til að tengj-
ast. Listin var okkar sameining-
armáttur. Þó svo ég hefði nú bara
smávegis áhuga á myndlist þá var
það nóg fyrir ömmu til að bíta það
í sig að ég væri listspekúlant.
Amma hafði alltaf gott auga fyrir
list og gat spjallað við mig um
hana endalaust enda var hún
punkturinn okkar. Hún dró mig
margoft með sér á listasöfn þar
sem við gengum um og virtum fyr-
ir okkur verkin. Það var samveru-
stundin okkar ömmu en stundum
fékk litla systir mín, Urður, að
fljóta með. Hún kom samt ekki til
að virða fyrir sér listaverkin held-
ur til að næla sér í eitthvert gúm-
melaði. Eftir langa og erfiða lista-
safnsferð, þar sem amma gekk um
á sniglahraða, komumst við loks-
ins að endastöð; kaffiteríunni.
Ömmu tókst hins vegar nánast
alltaf að velja listasöfn þar sem
var ekki til neitt gúmmelaði og
enduðum við systur oftar en ekki
sárar með baunasúpu í skeið.
Ég hef aldrei kynnst sterkari
konu en henni ömmu minni. Þrátt
fyrir mikil veikindi náði hún alltaf
að brosa til okkar þegar við litum
inn í heimsókn.
Amma átti ekki mikið af leik-
föngum í íbúðinni sinni fyrir okkur
barnabörnin til að leika með. Hún
átti hins vegar heilan haug af
litlum englakórsstyttum sem sátu
á glerplötu í skáp hjá henni. Þær
voru alls konar og saman mynd-
uðu þær heila sinfóníu. Ég sat
stundum tímunum saman að raða
þeim fallega upp, ég þurfti að vera
mjög varkár til að fara ekki illa
með þær og stundum sat amma
yfir mér og passaði upp á þær.
Þegar sinfónían var mynduð og ég
sátt við verkið stóð hún kát yfir
mér og sagði: „Nú hefst kórsöng-
urinn!“
Amma var einstök kona, hún
var mismunandi eftir dögum en þó
alltaf einstök. Uppáhaldið mitt var
þó alltaf eftir að hún var búin í
lagningu. Þá mætti hún, rauð-
hærð, með hárið stílað upp í loft,
stolt og skælbrosandi.
Amma mín var algjör karakter
og ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera barnabarnið henn-
ar. Að hafa fengið tækifæri til að
kynnast henni og öllum litum
skapregnbogans með henni. Það
er gríðarlega sárt að missa þig og
ég mun sakna þín elsku söngfugl.
„Ich liebe Dich meine Oma!
Tschüss, Tschüss!“
Þín
Kolka.
Amma mín sagði alltaf að allir
ættu skilið minningargrein þannig
að hérna sit ég að skrifa eina fyrir
elsku ömmu mína Ingrid.
Amma var ein sterkasta kona
sem ég þekkti. Hún glímdi mikið
við veikindi en leyfði þeim aldrei
að bitna á mér eða systur minni.
Amma kenndi mér að njóta list-
ar. Það tók þó sinn tíma. Hún dró
mig alltaf með á allar listasýning-
ar jafnvel þótt ég vildi bara kom-
ast á kaffihúsið og fá mér heitt
kakó og köku. En smátt og smátt
fékk ég meiri áhuga á því sem hún
sýndi mér og núna þegar ég fer á
listasýningar hugsa ég um hana.
Amma mín var yndisleg kona.
Hún studdi mig í öllu sem ég
gerði, hún hafði alltaf trú á mér,
hún vissi að ég gat gert allt sem ég
vildi, jafnvel þó að stundum vissi
ég það ekki sjálf.
Það er auðvitað rosalega erfitt
að missa ömmu sína en ég vil
meina að hún sé ekki alveg farin
frá mér, ég sé hana í náttúrunni,
ég sé hana þegar ég fer á listasýn-
ingar, ég sé hana í kertum sem ég
kveiki á í herberginu mínu. Ég sé
hana þegar ég er í það miklu hlát-
urskasti að það koma tár, því hún
var með svo krúttlegan hlátur.
Takk, elsku amma, takk fyrir
allt, við munum sjást aftur. „Ich
liebe dich, mein Liebling.“
Þín
Urður.
Ingrid María Paulsen
- Fleiri minningargreinar
um Ingrid Maríu Paulsen
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár