Morgunblaðið - 09.12.2021, Side 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna!
Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.
62
Íslenskar barnabækur
1. Fagurt galaði fuglinn sá eftir
Helga Jónsson og Önnu Margréti
Marinósdóttur sem Jón Baldur
Hlíðberg myndlýsir
2. Reykjavík barnanna eftir
Margréti Tryggvadóttur sem
Linda Ólafsdóttir myndlýsir
3. Alexander Daníel Hermann
Dawidsson – bannað að eyðileggja
eftir Gunnar Helgason sem Rán
Flygenring myndlýsir
Fræðibækur/Handbækur
1. Laugavegur eftir Önnu Dröfn
Ágústsdóttur og Guðna Valberg
2. Bærinn brennur eftir Þórunni
Jörlu Valdimarsdóttur
3. Kristín Þorkelsdóttir eftir Birnu
Geirfinnsdóttur og Bryndísi
Björgvinsdóttur
Ævisögur
1. Rætur eftir Ólaf Ragnar
Grímsson
2. Minn hlátur er sorg eftir Friðriku
Benónýsdóttur
Hin árlegu bókmenntaverðlaun
starfsfólks bókaverslana voru afhent
í bókmenntaþættinum Kiljunni á
RÚV í gærkvöldi. Er þetta í 22. sinn
sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust
atkvæði frá rúmlega 60 bóksölum.
Íslensk skáldverk
1. Merking eftir Fríðu Ísberg
2. Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir
Hallgrím Helgason
3. Úti eftir Ragnar Jónasson
Ljóðabækur
1. Ég brotna 100% niður eftir Eydísi
Blöndal
2. Kona lítur við eftir Brynju
Hjálmsdóttur
3. Tanntaka eftir Þórdísi Helga-
dóttur
Íslenskar ungmennabækur
1. Sterk eftir Margréti Tryggva-
dóttur
2. Akam, ég og Annika eftir Þórunni
Rakel Gylfadóttur
3. Drekar, drama og meira í þeim
dúr eftir Rut Guðnadóttur
3. 11.000 volt eftir Erlu Hlynsdóttur
Þýdd skáldverk
1. Stúlka, kona, annað eftir
Bernardine Evaristo
2. Bréfið eftir Kathryn Hughes
3. Fimmtudagsmorðklúbburinn eftir
Richard Osman
Þýddar barnabækur
1. Kva es þak? eftir Carson Ellis
2. Kynjadýr í Buckinghamhöll eftir
David Walliams sem Tony Ross
myndlýsir
3. Jólasvínið eftir J.K. Rowling sem
Jim Field myndlýsir
Besta bókarkápan
1. Bærinn brennur eftir Þórunni
Jörlu Valdimarsdóttur sem Halla
Sigga hannaði
2. Dæs eftir Lóu Hlín Hjálmtýs-
dóttur sem Þorbjörg Helga
Ólafsdóttir hannaði
3. Læknirinn í Englaverksmiðjunni
eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur
sem Ragnar Helgi Ólafsson
hannaði
Merking valin besta
íslenska skáldsagan
- Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana afhent
Bernardine
Evaristo
Þórunn
Valdimarsdóttir
Fríða
Ísberg
Carson
Ellis
Margrét
Tryggvadóttir
Eydís
Blöndal
„Þetta eru kunnugleg op en jafnframt dular-
full – og bjóða upp á vissa valmöguleika,“ segir
myndlistarmaðurinn Baldvin Einarsson um
innsetningu sína sem verður opnuð í D-sal
Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur í dag,
fimmtudag, klukkan 17. Sýninguna kallar
Baldvin einmitt Op.
Í texta sem fylgir sýningunni úr hlaði segir
að á henni skoði Baldvin samspil þess innra og
þess ytra. Áhorfendum er boðið að horfa inn
um það sem virðast vera íburðarmiklar bréfa-
lúgur – og má því segja að hann snúi sýningar-
salnum á rönguna þar sem bréfalúgur snúa
vanalega út. Bréfalúgur eru gáttir þar sem
upplýsingar fara úr almannarými inn í einka-
rými. Hér eru þær rammar utan um tómið
milli hins ytra og hins óséða og óræða innra.
Áhorfendur stíga inn í rými valmöguleika
þar sem þeim gefst kostur á að máta eina eða
fleiri fullyrðingar við sjálfa sig, vega þær og
meta. Þeir fá tækifæri til þess að finna sig í
sýningunni, að enduruppgötva gleymd sjálf
eða jafnvel finna sér nýtt hlutskipti í lífinu.
Þegar blaðamaður kemur við í sýningar-
salnum er Baldvin að koma fjölda bréfalúga
fyrir og segir þar vera komin „tóm ýmissa
möguleika – það er óvissa í myrkrinu. Þetta er
umgjörð um myrkur“.
Ramminn um opin sem Baldvin vinnur með
eru eins konar skúlptúrískar lágmyndir
steyptar í brons en hann sesgist hafa nú unnið
í þann miðil í fyrsta skipti. „Ég hef áður unnið
með rifur, og hef verið að gera lágmyndir, en
tek hvort tveggja hér lengra. Dyralúgan er
hversdagslegur hlutur en bronsið er eiginlega
virðulegasta skúlptúrefnið, mér fannst spenn-
andi að steypa því hér saman.“
Baldin (f. 1985) útskrifaðist með BA-gráðu
frá LHÍ fyrir tíu árum og meistaragráðu frá
Konunglega akademíinu í Antwerpen árið
2013. Hann stofnaði og rak, ásamt fleirum,
sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og
ABC Klubhuis í Belgíu. Verk Baldvins hafa
verið sýnd víða en á síðustu árum einkum í
Belgíu. Sýningarstjóri Ops er Birkir Karlsson,
verkefnastjóri hjá Listasafni Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn „Þetta eru kunnugleg op en jafnfram dularfull,“ segir Baldvin Einarsson.
