Morgunblaðið - 09.12.2021, Qupperneq 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2021
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það heimilis- og fjölskylduofbeldi
sem við ólumst upp við, systkinahóp-
urinn sem ég tileinka bókina, hefur
legið á okkur sem mara allt okkar
fullorðinslíf,“ segir Hlín Agnars-
dóttir sem sent hefur frá sér bókina
Meydómur sem hefur undirtitilinn
Sannsaga. Bókin er í raun eitt langt
bréf sem fullorðin dóttir skrifar látn-
um föður sínum, en einnig ungu
meyjunni sem bréfhöfundur eitt
sinn var. Hlín rifjar upp að fyrir um
14 árum hafi hún skrifað ljóðaflokk
um ofbeldi uppvaxtarára sinna, en
ekki verið tilbúin til að senda text-
ann frá sér þrátt fyrir hvatningu.
„Bálkurinn rataði því ofan í skúffu
og beið þar í sex ár þangað til ég fór
að skrifa prósatexta í kringum ljóð-
in. Smám saman þróaðist textinn yf-
ir í það að vera bréf til föður,“ segir
Hlín og tekur fram að hún hafi orðið
fyrir miklum áhrifum þegar hún las
Bréf til föðurins eftir Franz Kafka
sem kom út í íslenskri þýðingu 2008.
„Þegar ég las bréf Kafka var faðir
minn nýlátinn, en mamma enn á lífi,
sem hamlaði mér í skrifunum,“ segir
Hlín sem skrifaði skáldsöguna
Hilduleik sem út kom í fyrra í fram-
haldi af andláti móður sinnar 2017.
Ótti sem fylgdi mér út í lífið
„Þegar ég byrjaði að skrifa bréfið
til föður míns var ég nýbúin að lesa
mjög áhrifaríka bók eftir suður-
afríska nóbelsverðlaunaskáldið John
M. Coetzee sem nefnist Barndómur.
Sú bók hafði mikil áhrif á mig og
varð mér hvatning til að skrifa minn-
ingabrotin sem birtast í Meydómi.
Þar með fór þetta allt í gang,“ segir
Hlín og rifjar upp að hún hafi rætt
það fram og til baka við ritstjóra
sinn og fleiri hvort hún ætti að fella
ljóðabálkinn inn í bókina. „Sem varð
á endanum raunin, því nær allur
ljóðabálkurinn er í raun falinn inni í
textanum.“
Í ljósi þess að Hlín tileinkar bók-
ina systkinum sínum liggur beint við
að spyrja hvort hún hafi sóst eftir
samþykki þeirra til að skrifa þessa
erfiðu fjölskyldusögu. „Já, þau lásu
flestöll bókina í handriti og ég var í
mjög góðu samtali við þau,“ segir
Hlín og rifjar upp að sú sundrung
sem einkenndi æsku systkinahóps-
ins hafi haft bein áhrif á samskiptin
innan hópsins. „Á síðustu árum höf-
um við sem systkinahópur hins veg-
ar náð að skoða fortíðina saman og
styrkja samband okkar,“ segir Hlín.
Undir lok bókarinnar skrifarðu að
þú hafir talað við marga í gegnum
ævina, þar á meðal sálfræðinga, geð-
lækna, ráðgjafa og presta. Hefðir þú
getað skrifað þessa bók ef þú hefðir
ekki unnið þessa forvinnu?
„Nei, ég hugsa ekki. Margir ýta
ofbeldi og erfiðri fortíð til hliðar og
vilja ekki horfast í augu við hana. Að
loknu háskólanámi mínu erlendis
átti ég erfitt með að fóta mig hér
heima og fór þá að leita skýringa,
sem var meðal annars að finna í því
tilfinningalega óöryggi og óreiðunni
sem ég ólst upp við með tilheyrandi
ótta sem fylgdi mér út í lífið.“
Aðspurð hvort lesa megi Meydóm
ekki aðeins sem persónulegt upp-
gjör heldur einnig sem spegil á sam-
félagið sem var svarar Hlín því ját-
andi. „Þessi þú sem ég ávarpa í
bókinni er faðir minn, en getur líka
verið feður okkar allra, samfélagið
allt eða kerfið, en flest okkar ef ekki
öll eigum okkar sögu. Þannig er bók-
in ekki skráargats-bókmenntir, þótt
hún greini frá sögu minnar fjöl-
skyldu á 6. og 7. áratug síðustu ald-
ar, heldur ekki síður samfélagssaga.
Um leið skrifa ég þessa bók af því að
ég veit að enn þann dag í dag eru til
börn sem búa við hræðilegt ofbeldi,“
segir Hlín og tekur fram að það sé
þó jákvætt að yfirvöld hugi mun bet-
ur að barnaverndarmálum en áður.
„Hér áður fyrr var ekki hlustað á
börn. Raunar ríkti aðeins eitt boðorð
á æskuheimili mínu og það var:
„Þegiðu.“ Við systkinin ólumst því
upp við það að foreldrar okkar hefðu
engan áhuga á því hvernig okkur liði
eða við hvað við værum að fást,“ seg-
ir Hlín og tekur fram að bréf bók-
arinnar séu ekki síður ætluð hennar
yngra sjálfi. „Enda er ótrúlega
mikilvægt að taka sjálfa sig í sátt,
horfast í augu við það hver maður
var og hver maður er í dag.“
Hvað getur þú sagt mér um titil
bókarinnar og orðaleikinn sem í hon-
um birtist sem vísar bæði í meydóm-
inn og þann dóm að vera mey?
