Morgunblaðið - 14.12.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2021
✝
Guðmundur
Kjartan Ott-
ósson (Lissi) fædd-
ist í Reykjavík 16.
maí 1937. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 23. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Guð-
mundar Kjartans
voru Guðný Jós-
afatsdóttir Ottesen
húsmóðir, f. 14. apríl 1905, d.
16. febrúar 1991, og Ottó
Valdimar Guðmundsson mál-
arameistari, f. 28. október
1902, d. 20. september 1976.
Systkini: Guðlaug, f. 3. nóv-
ember 1931, d. 22. október
2012, Birgir, f. 6. júní 1934, d.
15. maí 2016, og Karl Jóhann,
f. 5. maí 1944.
Fjölskyldan bjó á Túngötu
36a í Reykjavík, þar bjó Guð-
mundur Kjartan alla sína
æsku.
2. júní 1955 giftist hann
Guðríði Þorvalds Jónsdóttur, f.
11. september 1936, hennar
foreldrar voru Karítas María
Hjaltadóttir, f. 15. apríl 1908,
d. 24. október 1991, og Jón
Sigurgeir Sigurðsson, f. 5. nóv-
ember 1895, d. 14. janúar
1959. Guðmundur og Guðríður
voru búin að vera gift í 66 ár.
Börn Guðmundar og Guð-
ríðar eru: 1. Ottó, f. 15. apríl
1955, maki Inga
Jónsdóttir. 2.
Guðný, f. 1 nóv-
ember 1957, maki
Jóhannes Stef-
ánsson. 3. Lárus, f.
1. apríl 1960, maki
María Jóhanna
Sigurðardóttir. 4.
Örn, f. 14. sept-
ember 1962, maki
Ingunn Þorvarð-
ardóttir. 5. Sig-
urður, f. 21. júlí 1969. Barna-
börnin eru 13 og
langafabörnin 19.
Á uppvaxtarárum barnanna
bjó fjölskyldan lengst af á
Hagamel 40 þar sem börnin
gengu í Mela- og Hagaskóla og
stunduðu æfingar hjá KR enda
fjölskyldan öll miklir KR-
ingar.
Lengst af á sínum starfsferli
vann Guðmundur við hlið vin-
ar síns, Sigurðar í Hamborg,
eða þar til hann opnaði sína
eigin búsáhaldaverslun, Lissa-
bon í Suðurveri (Lissi í Lissa-
bon). Frá 1990 vann hann við
heildsölu hjá sonum sínum
Ottó og Lárusi og fór margar
söluferðir hringinn í kringum
landið. Hann lauk síðan sínum
starfsferli í versluninni Eu-
ropris hjá þeim árið 2005.
Útför Guðmundar Kjartans
fer fram frá Neskirkju í dag,
14 desember 2021, klukkan 13.
Æskuvinur minn Guðmundur
Ottósson, Lissi, er fallinn frá.
Kynni okkar hófust fyrir rúmlega
70 árum í fyrsta bekk í Gaggó
Vest. Við vorum nokkrir strákar
sem mynduðum kunningjahóp
þar sem Lissi var óumdeilanleg-
ur foringi og fyrirliði á margvís-
legan hátt og ansi oft í frumleg-
um uppátækjum. Lissi var
glaðsinna og kátur unglingur og
hélt þessum góðu eiginleikum
fram á síðasta ár þegar illvíg
veikindi yfirtóku hug hans og
hönd. Unglingsárin voru fljótt að
baki og við strákarnir úr Gaggó
Vest fórum hver í sína átt í námi
og vinnu, svona eins og gengur.
Samverustundum fækkaði, en
alltaf var jafn ánægjulegt að hitta
Lissa, sem kunni þá list að segja
frá betur en flestir aðrir. Dagleg-
ar fréttir og umtal um það sem
efst var á baugi á hverjum tíma
fékk bæði líf og lit í hans einstöku
frásagnarhæfni.
Ungur að árum hitti Lissi
stóru ástina sína, hana Gauju,
sem var stoð hans og stytta allt
þar til yfir lauk. Þau eignuðust
fimm hörkudugleg og flott börn,
sem hafa reynst foreldrum sínum
afar vel.
Ég kveð góðan og gamlan vin
með þakklæti fyrir margar
ánægjulegar samverustundir.
Við hjónin sendum Gauju og
afkomendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sveinn Jónsson.