Lágmyndir sem
umgjörð um myrkur
- Baldvin Einarsson sýnir í D-sal Hafnarhússins
Æ
visaga Sveins Torfa Þórólfs-
sonar, Með grjót í vösum, er
góð bók og fróðleg. Textinn
streymir lipurlega fram úr
lindarpenna höfundarins, sem segir vel og
skemmtilega frá æsku- og unglingsárum
sínum í sjávarbyggðum, þar sem iðjusemi
var meðal æðstu dyggða og vinnudagurinn
yfirleitt langur. Brugðið er upp skemmti-
legum og fróðlegum
myndum úr mannlífi
norður á Skagaströnd,
þar sem Sveinn Torfi
átti heima með fjöl-
skyldu sinni fyrstu
æviárin.
Að læra að lesa var
þröskuldur að komast
yfir. Öðlast viðurkenn-
ingu í lífinu. Flestir
þekkja væntanlega til-
finningar slíku líkar,
eins og höfundurinn segir frá á varfærinn
en glettinn hátt. Lýsingar úr mannlífinu á
Skagaströnd eru líka bráðskemmtilegar, svo
sem frásagnir af Óla hinum norska lifrar-
bræðslumanni og þegar Helena hin þýska
kom til Skagastrandar; sú sem varð kona
Georgs frænda höfundar: „Það væru örugg-
lega fleiri svona dömur á markaði og farið
að nefna ýmsa einhleypa karlmenn í bænum
sem ættu að fara að ráði Georgs,“ eins og
segir í bókinni (bls. 153).
Svo bregðast bjargir og leið fjölskyldu
Torfa liggur suður í Grindavík. Uppvaxtar-
árunum þar er skemmtilega lýst, vinnusemi
en líka glettnum atvikum til sjós og lands.
Suður með sjó er lífið saltfiskur, eins og þar
stendur. Hvatning Todda, en svo kallar
Torfi vinnuveitanda sinn Tómas Þorvalds-
son í Þorbirninum, leiddi höfundinn á þá
braut að afla sér menntunar. Við tóku góðir
og skemmtilegir tímar í skólunum á
Laugarvatni – og braut til framtíðar og
ævistarfs var mörkuð.
Raunar má segja að lýsingar á Laugar-
vatnsárunum séu besti sprettur bókarinnar;
frásögnin þar komin í umhverfi þar sem
stefnur og straumar mætast og veröldin
stækkar með hverjum degi. Ágæt er til
dæmis lýsingin á austurför úr Reykjavík í
rútubíl Ólafs Ketilssonar þjóðsagnapersónu
og þeim Jensínu og Gerði sem lengi réðu
ríkjum í húsmæðraskólanum.
Framvindan í sögu Sveins Torfa Þórólfs-
sonar (1945-2016) er eins og lygn straumur;
hver kafli rekur annan í áreynslulausri
framvindu en milli línanna má lesa að höf-
undur átti gott líf og gæfuríkt. Skráðar ævi-
sögur líkar hans eru margar, en þær eru þó
nauðsynlegar hver á sinn hátt. Eru lýsingar
á veruleika sem var og undirstöðum sam-
félags okkar í dag – og að því leyti okkur
öllum lærdómsríkar.
Höfundurinn „Framvindan í sögu Sveins
Torfa Þórólfssonar (1945-2016) er eins og
lygn straumur,“ skrifar rýnirinn.
Ævisaga
Með grjót í vösum bbbmn
Eftir Svein Torfa Þórólfsson.
Sæmundur 2021. 358 bls. innb.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR
Gott líf og gæfuríkt
Grammy-
tilnefningarnar
tvær sem kana-
díski tónlistar-
maðurinn Drake
hlaut í ár hafa
verið dregnar til
baka. Samkvæmt
heimildum tíma-
ritsins Variety
var það gert að
frumkvæði tónlistarmannsins og
umboðsmanns hans. Samkvæmt
frétt Variety hafa ekki fengist skýr
svör við því hvers vegna Drake ósk-
aði eftir þessu. Í frétt BBC um mál-
ið er rifjað upp að Drake hafi á síð-
ustu árum iðulega verið ósáttur við
Grammy-verðlaunin, seinast í fyrra
þegar honum gramdist að tónlistar-
maðurinn The Weeknd hlaut enga
tilnefningu. „Ég held að við ættum
að hætta að verða hissa á hverju ári
yfir því sambandsleysi sem ríkir
milli áhrifaríkrar tónlistar og þess-
ara verðlauna,“ sagði Drake af því
tilefni og hvatti til að stofnað yrði
til nýrra verðlauna. Fyrr á þessu
ári hættu atkvæðagreiðslur
Grammy-verðlaunanna að vera
leynilegar, en það var viðbragð við
ásökunum um að úrslit væru ákveð-
in fyrir fram og stýrðust af rasisma.
Vill ekki tilnefn-
ingar til Grammy
Drake