Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 64
Öðruvísi og hressandi
jólasaga
Þegar Stúfur bjargaði jólunum
bbbbm
Text og myndir: Ari Yates.
Nýhöfn 2021, 76 bls.
Þegar Stúfur bjargaði jólunum er
fjórða bókin sem Ari Yates bæði
teiknar og skrifar, en hann hefur
einnig myndlýst fjölda barnabóka
eftir aðra höfunda. Myndir hans eru
einstaklega lifandi og skemmtilegar
og uppfullar af
húmor og snið-
ugum smáat-
riðum. Bókin er
að miklu leyti
sett upp í
myndasögustíl
með talbólum og
tilheyrandi upp-
hrópunum og
leika myndirnar
því stórt hlutverk í söguþræðinum
sjálfum.
Sagan fjallar að sjálfsögðu um
Stúf sem finnst hann helst til van-
metinn jólasveinn. Bræður hans
hlusta aldrei á hann og honum
finnst hann ekki góður í neinu.
Hann sleikir ekki aska, étur kerti
eða skellir hurðum. Hann er bara
lítill. Stúfur strunsar út úr jóla-
sveinahellinum og á leið sinni niður
af fjallinu hittir hann skrýtinn kall í
rauðum fötum sem segist heita
Sveinki. Hann brotlenti sleðanum
sínum og kemst ekki til að gefa
börnunum gjafir. Stúfur ákveður að
koma honum til hjálpar, þótt það sé
honum þvert um geð.
Þá upphefst háskaleg atburðarás
þar sem þeir félagar, og þá aðallega
Stúfur, þurfa að leysa hinar ýmsu
þrautir og safna saman töfragripum
til að koma sleðanum aftur í samt
lag. Þegar Stúfur er við það að gef-
ast upp stappar Sveinki í hann stál-
inu og hrósar honum fyrir afrek
hans. Þótt Stúfur sé afundinn í
fyrstu áttar hann sig fljótlega á að
Sveinki hefur hjálpað honum að efla
sjálfstraust sitt. Saman tekst þeim
jólasveinunum ætlunarverk sitt og
Stúfur uppsker mikla virðingu
bræðra sinna fyrir vikið.
Hér er á ferðinni frumleg og
skemmtileg jólasaga fyrir eldri
börn og unglinga sem fullorðnir
hafa einnig gaman af, enda uppfull
af húmor og sniðugum útpældum
smáatriðum. Boðskapurinn er sá að
ef þú hefur trú á þér kemstu ansi
langt og með góðri samvinnu má
klára verkefni sem virðast óyfir-
stíganleg.
Jólagjafirnar
græjaðar á einu bretti
Rauð viðvörun! Jólin eru
á leiðinni bbbbn
Texti og myndir: Sigrún
Eldjárn.
Mál og menning 2021, 59 bls.
Sigrúnu Eldjárn þarf vart að
kynna fyrir neinum, en hún hefur
glatt jafnt unga sem aldna með sög-
um sínum og teikningum í fjóra ára-
tugi. Rauð viðvörun! Jólin eru á
leiðinni er nýj-
asta bókin
hennar, fjörug
jólasaga sem á
vel við á aðvent-
unni. Bókin
skiptist niður í
24 kafla svo til-
valið er að lesa
einn kafla á dag
fram að jólum, nú eða bara alla bók-
ina í einum rykk, fyrir þá sem eiga
erfitt með að bíða.
Sagan fjallar um systkinin Jóa og
Lóu sem átta sig á því að jólin eru á
næsta leiti en þar sem þau eiga eng-
an pening ákveða þau að kíkja upp á
háaloft til að sjá hvort þar leynist
ekki gamalt dót sem nýta má í jóla-
gjafir. Á háaloftinu kennir ýmissa
grasa og Lóa sér strax margar væn-
legar jólagjafir. Jói er þó spennt-
astur fyrir gamalli kistu sem hann
festist svo ofan í. Lóa lendir í mikl-
um raunum á leið sinni ofan af háa-
loftinu og aftur inn í húsið til að
bjarga Jóa úr kistunni, sem reynist
svo alls ekki nauðsynlegt því hann
kemst þaðan af sjálfsdáðum.
Þegar óvæntan gest ber að garði
líst systkinunum varla á blikuna en
gesturinn kemur þeim til bjargar á
ögurstundu og þau geta haldið
áfram að undirbúa jólin. Það virðist
reyndar standa ansi tæpt á tímabili
en allt hefst þetta að lokum og
systkinin ná að afgreiða allar gjaf-
irnar á einu bretti og koma þannig
vinum og ættingjum á óvart.
Líkt og í flestum bókum Sigrúnar
einkennist söguþráðurinn af lífi og
fjöri og endalausum óvæntum uppá-
komum sem fá börn til að skella upp
úr og hlusta á söguna af áhuga og
eftirvæntingu. Myndirnar leika að
sjálfsögðu stórt hlutverk í sögunni
og ýmis smáatriði vekja kátínu líkt
og oft áður. Börnunum þykir líka
gaman að benda á litla græna kall-
inn með jólahúfuna sem fylgir
systkinunum í gegnum ævintýrið.