„Meydómurinn er í þessari bók
einhvers konar afmeyjunarferli. Af-
meyjun sem hugtak þýðir hér ekki
bara kynferðisleg afmeyjun heldur
er þetta einhver herðing,“ segir Hlín
og tekur fram að hún hafi verið und-
ir svo miklum áhrifum frá föður-
röddinni að hún vildi ekki vera
stelpa. „Föðurröddin talaði svo
sterkt gegn konum og þá sérstak-
lega móður minni. Það var ekkert
varið í að vera kona því konur voru
bara aumingjar og minnimáttar.
Hvað átti þá lítil stúlka að verða?“
segir Hlín og rifjar upp að sér hafi
gengið sérstaklega illa að læra að
verða kona.
Alla ævina að verða aftur barn
„Þess vegna var ég alltaf ákveðin í
því að koma mér undan því hlut-
verki,“ segir Hlín og bendir á að ör-
lögin hafi hagað því svo að hún hafi
aldrei getað eignast börn þótt mikið
barnalán hafi einkennt systkini
hennar og foreldra. „Ég kýs að snúa
þessu við og líta svo á að það hafi
verið barnaólán hjá foreldrum mín-
um, sem réðu ekki við það að ala upp
börn sín. Og á sama tíma hafi það
verið mitt barnalán að hafa aldrei
getað eignast börn. Mitt barnalán
felst líka í því að geta tekið utan um
barnið sem ég var, sem ekki var tek-
ið utan um á sínum tíma. Ég hef
þurft að ala sjálfa mig upp aftur til
að losna undan þeim áhrifum sem ég
varð fyrir á æskuheimilinu og for-
eldrum mínum,“ segir Hlín sem var
aðeins 14 ára þegar hún flutti að
heiman og tókst að ganga mennta-
veginn.
„Það varð mér til happs að sleppa
út af heimilinu svona snemma. Eitt
af því erfiðasta í æsku var að horfa
upp á það hvernig faðir minn tók
eldri systkini mín úr skóla og kom
þannig í veg fyrir að þau menntuðu
sig,“ segir Hlín og rifjar upp hversu
vanmáttug þau systkin hafi verið
þegar gert var lítið úr hæfileikum
þeirra. „Ég varð fullorðin svo
snemma þar sem ég var aðeins barn
að aldri þegar ég var farin að vinna
við að passa börn annarra. Það hefur
síðan tekið mig alla ævina að verða
barn aftur,“ segir Hlín og tekur
fram að það sé í sínum huga engin
tilviljum að hún hafi snemma leiðst
út í listir. „Það eru sterk tengsl milli
listamannsins og barnsins. Ég fór út
í listir vegna þess að þar skynjaði ég
að ég hefði frelsi til að leika mér,“
segir Hlín að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frelsi „Ég fór út í listir vegna þess að þar skynjaði ég að ég hefði frelsi til að leika mér,“ segir Hlín Agnarsdóttir.
Gekk illa að læra að verða kona
- Hlín Agnarsdóttir sendir frá sér sannsöguna Meydóm - Þar gerir hún upp það heimilis- og fjöl-
skylduofbeldi sem hún og systkini hennar ólust upp við - Efnið byrjaði sem ljóðabálkur fyrir 14 árum
Sýningar eru hafnar í Tjarnarbíói á
Jólaævintýri Þorra og Þuru. Í sýn-
ingunni eru álfarnir tveir að undir-
búa jólin. „Þegar afi Þorra þarf að
bregða sér frá biður hann þau að
passa jólakristalinn sem er upp-
spretta allrar jólagleði í öllum
heiminum. En það gengur alls ekki
nógu vel hjá þeim, því þau slökkva
óvart á honum. Þorri og Þura
leggja af stað í ævintýraferð til að
finna leið til að kveikja aftur á
kristalnum og finna jólagleðina í
hjartanu. Þetta er hugljúf saga sem
minnir okkur á að lítil góðverk geta
haft mikil áhrif og kærleikurinn er
sterkasta aflið í heiminum,“ segir í
tilkynningu. Þar kemur fram að
Þorri og Þura hafa heimsótt þús-
undir leikskólabarna með farand-
sýningum sínum síðan 2008 og ver-
ið í aðalhlutverki í jólaþáttunum
Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV.
Höfundar Jólaævintýris Þorra og
Þuru eru Agnes Wild og Sigrún
Harðardóttir, en leikstjóri sýning-
arinnar er Sara Martí Guðmunds-
dóttir. Leikmynd og búninga hann-
ar Eva Björg Harðardóttir, lýsingu
Hafliði Emil Barðason og dans og
sviðshreyfingar semur Elísabet
Skagfjörð. Leikarar eru Agnes
Wild, Birna Pétursdóttir og Sveinn
Óskar Ásbjörnsson.
Fjörkálfar Þorri og Þura eru bestu vinir og miklir fjörkálfar, en sýningar
þeirra einkennast af gleði, vináttu og dillandi skemmtilegri tónlist.
Jólaævintýri Þorra og
Þuru sýnt í Tjarnarbíói
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Laserlyfting
Náttúruleg andlitslyfting
Þéttir slappa húð á andliti og hálsi
Laserlyfting er kollagenörvandi
húðmeðferð semþéttir og lyftir
slappri húð og grynnkar hrukkur.
30%
afsláttur af
LASERLYFTINGU
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ
allt að
Bókið tíma í dag í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2