Við fráfall vinar míns Guð-
mundar eða Lissa eins og hann
var jafnan kallaður leita á hug-
ann margar minningar. Þegar ég
kynntist honum rak hann verslun
í Suðurveri með búsáhöld og til-
heyrandi, sem að sjálfsögðu bar
nafnið Lissabon.
Þessi kynni urðu upphaf góðr-
ar vináttu milli þeirra hjóna Guð-
ríðar og Guðmundar og mín og
konu minnar Guðrúnar Önnu.
Það voru margar veislurnar á
Hagamelnum með söng, gleði og
hljóðfæraleik og frábærar veit-
ingar, sem Gauja annaðist af mik-
illi snilld. Það má með sanni segja
að Lissi var veisluglaður maður
og naut sín til fullnustu á þessum
stundum.
Og svo voru það ferðirnar til
útlanda. Það kom í ljós eftir
fyrstu ferð okkar með þeim
Gauju og Lissa að þau voru prýð-
is ferðafélagar og við tóku marg-
ar ferðir um nokkurra ára bil.
Oftast vorum við í leit að sól og
voru því Mallorca, Costa del Sol
og Kanaríeyjar vinsælir áfanga-
staðir. Það sem er sérstakt við
þessar ferðir er að ég minnist
þess ekki að okkur hafi nokkurn
tíma orðið sundurorða. Það ber
ekki síst að þakka henni Gauju,
sem með sinni ljúfu lund hafði
áhrif á alla sem með henni voru.
Þetta voru góðar stundir en tím-
arnir breytast og mennirnir með.
Samverustundum fækkaði og
ýmsar aðstæður urðu til þess að
við hittumst sjaldnar en þegar
það gerðist þá urðu það fagnað-
arfundir. Og nú er hann kvaddur
hann Lissi, saddur lífdaga.
Heilsu hans hrakaði ört síðustu
mánuði og eftir lifir minning um
merkilegan mann sem átti sér lit-
ríkan feril. Sumum fannst hann
stundum eiga það til að vera smá-
brellinn og svo kann vel að vera.
Ég sendi Guðríði, börnum
þeirra og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur G. Karlsson.
Guðmundur
Kjartan Ottósson
✝
Ingunn K.
Kristensen
fæddist á Búðar-
eyri við Reyðar-
fjörð 22. september
1924. Hún lést 1.
desember 2021 á
Hrafnistu, Boða-
þingi.
Foreldrar henn-
ar voru Karl Björg-
úlfur Björnsson, f.
á Stuðlum, Norð-
firði, S-Múlasýslu 12. september
1889, d. 17. mars 1985, og Lilja
Einarsdóttir, f. á Hofteigi, Jök-
uldal, N-Múlasýslu 23. ágúst
1894, d. 7. október 1980. Systk-
ini Ingunnar eru Björg, f. 1921,
d. 2008, Einar, f. 1923, d. 1924,
Hjalti, f. 1925, d. 2016, Björn, f.
1927, d. 2012, Einar, f. 1930, d.
2017, Marta, f. 1932, og Hrefna,
f. 1938, d. sama ár.
Ingunn giftist Arne Friðrik
Kristensen, f. 12. júlí 1925 á Þor-
móðsstöðum við Skerjafjörð.
Bjuggu þau lengst af í vesturbæ
Reykjavíkur.
Börn Ingunnar og Arne eru:
1) Karl, f. 12. janúar 1947, maki
Oktavía Ágústsdóttir. Fyrir átti
Karl a) Ólaf, f. 2. september
1966, maki Sveinbjörg, saman
þrjú börn en eitt er látið. 4)
Hrefna, f. 7. febrúar 1960, maki
Gil Cereno, fyrir á Hrefna a)
Unni Lilju, f. 9. maí 1979, maki
Adam, b) óskírða, f. 23. desem-
ber 1981, d. 1981, c) Gunnar
Smára, f. 30. júní 1984, maki
Jennifer, saman eiga þau tvö
börn, d) Karl Björgúlf, f. 8. maí
1987. 5) Jóhanna Marta, f. 10.
mars 1968, hún á þrjú börn: a)
Guðrúnu Lilju, f. 19. janúar
1995, maki Sigrún Lilja, b) Arn-
ar Inga, f. 19. janúar 1995, maki
Tanja, c) Ástu Kristínu, f. 6. apr-
íl 1999, d. 1999, d) Kristin Örn, f.
4. júní 2000, maki Sandra.