Þá er tilvalið að nýta söguna til að
skapa umræður um endurnýtingu
hlutanna og taka Jóa og Lóu til
fyrirmyndar þegar kemur að því að
gefa jólagjafir.
Uppskrift að
skemmtilegu ævintýri
Saga finnur fjársjóð
(og bætir heiminn í
leiðinni) bbbbn
Texti: Sigríður Arnar-
dóttir, myndir: Freydís
Kristjánsdóttir.
Veröld, 32 bls.
Sigríður Arnar-
dóttir hefur áður
skrifað barnabækurnar
um tröllastrákinn Vaka,
sem notið hafa mikilla vin-
sælda, en í einni þeirri
kynnist hann Sögu sem er
hér aftur
komin í
sjálfstæðu
ævintýri.
Myndlýs-
ing er,
eins og í
fyrri
bókum
Sig-
ríðar, í
höndum Freydísar Krist-
jánsdóttur, sem glæðir sög-
una lífi með litríkum og líf-
legum teikningum.
Saga er nú flutt til borgar-
innar og dauðleiðist því hún
þekkir engan. Hún vill bara
glápa á sjónvarpið, en afi
hennar hvetur hana til að
fara út og rækta hæfileika
sína og gera heiminn betri. Saga er
ekki sérstaklega spennt fyrir þessu
í fyrstu en ákveður að láta slag
standa. Hún er ekki fyrr komin út
þegar hún hittir þríburana sem búa
fyrir ofan hana og fær þá með sér í
ruslatínsluverkefni. Þau skipu-
leggja sig vel og ákveða að byrja
niðri í fjöru þar sem þau finna fjár-
sjóðskistu fulla af gersemum og
boðskort á hæfileika-leikana. Úr
verður heljarinnar viðburður þar
sem allir skemmta sér konunglega.
En það sem stendur upp úr hjá
Sögu eftir viðburðaríkan dag er
hinn sanni fjársjóður, þrír nýir
vinir.
Hér er um að ræða hugljúfa sögu
sem er jafnframt spennandi og
skemmtileg. Hún minnir okkur á að
rækta hæfileika okkar og að stund-
um eru tækifærin og ævintýrin
beint fyrir framan okkur. Það getur
jafnvel verið nóg að standa upp frá
sjónvarpinu og líta í kringum sig til
að sjá það sem lífið hefur upp á að
bjóða. Börnin í sögunni gera allt
rétt og fara að tilmælum fullorðna
fólksins nokkurn veginn í einu og
öllu, sem er kannski ekki alltaf
raunin í veruleikanum. En það er
bara jákvætt fyrir litla uppreisnar-
seggi, sem og aðra, að lesa eða
hlusta á þessa bók og uppgötva að
skemmtileg ævintýri geta skapast
út frá uppástungum fullorðna fólks-
ins þótt þær virðist kannski glat-
aðar í fyrstu.
Ævintýralegt ferðalag
Þegar ég verð stór bbbmn
Texti og myndir: Lára Garðarsdóttir.
Salka 2021, 48 bls.
Það getur verið erfitt að ákveða
hvað maður ætlar að verða þegar
maður verður stór, eins og hann
Snær áttar sig á þegar hann fer að
velta upp hug-
myndunum.
Hann tekur kis-
una sína með í
ævintýralegt
ferðalag til að
prófa sig í hinum
ýmsu hlutverk-
um. Snær flýgur
um loftin blá,
fangar bófa, gætir dýra og allt þar á
milli.
Það er auðvitað erfitt að velja sér
framtíðarstarf þegar maður er enn
þá bara barn, en samt spyrjum við
ung börn oft þessarar spurningar.
Snær kennir okkur að við getum
gert allt sem okkur dreymir um og
það má líka alveg skipta um skoðun.
Svo þarf heldur ekkert að ákveða
neitt strax og stundum er bara best
að fara út að leika.
Texti bókarinnar er í bundnu
máli og oftast er bara ein til tvær
setningar á hverri blaðsíðu sem ger-
ir það að verkum að einfaldar
myndirnar njóta sín einstaklega vel.
Letrið er stórt og verður enn
stærra til áhersluaukningar. Text-
inn er í raun hluti af myndlýsing-
unni og sveigist jafnvel og beygist í
takt við það sem er að gerast í
sögunni.
Eins og stundum vill gerast með
rím í barnabókum þá eiga sum orðin
það til að vera óþarflega flókin til að
rímið passi á réttum stöðum. Það er
til dæmis frekar erfitt að útskýra
arð og hljóðmúr fyrir yngstu les-
endunum. En sagan er hress og
skemmtileg og myndirnar einfaldar
sem hentar yngsta aldurshópnum
ágætlega.
Ævintýri
allra tíma
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar barnabækur
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Teikning/Ari H.G.Yates
Teikning/Sigrún Eldjárn
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is