Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 28
Efni í þætti kvöldsins: Guðrún María Harðardóttir og Ingimundur Ingimundarson eru eldri borgarar í Borgar- nesi. Þau segja frá starfi félags eldri borgara þar í bæ og einnig frá öflugu íþróttastarfimeðal eldri Borgnesinga. Þorsteinn Eyþórsson er Borgnesingur í húð og hár og hefur annast sorphirðu um áratugaskeið. Hann fer yfir farinn veg og þær breytingar sem átt hafa sér stað í byggðarlaginu frá því Borgar- fjarðarbrúin kom til sögunnar fyrir 40 árum. Hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson stofnuðu Landnáms- setrið í Borgarnesi skömmu eftir aldamótin. Safnið er mjög merkilegt og er til húsa í elstu húsum Borgarness. Þau segja frá aðdraganda að stofnun Setursins og hvað hefur helst komið á óvart. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Lífið er lag kl. 21.30 á Hringbraut í kvöld Fylgstu með! Í kvöld á Hringbraut Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Guðrún María Harðardóttir Gagnrýnendur hinnar vinsælu bandarísku út- varpsstöðvar National Public Radio, NPR, og vefútgáfu henn- ar hafa birt ár- legan lista yfir tíu bestu klass- ísku tónlistarútgáfur ársins. Íslendingar eiga tvo full- trúa á listanum, tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og Víking Heiðar Ólafsson píanóleikara. Fyrsti strengjakvartett Önnu, Enigma, er valinn en hann er fluttur af Spektral-kvartettinum og sagður ólíkur öllum öðrum strengjakvartettum, tónlist sem sé í senn „víðáttumikil og persónuleg“. Ný plata Víkings Heiðars, Mozart og samtímamenn, er líka á listanum. Um hana segir að svo virðist sem hinn 37 ára gamli píanlóleikari, sem oft sé líkt við Glenn Gould, geti ekki misstigið sig. Á plötunni megi upplifa tónlist Mozarts ferska og fallega flutta. Anna og Víkingur á árslista NPR ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valur og Keflavík tryggðu ser í gær sæti í undan- úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS- bikarsins. Valur sló bikarmeistara Njarðvíkur úr leik á Hlíðarenda og Keflavík lagði fyrstudeildarlið Hauka í Keflavík. Það eru því Valur, Keflavík, Stjarnan og Þór frá Þorlákshöfn sem verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í dag en þau fara fram dagana 11. og 12. janúar. Úrslitin fara svo fram laugardaginn 15. janúar í Smáranum í Kópavogi. »22 Valur og Keflavík í undanúrslitin ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Sumargleðin er merkilegasta fyrir- brigði sem hefur verið á Íslandi,“ sagði Ragnar Bjarnason heitinn í við- tali við ofanritaðan fyrir um þremur árum. Ómar Ragnarsson hefur sent frá sér bókina Af einskærri Sumar- gleði – Sögur frá litríkum skemmt- anaferli, þar sem hann fjallar um fyrirbærið í máli og myndum. Ómar og hljómsveit Ragga Bjarna skemmtu saman á héraðsmótum Sjálfstæðis- flokksins sum- urin 1969 og 1971. Upp úr því samstarfi spratt Sumargleðin, sem gekk í 15 ár um allt land, en Ómar bendir á að hún hafi í raun verið loka- punktur á ákveðnu skemmtanaformi héraðsmótanna, sem þróaðist og stóð yfir í 50 ár, frá 1936 til 1986. „Ég þekki þetta tímabil vel, upplifði revíurnar og í bókinni segi ég söguna, meðal annars sögu héraðsmótanna frá upphafi,“ segir Ómar. „Sagan er stór hluti menningarsögu þjóðarinnar.“ Nýtt lag Fyrir um fimm árum slasaðist Óm- ar illa, gat sig hvergi hreyft í átta vik- ur en var samt ekki dauður úr öllum æðum. „Rétt fyrir slysið fór ég að hugsa hvað ég ætti eftir að gera. Ég átti fimm handrit að bókum sem ég var byrjaður á og þegar rætt var um hjá Forlaginu að skrifa þyrfti bók um Sumargleðina ákvað ég að gera það á meðan menn úr henni væru enn uppi- standandi.“ Hann bætir við að sam- fara útgáfu bókarinnar hafi gefist tækifæri til að gefa út lagið „Hin eilífa sumargleði“ með sex af sjö söngv- urum úr Sumargleðinni, sem sungu lögin á tveimur breiðskífum Sumar- gleðinnar. Aðeins Ragga Bjarna vant- ar, en með Ómari syngja nýja lagið Þorgeir Ástvaldsson, Magnús Ólafs- son, Þuríður Sigurðardóttir, Sigrún „Diddú“ Hjálmtýsdóttir og Grímur Sigurðsson. „Þótt ég væri óvinnufær gat ég hugsað,“ segir höfundurinn og staðhæfir að allt sé rétt og satt. „Ég er með vitni,“ segir hann um eina lygi- legustu söguna. Margar skemmtilegar frásagnir, þar sem hinir og þessir eiga hlut að máli, eru í bókinni auk þess sem tæp- lega 200 myndir segja sína sögu. Einn kafli er til dæmis helgaður bíl- stjóranum Jóni T. Ágústssyni, sem kallaður var Jón gustur að gefnu til- efni, og er hver upprifjun annarri betri. „Hvar erum við?“ var hann eitt sinn spurður. „Við erum hérna rétt hjá,“ svaraði gusturinn og málið út- rætt. Ómar vill ekki gera upp á milli einstakra karaktera og leggur áherslu á að Raggi, sem hann kallar gjarnan Bjarnason, hafi verið prímus mótor. „Hann var aðalmaðurinn, skaffaði hljómsveitina, skrifaði hluta efnisins, fann skemmtistaðina og gerði samningana.“ Ómar bendir á að alla tíð hafi ríkt fordómar í skemmtanalífinu og menningunni skipt upp í lág- og há- menningu, þar sem lítið sé gert úr dægurtónlist. Til dæmis hafi verið bannað að auglýsa dansleiki í ríkis- útvarpinu í þrjú ár á sjötta áratugn- um. Ómar bendir á að margir af bestu söngvurum þjóðarinnar og jafnvel í heimi hafi komið fram á umræddum skemmtunum og að draga fólk í dilka með þessum hætti sé fáránlegt. „Orð- ið menning er dregið af orðinu mað- ur. Allt sem maðurinn gerir er menn- ing,“ áréttar hann. Í 60 ár hefur Ómar sungið lagið „Sveitaball“. „Ég þurfti að syngja það tvisvar á hverjum stað á hverri ein- ustu sumargleði og var næstum því búinn að drepa mig á því,“ segir hann, en lýsing á atvikinu þegar Ómar hélt að hann væri Olga Korbut fimleika- kona er í bókinni. „Ég hef lent í ótrú- legum hremmingum en það hættu- legasta sem ég hef gert er að syngja „Sveitaball“.“ Drap sig nær á söngnum - Sumargleðin lokapunktur á ákveðnu skemmtanaformi Morgunblaðið/Eggert Hamagangur Ómar söng „Sveitaball“ á 75 ára afmæli Ragga Bjarna í Laug- ardalshöll. Magnús Ólafsson og Raggi voru með á nótunum. Sumargleði Magnús, Ómar, Raggi, Þorgeir Ástvaldsson og Bessi Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.