Ingunn ólst upp á Búðareyri
við Reyðarfjörð. Sautján ára
hélt hún á Norðfjörð og var þar í
sumarvinnu hjá frænda sínum. Í
Reykjavík starfaði Ingunn sem
hjálparstúlka við verslunina
Kristínu Sigurðardóttur. Seinna
fór hún að vinna í versluninni
Exeter. Hún vann lengi við fisk-
verkun hjá Alliance, en um 1970
fer Ingunn að vinna á gæsluvöll-
um Reykjavíkur. Þar gætti hún
barna þar til hún lauk störfum í
apríl 1994. Ingunn starfaði lengi
fyrir kvenfélag Neskirkju og
var mikil hannyrðakona alveg
fram á síðasta dag. Ingunn flutti
í Boðaþing 14. febrúar 2020, þá
95 ára að aldri.
Útför Ingunnar verður gerð
frá Seljakirkju í dag, 14. desem-
ber 2021.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
eiga þau tvö börn,
b) Sigurjón, f. 28.
mars 1967, maki
Auður, fyrir á hann
eitt barn, saman
eiga þau tvö börn,
c) Arne Friðrik, f.
1. apríl 1970, maki
Bryndís, fyrir á
Friðrik þrjú börn.
Saman eiga Ok-
tavía og Karl d)
Guðmund Vigni, f.
10. nóvember 1978, maki Inga,
saman eiga þau þrjú börn. Fyrir
á Oktavía soninn Ágúst, f. 1968,
hann á þrjú börn. 2) Lilja, f. 5.
febrúar 1949, maki Unnsteinn
Guðni Jóhannsson, börn þeirra
eru a) Ingunn Hildur, f. 14. októ-
ber 1967, d. 1982, b) Ingunn Sig-
ríður, f. 14. október 1985, maki
Haraldur, saman eiga þau tvö
börn, c) Jóhann Friðrik, f. 5. júlí
1985, maki Magdalena, fyrir á
Jóhann tvö börn. 3) Arnheiður
Ingibjörg, f. 27. júlí 1954, maki
Oscar Diano. Börn þeirra eru a)
Óskar, f. 26. apríl 1972, maki
Kim, saman eiga þau þrjú börn,
b) Theodora, f. 10. júlí 1973,
maki Joe, fyrir á Theodora tvö
börn, c) Kristín, f. 8. febrúar
1979, maki Moe, saman eiga þau
Móðir mín ólst upp við Reyð-
arfjörð og talaði alltaf um Reyð-
arfjörðinn með mikilli hlýju. Hún
kynnist föður mínum þegar hún
flutti til Reykjavíkur og giftist
honum í september 1946, rúmum
tveimur árum síðar kem ég í
heiminn.
Við vorum nú ekki alltaf sam-
mála þegar ég var að alast upp en
ætli ég hafi ekki erft þrjóskuna
frá þér og kraftinn til þess að
halda áfram sama hvað, kraft
sem ég hef oft sótt í í gegnum ár-
in. Þú hefur ætíð verið stór hluti
af mínu lífi, í hlutverki móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu,
vinkonu og meira að segja sam-
starfskonu. Eiginmanni mínum
tókstu sem syni og eru þær ófáar
útilegurnar sem við fórum í sam-
an. Minnisstæðust var þér ferðin
sem við fórum í Skagafjörðinn til
þess að kíkja á hestinn og end-
uðum í kaffi á Dalvík, krakkarnir
ætluðu að fara að hringja á lög-
regluna þegar við komum heim
sólarhring síðar. Þau voru ófá
kvöldin sem við eyddum saman
við söng, tónlist og mikla gleði.
Við munum sakna þín mikið elsku
mamma og tengdamamma en við
vitum það að nú ertu hjá pabba
og þið munuð passa Ingu okkar.
Í huganum reika ég heim til þín móðir
og hugsa um forna og liðinna tíð.
Þá finnst mér sem áður þú faðminn
mér bjóðir
og fagnandi kyssir mig ástrík og blíð.
Þó hverfi mér æska og alvara lífsins
um eirðarlaust sjávardjúp hreki mitt
fley
þó hljóti ég mæðu í mótgangi kífsins
móðir mín kæra ég gleymi þér ei.
(Svafar Þjóðbjörnsson)
Lilja og Unnsteinn.
Elsku mamma mín, hjarta mitt
er í þúsund molum. Þú varst til-
gangurinn minn í mörg ár. Ég
lofa að vera dugleg og finna til-
ganginn aftur. Elska þig að eilífu
Er lít ég yfir liðin ár
mér ljóst í hjarta skín,
þú þerraðir móðir trega tár
og traust var höndin þín.
