Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 293. tölublað . 109. árgangur .
jolamjolk.is
Þvörusleikir
kemur í kvöld
dagar til jóla
10
MESSI
MÆTIR EKKI
RONALDO Í FRÍÐUM FLOKKI LISTAMANNA
SÁ EINI SEM
MIGIÐ HAFÐI
Í SALTAN SJÓ
ÓLAFUR HANNAR FLÖSKUMIÐA 24 HJÖRTUR GÍSLA 70 ÁRA 20MEISTARADEILDIN 23
_ Sprenging hef-
ur orðið hér á
landi í yfirfærslu
hugbúnaðar í
skýið að sögn
Ara Viðars Jó-
hannessonar hjá
Andes.
„Þetta hefur
gengið hraðar en
ég ímyndaði mér.
Sérstaklega hafa
ýmsar opinberar stofnanir verið
fljótari að færa sig yfir í skýið en ég
bjóst við. Við erum að upplifa eitt af
þessum stóru augnablikum í tækni-
sögunni þegar verið er að færa inn-
viði úr „kjallaranum“ í skýið.“ »12
Sprenging í
yfirfærslu í skýið
Ari Viðar
Jóhannesson
Eigendur ökutækja sem öllum
stundum eru notuð í Hrísey, Gríms-
ey eða á Flatey á Breiðafirði geta frá
áramótum fengið undanþágu frá
skoðunarskyldu tækja sinna. Rökin
eru þau að ökutæki í þessum til-
teknu eyjum eru ekki í umferð með
sama hætti og ökutæki á öðrum
stöðum landsins. Þá sé það til óþæg-
indi fyrir eigendur að þurfa að færa
ökutækin upp á land til skoðunar.
Nú er kveðið á um að ef ökutæki í
þessum flokki eru færð upp á meg-
inlandið falli undanþágan úr gildi og
menn skuli færa ökutækið án tafar
til reglubundinnar skoðunar. »10
Morgunblaðið/Eggert
Flatey Tveir bílar og nokkrar
dráttarvélar eru í þorpinu í Flatey.
Þurfa ekki
í skoðun
Enginn hefur náð hærri aldri á Íslandi en Dóra
Ólafsdóttir, sem fæddist 6. júlí 1912 og hefur lif-
að í 109 ár og 161 dag. Jensína Andrésdóttir var
áður langlífust; var 109 ára og 159 daga þegar
hún lést vorið 2019 að því er segir á vefsíðunni
Langlífi, sem Jónas Ragnarsson heldur úti.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heim-
sótti Dóru í gærmorgun og færði henni blóm í til-
efni dagsins. Áskell Þórisson, sonur Dóru, segir
að hún sé við góða heilsu. Hún heyri að vísu illa
og sjónin sé farin að daprast en þó lesi hún enn,
meðal annars Morgunblaðið daglega. Nýlega
hafi hún farið í rannsókn hjá Íslenskri erfða-
greiningu og komið vel út. „Hjartað var eins og í
krakka og öll líkamsstarfsemi í góðu lagi,“ segir
hann. Hún eigi það til að fara úr lið í hægri
mjöðm en annað plagi hana ekki. „Lyfjanotkun
hennar er nánast engin.“
Guðrún Björg Björnsdóttir er eini Íslending-
urinn sem hefur náð hærri aldri en Dóra. Hún
fæddist á Vopnafirði 20. október 1888, flutti með
foreldrum sínum til Vesturheims og var 109 ára
og 310 daga þegar hún lést á Gimli í Manitoba í
Kanada 26. ágúst 1998. steinthor@mbl.is
Hefur lifað í 109 ár og 161 dag
Morgunblaðið/Eggert
Dóra Ólafsdóttir langlífust allra á Íslandi
Andrés Magnússon
Karítas Ríkharðsdóttir
Almannavarnir greindu í gær frá
því að ríkislögreglustjóri hefði, að
viðhöfðu samráði við netöryggis-
sveit CERT-IS og Fjarskiptastofu,
lýst yfir óvissustigi almannavarna
vegna Log4j-veikleikans svo-
nefnda. Með því fetuðu íslensk
stjórnvöld í fótspor fjölda annarra
ríkja til þess að koma í veg fyrir
að tölvuþrjótar, glæpahringir eða
óvinveitt ríki gætu notfært sér
þennan veikleika.
„Í viðbúnaðaráætlun almanna-
varna vegna netvár segir að sé al-
varlegur veikleiki í kerfum mik-
ilvægra innviða, sem ekki er vitað
hvort hafi verið nýttur til að valda
skaða, þá beri
að virkja óvissu-
stig,“ segir Guð-
mundur Arnar
Sigmundsson,
sviðsstjóri net-
öryggissveitar-
innar CERT-IS.
„Það átti við í
þessu tilfelli og
því var ákveðið
að virkja óvissu-
stig á meðan við
erum að safna upplýsingum hjá
öllum um hvernig gengur að
stoppa í götin, því að það er gíf-
urleg handavinna,“ bætir hann við.
Athygli vekur þó að til þeirra
ráðstafana skuli ekki hafa verið
gripið fyrr. Umrædds veikleika
varð opinberlega vart síðastliðinn
fimmtudag þegar hann var nýttur
til þess að skakka leikinn á nokkr-
um Minecraft-leikjaþjónum, en
fyrirtæki, stofnanir og ríkisvald
víða um lönd hafa keppst við það
frá því á föstudag að bægja frá
netárásum og lagfæra hugbúnað-
inn.
Gallinn er í afar útbreiddum
hugbúnaði, Log4j, sem notaður er
til atburðaskráningar í netþjónum
og öðrum hugbúnaði. Veikleikinn
veldur því að hægt er að setja þar
inn skipanir eða forrit, sem síðan
má nota til þess að hnýsast, valda
skemmdarverkum, ná valdi á
tölvukerfum eða gera annan usla.
Óvissustig almanna-
varna vegna netöryggis
- Veikleiki galopnar tölvukerfi - Uppgötvaðist á fimmtudag
MLítill en útbreiddur galli … »14
Guðmundur Arnar
Sigmundsson
_ Ef gera á Landspítalanum kleift
að standa undir óbreyttum rekstri á
næsta ári, veita nýja þjónustu og
vinna að eðlilegum rekstrar-
umbótum vantar sjúkrahúsið tæp-
lega 1,8 milljarða króna til viðbótar
við þau framlög sem lögð eru til í
fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fram
kemur í umsögnum spítalans um
frumvarpið að einnig stefni að
óbreyttu í mikla fjárvöntun vegna
leyfisskyldra lyfja á næsta ári eða
upp á rúma tvo milljarða króna um-
fram þær fjárveitingar sem gert er
ráð fyrir. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landspítali Stjórnendur segja fjár-
framlög til spítalans vanáætluð.
Landspítala vantar
1,8 milljarða króna