Þú gafst mér allt, sem áttir þú
af ástúð, von og trú.
Og því er nafn þitt móðir mín
í mínum huga nú.
Þú leiddir mig, sem lítið barn
og léttir hverja þraut.
Við blómskreytt tún og hrímhvítt hjarn
ég hjá þér ástar naut.
Nú þegar lífs þíns lokast brá
frá langri ævi stund.
Er gott að hvílast Guði hjá
og ganga á Drottins fund.
(Einar Steinþórsson.)
Þín dóttir
Jóhanna Marta Kristensen.
Ingunn K.
Kristensen
- Fleiri minningargreinar
um Ingunni K. Krist-
ensen bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Matthildur
Gestsdóttir
fæddist í Ólafsfirði
29. september 1936.
Hún lést á heimili
sínu í Kópavogi 30.
nóvember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Gestur
Árnason, f. 1902, d.
1983, og Kristjana
Einarsdóttir, f.
1902, d. 1996, frá
Ólafsfirði.
Börn þeirra voru, auk Matt-
hildar; Árni, f. 1922, d. 1999,
Halldóra, f. 1924, d. 1986, Mar-
grét, f. 1929, d. 2011, Trausti, f.
1932, d. 2012, Lísebet, f. 1938, og
Einar, f. 1942.
Hinn 6. ágúst 1960 giftist
Matthildur eftirlifandi eigin-
þeirra er Harpa Sif, b) Gunn-
hildur Kristjánsdóttir, f. 1996. 3)
Guðlaug, f. 1972, d. 2019, sonur
hennar er Þorgeir Örn Tryggva-
son, f. 1996, maki Hulda Ósk
Bergsteinsdóttir.
Matthildur ólst upp á Ólafs-
firði. Ung fór hún á vertíðir á
Suðurnesjum í fiskvinnslu með
föður sínum, auk þess að vinna
við síldarsöltun á Siglufirði og
Raufarhöfn. Eftir 16 ára aldur
flutti hún í Kópavog og starfaði
þar við barnapössun og í frysti-
húsi, síðar vann hún í þvottahúsi
og á Mjólkurbarnum við Lauga-
veg. Eftir að börnin fæddust tók
hún sér hlé frá vinnumarkaðn-
um, en starfaði síðar m.a. við
rekstur gistihúss á Hvolsvelli,
ræstingar og í þvottahúsi ríkis-
spítalanna, uns hún lét af störf-
um vegna aldurs.
Útför Matthildar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 14.
desember 2021, kl. 13.
Hlekkir á streymi:
https://www.skjaskot.is/matthildur
https://www.mbl.is/andlat
manni sínum, Þor-
geiri Björgvini
Kristjánssyni, f.
1937. Foreldrar
hans voru Kristján
Guðmundsson og
Guðbjörg Guðjóns-
dóttir frá Dýrafirði.
Börn og
afkomendur Matt-
hildar og Björgvins
eru: 1) Gunnar, f.
1961, d. 2009, dóttir
hans er Matthildur Gunn-
arsdóttir, f. 1981, maki Jóhann
Gunnarsson, börn þeirra; Hekla
Sóley, Snædís Lilja og Friðrik
Hrafn. 2) Kristján, f. 1964, maki
Hrefna Gunnarsdóttir. Börn
þeirra eru a) Björgvin Smári
Kristjánsson, f. 1987, maki Iðunn
Elva Ingibergsdóttir. Dóttir
Þegar ég hugsa til mömmu
renna margar minningar um liðna
tíma í gegnum hugann. Það sem
stendur upp úr er að mamma var
alltaf til staðar fyrir mig og stóð
með mér hvað sem ég gerði. Hún
var líka til staðar fyrir börnin mín,
passaði þau, lék við þau, spilaði
rommí eða sat með þeim og horfði
á Formúlu 1 í sjónvarpinu. Það
eru ófáar styttur eða vasar sem
brotnuðu þegar hún og Björgvin
Smári minn spiluðu fótbolta í stof-
unni í Kjalarlandi, en henni var al-
veg sama – það var nóg til af þessu
dóti. Þessi afstaða lýsir henni á
margan hátt, hún tók ekki margt
inn á sig. Hún var ekki mikið fyrir
athygli eða að kveinka sér, þó að
síðustu ár hefði hún haft ærna
ástæðu til. Krabbamein, heila-
blóðfall eða að missa tvö börn, svo
ekki sé meira talið.
Mamma talaði kjarnyrta norð-
lensku og sagði hug sinn. Hún
þurfti snemma að fara að vinna
fyrir sér og því varð lítið úr skóla-
göngu. Hún saltaði meðal annars
síld á Siglufirði og Raufarhöfn, fór
sem unglingur með afa suður til
Grindavíkur og í Kópavog til að
vinna í fiski. Einhvern tímann á
þessum tímum tapaði hún fingri í
vinnuslysi, en það stoppaði hana
ekki. Hún var ein af þessum
gömlu dugnaðarforkum sem
þekktu ekkert nema vinnu. Hún
tók sér þó hlé frá vinnu þegar við
bræður fæddumst, en hélt þó
áfram eftir að Gulla systir fædd-
ist. Ég man sérstaklega eftir
sumrinu 1974 þegar við vorum á
Hvolsvelli og mamma sá um gisti-
heimilið, þar sem nú er Hótel
Hvolsvöllur. Ég átti að passa syst-
ur mína sem þá var tveggja ára,
en fótboltaæfingarnar tóku stund-
um of mikinn tíma og ég gleymdi
mér. Það var því nóg að gera hjá
mömmu þetta sumar, svo sem
eins og aðra daga. Pabbi vann
mikið úti á landi hér áður fyrr og
því var lífið hjá mömmu oft eins og
hjá sjómannskonum og hún ein
með okkur. Hún fór iðulega á
æskuslóðirnar á Ólafsfirði á sumr-
in til afa og ömmu með okkur og
eru margar góðar minningar það-
an. Enda einstakt tækifæri að fá
að þroskast þar og kynnast lífinu
og ættingjunum betur. Ég man að
þegar við bjuggum í Stóragerði og
Kjalarlandinu var oft mjög gest-
kvæmt hjá okkur. Ættingjar að
koma suður til að fara á sjóinn eða
í skóla. Komu þá í mat og fengu
jafnvel að gista. Sumir gistu jafn-
vel heilu veturna vegna skóla í
Reykjavík. En þetta var gagn-
kvæmt því að þegar við fórum
norður var ekki vandamál að fá
gistingu þar.
Síðustu ár þá var það hefð hjá
okkur Hrefnu að mæta til
mömmu í hádeginu á laugardög-
um í skyr og stundum mættu
fleiri. Ekki má heldur gleyma
pönnukökum með bláberjasultu
og rjóma á sunnudögum. Síðasta
árið dró hins vegar úr þreki hjá
mömmu og þessi skemmtilega
hefð féll niður. Eftir nokkra mán-
uði inn og út af spítala með tak-
markaðar heimsóknir vegna Co-
vid var hennar tími kominn. Eftir
stendur minningin um kjarnorku-
konu sem stóð ávallt með mér og
gaf mér mikið og gott veganesti
fyrir lífið. Minningin um hana
mun lifa. Elsku mamma, hvíldu í
friði.
Kristján.
Nú þegar elsku Matta tengda-
mamma hefur kvatt í síðasta sinn
verður mér hugsað til baka þegar
fundum okkar bar fyrst saman í
ársbyrjun 1984. Það þurfti ekki
margar heimsóknir í Kjalarlandið
til að átta sig á að ég hafði ekki að-
eins dottið í lukkupottinn þegar
ég kynntist Kristjáni syni Möttu
og Björgvins, heldur hafði ég
einnig eignast bestu tengdafor-
eldra sem hægt var að óska sér.
Matta var alltaf tilbúin að að-
stoða þegar til hennar var leitað
og þolinmæði hennar og natni
gagnvart barnabörnunum var
endalaus. Hún var vandvirkur
dugnaðarforkur og henni var
margt til lista lagt, en alla tíð hóg-
vær. Innan fjölskyldunnar hafði
hún gaman af því að rifja um
gamla atburði, segja frá á einstak-
an máta og oftar en ekki fylgdi
hlátur með í lok frásagnar. Fyrst
og fremst var hún góð manneskja
og það var dýrmætt að fá að verða
henni samferða í lífinu.
Lífið var ekki alltaf auðvelt, en
mótlætinu tók hún af miklu æðru-
leysi. Erfiðast af öllu var að þurfa
að horfa á eftir tveimur börnum
sínum í ótímabæra ferð til
Draumalandsins.
Minningin um dásamlega
tengdamömmu, mömmu, ömmu
og langömmu mun lifa í hjörtum
okkar og sögum um hana verður
haldið á lofti.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hrefna Gunnarsdóttir.
Matthildur
Gestsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Matthildi Gests-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar